Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 21
Jóhann fæddist í Keflavík og ólst þar upp fyrstu árin en flutti með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur 1956 og hefur átt þar heima síðan. Hann var í Miðbæjar- skólanum og Austurbæjarskóla á barnaskólaaldri og stundaði síðan nám við Vogaskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Jóhann fór ungur til sjós en hann byrjaði 1968 á fiskibátum, var fyrst á Leifi heppna, netabát frá Færeyjum sem var á netum við Grænland. Hann var síðan háseti Látrarastar frá Pat- reksfirði. Jóhann hóf störf hjá Eimskipafé- laginu 1967 og var á skipum félags- ins á árunum 1970–2007, fyrst sem háseti en síðar bátsmaður. Jóhann hefur starfað við skipaafgreiðslu Eim- skips við Sundahöfn frá því hann kom í land. Jóhann sat í trúnaðarráði Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Hann er mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna, hefur skrifað fjölda greina um það málefni í dagblöð og tíma- rit og gefið þrjá verðlaunabikara fyrir öryggismál. Hann hefur sinnt félags- störfum á vegum Sjálfstæðisflokksins og Borgaraflokksins og verið í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn til Al- þingis og borgarstjórnar. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, f. 4.4. 1935, fyrrv. starfsstúlka á Röntgendeild Landspít- alans í Fossvogi. Hún er dóttir Gunn- ars S. Hólm, fyrrv. húsgagnasmiðs og Guðbjargar Þorvarðardóttur hús- móður. Börn Jóhanns frá fyrra hjónabandi eru Jóhann Birgir, f. 4.10. 1972, búsett- ur í Danmörku; Hinrik, f. 7.2. 1975, verkamaður, búsettur í Reykjavík; Val- gerður Helga, f. 6.1. 1982, húsmóðir í Danmörku. Jóhann á tvö alsystkini og þrjú hálfsystkini, sammæðra. Foreldrar Jóhanns voru Símon Lilaa, f. 25.6. 1925, d. 31.1. 2007, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Björg Svava Gunnlaugsdóttir, f. 18.9. 1927, d. 7.2. 2009, kaupmaður. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 11. apríl 2011 Til hamingju! Afmæli 11. apríl Til hamingju! Afmæli 12. apríl 30 ára „„ Brad Sykes Frakkastíg 12, Reykjavík „„ Aneta Lemanska Faxabraut 27g, Reykjanesbæ „„ Edyta Ewa Stoltman Daggarvöllum 4b, Hafnarfirði „„ Aleksandra Maria Anton Fellsmúla 4, Reykjavík „„ Svanur Pétursson Álftamýri 44, Reykjavík „„ Þórir Egilsson Njarðvíkurbraut 2, Reykjanesbæ „„ Ómar Ström Hjallavegi 50, Reykjavík „„ Sif Rós Ragnarsdóttir Galtalind 5, Kópavogi „„ Björgvin Óskar Sigurjónsson Litla-Hofi, Öræfum „„ Rakel Jónasdóttir Hjallavegi 42, Reykjavík „„ Jóhann Gunnlaugsson Geldingaholti 3, Varmahlí𠄄 Halldór Sigurðsson Þverholti 5, Mosfellsbæ „„ Sigmundur Heiðar Magnússon Karlagötu 19, Reykjavík „„ Sunna Dís Ingibjargardóttir Hjallavegi 68, Reykjavík 40 ára „„ Beata Mieczyslawa Dziubinska Grundargerði 4d, Akureyri „„ Tomasz Marek Szpada Hafnarbraut 11, Kópavogi „„ Elín Árnadóttir Stuðlabergi 48, Hafnarfirði „„ Steinunn Jóna Sævaldsdóttir Kjarnagötu 14, Akureyri „„ Sigríður Helga Ágústsdóttir Lyngrima 9, Reykjavík „„ Óskar Svanur Barkarson Yrsufelli 15, Reykjavík „„ Inga Sigrún Jónsdóttir Kringlunni 25, Reykjavík „„ Inga Marín Óskarsdóttir Eyjabakka 11, Reykjavík „„ Marteinn Sveinsson Veghúsum 31, Reykjavík „„ Lilja Jóna Halldórsdóttir Sæbakka 13, Nes- kaupsta𠄄 Sólveig Skaftadóttir Eyjabakka 16, Reykjavík 50 ára „„ Adam Kozber