Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 23. apríl 2012 Mánudagur Þar kom að því n Vettel vann loksins í fjórðu keppni H eimsmeistari síðustu tveggja ára í Formúlu 1, Sebastian Vettel, kom fyrstur í mark í Barein- kappakstrinum sem fram fór á sunnudaginn. Vettel hafði ver- ið spáð þriðja heimsmeistara- titlinum í röð með yfirburðum fyrir tímabilið en honum hafði ekki tekist að vinna í fyrstu þremur keppnunum og ekki komist á pall í síðustu tveimur mótum. Hann var þó á ráspól í Bar- ein og átti frábæra byrjun þar sem hann losaði sig frá hópn- um fyrir aftan sig og stakk keppinauta sína af. „Þetta var ótrúlega erfið keppni og það var mikilvægt að ná þessu for- skoti í byrjun. Þar náði ég að stinga hina af og það borgaði sig,“ sagði hæstánægður Vet- tel á blaðamannafundi eftir keppnina. „Það gekk allt upp þessa helgi og ég vil bara þakka öll- um þeim sem hafa unnið svo hörðum höndum að því að bæta bílinn því við höfum ekki verið ánægðir undanfarið. Menn hafa lagt mikið á sig og hraði bílsins kom bara á óvart verð ég að segja,“ sagði Vettel. Kimi Raikkonen á Lotus varð annar en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á pall eftir endurkomu sína í Form- úlu 1. „Við hefðum getað unnið hér í dag þannig það er frekar svekkjandi að sitja í öðru sæti. Aftur á móti erum við með báða bílana á palli,“ sagði Kimi en liðsfélagi hans, Sebastian Grosjean, varð annar. Það var í baráttunni við Grosjean sem Kimi tapaði hvað mestum tíma og kostaði hann í raun tækifæri til að berjast almennilega um sigurinn við Vettel. „Svona er þetta bara. Það eru engar liðskipanir hjá okkur og það tók mig of langan tíma að komast fram úr Grosjean. Þetta var góð helgi því núna náðum við úrslitum, annað en hinar helgarnar þar sem okk- ur finnst við samt hafa verið að gera góða hluti,“ sagði Kimi Raikkonen. Aftur á toppinn Heimsmeistarinn vann í Barein Úrslit Enski úrvalsdeildin Arsenal - Chelsea 0-0 Aston Villa - Sunderland 0-0 Rautt: Craig Gardner, Sunderland (90.) Blackburn - Norwich 2-0 1-0 Mauro Formica (41.), 2-0 David Hoilett (49.). Bolton - Swansea 1-1 0-1 Scott Sinclair (6.), 1-1 Chris Eagles (14.). Fulham - Wigan 2-1 0-1 Emmerson Boyce (57.), 1-1 Pavel Pogreb- nyak (58.), 2-1 Philippe Senderos (89). Newcastle - Stoke 3-0 1-0 Yohan Cabaye (14.), 2-0 Papiss Demba Cisse (18.), 3-0 Yohan Cabaye (57.). QPR - Tottenham 1-0 1-0 Adel Taarabt (24.). RAUTT: Adel Taarabt, QPR (77.). Man. United - Everton 4-4 0-1 Nikica Jelavic (34.), 1-1 Wayne Rooney (41.), 2-1 Danny Welbeck (57.), 3-1 Nani (61.), 3-2 Marouane Fellaini (67.), 4-2 Wayne Rooney (70.), 4-3 Nikica Jelavic (83.), 4-4 Steven Pienaar (85.). Liverpool - WBA 0-1 0-1 Peter Odemwingie Úlfanir - Man. City 0-2 0-1 Sergio Aguero (26.), 0-2 Samir Nasri (74.). Staðan 1 Man. Utd 35 26 5 4 86:32 83 2 Man. City 34 24 5 5 85:27 77 3 Arsenal 35 20 5 10 67:43 65 4 Newcastle 34 18 8 8 53:42 62 5 Tottenham 34 17 8 9 57:39 59 6 Chelsea 34 16 10 8 56:38 58 7 Everton 34 13 9 12 42:38 48 8 Liverpool 33 12 10 11 40:36 46 9 Fulham 34 12 10 12 45:44 46 10 Sunderland 35 11 11 13 42:41 44 11 Swansea 35 11 10 14 39:45 43 12 Norwich 35 11 10 14 47:60 43 13 WBA 34 12 6 16 40:47 42 14 Stoke 34 11 9 14 32:48 42 15 Aston Villa 34 7 15 12 35:48 36 16 QPR 35 9 7 19 39:57 34 17 Wigan 35 8 10 17 34:60 34 18 Blackburn 35 8 7 20 47:73 31 19 Bolton 33 9 3 21 37:66 30 20 Wolves 34 5 8 21 34:73 23 Championship-deildin Cardiff - Leeds 1-1 Blackpool - Burnley 4-0 Brighton - Birmingham 1-1 Bristol City - Barnsley 2-0 Coventry - Doncaster 0-2 Hull - Nott. Forest 2-1 Ipswich - Millwall 0-3 Peterborough - Watford 2-2 Portsmouth - Derby 1-2 Reading - Crystal Palace 2-2 Middlesbrough - Southampton 2-1 Staðan 1 Reading 45 27 8 10 69:39 89 2 Southam. 45 25 10 10 81:46 85 3 West Ham 44 22 14 8 77:46 80 4 Blackpool 45 20 14 11 77:57 74 5 Birmingham 45 19 16 10 76:51 73 6 Cardiff 45 18 18 9 64:52 72 7 Middlesb. 