Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 23. apríl 2012 Mánudagur Bjargaði hundi úr jökulsprungu n Guðmundur lét sig síga eftir hundi í sprungu á Eyjafjallajökli Þ að verður að bjarga dýrunum eins og öðrum,“ segir björgun- arsveitar- og leiðsögumaður- inn Guðmundur S. Ingimarsson sem framdi þá hetjudáð á Eyjafjalla- jökli á sumardaginn fyrsta að láta sig síga ofan í sprungu til að bjarga hundi sem í hana hafði fallið. Svarti labra- dorhundurinn Tinni hafði verið á ferð upp jökulinn með hópi skíðamanna þegar eigandinn missti hann frá sér. Ekki vildi betur til en svo að hundurinn fór út á snjóbrú og féll ofan í sprungu. Seig 15 metra í sprunguna „Tveir úr þeim hópi vissu af mér þarna uppi og hringdu í mig. Þeir spurðu hvort ég gæti komið og aðstoð- að, sem var auðvitað ekkert mál,“ segir Guðmundur í samtali við DV. Þegar kallið barst var Guðmund- ur sjálfur með 8 manns á línu úr 60 manna framhaldshópi 52 fjalla ferða- félagsins en hann vinnur sem farar- stjóri þar. Hann fór því með línuna sína að sprungunni og tók til sinna ráða. „Þá reynist hundurinn vera á um 15 metra dýpi ofan í sprungunni. Þannig að ég setti bara því næst upp björg- unarkeðju og seig ofan í sprunguna. Ég lét hífa hundinn upp og svo var ég hífður upp í kjölfarið.“ Hundurinn kaldur og hrakinn Með hópinn sinn til aðstoðar og sem áhorfendur komust þeir því báð- ir heilir frá björgunaraðgerðunum og segir Guðmundur að hópurinn hans hafi haft gaman af þessu ævintýri. Hundurinn Tinni var að sögn Guð- mundar mjög kaldur og hrakinn enda búinn að vera ofan í jökulsprungunni í tvær klukkustundir. „Hann var mjög ánægður með að vera bjargað úr þess- um hremmingum.“ Aðspurður segist Guðmundur vera þeirrar skoðunar að hundar eigi ekk- ert erindi uppi á jökli, hvað þá lausir. „En það er ekkert annað að gera en að redda því þegar það fer úrskeiðis.“ mikael@dv.is Höfum opnað okkar vinsæla Kebab stað við Hamraborg 14a Kópavogi Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! Opið alla daga frá 11:30–21:30 www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Hetjudáð Guðmundur svaraði kallinu og lét sig síga eftir Tinna enda vanur björgunar- sveitarmaður. Viðgerð á Þór lýkur í vikunni Varðskipið Þór fór í prufusiglingu um helgina frá Bergen þar sem gerðar voru titrings- , eldsneytis- og hraðamælingar á ýmsum hröðum og undir misjöfnu álagi. Rolls Royce í Noregi skipti nýverið um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem mældist í skipinu eftir að það kom til Íslands síðastliðið haust og að því er segir í tilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni er þessi framkvæmd öll á ábyrgð og kostnað Rolls Royce. Siglingin sem stóð yfir í um 12 klukkustundir gekk vel að sögn skipherra. Eng- inn óeðlilegur titringur mældist í siglingunni og virðist sem gang- hraði varðskipsins hafi aukist frá því sem áður var. Reiknað er með að Þór verði afhentur um miðja vikuna og siglir þá til Íslands. Síðastliðna daga hefur áhöfn varðskipsins setið ýmis námskeið sem tengjast bún- aði skipsins. Varðskipið Þór kom til Noregs 9. febrúar síðastliðinn og hefur eftirlit með framkvæmdunum, af hálfu Landhelgisgæslunnar, verið framkvæmt af