Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 23. apríl 2012 Mánudagur
U
ndir engum kringumstæðum
voru spurningar fjölmiðla
leyfðar í opinberri heimsókn
Wen Jiabao, forsætisráðherra
Kína, til Íslands. Íslenskum
sem og erlendum fjölmiðlum bauðst
að fylgja forsætisráðherranum og
föruneyti eftir, þó aðeins undir eftir-
liti íslenskra lögregluyfirvalda og kín-
verskra öryggisvarða.
Kínverska sendinefndin lenti á
Keflavíkurflugvelli rétt fyrir 12 á há-
degi föstudags. Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra tók á móti
forsætisráðherranum og sendinefnd-
inni ásamt Össuri Skarphéðinssyni
utanríkisráðherra. Sjálfur fór ráð-
herrann í opinbera heimsókn til Kína
árið 2010, í þeirri ferð var gengið frá
formlegu samkomulagi um að lönd-
in ynnu saman að jarðhitanýtingu í
þróunarlöndum, einkum í Austur-
Afríku. Hljóðar samkomulagið upp á
að Kínverjar sjái um öflun fjármagns
til verkefna en hlutur Íslands bygg-
ist samkvæmt tilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins af ferðinni á „íslenskri
sérfræðiþekkingu, og verð[ur] fram-
lag Íslands til yfirfærslu á endurnýjan-
legri orkutækni í samræmi við Kaup-
mannahafnarsáttmálann.
Heimsókn Wen Jiabao til Íslands
má að miklu leyti rekja til heimsókn-
ar Össurar til Kína fyrir um tveim-
ur árum. Í þeirri ferð voru samskipti
þjóðanna rædd og þá sérstaklega
hvernig nýta mætti tímamótin vegna
fjörutíu ára opinberra samskipta
þjóðanna til að efla samskipti þjóð-
anna á sviði menningar og lista. Með
Wen Jiabao í för voru um hundrað
manns. Þar á meðal Chen Deming,
viðskiptaráðherra landsins, og Yang
Jiechi, utanríkisráðherra Kína.
Ríkispressan í náðinni
Það kom blaðamönnum í opna
skjöldu þegar hópur starfsmanna
kínverskra ríkisfjölmiðla kom hlaup-
andi út úr flugvél forsætisráðherrans
og stillti sér upp fyrir framan öryggis-
línu íslenskra og alþjóðlegra fjölmiðla
áður en forsætisráðherrann og fylgd-
arlið hans stigu út úr flugvélinni. Þar
voru á ferð handhafar svokallaðs „pri-
ority press“-passa. Raunar var það svo
stóran hluta opinberrar heimsókn-
ar kínversku sendinefndarinnar að
kínverskir ríkisfjölmiðlar höfðu ann-
an og meiri aðgang að sendinefnd-
inni en aðrir fjölmiðlar. Aðeins ein
undantekning var á þeirri reglu, það
er að segja að ljósmyndara forsætis-
ráðuneytisins heppnaðist að skrá sig
á svipaðan máta.
Raunar hefði það ekki átt að koma
íslenskum fjölmiðlum á óvart að
þeim yrði misskipt gæðunum hvað
varðaði samskipti fjölmiðla og kín-
verskra ráðamanna. Svipað var upp
á teningnum í heimsókn Li Peng, þá-
verandi forseta kínverska þingsins, til
Íslands árið 2000. Þá urðu samskipti
yfirvalda við fjölmiðla til þess að Lúð-
vík Geirsson, þá framkvæmdastjóri
Blaðamannafélags Íslands, gagnrýndi
„óásættanlega mismunun fjölmiðla.“
Ríkislögreglustjóri tók raunar und-
ir þá gagnrýni. Það skiptið beindist
gagnrýnin þó ekki aðeins að kínversk-
um ríkisfjölmiðlum líkt og nú í heim-
sókn Wen Jiabao um síðustu helgi.
„Svo virðist sem Morgunblaðið hafi
verið eini íslenski fjölmiðillinn sem
fékk náð fyrir myndatökum og um-
fjöllun í nokkrum tilfellum heimsókn-
arinnar,“ segir í fréttaskýringu dag-
blaðsins Dags af heimsókn Li Peng.
