Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 18
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 262,9 kr. 258,9 kr. Algengt verð 265,7 kr. 261,7 kr. Höfuðborgarsv. 265,6 kr. 261,6 kr. Algengt verð 265,9 kr. 261,9 kr. Algengt verð 267,9 kr. 261,9 kr. Melabraut 265,6 kr. 261,6 kr. 18 Neytendur 23. apríl 2012 Mánudagur Almennileg þjónusta n Lofið að þessu sinni fær verslunin Funi en DV fékk eftirfarandi sent: „Ég keypti nýlega hús en í því er gömul kamína. Ég þurfti að kaupa þéttiborða í hana og var bent á að fara í Funa í Kópavogi. Þar hitti ég einstaklega almennilegan starfs- mann sem gaf sér tíma til að setjast niður með mér og fræða mig um kamínuna mína. Ég hafði marg- ar spurningar og hann gat svarað þeim öllum og það breytti engu að kamínan var ekki keypt hjá þeim. Þetta kalla ég góða þjón- ustu og mun leita til þeirra aftur þegar ég þarf aðstoð eða auka- hluti í kamínuna.“ Hár aðgangseyrir n Lastið að þessu sinni fær Fontana en DV fékk eftirfarandi sent: „Ég vil fá að lasta gufubaðstaðinn Fontana á Laugarvatni fyrir að rukka gesti um 2.100 krónur. Þetta er mjög hár aðgangseyrir þegar litið er til þess að aðstaðan í Fontana er í reynd ekki mikið merkilegri en gengur og gerist í mörgum sundlaugum landsins. Þar er að finna gufuböð, setlaug og einn heitan pott. Ís- lenskir gestir sem heimsækja Font- ana fussa margir yfir þessu háa verðlagi.“ n Fontana fékk tækifæri til að svara lastinu. „Við erum einn kostur af mörgum í einstakri baðmenningu Íslendinga, en því miður njótum við ekki niðurgreiðslu sveitarfélaga eins og sundstaðirnir. Gufuhverinn á Laugarvatni, sem heimamenn hafa nýtt sér til heilsubaða í nokkr- ar aldir var opnaður almenningi í júlí 2011. Nú njóta gestir gufubaðs- ins einnig heitra potta og lauga í flæðarmáli Laugarvatns. Við erum fjölskylduvænn staður og fá börn yngri en 12 ára frítt í fylgd með full- orðnum, við bjóðum fastagestum okkar góð kjör til skemmri og lengri tíma en jafn- framt höfum við verið í samstarfi við fyrirtæki og stéttarfélög um sérstök afsláttarkjör.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Dragðu úr hættu á sykur- sýki með morgunmat Þ eir karlmenn sem borða ekki morgunmat eru í 21 pró- sents meiri hættu á að þróa með sér sykursýki II sam- kvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Rannsóknin sýnir einn- ig að jafnvel þeir sem eru ekki í yfir- þyngd og fylgja hollu mataræði eru í verri stöðu ef þeir sleppa morgun- matnum. Of þungir sleppa frekar morgunmat Það voru vísindamenn við Harvard- háskóla sem skráðu mataræði um 30.000 karlmanna yfir 16 ára tíma- bil og niðurstöður rannsóknarinn- ar voru birtar í læknaritinu Amer- ican Journal of Clinical Nutrition. Þær benda til þess að þeir sem borð- uðu einungis eina eða tvær almenni- legar máltíðir á dag voru í 25 pró- senta meiri hættu á að fá sykursýki en þeir sem borðuðu 3 máltíðir dag- lega. Rannsóknin náði einungis til karlmanna en fyrri rannsóknir sýna að bæði konur og karlar sem sleppa morgunmat eiga á hættu að verða of þung. Ofát á kvöldin getur haft áhrif Ólafur Gunnar Sæmundsson nær- ingarfræðingur tekur undir að það séu sterk tengsl á milli offitu og sykursýki. „Mér sýnist vera kom- in ákveðin staðfesting á því, sem reyndar oft hefur komið fram, að