Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 23. apríl 2012 Auðveldari gluggaþvottur S ól hækkar á lofti og allt í einu tökum við eftir því hvað gluggarnir eru skítugir eft- ir veturinn. Það eru mörg ráð til um hvernig sé best að þrífa gluggana en nokkur þeirra má finna á Politiken. Fyrst af öllu er að velja rétta tím- ann í verkið. Það er vel hægt að þrífa gluggana í sólskini en það er þó betra að byrja á skuggahlið hússins. Þvoðu því glugga á vesturhlið húss- ins á morgnana og austurhlið eft- ir hádegi. Ef þú ert svo óheppin að það sé frost þann dag sem þú hugðist þvo gluggana þá er gott að setja smá spritt í í vatnið. Það vinnur á móti frosti. 1 Skoðaðu karmana Það fyrsta sem skal gera er að skoða gluggakarmana. Það er ekki oft sem þú ert svo nálægt þeim svo nú er til- valið tækifæri til að kanna ástand þeirra. Athugaðu hvort einhverja myglu sé að finna eða annað sem þarf að fjarlægja. Myglan kemur fram sem svört húð eða slikja á glugga- körmunum og er hún fjarlægð með til dæmis brúnsápu eða ródaloni. 2 Varaðu nágrannana við Áður en þú ferð að sulla með vatn og sprauta út um allt er gott að athuga hvort nágrannarnir séu með opna glugga og vara þá við. 3 Sparaðu sápuna Byrjaðu á því að fylla fötuna af vatni. Ef gluggarnir eru mjög skítugir eða ef þú vilt spara sápuna þá er gott ráð að fylla eina fötu með sápuvatni og aðra með hreinu vatni. Þá má skola tusk- una í hreina vatninu eftir hverja rúðu og þá þarf einungis að skipta um vatnið öðru hvoru. Passaðu að hafa ekki of mikla sápu í vatninu. 4 Sápaðu vel Þvoðu rúðuna með tuskunni að ofan og niður. Passaðu að fara út í öll horn. 5 Skafðu rúðuna vel Taktu gluggasköfuna og dragðu hana eftir rúðunni með þeirri tækni sem þér finnst henta best. Þú nærð best- um árangri með því að skafa aðeins yfir blauta fleti. Ef þú ferð yfir þurra fleti myndast rendur og þú getur á endanum eyðilagt sköfuna. 6 Pússun Þegar þú hefur lokið við að skafa skaltu nota þurra tusku til að pússa rúðuna. Notaðu mjög rakadrægan klút í hornin. Mikilvægt er að skipta reglulega út klútnum og því ráð er vera með nokkra við höndina. Þar sem þeir þurfa að vera rakadrægir er ekki mælt með nýjir, ónotaðir klútar seú notaðir né heldur nýþvegnir með mýkingarefni í. 7 Þurrkaðu eftir þig Þegar gluggarnir eru orðnir þurrir er gott að skoða gluggakarmana vel og passa að ekki sé neinn raki til staðar. Vatn getur eyðilagt karmana ef það fær að liggja óáreitt á þeim og því mikilvægt að þurrka bleyt- una. 7 Slappaðu af og njóttu sólarinnar. Verkfærin Það þýðir lítið að ráðast í allsherjar gluggaþvott ef þú ert ekki með réttu tækin og tólin. Þetta skaltu taka til áður en þú byrjar: n Gluggaskafa: Helst með beittri gúmmírönd. Reyndu að finna sköfu eins og fagmenn nota, hún virkar best. n Vertu með eina eða tvær fötur: Mundu að velja fötu sem er þægileg í meðförum. n Klútur til að sápa með: Tuska, svampur, viskastykki eða annað því um líkt. n Þú þarft sápu: Hægt er að nota flestar sápur en forðast ætti litaðar sápur og þær sem eru með ilm. Séu gluggarnir mjög skítugir má setja örlítið ammoníak í vatnið. n Vatn: Kalt eða volgt. n Þurrku: Þurra tusku, viskastykki eða annað því um líkt. n Átta ráð um gluggaþvott, áhöld og