Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 23. apríl 2012 Spurningar bannaðar n Ýtt við blaðamanni sem gerði tilraun til að spyrja um Bo Xilai n Wen Jiabao stóð óvænt upp frá kvöldverði í Hörpu kvæmt heimildum DV snæddu um hundrað manns á veitingastaðnum. Þar á meðal ráðherrar ríkisstjórnar­ innar og formenn stjórnmálaflokka með fulltrúa á þingi. Þar var þó Birg­ itta Jónsdóttir formaður Hreyfing­ arinnar ekki meðal gesta. Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingar­ innar, var boðið fyrir hönd Hreyfing­ arinnar. Sjálf stóð Birgitta vaktina fyrir utan bygginguna þar sem samtök­ in Vinir Tíbet, sem Birgitta er sjálf í forsvari fyrir mótmæltu mannrétt­ indabrotum kínverskra yfirvalda. Aðspurð hvers vegna henni var ekki boðið til málsverðarins heldur Margréti Tryggvadóttur fyrir hönd Hreyfingarinnar sagði Birgitta: „Það getur ekki hafa farið framhjá forsæt­ isráðuneytinu eða þinginu að ég sé formaður. Ég er með starfsmann á mínum snærum sem Alþingi borg­ ar laun. Það eru alltaf sendar út til­ kynningar og passað mjög vel upp á að prótókollinn viti af því. Ég er greinilega ekki velkomin,“ sagði Birgitta á mótmælunum. Sam­ kvæmt heimildum DV var Birgittu þó fullkunnugt á þeirri stundu sem hún ræddi við blaðamann að boðs­ kortið var stílað á Margréti vegna svars Alþingis til handa forsætis­ ráðuneytinu um að Margrét væri skráð sem formaður. Þetta staðfesti Birgitta í sam­ tali við DV á sunnudag og sagðist hafa fengið símtal ofan úr forsætis­ ráðuneyti þar sem farið var yfir málin. „Ég fékk símtal frá Hrann­ ari [Árnasyni, aðstoðarmanni for­ sætisráherra], þegar hann heyrði að ég væri farin að tala um að ég skildi þetta ekki. Við sendum svo auðvi­ tað formlega kvörtun inn í forsæt­ isráðuneyti. Þá bar hann því við að einhver hafi hringt í skiptiborðið á Alþingi og fengið þau svör að Mar­ grét væri formaður. Ég skil það ekki af því að Margrét var fyrst formaður, svo ég og svo Þór Saari,“ sagði Birg­ itta aðspurð hvers vegna hún hefði ekki minnst á þessar skýringar við mótmælin. Fór inn um hliðarinngang Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, fór inn um hliðarinngang tónlist­ ar­ og ráðstefnuhússins Hörpu og þurfti því ekki að horfast í augu við hundrað mótmælendur sem voru við húsið. Mótmælendur púuðu á forsætisráðherrann og fylgdarlið er hann sást ganga til lyftunnar sem flutti hann upp á fjórðu hæð húss­ ins. Málsverðinum átti samkvæmt áætlun að ljúka klukkan átta um kvöldið en vegna sýningar á La Bo­ hème var ákveðið að teygja lítillega úr honum svo leiðir óperugesta Hörpu og gesta íslenskra stjórn­ valda sköruðust ekki. Þær áætlanir gengu þó ekki eftir þar sem Wen Jiabao lét sér ekki segj­ ast heldur stóð, samkvæmt upplýs­ ingum DV, upp nánast á slaginu og gekk beint út úr salnum á svipuðum tíma og eftirréttur var borinn á borð. DV hefur eftir gestum á staðnum að stór hópur sendinefndarinnar hafi fylgt á eftir og urðu því færri þess að­ njótandi að snæða eftirrétt úr eld­ húsi Kolabrautarinnar. „Snædrekinn“ kemur Þrátt fyrir skjótan endi á kvöldverðin­ um vannst Wen þó tími til að afhenta gjöf kínverskra yfirvalda til íslenskra í tilefni af heimsókninni. Jóhanna Sigurðardóttir veitti gjöfinni viðtöku, en Wen afhenti íslenska ríkinu líkan af ísbrjótnum „Snædrekanum“ sem er væntanlegur til landsins á næsta ári. Snædrekinn mun sigla yfir norð­ urskautið hingað til lands. n