Spóahólum 8, Reykjavík „„ Jadwiga Jolanta Najda Vindakór 3, Kópavogi „„ Sigurlaug Hrönn Valgarðsdóttir Dalatúni 15, Sauðárkróki „„ Jón Halldórsson Vatnsstíg 11, Reykjavík „„ Bryndís Ólafsdóttir Helgubraut 10, Kópavogi „„ Hrönn Harðardóttir Básenda 5, Reykjavík „„ Smári Eiríksson Selvogsgötu 16a, Hafnarfirði „„ Þorsteinn A. Pétursson Brúnási 3, Garðabæ 60 ára „„ Guðmundur Magnússon Kvistalandi 3, Reykjavík „„ Ingvar Örn Hafsteinsson Fannarfelli 12, Reykjavík „„ Páll Björgvinsson Skógarseli 21, Reykjavík „„ Skæringur Sigurjónsson Reynigrund 35, Kópavogi „„ Ermenga Stefanía Björnsdóttir Kambaseli 28, Reykjavík „„ Inga Sólnes Sólvallagötu 7a, Reykjavík „„ Kristján P. Sigurðsson Strandgötu 37, Akureyri „„ Ingibjörg Bjarnason Flyðrugranda 6, Reykjavík 70 ára „„ Helgi Magnússon Hafnartúni 20, Siglufirði „„ Hilmar Jónsson Sóleyjarima 9, Reykjavík „„ Guðrún Guðmundsdóttir Mávahrauni 8, Hafnarfirði „„ Oddur Lýðsson Árnason Einholti 13, Akureyri „„ Aðalheiður L. Sigurðardóttir Austurbrún 2, Reykjavík „„ Anna Lísa Jóhannesdóttir Drekavöllum 18, Hafnarfirði „„ Víkingur Sveinsson Þverholti 15, Reykjanesbæ „„ Ingjaldur Indriðason Sautjándajúnítorgi 3, Garðabæ 75 ára „„ Sveinn Guðnason Birkiteigi 4d, Reykjanesbæ „„ Kristjana Ísleifsdóttir Hólavangi 1, Hellu 80 ára „„ Sigurður Kristinn Jónsson Óðinsvöllum 3, Reykjanesbæ „„ Björn J. Guðmundsson Hólabraut, Laugum „„ Skúli Sigurgrímsson Kársnesbraut 99, Kópavogi „„ Þórunn Pálsdóttir Klifagötu 10, Kópaskeri 85 ára „„ Fríða Pétursdóttir Miðstræti 11, Bolungarvík „„ Kristín M. Möller Hrísmóum 1, Garðabæ „„ Björn Gústafsson Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi 95 ára „„ Guðmundur Guðmundsson Gullsmára 5, Kópavogi 30 ára „„ Pathumma Ásgeirsson Þernunesi 13, Garðabæ „„ Krzysztof Karpinski Engjaseli 52, Reykjavík „„ Jón Gunnar Magnússon Löngumýri 12, Garðabæ „„ Harpa Dögg Sigurðardóttir Grundargerði 2f, Akureyri „„ Finnur Ragnarsson Rauðalæk 18, Reykjavík „„ Benedikt Bóas Hinriksson Rauðavaði 25, Reykjavík „„ Helga Margrét Schram Hrauntungu 24, Kópavogi „„ Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Hlíðarvegi 52, Kópavogi „„ Sólrún Ingvadóttir Vesturgötu 75, Reykjavík „„ Hulda Dóra Eysteinsdóttir Norðurgarði 13, Hvolsvelli „„ Guðmundur Árni Hannesson Berjavöllum 2, Hafnarfirði „„ Kenya Kristín Emilíudóttir Stangarhyl 1a, Reykjavík 40 ára „„ Lilja Þorkelsdóttir Viðarrima 50, Reykjavík „„ Sigfús Snæfells Magnússon Vesturtúni 27a, Álftanesi „„ Finnur Bjarki Tryggvason Stóragerði 10, Hvolsvelli „„ Bjarni Hrafnsson Hjallavegi 4, Reykjavík „„ Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi „„ Sigurður Viðar Heimisson Miðtúni, Dalvík „„ Egill Erlendsson Háagerði 51, Reykjavík 50 ára „„ Vilborg Jónsdóttir Klyfjaseli 22, Reykjavík „„ Guðný Jónsdóttir Miðhúsum 26, Reykjavík „„ Guðrún Elín Konráðsdóttir Laufrima 12a, Reykjavík „„ Björgvin Arnar Björgvinsson Hólabraut 9, Reykjanesbæ „„ Ása Blöndahl Magnúsdóttir Straumsölum 6, Kópavogi „„ Þröstur Gunnlaugsson Nestúni 7a, Stykk- ishólmi „„ Guðrún Helgadóttir Flétturima 9, Reykjavík „„ Agnar Snædahl Gylfason Laugarásvegi 52, Reykjavík „„ Petrea Helga Kristjánsdóttir Hlíðarbraut 24, Blönduósi „„ Sigurður Einarsson Hellubæ, Reykholt í Borgarfirði „„ Halldóra N. Björnsdóttir Arnartanga 4, Mos- fellsbæ 60 ára „„ Erla Ingibjörg Sigurðardóttir