Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Page 19
F ólk hefur verið hvatt til að borða heilkornaafurðir í gegnum tíðina, svo það er í rauninni ekkert nýtt. Það sem er að breytast í áherslunum er hvernig þetta er sett fram. Fólk er hvatt til að leita eftir heilkornaafurðum og einblína ekki bara á trefjar þegar kemur að hollustu. Trefjar hafa mismunandi virkni og það er því ekki gulltryggt að það sé góður mælikvarði,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræðum við Háskóla Íslands. Þarf að tilgreina korntegund Sífellt bætast við vörur á markaðinn sem eru merktar á þann hátt að þær innihaldi heilkorn. Ingibjörg segir að það gæti misskilnings hvað varðar heilkornavörur en í raun sé ekkert til sem heitir heilkorn. „Ef það stendur í innihaldslýsingu að varan innihaldi heilkorn en ekki tekið fram hvaða korntegund sé um að ræða, þá eru upplýsingarnar ekki nægjanlegar. Það hafa komið fram vísbendingar um að rúgur og bygg hafi aðra og meiri virkni en til dæmis heilt hveitikorn. Það skiptir því máli fyrir neytendur að vita hvaða korn er í vörunni.“ Þegar talað er um heilkorn er átt við korn þar sem allur hluti þess er nýttur og ekkert hreinsað frá. Það er því í raun átt við vinnsluaðferð á korn­ inu. „Um leið og byrjað er að hreinsa ákveðna hluti frá tapar þú bæði trefja­ efnum og næringarefnum úr vörunni þannig að hún verður næringarefna­ snauðari,“ segir Ingibjörg. Heilkorna og fjölkorna er ekki það sama Annar misskilningur sem Ingibjörg nefnir er þegar fólk setur samasemmerki á milli heilkornaafurða og fjölkornaafurða. Hún segir að fjölkornabrauð geti verið til dæmis venjulegt hveitibrauð sem bætt hefur verið í nokkrum tegundum af korni og fræjum. Það geti verið villandi fyrir neytendur og greina þurfi þar á milli. „Það er heldur ekki alltaf auðvelt því til dæmis í bakaríum eru ekki aðgengilegar upplýsingar um innihald. Það væri því hægt að kalla eftir því að bakarar hefðu slíkar upplýsingar frammi. Það er skylt að hafa upplýsingar um hvað er í mestu magni í vörunni en það væri mjög gott að fá hlutfall heilkornanna og næringargildi brauðanna.“ Það megi því bæta upplýsingagjöf til neytenda því þeir þurfi að vera betur upplýstir. „Ég trúi því nú ekki að bakarar séu vísvitandi að reyna að svindla eða blekkja. Þeir mega hins vegar vanda sig meira í upplýsingagjöfinni og þá er um að gera að leita til fagaðila því ég tel að það séu margir tilbúnir til að aðstoða þá við slíkt.“ Óhollusta skreytt með hugtakinu Hún segir einnig að heilkornaafurð sé svo nýlegt hugtak að það geti ruglað neytendur í ríminu. „Það sem hefur verið kallað heilhveitibrauð mun áfram heita það þó það sé lágt hlutfall heilhveitis í uppskriftinni. Fólk þarf því að gera greinarmun á því og því sem er núna að koma á markað og kallast heilkornabrauð. Nú sér maður að það er verið að auglýsa ýmsar tegundir matvöru sem heilkorna eða sem gerðar úr heilkornum. Það segir meira að segja á Cocoa Puffs­pökkunum að það sé gert úr heilkornamaís sem hefur ekki sömu heilsufarslegu áhrif og heilkornarúgur. Þegar byrjað er að skreyta óhollustuna með þessu verður hugtakið ónýtt.