Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Page 23
Úttekt | 23Mánudagur 11. apríl 2011 morðingjar og því fundu mörg þeirra ekki til löngunar til að finna þá.“ Þegar að því kom að spænskt sam- félag varð opnara fyrir umheiminum og það dró úr þeim ofsa sem einkennt hafði ofsóknir stjórnvalda á hendur andstæðingum sínum dró úr barna- ránum að þeirra undirlagi. En við tóku barnarán af öðrum toga – nú voru það hrein og klár viðskipti – læknar og hjúkrunarkonur, sumar hverjar nunnur, tóku börn af fæðing- ardeildum og seldu þau. Þetta fullyrða fórnarlömb sem sum hver geta stutt þá kenningu með dánarvottorðum sem greinilega eru fölsuð eða kirkjugarðs- skrám sem ganga í berhögg við það sem foreldrum var á sínum tíma sagt. Þrjátíu og sjö tilfelli eyrnasýk- ingar Eitt umræddra fórnarlamba er Mar Soriano sem telur að systir sín sé eitt þeirra barna sem selt var með slíkum hætti. Í mars upplýsti Mar spænska þingmenn um að þann 3. janúar 1964 hefði móðir hennar eignast heilbrigða dóttur á sjúkrahúsi í Madríd. Síðar sama dag var foreldrum Mar sagt að dóttir þeirra hefði dáið, en þegar fað- ir hennar hugðist sækja líkið var hon- um sagt að það hefði þegar verið grafið í fjöldagröf. „Þeir sögðu að hún hefði dáið vegna sýkingar í eyra,“ sagði Mar þingmönnunum. „Að Beatriz meðtal- inni fæddust tíu börn á þessum sama spítala í sama mánuði sem skráð var að hefðu dáið úr eyrnasýkingu.“ Sam- kvæmt Time ku 37 nýfædd börn hafa dáið vegna eyrnasýkingar á umrædd- um spítala í janúar 1964. Verð: ein milljón Í grein Time segir að sögu Mar Sor- ino svipi til frásagna um 1.000 manns – foreldra sem telji að börnum þeirra hafi verið rænt, og karla og kvenna sem telji að systkinum þeirra, eða jafn- vel þeim sjálfum, hafi verið rænt á sín- um tíma – sem eru hlutaðeigendur í mál sem nýlega var tekið til meðferðar fyrir dómstóli í Valencia. Í öllum tilfellum er um að ræða konur sem ólu, að því er virtist, heil- brigt barn en var síðar sagt að það hefði dáið og var ekki leyft að sjá lík þess. Umrædd börn voru síðan, sam- kvæmt því sem haldið er fram, seld hjónum sem reiddu af hendi and- virði 8.000 bandaríkjadala, um eina milljón króna, og fólkið sem sakað er um að hafa staðið að viðskiptun- um er í mörgum tilfellum þeir læknar og hjúkrunarkonur sem tóku á móti börnunum. Fjárhagslegur ábati Svohljóðandi eru frásagnir sem lög- fræðingar og blaðamenn hafa feng- ið að heyra frá fólki sem óafvitandi keypti börn og var mörgu hverju sagt að kaupverðið væri til að gera upp kostnað mæðranna. Þegar þar var komið sögu var hvergi að finna lagalega stoð fyrir versluninni með börnin, sagði lög- fræðingurinn Enrique Vila. „En ein- hverjir læknar, prestar og nunnur gerðu sér grein fyrir því að fjárhags- legur ábati gæti fylgt stöðu þeirra,“ sagði Vila, en hann er fulltrúi Anad- ir, samtaka foreldra og barna sem telja að þau séu fórnarlömb þessara barnarána. Anadir-samtökin Anadir-samtökin voru stofnuð af Ant- onio Barroso og eru meðlimir sam- takanna á níunda hundrað eins og sakir standa. En það er að finna fleiri samtök af svipuðum toga sem einnig eru fjölmenn. Flestir meðlimanna eru konur sem aldrei fengu að berja aug- um lík barna sinna, lögðu aldrei trún- að á fullyrðingar þess efnis að þau hefðu dáið og hafa ekki haft erindi sem erfiði í leit að greftrunarskýrslum þar að lútandi í kirkjugörðum lands- ins. Undir lok janúar fór 261 fórnar- lamb og fjölskyldur formlega fram á að hið opinbera rannsakaði mál sem varðaði umrædd barnarán og var svæðisbundnum saksóknurum fyrir- skipað að kanna málin. Leitar uppruna síns En þetta hefur ekki gengið þrauta- laust fyrir sig og það tók mörg ár fyrir Barroso að ná athygli spænskra dóm- stóla. En nú hafa hundruð manns víðs vegar af landinu verið kölluð til vitnis og ný mál skjóta upp kollinum. Lífsýni hefur leitt í ljós að Antonio Barroso er ekki skyldur uppeldisfor- eldrum sínum, en í huga hans snýst málið ekki aðeins um að svipta hul- unni af glæpsamlegu athæfi á liðnum tíma heldur einnig að komast að því hver hann í reynd er: „Við höfum mál mæðra sem létu opna grafir barna sinna og komust að því að þær eru tómar og þær höfðu sett blóm á leið- ið í 30 ár. Mæður sem voru blekktar af ásetningi. Svo er fólk eins og ég, með fölsuð fæðingarvottorð.