tæknistjóra og yfir- vélstjóra. Landhelgisgæslan mun ekki bera neinn kostnað af fram- kvæmdunum og lengist ábyrgðar- tími véla og skips sem nemur framkvæmdatímanum. Jarðskjálftar í Hveragerði Íbúar í Hveragerði fundu fyrir nokkrum jarðskjálftum á laugar- dagskvöld og aðfaranótt sunnu- dags. Flestir jarðskjálftarnir voru litlir en sá öflugasti mældist um þrír á Richter-kvarða. Skjálftarn- ir áttu upptök sín á sama stað og mikil skjálftavirkni mældist síð- asta haust í kjölfar þess að Orku- veitan hóf að dæla affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun í sprungur á svæðinu. Þegar það er gert mynd- ast þrýstingur sem kemur jarð- skjálftunum af stað. Hvergerðingar mótmæltu þess- um aðgerðum Orkuveitunnar og í kjölfarið var skipaður stýrihópur með sérfræðingum til þess að fara yfir hvaða leiðir séu færar til þess að draga úr skjálftavirkninni á þessum slóðum. F jölskylda Þórhildar Berglind- ar Guðnadóttur, 27 ára fatl- aðrar og þroskahamlaðrar konu, sem barist hefur fyrir því árum saman að útvega henni búsetu á sambýli í Hafnarfirði, hefur fengið þau skilaboð frá Hafnar- fjarðarbæ að hún geti vænst þess að bíða í að lágmarki sex mánuði til eins árs, áður en varanleg lausn verður fundin á hennar málum. Fjölskylda hennar telur það algjörlega óásætt- anlegt. Halldóra Magnúsdóttir mág- kona hennar segist alls ekki geta leyft sér að vera bjartsýn á að mál Þórhild- ar Berglindar leysist nokkuð á næst- unni. Margir á undan henni Halldóra, sem hefur haft sig hvað mest í frammi ásamt móður Þór- hildar, segir að sér hafi ofboðið eftir síðustu skilaboð sem hún fékk frá Hafnarfjarðarbæ fyrir helgi. „Þetta er með ólíkindum. Þetta var eins og að fá blauta tusku framan í sig, þegar við fengum þessar fréttir,“ segir hún við DV. Samkvæmt upplýsingum sem þær fengu frá Hafnarfjarðarbæ eru sex einstaklingar á biðlista taldir vera í brýnni þörf eftir búsetuúrræð- um, en bærinn metur það sem svo að fjórir einstaklingar séu í enn meiri þörf en Þórhildur Berglind. „Ég get bara ekki trúað því,“ segir Halldóra. Eins og fram kom í DV í síðustu viku telja ættingjar og fagaðilar sem þekkja Þórhildi Berglindi útilokað að hún geti búið ein, en samt sem áður neyðist hún til þess að leigja kjall- araíbúð þar sem hún er einangruð og líður mjög illa. Nágrannar henn- ar hafa í sláandi bréfum til bæjaryfir- valda lýst aðbúnaði Þórhildar Berg- lindar og þeirri skoðun sinni að hún geti ekki séð um sig ein. Þannig hafi hún læst sig fáklædd úti í frosti heila nótt og ekki þorað að banka upp á hjá nágrönnum sínum. Hún gráti mikið á næturnar og greinilegt sé að hún geti ekki séð um sig sjálf. Það megi sjá á umhirðu hennar. Elísabet Þórarinsdóttir, móðir hennar á aðra mjög fatlaða dóttur og því er þörfin fyrir úrræði fyrir Þór- hildi Berglindi mjög brýn að þeirra mati. Fjölskyldan hefur barist fyrir því að hún fái inni á sambýli frá árinu 2007 en ekkert gerist. Þarf að fara í annað mat Yfirmaður félagsþjónustunnar í Hafnarfjarðarbæ tjáir sig ekki um mál Þórhildar við DV, en Halldóra mágkona hennar segir að fjölskyldan hafi fengið þau skilaboð frá bænum að til stæði að boða Þórhildi Berg- lindi í annað mat þrátt fyrir að fjöl- skyldan hafi skilað