þeir sem borða lítið fyrripartinn og jafn- vel sleppa morgunmat séu líklegri til að borða allhraustlega seinni partinn og lenda því frekar í því að fitna,“ seg- ir Ólafur. Aðspurður af hverju sum- ir séu óduglegir við að fá sér góð- an morgunmat segir hann að á því kunni að vera ýmsar skýringar. „Til dæmis ef fólk hefur borðað allt of mikið kvöldið áður eða jafnvel vakn- að um nóttina og fengið sér að borða. Síðan má ekki gleyma mikilvægi van- ans, það er að segja þegar fólk hefur ekki vanið sig á morgunverð og upp- lifir þess vegna ekki svengd fyrr en kannski um hádegisbilið. Þegar fólk vill reyna að venja sig á morgunmat þá þarf að sjálfsögðu að komast að því hver ástæðan er. Ef ástæðan ligg- ur til dæmis í ofáti á kvöldin eða næt- urnar verður viðkomandi að sjálf- sögðu að vinna í því að minnka þá neyslu.“ Frekar lítið en ekki neitt „Þetta snýst um að halda blóðsykr- inum í jafnvægi og stjórna hungur- tilfinningunni til að koma í veg fyrir ofát. Að mínu mati er morgunverð- urinn ein mikilvægasta máltíð dags- ins,“ segir Elísabet Margeirsdótt- ir næringarfræðingur. Hún segir að þetta hafi einnig með einbeitingu að gera í vinnu eða skóla og að heilinn þurfi eldsneyti eftir föstu næturinnar. Í sambandi við þetta megi finna ýms- ar rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á betri einbeitingu meðal barna sem borða morgunmat, í kennslu- stundum. Elísabet er sammála Ólafi um að þetta sé allt spurning um vana. „Margir eru hreinlega ekki svangir og lystalausir á morgnana. Það er betra að fá sér eitthvað smávegis en að fasta alveg fram að hádegi. Velja bara eitthvað einfalt og handhægt til að byrja með, til dæmis gróft rist- að brauð eða jógúrtdrykk. Hafra- grauturinn er klassískur og hægt að útfæra hann á skemmtilega og girnilega vegu. Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða til að fá sem mest út úr morgunmatnum. Koma þar fyrir kolvetnum, próteingjafa og ávöxtum.“ Ekki of seint að breyta um lífsstíl Rætt var um sykursýki og nýlegar rannsóknir á sjúkdómnum í Verdens Gang fyrir skömmu. Þar segir að með breyttum lífsstíl sé hægt að koma í veg fyrir fjölmörg tilfelli sykursýki. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í Diabetes Care sýna fram á að það sé aldrei of seint að breyta um lífsstíl og það geti einnig haft mikinn samfélagslegan ávinning. Fyrri rann- sóknir hafa sýnt að þeir sem náðu að léttast um að minnsta kosti 7 prósent af líkamsþyngd og með hæfilegri líkamsrækt í minnst 150 mínútur á viku, drógu úr hættunni á sykursýki um 58 prósent. Vilhjálmur Ari Arason hefur tölu- vert skrifað um afleiðingar mikillar neyslu sykurs hér á landi þar sem við eigum Norðurlandamet og gæt- ir vaxandi tíðni sykursýki sem hann kallar heilbrigðisgrýlu 21. aldarinnar númer 1. „Sérstaklega vil ég benda á hættuna samfara gosdrykkju og mik- illi neyslu ungs fólks á hvítum sykri. Eins vaxandi ofþyngd Íslendinga sem blandast umræðunni um sykur- sýkina og sem er mikið áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga. Um 25 pró- sent Ameríkana 65 ára og eldri eru þegar komin með sykursýki í dag og við virðumst vera næst í röðinni hvað n Einungis tæplega helmingur íslenskra karlmanna borðar morgunmat daglega Borðaðu rétt Í Verdens Gang setti læknirinn og