Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 23. apríl 2012 Mánudagur Dagbók lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á laugar- dagskvöldið og langt fram eftir morgni. Lögreglan þurfti að sinna að meðaltali tveimur útköllum á klukkustund frá klukkan 8 um kvöldið til klukkan 5 á sunnudags- morgun. Meðal verkefna lögregl- unnar var að handtaka menn eftir slagsmál í Engihjalla og handtaka ökumenn sem grunaðir eru um að hafa verið ölvaðir við akstur. Þetta var lögreglan að aðhafast á laugardagskvöldið. 20.07 er tilkynnt um sinu- bruna við Kaldárselsveg í Hafnar- firði. 20.41 er tilkynnt um slags- mál í Engihjalla. Þarna var fólk að koma úr samkvæmi og eitthvert ósætti milli manna. Einn aðili vistaður í fangageymslu þar sem hann truflaði störf lögreglu ítrekað á vettvangi. 21.31 er tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í miðborginni. Gerandi handtekinn um mið- nætti á rölti í miðbænum og viður- kenndi brot sitt. 23.04 er tilkynnt um innbrot í bíl í miðborginni. 23.20 er tilkynnt um fjögurra bíla, harðan árekstur í austurborg- inni. Meiðsl minniháttar. 00.30 er tilkynnt um að kveikt hafi verið í dagblöðum í anddyri fjölbýlishúss í austurborg- inni. Íbúar búnir að slökkva er lög- regla og slökkvilið kom á vettvang. Ekki vitað hver var að verki. 01.58 var tilkynnt um líkams- árás í miðbænum og að gerandi hafi hlaupið á brott. 03.18 var tilkynnt um reyk í stigagangi í fjölbýlishúsi í austur- borginni. Reyndist ekki vera eldur, en búið var að tæma úr hand- slökkvitæki í stigaganginum. 04.18 var tilkynnt um líkams- árás í miðbænum. 04.20 var kona handtekinn vegna gruns um lyfjaakstur. 04.45 var karlmaður hand- tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. 05.03 var tilkynnt um líkams- árás í miðbænum. M ér tókst að ná húsinu til baka,“ segir Sturla Jóns- son, vörubílstjóri og mót- mælandi, í samtali við DV. Í desember síðastliðnum fjallaði DV um málefni Sturlu en þá leit út fyrir að hann myndi missa hús fjölskyldunnar á nauðungar- sölu. Ekkert varð þó úr því og að sögn Sturlu dró bankinn nauðungar- uppboðið til baka. „Þeir gerðu sam- komulag við mig sem er náttúrulega áfangasigur í sjálfu sér.“ Samkomulagið var á þá leið að beðið yrði með að rukka gengislán- ið á meðan óvissan væri svo mikil. Hann hefur nú reynt að greiða af- borganir af láninu en kemur að lok- uðum dyrum í bankanum. Sturla sökkti sér ofan í lögin fyrir rúmu ári og eyddi oft og tíðum heilu dögun- um í skjalalestur. Það að hann muni halda húsinu sínu segir hann vera afrakstur síðustu tólf mánaða sem hann „hefur verið að slást í þessu.“ „Snýst ekki um mig“ „Málið er einfaldlega komið í patt- stöðu og það vill enginn taka við pen- ingunum, af því að það þorir eng- inn að kvitta fyrir þeim, núna neitar útibússtjórinn til dæmis að taka við greiðslunum í vitna viðurvist,“ seg- ir Sturla. Niðurstaða hans er sú að bankarnir séu „samkvæmt lögunum að stela af fólki.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið einhverjar afskriftir segir hann svo ekki vera. Sturla fæst ekki til að útskýra nákvæmlega hvaða aðferðum hann hafi beitt til að ná þessum árangri. Hann hyggst út- skýra mál sitt betur á næstunni svo að aðrir geti fetað sömu leið. Sturla hefur bent fólki á að kynna sér lögin í grófum dráttum, þau séu ekki það mörg. „Lögin eru góð og þau vernda mann ef farið er eftir þeim. Það er það sem ég er búinn að sjá.“ Sturla er hæstánægður með árangur- inn sem hann telur sig hafa náð og er viss um að fleiri geti farið sömu leið. „Þetta snýst ekkert um mig eða mín mál sem slík, heldur það að allir geta fetað þessa sömu slóð,“ segir baráttu- maðurinn sem telur sig hafa fundið gloppur í lögum til handa lítilmagn- anum í baráttunni gegn fjármála- kerfinu. Honum er mikið í mun að það komist til skila að fleiri geti farið þessa sömu leið. Gæti fagnað Um er að ræða gengistryggt neyslu- lán sem Sturla tók árið 2004 hjá Sparisjóði vélstjóra en var endurút- reiknað yfir í íslenskar krónur hjá Byr hf. í mars í fyrra. Hann hætti í kjölfar- ið að greiða af láninu þar sem hann taldi það ólögmætt. Hann hefur því í rauninni búið frítt í húsinu síðan þá. Lánið hljóðaði á sínum tíma upp á 12,5 milljónir króna og var notað til að fjármagna kaup á amerískum pallbíl og utanlandsferð fjölskyld- unnar. „Við ákváðum að kaupa okkur einn sómasamlegan bíl, að okkur fannst,“ sagði Sturla um lántökuna í samtali við DV í desember. „Ég gæti fagnað núna, verið stillt- ur og prúður og haft það gott, en þá finnst mér eins og streð síðustu ára hafi verið unnið til einskis,“ segir Sturla sem er staðráðinn í að halda baráttunni áfram þrátt fyrir þenn- an áfangasigur. „Við verðum ein- hvern veginn að hjálpa fólkinu vegna þess að það er ljóst að ríkisstjórnin og bankarnir vinna að því að hjálpa okkur ekki.