Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 17
Spurning dagsins Sykurinn veitti mér stundarflótta Ástin er mikilvægust Sumarið verður bjart og þurrt Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarfræðingur. – DVAri Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi. – DVSiggi stormur veðurfræðingur. – DV Falsrök forsetans „Maður hefur það gaman og fer á trampólín. Hoppar með vinkonum sínum og fer kannski í bæinn.“ Ásta Sigríður Arnardóttir 13 ára nemi í Hagaskóla „Ég kíki í búðir og fer á tram- pólín. Hef það skemmtilegt með vinkonum mínum.“ Anna Karen Pálsdóttir 13 ára nemi í Hagaskóla „Ég fer út og fer í sund. Best er að fá ís.“ María Kristín Árnadóttir 13 ára nemi í Hagaskóla „Ég fer á trampólín og fer í pógó.“ Victoria Björk Ferrell 13 ára nemi í Hagaskóla Hvað gerir þú á góðviðris­ dögum í apríl? Reykjavíkurbréf F russandi af yfirlæti temja mennta- snobbarar sér að kalla almenn- ingu ekki annað en lágmenningu. Amerísk lágmenning er að þeirra mati sú allra versta og ber að útrýma. Hún er enda til þess fallin að vekja pöplinum von frelsis í hjarta sem um leið gæti tamið sér andóf gegn fjötrun- um. Þá sjaldan sem Svarthöfði leggur lykkju á leið sína til að setja á blað eig- in samfélagssýn og visku liggur iðulega mikið við. Síðasta útspil íslenskrar elítu og Brussel-valdsins gagnvart saklaus- um smákaupmanni tekur út yfir allan þjófabálk. Svarthöfða nægir að vitna í orð inn- lends háskólaprófessors – kommún- ista! Sem launaður með blóði, svita og tárum skattgreiðenda útlistar hvernig stjórna skuli sálarlífi almúgans. „Það, sem máli skiptir, er, upp í hvaða rit- um blaðamaðurinn getur flett, þegar hann er að skrifa greinar í flýti, hvaða bækur kennarinn getur kennt og hvaða skýrslur stjórnmálamenn og embættis- menn fá í hendurnar.“ Svarthöfði þykist sjá fótspor upp- skafningsháttar íslenskrar háskólaelítu og stjórnmála- og embættisstéttar í of- sóknunum gegn Kosti, söluaðila Kókó- púffs, þess góða og upprunalega. Það er vilji ólígarkanna að almenningur þjáist, étandi kókópúffs sem aðeins inniheld- ur hráefni þeim þóknanleg. Gildir þar engu þótt börn lágstéttarinnar gráti yfir vonda bragðinu. Að ákveða hvað foreldrar mega og mega ekki setja í fæði barna sinna er varla grundvallarhlutverk ríkisins. Starfsmenn svokallaðs eftirlitsiðnaðar telja það við hæfi eins og ástandið er nú að sólunda skattfé og þenja út stofnan- ir sem ekki hafa annað hlutverk en að fylgjast með að farið sé að lögum. Því- líkt peningaeyðsla! Svei attan! Á meðan heimilin brenna eru framlög til opinberra stofn- ana margfölduð. Svarthöfði veit líkt og almenningur að skattfé kemur úr vasa vinnandi fólks. Það segir sig sjálft að virkar stofnanir eru dýrari en þær sem ekkert gera. 45 stöðugildi voru hjá Fjár- málaeftirlitinu á mesta umfangstíma íslenska bankakerfisins. Þá var ekki verið að sól- unda fé. Í dag starfa yfir hundrað manns hjá eft- irlitinu og rekstrarkostn- aður þess og fjölgun ákæra hefur vaxið á pari við það – með tilheyr- andi kostnaði fyrir skatt- greiðendur og atvinnu- líf. Kostnaður sem við getum verið án. Hið svokallaða „hrun“ sem leiddi af sér valdarán vinstriflokkanna sýn- ir að setja verður hluti í samhengi. Út- þandar opinberar stofnanir sem upp- fylla eiga þá útópísku draumsýn, að allir skuli heiðarlega fylgja lögum, leysa ekki atvinnuleysið. Staðreyndin er að atvinnuleysi var minna þegar að- eins 45 stöðugildi var að finna hjá Fjár- málaeftirlitinu. Þetta er ekkert flók- ið! Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Blóðugur niður skurður og uppsagn- ir þar til starfsmenn FME eru aðeins 45 er það eina sem komið getur okk- ur á rétta braut. Ekki á að stoppa þar, heldur leggja niður allt matvæla- og heilbrigðis eftirlit. Svarthöfði sér ekki að heilsa hans sé betri nú en áður en svo- kallað „heilbrigðiseftirlit“ varð til. Óábyrgir stjórnmálamenn með það eitt í huga að ná endurkjöri hafa löngum skekkt aðlögunarhæfni hins frjálsa markaðar með óskynsamlegum og vinnuletjandi aðgerðum. Þeir kalla það „öryggisnet“ en hvert er öryggisnet atvinnurekenda ef engin er óhamingj- an og örvæntingin meðal vinnuaflsins. Hvert eiga atvinnurekendur – þeir sem skapa hér vinnu fyrir fólkið í land- inu að leita búka og fylla illa borgað- ar stöður án framtíðar, ef engin er ör- væntingin? Burt með slík gæluverkefni. Svarthöfði vill ekki annað öryggi en ventilinn, forseta vorn. Svarthöfði F orseti landsins vísaði Icesave- samningi Buchheits í þjóðarat- kvæði 16. feb. 2011 og studdist þar við þrjár röksemdir. „Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóð- aratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Al- þingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði.“ Tillaga á Alþingi um að vísa Buch- heit-samningnum til þjóðarinnar var felld með 33 atkvæðum gegn 30. Síð- an hófst atkvæðagreiðsla um samn- inginn, sem var samþykktur með stór- auknum meirihluta, 44 á móti 16. Árið áður hafði Svavars-samningur verið samþykktur með 33 atkvæðum gegn 30. Naumur meirihluti Alþingis 2010 var orðinn að yfirgnæfandi meirihluta þingmanna 2011. Aðstæður á Alþingi voru því gjör- breyttar miðað við stöðuna fyrir þjóð- aratkvæðið 2010. En þrátt fyrir að forsendur væru orðnar forsetanum gríðarlega óhagstæðar virti hann að vettugi bæði meirihluta Alþingis, sem felldi tillöguna um þjóðaratkvæði, sem og hinn stóraukna meirihluta þingmanna sem samþykkti Buchheit- samninginn. Ólafur Ragnar tekur þar af leiðandi ekkert tillit til hinna gjör- breyttu aðstæðna á Þjóðþinginu, sem hafa gert það að verkum að röksemd sú er hann beitti fyrir þjóðaratkvæðið 2010 getur alls ekki staðist. Brot á lögum um meðferð persónuupplýsinga „Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjós- endur formlega óskað eftir að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp.“ Slíkur undirskriftalisti gæti auðvi- tað talist vera góð og gild röksemd hjá forsetanum ef nafnalistinn væri unn- inn á eðlilegan og heiðarlegan hátt. En í þessu tilfelli var slíku ekki til að dreifa. Þegar farið var á netið sást hvernig töl- ur hækkuðu dag frá degi, en engar upplýsingar fengust um hverjir væru skráðir og því var alls óvíst hvort tölur um fjölda undirskrifta væru réttar. Og vegna hinnar algjöru leyndar gat hver sem var hlaðið inn á listann nöfnum og kennitölum annarra án þeirra vit- undar og vilja. Það lá af þessum sök- um í augum uppi, bæði hjá almenn- ingi og þjóðhöfðingjanum, að