Eins og áður í heimsókn kín-
verskra fyrirmanna urðu samskipti
öryggisgæslu og fjölmiðla frétta-
efni. Greint hefur verið frá samskipt-
um Ómars R. Valdimarsson, blaða-
manns Bloomberg fréttaveitunnar,
og kínverskra öryggisvarða á Bessa-
stöðum á föstudag. Kínverskir ör-
yggisverðir stugguðu við Ómari, sem
gerði sig líklegan til að spyrja Wen um
Bo Xilai sem rekinn var úr Kommún-
istaflokknum. Atvikið átti sér stað á
föstudag fyrir utan Bessastaði, eftir
farsælan fund Ólafs Ragnars Gríms-
sonar forseta og Wen Jiabao á Bessa-
töðum. Atvikið minnir nokkuð á
átök lögreglu og fréttamanna Stöðvar
2 í opinberri heimsókn Li Peng árið
2000. Þá sagði framkvæmdastjóri
Blaðamannafélagsins að greinilega
hafi verið gengið mjög fast og ákveð-
ið fram í því að hindra frjálsa fjöl-
miðlum.
Falun Gong-liðar mótmæla
Gríðarleg öryggisgæsla var við Þjóð-
menningarhúsið þegar Wen Jiabao
og Jóhanna Sigurðardóttir funduðu
þar á föstudag. Sérsveitar- og lög-
regluliðar voru raunar mun fleiri en
Falun Gong-liðar sem mótmæltu
bak við lögreglugrindverk. „Við vilj-
um að ofsóknir kínverskra yfirvalda
gagnvart Falung Gong hætti. Þær
hafa verið til staðar í rúm þrettán ár
og eru einhverjar þær ógeðfelldustu
ofsóknir sem þú getur ekki ímyndað
þér,“ sagði Peder Giertsen, talsmaður
Falun Gong, í samtali við DV á með-
an mótmælin stóðu yfir. „Bring to
justice Jiang Zemin and his gang for
persecuting Falun Gong,“ voru skila-
boðin sem meðlimir samtakanna
báru. Meðlimirnir vilja að Jiang Zem-
in, fyrrverandi forseti landsins, verði
látinn svara til saka fyrir ofsóknir á
hendur samtökunum. Boðskapurinn
er ritaður bæði á ensku og kínversku
á skiltum Falun Gong-liðanna.
Jiang Zemin kom hingað til lands
í opinbera heimsókn árið 2002, ári
áður en hann lét af embætti. Þá fjöl-
menntu Falun Gong-liðar hingað til
lands til að mótmæla kínverskum
stjórnvöldum. Íslensk stjórnvöld
brugðust við komu liðsmanna sam-
takanna til landsins með þeim hætti
að takmarka stórkostlega ferðafrelsi
þeirra fyrst um sinn áður en þeir voru
látnir skrifa undir yfirlýsingu um að
þeir myndu hlíta fyrirmælum stjórn-
valda á meðan dvöl þeirra stæði.
Þar að auki báru mótmælendur
borða þar sem Wen Jiabao var boð-
inn velkominn til landsins. Tals-
maður hópsins sagði ástæðuna þá
að Wen Jiabao hefði að undanförnu
talað á þeim nótum að hann vilji ef
til vill sjá að ofsóknunum linni og að
þeir sem að þeim standa verði sóttir
til saka. Því hafi hópurinn ákveðið að
bæta við skilaboðum þar sem forsæt-
isráðherrann er boðinn velkominn.
Vinir Tíbet mótmæltu
fyrir utan Hörpu
Á föstudag var sendinefnd Kína ásamt
fulltrúum íslenskra yfirvalda boðið til
kvöldverðar á veitingastaðnum Kola-
brautinni á fjórðu hæð Hörpu. Sam-
Spurningar bannaðar
n Ýtt við blaðamanni sem gerði tilraun til að spyrja um Bo Xilai n Wen Jiabao stóð óvænt upp frá kvöldverði í Hörpu
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Vinir Tíbet mótmæla Wen þurfti ekki að ómaka sig með því að horfast í augun á
mótmælendum fyrir utan Hörpu. Forsætisráðherrann fór inn um hliðardyr.
Leiðtogans beðið Kínverskir embættismenn stilla sér upp við rauða dregilinn og bíða þess
að Wen Jiabao stígi út úr vélinni.
Þakkaði vinskapinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þakkaði Wen sérstaklega
fyrir langvarandi persónulegan vinskap. Ólafur tengdi árangursrík samskipti Íslands og Kína
við gott vinasamband landanna á milli.
Jóhanna og Wen Forsætisráðherra
Kína veifar til gesta á Keflavíkurflugvelli
stuttu eftir komuna til landsins. Með
honum er Jóhanna Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra Íslands. MYND EYÞÓR ÁRNASON
„Ég er
greinilega
ekki velkomin
- Birgitta Jónsdóttir