Bústaðavegi 51, Reykjavík „„ Dagbjört Theodórsdóttir Dalalandi 7, Reykjavík „„ Áslaug Ólafsdóttir Miðbraut 6, Hrísey „„ Kristvin Ómar Jónsson Hrafnakletti 2, Borgar- nesi „„ Helga Haraldsdóttir Furuási 2, Garðabæ „„ Halldóra Gísladóttir Huldubraut 36, Kópavogi „„ Ólafur Haukur Óskarsson Hagamel 14, Akranesi „„ María L. Brynjólfsdóttir Skipalóni 22, Hafnarfirði 70 ára „„ Fanney Þórðardóttir Lindasíðu 13, Akureyri „„ Sigríður Þorvaldsdóttir Austurströnd 8, Sel- tjarnarnesi „„ Sigríður Bergsteinsdóttir Baugstjörn 24, Selfossi „„ Sigfríð Ólöf Sigurðardóttir Háaleitisbraut 48, Reykjavík „„ Ingvi Þórðarson Lerkilundi 10, Akureyri 75 ára „„ Þóranna Kristín Hjálmarsdóttir Víðimýri 8, Sauðárkróki „„ Sigurbjörg Guðvarðardóttir Suðurhólum 35c, Reykjavík „„ Hrefna Friðriksdóttir Lönguhlíð 17, Akureyri „„ Kristinn H. Kristjánsson Fálkahöfða 8, Mos- fellsbæ 80 ára „„ Hrefna Aðalsteinsdóttir Eyrarflöt 6, Akranesi „„ Jóna M. Sigurðardóttir Ljósheimum 20, Reykjavík „„ Guðni Guðjónsson Heiðarlundi 15, Garðabæ „„ Erla Austfjörð Víðilundi 8e, Akureyri „„ Una Hólmfríður Kristjánsdóttir Nónási 3, Raufarhöfn „„ Ólöf Ágústsdóttir Kóngsbakka 3, Reykjavík „„ Andrés Adolfsson Einarsnesi 36, Reykjavík „„ Eggert S. Magnússon Strikinu 12, Garðabæ „„ Kristján R. Sigurðsson Efstahrauni 3, Grindavík 85 ára „„ Oddný Guðnadóttir Hörðalandi 12, Reykjavík „„ Vigdís Júlíanna Björnsdóttir Strandgötu 89, Eskifirði „„ Sigrún Karólína Pálsdóttir Vallarbraut 10, Reykjanesbæ „„ Guðbrandur Eiríksson Austurvegi 5, Grindavík 90 ára „„ Jóna Sigurðardóttir Dalbraut 14, Reykjavík Hlíf fæddist á Laugarvatni og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1928–30. Jafnframt heimilisstörfum vann Hlíf hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins 1959-86. Hlíf spilar enn bridge vikulega. Þá hannar hún enn prjónaflíkur sem hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Fjölskylda Hlíf giftist 7.5. 1931 Guðmundi Gísla- syni, f. 22.5. 1900, d. 12.8. 1955, kenn- ara á Laugarvatni og síðar skólastjóra Héraðsskólans á Reykjum í Hrúta- firði. Foreldrar Guðmundar voru Gísli Þórðarson, f. 17.7. 1841, d. 3.7. 1924, bóndi á Ölfusvatni í Grafningi, og s.k.h., Guðlaug Þorsteinsdóttir, f. 5.11. 1864, d. í janúar 1955, húsfreyja. Börn Hlífar og Guðmundar eru Böðvar, f. 22.2. 1932, fyrrv. bókari í Seðlabankanum, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Helgu Þóru Jakobsdótt- ur verslunarmanni og eiga þau fjögur börn; Gísli Ölvir, f. 24.6. 1935, d. 9.7. 1958, smíðakennari í Reykjavík; Guð- laug Edda, f. 21.1. 1937, húsmóðir í Garðabæ, ekkja eftir Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra, og eru börn þeirra þrjú; Inga Lára, f. 16.3. 1938, fyrrv. skrifstofustjóri hjá Rann- sóknaráði ríkisins, gift Ingva Þor- steinssyni náttúrufræðingi og eiga þau eina dóttur. Systkini Hlífar eru Ragnheiður, f. 7.11. 1899, d. 10.9. 2000, húsfreyja á Minni-Borg í Grímsnesi; Sigríður Guðný, f. 1901, lést vikugömul; Magn- ús, f. 18.6. 1902, d. 12.11. 1971, hrepp- stjóri og bóndi í Miðdal í Laugardal; Arnheiður, f. 14.7. 1904, d. 27.3. 2000, húsfreyja á Efri-Brú í Grímsnesi; Lauf- ey, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974, hús- freyja á Búrfelli í Grímsnesi; Hrefna, f. 26.11. 1906, d. 8.7. 1976, húsfreyja á Laugardalshólum í Laugardal; Magnea Guðrún, f. 20.3. 