inn öllum skjöl- um svo að hún uppfylli skilyrði til þess að komast inn á sambýli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. „Þeir segja að það séu 40 einstaklingar búnir að sækja um þessa íbúð á Hverfisgötu. Ég er ekki að draga úr neyðinni en mér finnst skrýtið hvernig þeir geta komist að þeirri niðurstöðu að 5–6 manns séu í brýnni þörf fyrir búsetu- úrræði en Þórhildur Berglind,“ segir Halldóra. „Hún uppfyllir öll skilyrði til að komast inn í þessa íbúð. Við erum búin að koma með alla papp- íra, þetta er búið að taka gríðar- lega á og svo núna á að hún að fara í heildar mat af því að hitt matið er ekki nógu gott. Ég skil ekki hvernig þeir fá þetta allt út.“ Þórhildi Berglindi hefur nú verið boðið inn á sambýli til bráðabirgða, en Halldóra bendir á að fjölskyld- an hafi ekki fengið greinargóðar upplýsingar um hvað felist í því og hversu lengi hún geti búið þar. n Fjölskylda Þórhildar Berglindar svartsýn á að lausn finnist í bráð Þórhildi sagt að bíða í allt að ár „Þetta er með ólík- indum, þetta var eins og að fá blauta tusku framan í sig, þegar við fengum þessar fréttir. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Þórhildur Berglind Fjölskylda hennar hefur barist fyrir því í fimm ár að koma henni inn á sambýli hjá Hafnar- fjarðarbæ. Mynd/SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon Ein úti í frosti yfir hEila nótt 2 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur n Fjölskylda Þórhildar Berglindar hefur barist árum saman við að útvega henni viðunandi búsetuúrræði n Ákall móður um hjálp Þ órhildur Berglind er 27 ára. Hún er fötluð, hypotonia og spastísk, með þroskahöml­ un og þarfnast mikillar að­ stoðar við daglegt líf. Frá árinu 2007 hafa aðstandendur henn­ ar barist hart fyrir því að henni verði útvegað búsetuúrræði við hæfi hjá Hafnarfjarðarbæ, enda telja bæði þau og fagaðilar sem hafa umgeng­ ist hana, algjörlega útilokað að hún geti búið ein og séð um sig sjálf. Þrátt fyrir ótal bréf frá aðstandendum, símtöl og fundi auk undirskriftasöfn­ unar sem var gerð árið 2010, þar sem vel á annað þúsund manns þrýstu á um úrlausn, neyðist Þórhildur Berg­ lind til að búa ein í kjallaraíbúð sem hún leigir. Hún er einangruð og líð­ ur mjög illa, en samkvæmt nýjustu upplýsingum uppfyllir hún skilyrði til að fá þjónustuíbúð í íbúakjarna á Hverfis götu sem um þessar mund­ ir er laus en bærinn metur það svo að hún sé ekki í brýnustu þörfinni eða að skoða þurfi málið nánar. Fjöl­ skylda hennar segir hins vegar að miðað við þau gögn sem fyrir liggja, umsagnir fagaðila og þeirra sem til málsins þekkja sé ótvírætt hversu þörfin er mikil og neyð hennar óum­ deilanleg. Nágrannar hennar hafa lýst hrikalegum aðstæðum hennar í bréfum sem send hafa verið bæjar­ yfirvöldum í Hafnarfirði. Þar kemur meðal annars fram að hún gráti mik­ ið á næturnar, eigi mjög erfitt með að hafa sig til og beri lítið skynbragð á hvernig hún eigi að klæða sig eftir veðri. Þannig eigi hún það til að fara í hlýrabol út í frosti. Elísabet Þórar­ insdóttir, móðir hennar, segir fjöl­ skylduna komna í öngstræti. „Hún er vinalaus, einangruð og félagsfærnin er engin. Hún sér ekkert fram und­ an og nýtir ekki þá aðstoð