45 18 16 11 51:49 70 8 Hull 45 19 11 15 46:42 68 9 Brighton 45 17 14 14 52:52 65 10 Leicester 44 17 12 15 63:52 63 11 Derby 45 18 9 18 49:57 63 12 Burnley 45 17 10 18 60:57 61 13 Leeds 45 17 10 18 64:66 61 14 Watford 45 15 16 14 54:63 61 15 Ipswich 45 16 10 19 66:75 58 16 Millwall 45 15 11 19 53:55 56 17 Cr.Palace 45 13 17 15 45:49 56 18 Peterb. 45 13 10 22 66:76 49 19 Bristol City 45 12 12 21 43:67 48 20 Nottingham F. 45 13 8 24 46:63 47 21 Barnsley 45 13 8 24 49:74 47 22 Portsmouth 45 13 11 21 50:57 40 23 Coventry 45 9 13 23 41:61 40 24 Doncaster 45 8 12 25 41:77 36 Aftur missteig united sig n Úrslitin ráðast í Manchester-slagnum V ið köstuðum þessu frá okkur í dag, á því er engin vafi,“ sagði hundsvekkt- ur knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, eftir 4–4 jafntefli Englandsmeistaranna gegn Everton á heimavelli á sunnu- daginn. Heimamenn leiddu tvívegis með tveimur mörk- um og voru yfir, 4–2, þegar sjö mínútur voru eftir. Þá brást varnarleikurinn algjörlega og skoruðu Nikica Jelavic og Steven Pienaar mörkin fyrir Everton sem jöfnuðu leik- inn. Vanalega er það Man- chester United sem horfir á liðin í kringum sig hrynja á meðan það siglir lygnan sjó að meistaratitlinum en núna hafa strákarnir hans Fergu- son misstigið sig hrapallega í tvígang og hleypt City inn í baráttuna aftur. Eftir sigur City á Úlfunum á sunnudag- inn er orðið ljóst að Manches- ter-slagurinn næsta mánudag verður í einu orði sagt rosa- legur. Aðeins þriðja liðið sem skorar fjögur „Það er erfitt að ímynda sér hvernig þetta gerð- ist og hversu illa við vörð- umst,“ sagði Ferguson í losti eftir leikinn. „Þetta var slök frammistaða hjá okkur og við gáfum aulaleg mörk. Við spiluðum samt vel á köflum. Sóknarmennirnir áttu þetta ekki skilið því þeir stóðu sig vel. Mörkin sem Everton skoraði voru of auðveld og við börðumst ekkert gegn þeim,“ sagði Ferguson. Everton komst yfir í leikn- um, 0–1, en United hefur ekki enn náð að vinna leik á tíma- bilinu eftir að hafa lent marki undir. Þó það glitti í sigur eftir annað mark Rooneys á sunnudaginn breyttist sú töl- fræði þó ekkert. Everton varð með þessu jafntefli aðeins þriðja liðið í sögu ensku úr- valsdeildarinnar til að skora fjögur mörk á Old Trafford en fá lið hafa þurft að hafa jafn- lítið fyrir mörkum sínum á Old Trafford. Varnarleikur meistaranna var afspyrnus- lakur. Everton varð einnig að- eins þriðja liðið í sögu úrvals- deildarinnar til að forðast tap á Old Trafford eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Ekki amalegt. Rosalegur dagur í Manchester Næsti mánudagur verður tek- inn frá fyrir fótbolta. Þá mæt- ast Englandsmeistarar Man- chester United og nágrannar þeirra í Manchester City í hálfgerðum úrslitaleik um tit- ilinn. City er nú aðeins þrem- ur stigum frá United eftir að hafa lagt Úlfana að velli, 2–0, á sunnudaginn með mörk- um Sergio Aguero og Sam- irs Nasri. Vinni City United á sínum heimavelli verða liðin jöfn að stigum en City er aftur búið að taka afgerandi forystu hvað varðar markatöluna. City dugar í raun að vinna næstu þrjá leiki sína til að verða meistari, ótrúlegur við- snúningur frá því fyrir tveim- ur vikum þegar United hafði átta stiga forystu á toppnum. „Þessi nágrannaslagur verður ótrúlegur. Sennilega minn mikilvægasti frá því ég tók við. Núna verðum við að fara á þeirra heimavöll, spila okkar leik og halda hreinu,“ sagði Sir Alex Ferguson en jafntefli mun henta meistur- unum vel. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Manchester United Man. City (ú) Swansea (h) Sunderland (ú) Manchester City Man. United (h) Newcastle (ú) QPR (h) Leikirnir sem liðin eiga eftir Þrautin þyngri Það ætlar að reynast United-mönnum erfitt að vinna titilinn. Í fullu fjöri City-menn eru vaknaðir og vinna nú alla leiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.