“ Bjartari tímar framundan Sturla var áberandi í búsáhalda- byltingunni og var einn mótmæl- enda sem fylgt var eftir í mynd- inni Guð blessi Ísland. Í lok þeirrar myndar hafði hann gefist upp á Ís- landi og var á leiðinni til Noregs að freista gæfunnar. Sér hann fram á bjartari tíð hér á landi? „Já, það geri ég. Ég sé að við eigum réttindi inni en við verðum að sækja þau sjálf því ekki ætla yfirvöld að aðstoða okkur við það.“ Hann hefur reynt fyrir sér á ýms- um sviðum eftir hrun og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir hönd Frjálslynda flokksins árið 2009. Flokkurinn þurrkaðist þó út í þeim kosningum. Í kjölfarið freist- aði Sturla gæfunnar í Noregi, líkt og margir aðrir Íslendingar. Hann vann við flísalagnir þar í landi í tæpt ár og segist hafa haft mjög gott upp úr því en skrokkurinn þoldi illa vinnuna. „Það vill nú bara svo til að maður er ekki alveg tvítugur. Mað- ur var svolítið sprækari þá,“ bendir Sturla á. Eftir að hann kom heim frá Nor- egi bauð hann sig fram til stjórn- lagaþings en náði ekki kjöri. Síðan þá hefur hann verið að lesa lögin og orðið margs vísari. Þekkingin á lög- unum kemur sér vel þar sem hann flytur sjálfur mál sín fyrir dómi. Bjargaði húsinu frá nauðungaruppBoði Ánægður með árangurinn Baráttumaðurinn Sturla Jónsson er ánægður með þann árangur sem hann hefur náð en hann heldur húsi fjölskylu sinnar. Mynd eyþór ÁrnaSon n Sturla Jónsson fagnar áfangasigri í baráttunni við bankann„Ég gæti fagnað núna, verið stillt- ur og prúður og haft það gott, en þá finnst mér eins og streð síðustu ára hafi verið unnið til einskis. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Þrír með alla rétta Fimmfaldur pottur í Lottó gekk út um helgina og skiptist hann á milli þriggja vinnings- hafa sem hver um sig fékk um 12,3 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðinn var keyptur á Sel- ect í Hraunbæ í Reykjavík en hinir tveir miðarnir voru seldir í áskrift. Þá skiptist bónusvinningur- inn einnig á milli þriggja vinn- ingshafa sem hver um sig fékk 155 þúsund krónur. „Fullt af liði sem á Porsche“ Í viðtali sem Dr. Gunni tók við Sturlu á góðæris- tímanum, nánar tiltekið árið 2006, var annað hljóð í Sturlu en í dag. Viðtalið snérist um nýjan „trailer“ sem Sturla hafði keypt fyrir um níu milljónir króna. Yfirskrift viðtalsins var: „Fullt af liði sem á Porsche en enginn sem á svona.“ Í viðtalinu segist Sturla hafa verið að þvælast í Bandaríkjunum ásamt frænda sínum þegar hann hafi ákveðið að fá sér svona bíl. Bíllinn var með svefnaðstöðu fyrir fjóra og ísskáp en Sturla notaði bílinn í vinnunni. „Þeir hjá Brimborg voru með eitthvað rugl um að hann stæðist ekki íslenskar mengunar- kröfur en svo flutti ég hann bara sjálfur inn og það reyndist ekkert vesen,“ sagði Sturla í viðtalinu. „Það er fullt af fólki hérna sem á Porsche og Hummer og svoleiðis drasl, en enginn sem á svona svo ég ákvað bara að kýla á það.“ Sturla sagði bílinn hagkvæman í rekstri. Hann lýsti viðbrögðum fólks þegar það sá bifreiðina glæsilegu. „Fyrst þegar ég var á honum komu stundum blossar þegar ég stoppaði á rauðu ljósi. Ég skildi ekkert í þessu en svo fattaði ég að þetta var fólk í bílunum í kring að taka myndir,“ útskýrði Sturla. „Ég fór með fjölskyldunni á Bíladaga á Akureyri í sumar og við sváfum leikandi fjögur í honum. Það var fjandi gott. Þarna á bíladögunum voru menn að þenja sig á Impreza og einhverju útúrtjúnuðu smádóti, en þeir komu allir hlaupandi til að skoða Volvoinn þegar ég mætti á svæðið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.