sem hún fær til fullnustu. Það eru afleiðingar af því að hún ræður ekki við að búa ein. Sjálfsmat hennar og lífsvilji er enginn. Hún er einmana og vinalaus, sjálfsvirðingin farin. Umkomuleysið er algert,“ segir Elísabet í samtali við DV. Fimm ára barátta fyrir úrræði Árið 2007 sótti fjölskyldan um bú­ setuúrræði fyrir Þórhildi Berglindi. Hún hefur ekki fengið neina úrlausn sinna mála, þó að fimm ár séu liðin frá því umsóknin var móttekin. Fjöl­ skylda Þórhildar hefur reynt að koma henni að í vernduðum íbúakjarna á borð við á Drekavöllum í Hafnarfirði, þar sem íbúar fá viðunandi þjón­ ustu og umönnun. Ekkert gengur. Þrátt fyrir það komst fjölskyldan að því að í um það bil eitt og hálft ár hafi íbúð staðið auð í þjónustukjarn­ anum. Árið 2010 var talað við þá­ verandi bæjaryfirvöld og Árna Pál Árnason, þáverandi félagsmálaráð­ herra, og málið átti að fara í farveg en ekkert hefur komið út úr því. Móðir hennar segir að það sé eins og bæjar­ yfirvöld átti sig ekki á þeirri brýnu þörf sem Þórhildur er í. Hún býr nú ein í leiguíbúð, er atvinnulaus en fær heimsókn frá starfsmanni félags­ þjónustunnar og frá þjónustukjarn­ anum á Drekavöllum í Hafnarfirði í tvo klukkutíma á dag – nokkuð sem fjölskylda hennar telur allt of litla þjónustu miðað við raskanir hennar. Flest kvöld og allar nætur er hún hins vegar ein. „Í dag býr Þórhildur Berglind í leiguíbúð, þar er hún einangruð og líður því mjög illa. Hún hringir stöð­ ugt í mig, kvartar og grætur. Ástand­ ið fer stöðugt versnandi. Þórhildur er gjörsamlega einangruð og er að drabbast niður að öllu leyti og það slítur mig mjög að horfa upp á það að þörfum hennar sé ekki sinnt eins og henni ber, til mannsæmandi lífs og þeirrar félagslegu örvunar sem hún þarfnast. Það er móður þung raun að horfa upp á barnið sitt við þess­ ar hörmulegu aðstæður sem hún býr við í dag,“ segir Elísabet móðir hennar. Einmana í mikilli afturför Í umsögn um Þórhildi Berglindi, sem þroskaþjálfi og verkefnastjóri í starfi með fötluðum hjá Hinu húsinu skrif­ aði, eru sláandi lýsingar á aðstæðum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Fái aldrei að eiga dýr framarn Sigurður Daðason drekkti hundinum Kol á Þingeyri Lögreglustjórinn á Vestfjörðum krefst þess að 27 ára karlmaður, Sigurður Daðason, sem viður­kenndi að hafa drekkt hundi með hrottafengnum hætti á Þingeyri verði dæmdur til refsingar og sviptur heim­ ild til að hafa dýr í umsjá sinni. Þetta kemur fram í ákæru málsins sem var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á þriðjudag. Það var DV sem sagði fyrst frá mál­ inu þegar það kom upp í byrjun des­ ember síðastliðins. Hundsdrápið vakti gríðarlega hörð viðbrögð og mikinn óhug meðal dýravina sem og annarra enda aðferðin sem Sigurður notaði við að lóga hundinum sérlega grimmúð­ leg. Samkvæmt ákæru hét hundurinn Kolur en hafði áður verið þekktur und­ ir nafninu Diesel. Þar segir að á tíma­ bilinu 5.