1908, d. 22.5. 1977, skólastjórafrú í Ólafsvík og síð- ar í Reykjavík; Sigríður, f. 29.8. 1912, d. 19.4. 1990, húsfreyja í Miðdalskoti í Laugardal; Lára, f. 25.8. 1913, d. 12.7. 2010, húsmóðir í Reykjavík; Auður Brynþóra, f. 13.7. 1915, d. 19.12. 2002, húsmóðir í Reykjavík; Anna Bergljót, f. 19.6. 1917, d. 2.12. 1989, húsmóðir á Laugarvatni; Svanlaug, f. 24.12. 1918, húsmóðir í Reykjavík. Fóstursystir Hlífar er Áslaug Stef- ánsdóttir, f. 18.6. 1928, dóttir Ragn- heiðar Böðvarsdóttur. Foreldrar Hlífar: Böðvar Magn- ússon, f. 25.12. 1877, d. 18.10. 1966, bóndi og hreppstjóri á Laugarvatni, og k.h., Ingunn Eyjólfsdóttir, f. 2.8. 1873, d. 27.4. 1969, húsfreyja. Ætt Föðursystir Hlífar var Guðrún, móð- ir Ragnheiðar Jónsdóttur rithöf- undar, móður Sigrúnar Guðjóns- dóttur myndlistarmanns. Böðvar var sonur Magnúsar, b. í Holtsmúla á Landi Magnússonar, b. á Stokka- læk, bróður Guðrúnar, langömmu Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis. Magnús var sonur Guðmundar, b. í Króktúni Magnússonar, bróður Þor- steins, langafa Þórhildar Þorleifsdótt- ur, fyrrv. alþm. og leikhússtjóra, og Eggerts Haukdal, fyrrv. alþm. Móðir Guðmundar var Guðrún, langamma Magnúsar Kjarans, föður Birgis Kjar- ans alþm., afa Birgis Ármannsson- ar alþm. Guðrún var dóttir Páls, b. á Keldum Guðmundssonar, b. á Keldum Brynjólfssonar, af Víkings- lækjarætt þeirra Davíðs Oddssonar, Benedikts Sveinssonar, Jóhönnu Sig- urðardóttur og Jóns Guðmundssonar á Reykjum. Móðir Guðrúnar var Þur- íður Jónsdóttir, systir Önnu Maríu, langömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Bróðir Þuríðar var Páll skáldi, langafi Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Böðvars var Arnheiður Böðvarsdóttir, b. á Reyðarvatni Tóm- assonar og Guðrúnar Halldórsdótt- ur, b. í Þorlákshöfn Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Sigurðardótt- ir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guðbjargar var Salvör, amma Tómas- ar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðurbróðir Hlífar var Brynjólf- ur, langafi Víglundar Þorsteinssonar, fyrrv. forstjóra BM Vallár. Ingunn var dóttir Eyjólfs, b. á Laugarvatni, bróð- ur Kolbeins, langafa Unnar, móður Þórunnar Sigurðardóttur rithöfund- ar, og Jóns Sigurðssonar, fyrrv. for- manns Framsóknarflokksins. Eyjólfur var sonur Eyjólfs, b. á Snorrastöðum í Laugardal Þorleifssonar og Ragnheið- ar Bjarnadóttur, b. í Efstadal Jóns- sonar. Móðir Ragnheiðar var Jórunn Narfadóttir, systir Andrésar, föður Magnúsar, alþm. í Syðra-Langholti, langafa Ásmundar Guðmundsson- ar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Systir Jórunn- ar var Elísabet, langamma Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hagstofu- stjóra og Jóhönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Ævars Kvaran leikara. Móðir Ingunn- ar var Ragnheiður Guðmundsdóttir, b. í Eyvindartungu, bróður Halldóru, ömmu Björns Þórðarsonar forsætis- ráðherra og langömmu Guðrúnar, móður Ragnars Arnalds, formanns Heimssýnar. Guðmundur var sonur Ólafs, b. á Blikastöðum í Mosfellssveit Guðmundssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Hlíf Böðvarsdóttir Frá Laugarvatni Jóhann Páll Símonarson Starfsmaður hjá Eimskip 102 ára á mánudag 60 ára á mánudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.