Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 11
Þú getur öðlast hamingju Fréttir 11Mánudagur 23. apríl 2012 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kynnir byggingu 49 þjónustuíbúða að Hólabergi 84 í Reykjavík. Íbúðirnar verða tengdar við Menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem mikið og öugt félagslíf er fyrir eldri borgara. Að auki er bókasafn staðsett í Gerðubergi sem og mötuneyti. Í nánasta umhver Gerðubergs er heilsugæsla, tannlæknastofa, bakarí, Fella- og Hólakirkja auk þess sem Breiðholtslaug er hinum megin götunnar. GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR FYRIR ELDRI BORGARA KYNNIR Hólaberg 84, Reykjavík FAGRABERG Allar nánari upplýsingar á www.fagraberg.is Söluaðili: Byr fasteignasala Sími: 483 5800 - www.byrfasteign.is Byggingaraðili: Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.fagraberg.is ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNA R TIL AFHENDINGAR Í NÓVEM BER! Verð frá: 65 fm íbúð, stæði í bílakjallara 22.292.000,- kr.* 90 fm íbúð, stæði í bílakjallara 30.085.000,- kr.* * Verð miðast við byggingavísitölu í apríl 2012. n Andrúmsloftið í uppsveiflunni vann gegn hamingjunni n Peningar nýttir til að staðsetja sig í goggunarröð að finna fjölbreyttar lausnir við flókn- um úrlausnaratriðum og ver það gegn veikindum. Neikvætt hugarástand veldur hins vegar þröngsýni og minni einbeitingu. „Neikvæðar hugsanir eru samt eðlileg viðbrögð og nauðsynleg- ar. Hins vegar hafa þær sterkari áhrif á okkur þannig að fyrir hverja neikvæða hugsun þá þurfum við þrjár jákvæðar hugsanir á móti til að halda jafnvægi. Við þurfum að vera meðvituð um þetta og þá farnast okkur betur. Við erum líklegri til þess að vera hamingjusöm og njóta velsældar,“ segir Dóra. Það að vera til staðar í núinu hefur einnig jákvæð áhrif á heilastarfsem- ina. „Ekki hugsa um fortíðina, ekki um framtíðina heldur það sem þú ert að fást við núna. Ef þú ert með börnun- um þínum, þú þarft kannski að vinna mikið en kemur svo heim og ákveð- ur að lesa fyrir þau. Þá skaltu einbeita þér að því í stað þess að hugsa um allt sem þú átt eftir að gera. Slíkar stundir veita þér meiri hamingju og það á við um allt sem þú tekur þér fyrir hendur, hvort sem það er að hanga með vin- um þínum eða vinna. Að vera til staðar við það sem þú ert að gera, sem kall- ast „mindfullness“ á ensku. Það krefst þjálfunar en þegar fólk þjálfar þetta upp breytist heilastarfsemin á jákvæð- an hátt.“ n Hefur hvern dag með hreyfingu Helga Arnardóttir fréttakona Ég kom þung und- an vetri og ákvað að taka mig taki. Ég er því byrjuð að fara í ræktina á morgnana en ég er svo mikil b-mann- eskja að ég er eins og birna í híði, hef alltaf vaknað tutt- ugu mínútum fyrir vinnu, sett hárið í hnút og hlaupið af stað án þess að borða morgunmat. En með því að fara mér hægt og ætla mér ekki of mikið hefur mér tekist þetta og síðast í gær kláraði ég fimm kílómetra hlaup um morguninn. Að byrja daginn svona er eitt það besta sem ég hef gert í lífinu. Síðan hef ég verið að taka bætiefni og lesitín sem er gott fyrir heilann og taugakerfið auk þess sem ég fæ mér alltaf grænan sjeik á morgnana. Ég hef haldið kaffidrykkju í lág- marki og sneitt fram hjá sykri og einföldum kolvetnum eins og mér er unnt. Fyrir vikið er ég léttari á mér, meltingin er betri og orkan meiri. Þetta er lykillinn að hamingjunni og hefur gjörbreytt mínu lífi. Horfist í augu við óttann Kolbrún Pálína Helgadóttir ritstjóri Ég áttaði mig sem betur fer á því fyrir löngu að hamingjuna er ekki að finna í hlutum, fólki eða aðstæðum og að aðrir bera ekki ábyrgð á minni hamingju. Svo er það stóra spurningin hvað hver og einn kallar hamingju. Fyrir mér er hamingja innri ró og vellíðan og það að vera sátt við sjálfa mig og gjörðir mínar. Það sem ég geri markvist til að rækta hamingju mína er þetta; Ég reyni að þakka fyrir mig og mína á hverjum degi í huganum. Bara hvar og hvenær sem tilfinningin kemur yfir mig, hvort sem ég er að keyra, elda eða komin á koddann. Einnig reyni ég að segja fólkinu mínu eins oft og ég get hvað mér finnist ég heppin að hafa það í lífi mínu. Það lætur mér líða vel og eflaust þeim líka. Ég vanda valið á vinum mínum því ég vil eyða tíma með fólki sem tekur mér eins og ég er og sem ég get mögulega lært eitthvað af. Svo er auðvitað mjög gefandi að geta reynst vinum sínum vel sömu- leiðis og það reyni ég eftir bestu getu. Góð heilsa og hreysti er partur af minni vellíðan og þar af leiðandi hamingju og því reyni ég að rækta líkamann reglulega. Annað sem hefur styrkt mig í að finna hamingjuna er að horfast í augu við það sem ég óttast eða takast á við hindranirnar, sem eru af ýmsum toga, litlar og stórar. En það er góð tilfinning að sigra á hverri og einni, hægt og rólega. Ég hef einnig tileinkað mér núvitund sem merkir að dvelja í NÚ-INU í vinsemd og sátt og njóta þess. Það er mikið frelsi að geta séð fegurðina í augnablikinu í stað þess að vera alltaf í fortíðinni eða framtíðinni. Svo má nú ekki taka sig of hátíðlega og því vil ég að lokum nefna húmor – ég kæmist ekki í gegnum lífið án húmors og hláturs. Fjárfestir í minningum Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona Ég fjárfesti frekar í góðum stundum og minn- ingum en steinsteypu og bíl. Það hefur gert okkur hamingjusöm. Eins það að njóta hvers dags, það er klisja en engu að síður er það bara þannig að dagurinn verður ekkert skemmtilegri en maður gerir hann sjálfur. Gleður aðra Raggi Bjarna söngvari Fyrir mér er fjölskyldan grunn- urinn og mikilvægast að vera í góðu sambandi við hana og sinna henni. Síðan reyni ég að vera heiðarlegur að starfa í einlægni að því sem ég geri. Rúsínan í pylsuendanum er svo að fá að gera hluti sem gleðja aðra, fá að syngja fyrir fólk og finna að fólk kann að meta það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.