Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 23. apríl 2012 Mánudagur
Frábær frumraun
S
ólveig Jónsdóttir hefur
gefið út frumraun sína,
skáldsöguna Korter.
Hún er gefin út í hand
töskuseríu Forlagsins
og er sögð skvísubókmennt.
Ég furða mig á þessu hug
taki. Hvers vegna eru þá bók
menntir þar sem aðalsögu
hetjurnar eru ungir menn, ekki
kallaðar gaurabókmenntir? Og
gefnar út í … rassvasaseríu?
Ferðasögur í fyrstu persónu
eintölu og dramaepíkin 101
Reykjavík gætu auðveldlega
fallið í þann flokk.
Á jákvæðum nótum eru
skvísubókmenntir litríkur og
blómstrandi iðnaður og um
fjöllunarefnið er líf og líðan
ungra kvenna. Ungar konur fá
gott tækifæri til þess að koma
skrifum sínum út á bók og út
koman er oft mjög skemmti
leg.
Bók Sólveigar er dæmi um
það. Þótt bókin sé ekki galla
laus er hún frábær frumraun.
Bókin er í anda áður útgefinna
íslenskra skvísubókmennta,
svo sem Dís og Lýtalaus, en er
miklum mun meira grípandi.
Kaldhæðinn stíll Sólveigar
gefur sögunni myrkt og töff
aralegt yfirbragð. Í henni er
alltumlykjandi kuldi. Sólveig
leyfir íslenskum vetri að
næða um bók
ina. Kaldar kon
ur í kaldri borg í
kreppuástandi.
Korter er
samtímasaga úr
Reykjavík og fjallar
um fjórar konur á
þrítugsaldri. All
ar týndar í þessu
svartholi sem virð
ist gleypa fólk á þrí
tugsaldrinum sem
stendur á tíma
mótum og leitar að
tilgangi lífsins og
fyrst og síðast, að ástinni. Óp
raktískt nám og tilgangsleysi,
ógreiddar skuldir, atvinnuleysi
og ömurleg atvinna. Þrátt fyrir
að kreppur
kvennanna séu
svo niðurdrepandi nær Sólveig
að segja frá lífi þessara fjögurra
kvenna á skemmtilegan máta.
Það er reyndar miður að
kreppur þeirra hverfast full
mikið um karlmenn. En sem
betur fer eiga þær það sam
eiginlegt að sigrast á vanda
málum sínum. Flestar á hnef
anum. Sem er töff.
L
istamenn eru gjarna
fylgjandi hverskyns
framförum þótt vissu
lega hafi sumir þeirra
tekið einarða afstöðu
gegn virkjunum á seinustu
árum í auknum mæli. Sumir
hafa meira að segja gert verk
sem virðast fyrst og fremst
vera innlegg í baráttu fyrir
verndun náttúrunnar eða
friði á jörðu, samanber yfir
litssýningu Rúríar sem nú
stendur yfir á Listasafni Ís
lands. Aðrir telja að fram
farir skipti manninn mjög
miklu máli því annars væri
hann enn í torfkofunum
fjarri góðu gamni módern
ismans. Víst er að án mód
ernismans væri enginn póst
módernismi en okkur varðar
ekkert um það í þessari grein
þótt einhverjir gætu verið
ósammála því.
Ekki lengur gæðastimpill
að sýna hjá I8
Sýningin Háspennulínur
samanstendur af innsetn
ingu úr háspennulínum frá
Landsneti ásamt fimm ljós
myndum af sömu köplum
þar sem þá ber við fagur
bláan íslenskan himin svo
gengur undrum næst. Vissu
lega er bláminn yndislegur
og teikningin sem vírinn
myndar á himninum er
virkilega einföld eins og sagt
er. Fallegt! Listrýni er hugsað
til ítalska fútúristans Pram
polinis sem þótti ekkert
fegurra en flugvél á himni
og gerði margar stúdíur
þess efnis. Það má segja að
háspennulínur séu farar
tæki samtímans auk þess
sem þær eru frábær minn
ismerki um sigur viljans
yfir frumstæðri náttúrunni.
Ívar leitar þó ekki svo langt
aftur í aldirnar fagurfræði
lega séð en sver sig frekar í
ætt við mínimalismann sem
átti sitt blómaskeið um mið
bik síðustu aldar. Mínimal
isminn barst hingað 30 árum
síðar og gerði allt vitlaust á
níunda áratugnum um það
leyti sem Ívar var að gera sín
vinsælustu stykki samkvæmt
hefðinni. Það má segja að í
listaverkum Ívars komi sam
an fortíð og framtíð í áhuga
verðum hlutföllum. Það
sama á reyndar við um I8
sem (þó) má muna fífil sinn
fegurri. Það er ekki lengur
gæðastimpill að sýna hjá I8
og núorðið stendur galleríið
fyrir eitthvað allt annað en
framsækni og nýsköpun. Það
er samt er gaman að koma
inn í gamla góða Gallerí I8
(einn af fáum opinberum
stöðum þar sem hundar eru
leyfðir) til að skoða eitthvað
háleitt hér og nú. Þá er það
skemmtileg nýjung að póst
listi gallerísins sé orðinn
grænn. Það þýðir ekki að
hann sé grænt mónókróm
heldur að boðskort á opn
anir eru ekki lengur prentuð
á pappír heldur send með
tölvupósti sem ennþá berast
í hús með vírum.