–8. desember hafi Sigurður bundið Kol á fram­ og afturfótum og fest tvö bíldekk af gerðinni Federal Fermoza, sem voru á álfelgum, við hann. Því næst kastaði hann bíldekkj­ unum og Kol í sjóinn við vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst síðan þann 8. desember í Þingeyrarhöfn. Gangandi vegfarendur sáu hræið fljóta í sjónum og komu því á land. Frá upphafi var Sigurður grunaður um verknaðinn en lögreglunni gekk erfiðlega að ná í hann til skýrslutöku. Þann 30. janúar greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að Sigurður hefði játað sök í málinu og það færi í ákærumeðferð. DV hefur reynt að ná tali af Sigurði en án árang­ urs. Athygli vekur þó að sambýliskona hans er á já.is titluð sem hundaþjálfari og leiðbeinandi. Sjálfur titlar hann sig tónlistarmann. Grimm örlög Svona fundu íbúar Þingeyrar hundinn Kol í höfninni. Sigurður Daðason er ákærður fyrir grimmúðlegt hundsdráp. Móðgun við listamenn Kaup Sjónlistamiðstöðvarinnar á plastmáli með varalitarfari Jó­ hönnu Sigurðardóttur eru sögð móðgun við uppbyggingu mynd­ listar á Akureyri. Á fréttavef Rík­ isútvarpsins var greint frá málinu þar sem listamenn á Akureyri eru sagðir mjög óánægðir með þessi kaup. Sjónlistamiðstöðin tryggði sér málið á uppboði í gegnum út­ varpsþáttinn Virka morgna á Rás 2. Safnið greiddi 105 þúsund krón­ ur fyrir málið sem runnu til góð­ gerðarmála. Listamenn á Akureyri kvarta yfir því að peningar séu til hjá miðstöðinni til að kaupa þetta plastmál en ekki að styrkja þá ótal listamenn sem sótt hafa um styrki hjá henni. Melabíó Sýndar voru í Melabúðinni 22 stuttmyndir nemenda Melaskóla. Búðin breyttist í kvikmyndahús á þriðjudag en frumsýningin var hluti af Barnamenningarhátíð sem sett var í tónlistar­ og ráðstefnu­ húsinu Hörpu fyrr um daginn. Hjálmar ekki skylda Þátttakendur á snjóbrettamótinu AK Extreme þurftu ekki að nota hjálma á mótinu en engar reglur kveða á um notkun hjálma við skíða­ og brettaíþróttina á Ís­ landi. Það var fréttastofa Sjón­ varpsins sem greindi frá þessu máli en Ásgeir Höskuldsson, einn af skipuleggjendum móts­ ins, sagði marga sem voru eldri en átján nota hjálm. Hann sagði það geta verið varasamt að skylda menn til að nota hjálm séu þeir ekki vanir því. Ósáttir við sumarlokun Foreldrafélög og foreldra­ ráð leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls á Ísafirði hafa tekið höndum saman og mót­ mælt sumarlokunum skólanna vegna sumarleyfa starfsfólks. Skólarnir verða lokaðir í fimm vikur í stað fjögurra vegna sumarleyfa starfsfólks og eru foreldrarnir ekki par hrifnir. Fréttir 3 Miðvikudagur 18. apríl 2012 Faldi kókaín í sjampóbrúsa n Telja sig hafa rambað á stórt fíkniefnamál Hæstiréttur hefur staðfest úr­skurð Héraðsdóms Reykja­ness þess efnis að karl­maður, sem grunaður er um innflutning á fíkniefnum, sæti gæsluvarðhaldi allt til næsta föstu­ dags. Maðurinn var handtekinn þann 6. apríl síðastliðinn í Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins frá London. Við skoðun á farangri hans fannst sjampóbrúsi sem innihélt 187 grömm af meintu kókaíni. Um það leyti sem maður­ inn var tekinn til skoðunar af toll­ gæslunni var annar maður tekinn til skoðunar vegna gruns um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum en sá kom með sama flugi til lands­ ins. Engin fíkniefni fundust í fórum hans en lögreglu grunar að menn­ irnir hafi staðið saman að innflutn­ ingi efnanna. Að sögn lögreglu hef­ ur málið undið upp á sig og virðist það