aðferðir Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hreinir gluggar Á vorin koma skítugir gluggar í ljós. Mynd: PHotos.coM Dragðu úr hættu á sykur- sýki með morgunmat n Einungis tæplega helmingur íslenskra karlmanna borðar morgunmat daglega Fólk í yfirvigt er í meiri hættu n Sykursýki II er algengust hjá eldra fólki og er stundum kölluð fullorðins- sykursýki, eða áunnin sykursýki. Hún mælist þó í æ meira mæli hjá yngri einstaklingum í yfirvigt og því hefur lífsstíll okkar afgerandi áhrif. Samtök sykursjúkra gáfu út bæklinginn Matur og sykursýki árið 2009 en þar segir að flestir sjúklingar með sykursýki II séu of þungir. Markmið meðferðar við sykursýki II sé að ná eðlilegum gildum blóðsykurs og blóðfitu og að þyngdin verði sem næst kjörþyngd. n Á lyfja.is má finna fróðleik um sykursýki en þar segir að rétt mataræði sé undirstaðan í meðferð á sykursýki og margir sem séu með sykursýki II eru meðhöndlaðir eingöngu með breyttu mataræði. Lögð er áhersla á ríkulega neyslu á kolvetnum og trefjum, lág- marksneyslu á sætindum og takmark- aða fituneyslu. Æskilegt sé að borða magurt kjöt, alifugla, fisk, egg og magra osta. Einnig að borða gróft brauð, hrís- grjón, pasta og kartöflur, borða mikið af grænmeti á hverjum degi, velja fitulitlar mjólkurafurðir, ferska ávexti og forðast sykur í daglegri fæðu en auk þess þurfi að fara varlega í áfengi. Mikilvægt sé að ná þyngd niður ef fólk er yfir kjörþyngd. Finnur þú fyrir þessum einkennum? n Einkenni sykursýki II geta verið lúmsk en hér eru helstu einkennin samkvæmt heimasíðu embættis landlæknis. Þar er fólk hvatt til að hafa samband við lækni ef það hefur þessi einkenni og fá blóðsykurinn mældan: n 1. Þorsti n 2. Tíð þvaglát n 3. Sjóntruflanir n 4. Kláði í nára eða fótum n 5. Þreyta þyngdina varðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við DV. ofþyngd og hreyfingarleysi Í skrifum sínum bendir Vilhjálmur á að fáar ógnir séu jafn alvarlegar heilsu manna í dag og sykursýkin sem hefur tugfaldast í tíðni á síð- astliðnum áratug. Hann segir að of hár sykur í blóði sé miklu hættu- legri en kólesterólið og að sykur- sýkin tengist ofþyngd og hreyfing- arleysi föstum böndum, slæmu mataræði, fátækt og skorti á félags- legum úrræðum. „Sjúkdómur sem síðan veldur öðru fremur alvarleg- ustu sjúkdómunum í þjóðfélaginu í dag, eins og til dæmis heilablóð- föllum, hjarta- og æðasjúkdóm- um, háum blóðþrýstingi, nýrna- sjúkdómum, blindu, alvarlegum sýkingum og taugasjúkdómum. Sjúkdómum sem ættu í eðli sínu fyrst og fremst af vera aldurs- bundnir við fullorðna, en sem börn með sykursýkina geta líka feng- ið,“ segir Vilhjálmur Ari á heima- síðu sinni. Hann segir einnig að greind sykursýki í dag sé sjúkdóm- ur sem sé aðeins eins og toppur á ísjaka af miklu stærra þjóðfélags- legu vandamáli. Þar sem marg- falt fleiri séu vangreindir eða með forstig sjúkdómsins sem boði ekki gott. Hann segir að tíðni sykursýki eigi eftir að margfaldast miðað við tölur sem við sjáum í dag að öllu óbreyttu. Aðallega vegna vaxandi fjölda fólks sem á við ofþyngd að stríða og er jafnvel þegar komið með fyrstu einkenni skerts sykur- þols. Nokkuð sem læknar í heilsu- gæslunni eru þegar farnir að sjá í dag í vaxandi mæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.