“ Vitni að barnsránum Einnig segir á vef BBC frá fyrrver- andi hjúkrunarkonu sem fullyrðir að hún hafi orðið vitni að barnsránum í Madríd og einnig vitnar BBC í kirkju- garðsstarfsmann í Granada í Anda- lúsíu á Spáni sem segist hafa með- höndlað barnalíkkistur sem voru grunsamlega léttar. Anadir-samtökin sögðu BBC frá endurfundum konu, sem sagt var að barn hennar hefði dáið, og dóttur hennar í Barcelona. Sú fjölskylda hef- ur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Enrique Vila, lögfræðingur Anad- ir-samtakanna, velkist ekki í vafa um umfang málsins: „Þetta er bara ein manneskja. Ímyndið ykkur fjöldann sem kynni að fyrirfinnast um gjörvall- an Spán. Þetta hlýtur að verða gríðar- lega umfangsmikil rannsókn.“ HeiMiLd: tiMe.coM, bbc.co.uk, teLegrApH.co.uk, wikipediA.org og FLeiri MiðLAr Barnsrán og blóm við tómar grafir Tuttugu tómar kistur Á vefsíðu BBC er sögð saga Solidad Hernandez og sonar hennar Albertos en þau eru bæði meðlimir Anadir. Ef grunur þeirra reynist á rökum reistur virðist ljóst að viðskipti með börn sem hafði verið rænt tíðkuðust mun lengur en ætla mætti. Á níunda áratug síðustu aldar ól Solidad tvíbura og var henni sagt að annar hefði dáið. En líkt og virðist vera tilfellið hjá fjölda mæðra fékk hún aldrei að sjá lík barnsins og segir Alberto að skrár þar að lútandi fái ekki staðist: „Samkvæmt einni skrá var bróðir minn grafinn, sam- kvæmt annarri var líkið brennt. Samkvæmt einni dó hann vegna öndunarvandamála, samkvæmt annarri var vannæringu um að kenna.“ Alberto segir sem er að þau viti ekkert og verði að rannsaka málið: „Við verðum að skoða allar skrár og, ef nauðsynlegt reynist, láta grafa kistuna upp og sjá hvort gröfin er tóm.“ Að sögn Albertos viðurkenndi starfsmaður útfararþjónustu nýlega að hafa á árum áður meðhöndlað 20 tómar kistur sem hefðu í reynd átt að innihalda barnslík. tvær frásagnir frá La Líne Hvorki skráð fæðing né dauði Ein þeirra kvenna sem sagt hafa sögu sína er Cristina Diaz Carrasco. Saga hennar fjallar um undarlegt hvarf bróður hennar af sjúkrahúsi í La Líne, spænskum bæ við landamæri Gí- braltar. Bróðir hennar fæddist árið 1967 og var því haldið fram að hann hefði dáið skömmu eftir fæðingu. Þar sem móðir Cristinu var frá Irún í norðurhluta Spánar átti hún enga ættingja í grennd við La Líne og var lík drengsins „grafið“ á vegum spítalans. Á hverju sumri gerði fjölskyldan sér ferð til La Líne og lagði blóm á leiði hans, en eftir endurbætur í kirkjugarð- inum árið 1980 var ekki nokkur leið að finna gröfina og í kjölfarið kom í ljós að engar skýrslur varðandi hana var að finna á skrifstofu kirkjugarðsins eða hjá þjóðskrá, hvort heldur sem var um fæðingu drengsins eða dauða. Líkindi með sögu cristinu Seinni frásögnin varðar einnig La Líne og gerðist um ári síðar. Kona að nafni Carmen kom til La Líne árið 1968 frá Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum til að vinna þar. Carmen var þá barns- hafandi og þar sem hún hafði áhyggjur af því að eitthvað kynni að ama að fóstrinu leitaði hún til heilbrigðisstofn- unar þar í bæ. Þann 14. nóvember sama ár ól hún son á einkareknu fæðingarheimili og var skömmu síðar sagt að honum hefði ekki verið lífs auðið. Líkt og Cristina áttu hjónakornin enga fjölskyldu á staðnum en var sagt að hafa ekki áhyggjur; fæðingarheimilið myndi sjá um allt. Það var ekki fyrr en dóttir Carmen sá sjónvarpsviðtal við Cristinu Diaz Carrasco þar sem hún sagði sögu sína að tvær grímur runnu á Carmen og fjöl- skyldu hennar; enda líkindin sláandi og skammt á milli umræddra atburða. Ólíkt Cristinu hafði Carmen ekki gert sér ferð árlega að leiði sonar síns en tók þá ákvörðun að vert væri að fara til La Líne. Í kirkjugarðinum var engin gröf, engar skrár fyrirfundust sem staðfestu að þar hefði lík barns verið grafið í nóvember 1968. Engu líkara er en sonur Carmen hefði aldrei fæðst, aldrei dáið, verið grafinn eða yfirhöfuð verið til, til lengri tíma eða skamms. krefjast réttlætis og rannsóknar Meðlimir Anadir-samtakanna hafa formlega krafist rannsóknar á barnaránum fyrri tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.