teygja anga sína víðar en í fyrstu var talið. Maðurinn kærði gæsluvarðhalds­ úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist þess að hann yrði felld­ ur úr gildi. Lögreglan á Suðurnesj­ um telur sig hins vegar hafa sterkar vísbendingar um að fleiri aðilar hafi verið við riðnir innflutninginn á hin­ um meintu fíkniefnum og einnig vís­ bendingar um um hvaða menn sé að ræða. Nú sé unnið að því að hafa upp á þeim. Taldi lögregla að ríkir hagsmunir væru því fyrir því að hafa manninn áfram í haldi. Hann gæti haft áhrif á samseka fengi hann að ganga laus og að það myndi torvelda rannsókn málsins. Hæstiréttur féllst því á rök lögreglustjórans á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins og mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi fram til næsta föstudags. Fannst í sjampó brúsa Talið er að um 187 grömm af kókaíni hafi verið í sjampó­ brúsanum. Meðfylgjandi mynd tengist efni fréttarinnar ekki. hennar. Í bréfinu er því lýst að um­ hirðu hennar sé ábótavant og greini­ legt að Þórhildur sé einmana og einangruð, því hún hringi oft og mörgum sinnum á dag í Hitt húsið. Í bréfinu segir enn fremur: „Þór­ hildi vantar mikið upp á félagslega og samskiptafærni.“ Þá segir: „Ég hef orðið vör við mikla afturför hjá Þór­ hildi, þá í félagsfærni, í persónulegri umhirðu og geðrænum sveiflum. Vanlíðan og einmanaleiki virðist há henni sem lýsir sér í auknum grát­ köstum og neikvæðum samskiptum við aðra þjónustuþega.“ Þá segir í bréfinu: „Það er ljóst að Þórhildur Berglind þarf á miklum stuðningi að halda varðandi persónulega umhirðu og í félagsleg­ um samskiptum.“ Ein úti í frostinu heila nótt Þroskaþjálfinn er langt frá því eina manneskjan sem hefur vakið at­ hygli á vandanum. Í bréfi, sem íbúi í sama húsi og hún býr í, skrifaði eru sambærilegar lýsingar: „Ég get full­ yrt að það að Þórhildur Berglind búi ein úti í bæ en sé ekki í þjónustu­ íbúð fyrir fatlaða er til skammar.“ Líkt og þroskaþjálfinn lýsir nágranninn slæmri umhirðu hennar. Í bréfinu lýsir nágrannakonan því að henni hafi ofboðið „allsvaka­ lega“ í vetur. Hún hafi verið að vinna fram eftir heima og heyrt mikil læti í dálítinn tíma fyrir utan hjá henni. Hún hafi litið út um gluggann og séð Þórhildi fyrir utan. Klukkan var þá um korter yfir tólf á miðnætti. Klukkan hálf átta morguninn eftir fór nágranninn út og sá að Þórhild­ ur var þar enn. „Ég var mjög hissa og bauð góðan daginn og spurði hvað hún væri að gera úti svona snemma. Þá var svarið að hún hefði verið úti í alla nótt. Þá hafði hún farið út með ruslið um miðnætti, gleymdi lykl­ unum, var læst úti og þorði ekki að banka hjá mér því klukkan var svo margt. Svo hún greyið var búin að standa úti í frosti og snjó í sjö klukkustundir,“ segir nágranninn sem er mikið niðri fyrir. „Snýst um mannréttindi“ Fleiri nágrannar komast að sömu niðurstöðu. „Okkur er það alveg ljóst að hún getur ekki á nokkurn hátt hugsað um sig sjálf. Það má ein­ faldlega sjá á útliti hennar,“ segir í bréfi sem aðrir nágrannar hennar skrifuðu Hafnarfjarðarbæ. Þeir lýsa því að hún læsi sig mjög oft úti og banki þá upp á hjá þeim til þess að fá að hringja. Þeir lýsa því líka að eitt sinn hafi kona komið með hana