Vakti athygli Blómastúlkan tilbúin til að afhenda blóm við komu Wen. Hér sést hún hinkra eftir rútunni til Keflavíkur. Starfsmenn kínversku sendinefndarinnar stilla sér upp með stúlkunni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar í forgang Hér sést myndatökumaður CCTV stand- andi á tröppum innan öryggissvæðisins, beint fyrir framan fréttastúku almennra fjölmiðlamanna á Keflavíkurflugvelli. H ópferðir í Kerið hafa verið bannaðar í mörg ár til að koma í veg fyrir áníðslu á landinu og íslenskum yfir­ völdum og þeim sem eru í ferðaþjónustu var tilkynnt þetta með formlegum hætti,“ segir Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins. Eins og fram hefur komið þá var Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, mein­ aður aðgangur að Kerinu í Gríms­ nesi á laugardaginn en Kerfélagið tilkynnti að Wen og fylgdarlið hans væri ekki velkomið þangað. Hafa stjórnvöld ekki í hávegum Forsætisráðherrann var á ferðalagi um Suðurlandið með Jóhönnu Sig­ urðardóttur forsætisráðherra og fylgdarliði og var ætlunin að koma við í Kerinu en urðu þau frá að hverfa vegna þessa. Óskar bendir á að fé­ laginu hafi ekki borist beiðni fyrir ferð hópsins en aðspurður segist hann ekki geta sagt til um hvort hópnum hefði verið veitt leyfi ef félaginu hefði slík beiðni borist. „Ég get ekki sagt hvernig við hefðum brugðist við því. Það liggur þó fyrir að Kerfélagið hefur ekki haft þessi stjórnvöld í hávegum, hvorug þeirra, og vegur þeirra hefur ekki aukist við þetta.“ Skoðanafrelsi hér á landi Aðspurður hvort hópnum hafi ver­ ið meinaður aðgangur vegna stjórn­ málaskoðana Kerfélagsins segir Ósk­ ar að hér sé skoðanafrelsi og að þeim sé frjálst að hafa sínar skoðanir. „Það liggur hins vegar opinberlega fyrir að hópferðir í Kerið hafa verið bannaðar í mörg ár og öllum ætti að vera það ljóst. Það er ótrúlegt að menn skulu engu að síður kjósa að virða ekki slík tilmæli.“ Hann segir jafnframt að fé­ lagið hafi fullan rétt til að banna að­ gang hópa að Kerinu. Það sé auk þess skylda allra að vernda þær náttúru­ perlur sem þeir hafa yfir að ráða. Mönnum er heimilt að fara um landið Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit­ stjóri, vakti athygli á því á síðu sinni að Kerfélagið hafi í raun engan rétt á að banna umferð um landið og seg­ ir það brjóta gegn lögum. Lögin sem um ræðir eru náttúruverndarlögin en í 14. grein þeirra segir: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeig­ anda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hrunasamfélagið endurreist Málið hefur vakið umfjöllun og með­ al þeirra sem hafa tjáð sig er Lilja Mósesdóttir en hún segir á Face­ book­síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leik­ sviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur ein­ staklingsins settur ofar hagsmun­ um þjóðarinnar og að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign. Hafa stjórnvöld ekki í hávegum „Það liggur hins vegar opinberlega fyrir að hópferðir í Kerið hafa verið bannaðar í mörg ár og öllum ætti að vera það ljóst. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Wen Jiabao meinaður aðgangur að Kerinu Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir Skoðuðu Suðurlandið á laugardaginn. Óskar Magnússon Talsmaður Kerfélagsins segir yfirvöld hafa átt að vita að umferð hópa um Kerið væri bönnuð. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.