“ Neytendur 19Miðvikudagur 28. mars 2012 Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Upplýsingar á neytendaumbúðum n Í reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla segir að þegar vöru er dreift án umbúða, eða pakkað á sölustað eða sett í umbúðir til beinnar sölu til neytenda, skuli seljandi vörunnar geta veitt kaupanda vissar upplýsingar. Í 6. grein reglugerðarinnar segir meðal annars að á neytendaumbúðir sé skylt að setja vöruheiti, innihaldslýsingu, magn tiltekinna innihaldsefna eða flokka innihaldsefna. Þær upplýsingar fengust hjá Matvælastofnun að starfsfólk í bakaríum þurfi að hafa þessar upplýsingar tiltækar til dæmis í möppu en aðrar leiðir séu færar, svo sem að geta flett upp í tölvu eða hafa merkingar við hverja vöru. Heilbrigðiseftirlit sjái svo um eftirlit með bakaríum en það felst almennt í því að fara yfir öll atriði sem bakaríum er skylt að fara eftir en einnig eftirliti með því hvort neytandinn geti fengið upplýsingar um innihaldsefni bakarísvara. Eftirlitið fari til dæmis þannig fram að valdar séu ákveðnar vörur og kannað hvort upplýsingar séu tiltækar um þær og hvort þær eru réttar. Það er ekki skylt að gefa upp næringargildi bökunarvara nema ef næringar- eða heilsufullyrðingar eru notaðar. Þetta á við fullyrðingar um að varan sé trefjarík, sykurlaus, fitulítil eða ef fullyrt er um tengsl milli neyslu varanna og heilbrigðis. n Kostir heilkornamatvæla eru ótvíræðir n Vantar upplýsingar til neytenda Hollusta heilkorna „Það er heldur ekki alltaf auðvelt því til dæmis í bakaríum eru ekki aðgengilegar upp- lýsingar um innihald. Það væri því hægt að kalla eftir því að bakarar hefðu slíkar upplýsingar frammi. Þetta þarf að uppfylla: Danskar skilgreiningar um hvaða skilyrði heilkornaafurðir þurfa að uppfylla. Bakarar hér á landi styðjast við þær þegar kemur að heilkornabrauði. Hveiti, hrísgrjón: n 100% heilkorn, miðað við þurrefni vörunnar n Trefjar, 6g/100g Brauð: n Minnst 50% heilkorn miðað við þurrefni uppskriftar n Fita, ekki yfir 7 g/100g n Sykur, ekki yfir 5g/100g n Natríum, ekki yfir 0,5g/100g n Trefjar yfir 5g/100g Hrökkbrauð: n Heilkorn ekki undir 60% af þurrefnum uppskriftar n Fita, ekki yfir 7g/100g n Sykur, ekki yfir 5g/100g n Natríum, ekki yfir 0,5g/100g n Trefjar yfir 6g/100g Morgunkorn: n Heilkorn ekki undir 60% af þurrefnum uppskriftar n Fita, ekki yfir 7g/100g n Sykur, ekki yfir 10g/100g n Natríum, ekki yfir 0.5g/100g n Trefjar yfir 6g/100g Pasta og núðlur: n Heilkorn ekki undir 60% af þurrefnum uppskriftar n Natríum, ekki yfir 0,04g/100g n Trefjar, yfir 6g/100g Ingibjörg Gunnarsdóttir Segir mikilvægt að neytendur fái að vita hvaða korntegund er notuð í heilkornamatvæli. Hvað eru heilkornaafurðir? n Á heimasíðu landlæknis segir að þegar talað eru um heilkornavörur sé átt við að allir hlutar kornsins séu notaðir við framleiðsluna. Það eigi við um hýði, mjölva og kím. Korn geti verið bæði notað sem heilt og ómalað eða kurlað, skorið eða malað í gróft mjöl. Hýði, mjölvi og kím þurfi þá að vera í sömu hlutföllum og í korninu sjálfu en með þessu innihaldi afurðin öll næringarefni kornsins. Ekki sé um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Í könnuninni „Hvað borða Íslendingar?“ kom í ljós að neysla á heilkornabrauðum og öðru grófu kornmeti sé mjög lítil hér á landi. Könnunin var gerð af embætti landlæknis og Matvælastofnun í samvinnu við Rannsóknastofu í næringarfræði. Aukin neysla á slíkum vörum er talin æskileg því neysla á grófu kornmeti dregur úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af gerð 2 og sumum tegundum krabbameina. Heilkornabrauð Í reglugerð um merkingu matvæla segir að á neytendaumbúðir sé skylt að setja innihaldslýsingu og magn tiltekinna innihaldsefna eða flokka innihaldsefna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.