til þeirra, en hún hafði fundið hana og komið henni til hjálpar á Suðurgöt­ unni. Hún hafi þá verið illa til fara í frosti og kulda, klædd í bol og þunn­ an vindjakka yfir. Hún var útgrátin og bólgin því hún þorði ekki heim. Hún hafi verið svo hrædd um að ná­ grannar hennar væru ekki heima og hún kæmist ekki inn. Þau lýsa því líka að sökum þess að hún geti ekki hirt um sig sjálf verði hún fyrir áreiti úti á götu og hafi oft fengið yfir sig svívirðingar. Þau segjast vakna á næturnar við grát hennar og lýsa því að þau hrein­ lega óttist um líf hennar. Í niðurlagi bréfsins segir: „Allan þennan tíma sem hún hefur búið í húsi okkar, höfum við átt von á því að hún fengi lausn á búsetumálum sínum. Að vera innan um fólk og geta tekið þátt í félagslegu lífi og starfi í vernduðu umhverfi. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hún skuli búa ein, því hún hefur hvorki þroska né getu til að sjá um sig sjálf.“ Þau telja að bærinn hafi geng­ ið fram hjá henni. „Þórhildur er full­ orðin manneskja og á fullan rétt á að fá meðhöndlun og íbúð við sitt hæfi. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóð­ félag að Þórhildur Berglind sé látin líða fyrir það hversu fötluð hún er. Það er öruggt að allir vilja öryggi fyrir börnin sín en það hefur hún alls ekki í kjall­ araíbúð í botnlangagötu, alein tím­ unum saman, öll kvöld, allar nætur og allar helgar. Við erum að tala um ein­ stakling, manneskju, 27 ára unga konu sem er með væntingar og þrár í lífinu eins og við öll.“ Nágrannarnir taka það svo skýrt fram að þeir séu ekki á nokk­ urn hátt tengdir eða skyldir Þórhildi. „Þetta snýst um mannréttindi.“ Fær hvergi vinnu Mágkona Þórhildar Berglindar, Hall­ dóra Margrét Magnúsdóttir, hefur einnig þrýst á bæjaryfirvöld og reynt að fá mál hennar í gegn. Hún segir farir Þórhildar Berglindar í atvinnu­ málum heldur ekki sléttar. Þórhildur lauk diplómanámi í Háskóla Íslands í þeirri von að auka möguleika sína á vinnumarkaði og þroska sig sem einstakling. Hún fékk góða umsögn í námi og starfsþjálfun. Í framhaldi stóð henni til boða hlutastarf á leik­ skóla þar sem hún var í starfsnámi. Halldóra bendir á þá hafi félagsþjón­ ustan í Hafnarfirði staðið í vegi fyrir því að hún gæti starfað þar áfram. Ástæðan var sú að leikskólinn var í Kópavogi og ekki náðist samkomu­ lag við Hafnarfjarðarbæ um hver ætti að greiða laun hennar. Þegar loks var búið að greiða úr þeirri flækju á milli sveitarfélaganna tveggja var það orð­ ið um seinan og búið að bjóða ann­ arri manneskju starfið. Þórhildur Berglind situr því eftir atvinnulaus og fær sem fyrr segir aðeins þjónustu í tvo tíma á dag. „Mér hafði áður verið tjáð af þeim sem voru að vinna í atvinnumálum Þórhildar að allt hefði verið reynt í Hafnarfirði, til dæmis á leikskól­ um. Við nánari eftirgrennslan mína reyndist svo ekki vera. Ég talaði með­ al annars við leikskólastjóra í Hafnar­ firði sem hafði aldrei verið beðinn um að taka við Þórhildi í vinnu og ekkert heyrt um hennar mál. Svo var einnig um fleiri staði sem komu til greina. Ég get ekki séð að málum Þór­ hildar hafi verið nægilega fylgt eftir á nokkurn hátt. Það er alvarlegt brot þegar sjaldgæf tækifæri til atvinnu er ekki