nær- ingarsérfræðingurinn Fedon Lindberg fram þennan lista yfir matvæli sem hjálpa til í baráttunni gegn sykursýki: n EinTransfita eykur líkurnar á sykursýki. Ís- lensk matvæli innihalda ekki mikið af transfitu en hana má finna í innfluttum matvælum, svo sem brauði og bakkelsi. Transfita hefur truflandi áhrif á eðlilegar og nauðsyn- legar fitusýrur og hefur það mikil áhrif á bólgusvörun í líkamanum. n Rautt kjöt og þá sérstaklega unnið kjöt tengist aukinni hættu. Ekki borða fleiri en tvær máltíðir með rauðu kjöti á viku. n Borðið eins mikið af náttúrulegum og óunnum matvælum og mögulegt er. Reynið að forðast tilbúinn mat og unnar kjötvörur, svo sem pylsur, beikon og salami. n Borðið meiri fisk. n Matvæli úr plönturíkinu hafa góð áhrif. Borðið eins mikið og fjölbreytt úrval af litríku grænmeti og önnur mat- væli úr plönturíkinu, svo sem hnetur, ávexti, jurtir og krydd. n Veljið heilkornamatvæli þegar kemur að brauði, í bakstur, pasta og morgun- korn. Minnkið neyslu á kolvetnum í formi sykurs, hvítra hrísgrjóna, kartaflna, pasta og brauðs. n Notið belgávexti eins oft og mögulegt er sem meðlæti með sjávarfangi, kjöti og fugli. n Notið heilbrigða skynsemi þegar kemur að mataræði. Neyttu fjölbreytts matar svo þú fáir sem mest af hollum næringarefnum og minnkir þar með þau skaðlegu. Staðgóður morgunverður Elísabet Margeirsdóttir gefur hér dæmi um staðgóðan og hollan morgunmat: Morgungrautur úr byggflögum frá Móður Jörð n 1 dl byggmjöl eða fljótsoðinn morgun- grautur n 2,5 dl vatn n Salt og kanill eftir smekk n Grauturinn er soðinn við meðal- hita í 4–7 mínútur eða eftir smekk. Gott er bæta ofan á grautinn: n Hálfum bolla af hreinni jógúrt eða skyri. Þeir sem ekki þola mjólkurvörur geta notað soja-, hrís- eða möndlumjólk n Þurrkuðum og ferskum ávöxtum n 1–2 matskeiðum af gróft söxuðum hnetum eftir smekk Gróft brauð með góðu áleggi n 2 sneiðar af heilkorna- og trefjaríku samlokubrauði n 2 ostsneiðar n 4 tómatsneiðar n 1 harðsoðið egg, skorið í sneiðar n Gott er að fá sér eitt lítið glas af ferskum ávaxtasafa með morgunverðinum. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Fólk í yfirvigt er í meiri hættu n Niðurstöður viðamikillar könnunar á mataræði Íslendinga voru kynntar í janúar. Þar var meðal annars kannað hve margir borða morgunmat og kom í ljós að einungis rúmlega helmingur karlmanna á aldrinum 18 til 30 ára borðar morgunmat daglega. Konur eru duglegri við það á öllum aldursskeiðum: Aldur Aldrei 1–4 x í viku 5–6 x í viku Daglega 18–30 ára 9,90% 20,60% 15,30% 54,20% 31-60 ára 8,10% 13,60% 10,40% 67,80% 61–80 ára 4,60% 9,90% 6,00% 79,50% Aldur Aldrei 1–4 x í viku 5–6 x í viku Daglega 18–30 ára 5,00% 12,60% 18,50% 63,90% 31–60 ára 5,90% 8,90% 10,20% 75,00% 61–80 ára 3,00% 3,00% 4,80% 89,20% Karlar Konur Ólafur Gunnar Sæmundsson Segir ýmsar skýringar á því að fólk borði ekki morgunmat. Vilhjálmur Ari Arason Bendir á hætt- una samfara gosdrykkju og mikilli neyslu unga fólksins á hvítum sykri og tengslum hennar við sykursýki. Elísabet Margeirsdóttir Hvetur fólk til að fá sér eitthvað smávegis á morgnana. Morgunmatur Foreldrar eru fyrirmyndir barnanna og mikilvægt að venja þau á að borða morgun- mat á hverjum degi. MYND: PhOTOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.