hér var um að ræða brot á lögum varðandi meðferð á persónuupplýsingum. Þessi leynimakkslisti var því eðlilega kærð- ur til Persónuverndar, sem úrskurðaði síðar að aðstandendur nafnalistans hefðu brotið lög um persónuvernd. Sú niðurstaða ætti ekki að hafa komið neinum á óvart. Þessi undirskriftalisti reyndist vera slíkur gallagripur að rök- semd Ólafs Ragnars forseta honum til stuðnings stóðst engan veginn. Heldur engu vatni „Í þriðja lagi benda skoðanakann- anir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins.“ Mér er spurn: Til hvaða skoðana- kannana er forsetinn eiginlega að vísa? Því eftir að hafa farið yfir niðurstöður slíkra kannana í aðdraganda yfirlýs- ingar forsetans 20. febrúar á síðasta ári, þá kom í ljós að útkoma þeirra var í öllum tilvikum hagstæð þeim sem vildu samþykkja Icesave-samninginn. Þessi röksemd forsetans heldur þar af leiðandi engu vatni. Leynibruggsplagg Niðurstaða: Forsetinn átti hér við ramman reip að draga, því að allar meginbreytur málsins voru orðnar á annan veg en fyrir Icesave-þjóðarat- kvæðið 2010: 1) Nýi samningurinn var langtum hagstæðari en hinn fyrri. Það var einn- ig álit forsetans. 2) Naumur meirihluti Alþingis var orðinn að stórauknum meirihluta þingmanna, sem samþykktu samning- inn. 3) Skoðanakannanir voru nú orðn- ar hliðhollar þeim sem vildu sam- þykkja samninginn. Samkvæmt lið- um 2 og 3 var engin gjá milli þings og þjóðar. En slík stórsprunga hafði verið grundvallarforsenda forsetans fyrir því að vísa bæri málum í þjóðaratkvæði, bæði í fjölmiðlamálinu 2004 og Ice- save-málinu 2010. 4) Opinn og gagnsær undirskrifta- listi var orðinn að leynibruggsplaggi, sem fór gegn lögum landsins. Við þessar mótdrægu aðstæður þvingaði forsetinn fram röksemdir, sem reyndust vera hriplekar. Þær eru með réttu falsrök, sem þjóðhöfðinginn bar á sitt blekkingarborð fyrir þjóðina í því skyni að koma vilja sínum fram í þessu Icesave-máli með klækjabrögð- um. Umræða 17Mánudagur 23. apríl 2012 Kjallari Tryggvi Gunnarsson 1 Kynferðislegum myndum af íslenskum stúlkum dreift á netið Vefsíðan deildu.net birti ósiðlegar myndir af ólögráða stúlkum. 2 Í blóðpolli á sviðinuHalldóra Geirharðsdóttir slasaðist á höfði í miðju leikriti. 3 Fíkill sem barnSem barn var Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur fíkin í sykur. 4 Jakob Bjarnar snýr aftur á Facebook Umdeildur eftir átök við femínista en er snúinn aftur á Facebook. 5 Muamba: „Gangandi sönnun fyrir mætti bænarinnar“ Knattspyrnumaður Bolton er þakklátur fyrir að hafa lifað af. 6 Bee Gees­bróðir vaknaður úr dái Barry Gibb berst enn við alvarleg veikindi. 7 Eldur í fjölbýlishúsumTvö útköll hjá lögreglu og slökkviliði vegna elds í fjölbýlishúsum í austurbæ Reykjavíkur. Mest lesið á DV.is „Ólafur Ragnar tek- ur þar af leiðandi ekkert tillit til hinna gjör- breyttu aðstæðna á Þjóð- þinginu, sem hafa gert það að verkum að röksemd sú er hann beitti fyrir þjóðar- atkvæðið 2010 getur alls ekki staðist. „Mér finnst gaman að klæða mig upp í sumarlegustu fötin sem ég finn og fara niður í bæ. Fara í sólbað, fá mér ís og kíkja í búðir. Katrín Sigríður Steingrímsdóttir 13 ára nemi í Hagaskóla M y n d s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.