nýtt fyrir einstakling í henn­ ar stöðu. Enn og aftur er gengið fram hjá henni,“ skrifar Halldóra í bréfi til Guðmundar Rúnars Árnasonar, bæj­ arstjóra í Hafnarfirði. „Ég tel brýna nauðsyn á að fá lausn á húsnæðismálum þegar í stað og unnið strax að lausn atvinnumála Þórhildar. Ef úrlausn er ekki til þá verður að búa þá lausn til, því hver maður hlýtur að sjá það að Þórhildur er á hraðri niðurleið bæði andlega og líkamlega með þeim aukna vanda sem svona aðgerðaleysi leiðir af sér. Það eru mannréttindi Þórhildar að fá að lifa í samfélagi við annað fólk og njóta þeirra réttinda og lífsgæða sem aðrir búa við.“ „Bæjarfélagið ber ábyrgð á skjólstæðingum sínum“ Fjölskyldan gengur svo langt að telja að félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði fremji mannréttindabrot á Þórhildi. Hún verði að komast í íbúð í kjarna með öflugri umgjörð þar sem hún fái hvatningu til að öðlast mannsæm­ andi líf og að hún geti leitað aðstoð­ ar þegar hún þarf. Elísabet segir að fjölskyldan hafi stöðugar áhyggjur af Þórhildi alla daga og allar nætur. Hún segir að ef ekkert verði gert geti afleiðingarnar orðið mjög alvarleg­ ar. „Ekki bætir úr skák að hún talar mjög oft um að langa ekki lengur að lifa við þessar aðstæður. Það hljóta allir að sjá það sem vilja að hlutirnir geta ekki gengið lengur eins og þeir hafa þróast. Hún getur ekki búið ein, það er löngu meira en fullreynt,“ seg­ ir Elísabet. „Við krefjumst þess að fá íbúð í kjarna fyrir hana nú þegar sem er laus núna. Einnig að hún fái þann stuðning sem hún þarfnast. Bæjar­ félagið ber ábyrgð á skjólstæðingum sínum og ekki síst þeim sem minna mega sín og það verður að axla þá ábyrgð. Nú hefur fjölskyldan sýnt mikla biðlund og þolinmæði í fimm ár. Nú er þolinmæði okkar og heilsa á þrotum. Úrræðaleysi bæjarins og yfirvalda sem málið varða er óásætt­ anlegt. Nú erum við komin að þrot­ um og krefjumst lausnar strax. Við treystum því að þeir sem málið varð­ ar sjái faglega og siðferðilega skyldu sína í að útvega þau úrræði sem henni ber. Einnig viljum við benda á að aðstandendur hennar hafa afl­ að allra gagna sem hefur verið beðið um af hálfu bæjarins og staðið í þrot­ lausri baráttu fyrir velferð Þórhildar,“ segir Elísabet. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Félagsþjónustu Hafnarfjarðar, segist í samtali við DV ekki geta tjáð sig um málið, þar sem bærinn tjái sig ekki um málefni einstaklinga. n Húsleit í Lúxemborg Embætti sérstaks saksóknara framkvæmdi húsleit hjá Lands­ bankanum í Lúxemborg á þriðju­ dag. Frá þessu var greint í kvöld­ fréttum Stöðvar 2 en þar var þrjátíu manna hópur á vegum embættisins sagður hafa staðið að húsleitinni, en þar af voru sex af skrifstofu sérstaks saksóknara frá Íslandi. Var húsleitin framkvæmd í tengslum við rannsókn embættis­ ins á markaðsmisnotkun og gruns um umboðssvik. „Það er móður þung raun að horfa upp á barnið sitt við þessar hörmu- legu aðstæður sem hún býr við í dag Einangruð í kjallaraíbúð Þórhildi líður illa, hún er einangruð, einmana og vinalaus. Þrátt fyrir margra ára baráttu hefur hún ekki fengið búsetuúrræði við hæfi. Mynd: SigTryggur Ari 18. apríl sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.