Handan við dægurþras
Háspennuvírar Ívars tjá lítið
sem ekkert og ef listunnand
anum finnst sem verkin séu
að tala til sín er líklegt að
hann sé eitthvað að misskilja
því listamaðurinn vinnur
ekki með táknmál. Undir
stækkunargleri nýrrar aldar
verður hlutleysisleg ásjóna
verka af þessu tagi and
lit hins opinbera; þau taka
alltaf afstöðu með valdinu.
Vissulega er möguleiki að
listamaðurinn hafi fundið
kjarnann í listrænni sköpun
og tjáningu og að sýningin
sé handan við allt dægurþras
og eðlilegra að skoða hana
út frá existensjalísku sjónar
horni – „The expression that
there is nothing to express,
nothing with which to ex
press, nothing from which
to express, no power to ex
press, no desire to express,
together with the obligation
to express“ eins og Becket
orðaði það svo skemmtilega
– en það er ýmislegt sem
bendir til að svo sé ekki.
Auk verkanna í aðalrým
inu sýnir Ívar ljósmynd sem
nefnist straumur. Á henni
má greina hvernig manns
hönd gárar árvatnið, en áin
er einmitt uppspretta þess
afls sem háspennulínurn
ar flytja. Því hefur þrálát
lega verið haldið fram að
eftir Kárahnjúkavirkjun sé
ljóðagerð orðin að iðju villi
manna en þetta verk er
óumdeilanlega ljóðrænasti
hluti sýningarinnar. Það
hefði reyndar verið gam
an að sjá vír í vatni og hefði
það rímað skemmtilega við
umræðu dagsins í dag um
sæstreng til meginlands
ins sem gæti vel gert Ísland
að nýlenduveldi samkvæmt
nýlegri greiningu. Landsnet
styður sýninguna og er rétt
að þakka þeim sérstaklega
fyrir það.
Niðurstaða: Ívar hefur
hæfileika til að sjá fegurðina
á óvæntum stöðum – hið há
leita er hér og nú. Sýningin
setur virkjanir, háspennulín
ur og Landsnet í spennandi
fagurfræðilegt samhengi.
Listamaðurinn mætti að
ósekju bæta tjáninguna.
Framfarir og afturför
Ásmundur
Ásmundsson
Myndlist
Háspennulínur /
Power Lines
Ívar Valgarðsson
I8 Gallery. Stendur til 5. maí 2012
Fegurð á óvæntum stöðum
Sýningin setur virkjanir, háspennu-
línur og Landsnet í spennandi
fagurfræðilegt samhengi.
„Listrýni er
hugsað til
ítalska fútúristans
Prampolinis sem
þótti ekkert fegurra
en flugvél á himni og
gerði margar stúdíur
þess efnis
Útskriftar-
sýning LHÍ
Útskriftarsýning nemenda
myndlistardeildar og hönn
unar og arkitektúrdeildar
Listaháskólans var opnuð
í Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsi á laugardaginn
en sýningin stendur til 6.
maí. Verk nemenda á sýn
ingunni eru afrakstur þriggja
ára náms við skólann. Út
skriftarsýningin vekur jafnan
mikla athygli og mikil að
sókn að henni. Í fyrra komu
18 þúsund gestir á þeim vik
um sem sýningin var opin.
Hægt er að panta leiðsögn
um sýninguna.
Djass-
meistarar
í Eldborg
Djassararnir Chick Corea
og Gary Burton koma fram
á tónleikum í Eldborgar
sal Hörpu á þriðjudagkvöld.
Félagarnir eru margfaldir
Grammyverðlaunahafar en
Corea hefur 51 sinni verið
tilnefndur til verðlaunanna
og sextán sinnum hlotið
þau. Saman hafa þeir unnið
til fjögurra Grammyverð
launa. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20 og miðaverð er
frá 4.990 til 9.990 eftir því
hvar setið er.
Sungið og
dansað
Söngfélagið Sálubót og
dansfélagið Vefarinn leiða
saman hesta sína og verða
með sameiginlega dagskrá í
Hofi 24. apríl klukkan 20.30.
Þar verða á boðstólum bæð
ir söngur og dans. Hóparnir
verða með atriði einir og sér
en koma einnig fram sam
eiginlega og þá munu dans
ararnir í Vefurunum dansa
við söng Sálubótar. Frítt inni
fyrir 14 ára og yngri.
Kristjana
Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Bækur
Korter
Höfundur: Sólveig Jónsdóttir
Útgefandi: Forlagið