Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn A fleiðingar íslenska efna- hagshrunsins eru ekki síður áhugaverðar en orsakir þess. Við vitum, í grófum dráttum, hvernig íslenska góðærið hófst með frjálshyggjuvæð- ingu í stjórnmálum, einkavæðingu og minnkandi afskiptum ríkisvaldsins af markaðnum. Við vitum hverjir pump- uðu upp íslensku efnahagsbóluna og græddu mest á henni. Við vitum af hverju hrunið átti sér stað og hverjir bera einna mesta ábyrgð á því. En við vitum ekki enn nákvæmlega hverjar afleiðingarnar af þessu hruni verða, hjá hverjum eignirnar sem eru undir í uppgjörinu við hrunið enda. Lands- lagið í efnahags- og stjórnmálum næstu ára mun að hluta til ráðast af þessu því peningar og eignir eru því miður öflugt og mótandi valdatæki. Myndin skýrist þó betur með tím- anum. Viku eftir viku birtast nýjar fréttir af niðurstöðum um skuldaupp- gjör banka á einstökum fyrirtækjum vegna ákvarðana sem stjórnendur þess tóku fyrir hrunið. Í síðustu viku birtust í fjölmiðlum fréttir um fjár- hagslega endurskipulagningu Prent- smiðjunnar Odda, og tengdra félaga, og olíufélagsins Olís. Í báðum til- fellum halda fyrri eigendur þess- um fyrirtækjum að öllu leyti eða að hluta eftir að bankarnir sem lánuðu þessum fyrirtækjum peninga afskrifa milljarða af skuldum þeirra. Arion banki og Landsbankinn afskrifa sam- tals um 5 milljarða af nærri 9 millj- arða skuldum Odda á meðan Lands- bankinn mun líklega þurfa að afskrifa milljarða af um 15 milljarða króna skuldum Olís. Tveir stærstu eigendur þessara tveggja fyrirtækja eru fyrrver- andi bankaráðsmenn í Landsbank- anum, Þorgeir Baldursson og Einar Benediktsson. Bæði Oddi og Olís skuldsettu sig óhóflega á árunum fyrir hrunið, aðal- lega með gengistryggðum lánum í erlendum myntum. Í árslok 2009 voru tæpir sex milljarðar af skuldum Odda og tengdra félaga í evrum og í árslok 2010 námu skuldir Olís í erlendum myntum nærri 10 milljörðum króna. Í ársreikningum beggja fyrirtækjanna er sérstaklega minnst á það að skuldir þeirra hafi stökkbreyst vegna gengis- hruns íslensku krónunnar árið 2008 og að gengislánadómar um ólögmæti slíkra lána gætu leiðrétt skuldastöðu þeirra umtalsvert. Gleymum því ekki að þessi fyrir- tæki, og aðrir lögaðilar og einstak- lingar sem tóku gengistryggð lán fyrir hrunið, voru með því að veðja á að krónan héldist sterk áfram og að ekki myndi eiga sér stað sú „óhjá- kvæmilega leiðrétting“ á verðmæti hennar sem varð 2008. Þeir sem tóku gengistryggð lán gerðu það vegna þess að það var talið hagstætt fyrir þá vegna sterkrar stöðu krónunnar. Gengistryggð lán voru því ein gerð af stöðutöku með krónunni og íslenska efnahagsundrinu. Engar aðrar for- sendur en eiginhagsmunir lántak- andans gerðu það að verkum að hann tók slík lán. Ef íslenska krónan hefði haldist sterk, bankakerfið ekki hrunið og góðærið hefði haldið áfram hefðu þeir sem tóku gengistryggð lán grætt á því að hafa gert það því afborganir þeirra hefðu áfram haldist hagstæðar í krónum talið. Þá hefðu dómar um ólögmæti gengistryggðra lána vænt- anlega verið óréttlátir í augum þeirra sem tóku slík lán því þeir hefðu kom- ið sér illa fyrir þá. Inngrip dómsvalds- ins í lánasamninga milli tveggja full- veðja aðila hefðu þá væntanlega verið ósanngjörn. Við megum heldur ekki gleyma því að ef okkur finnst gagn- rýnivert að stórfyrirtæki sem tóku gengistryggð lán fái þau afskrifuð þá hlýtur sama hugmyndin að gilda um einstaklinga sem fá slíka meðferð. Lögin fara ekki í manngreinarálit og þurfa að virða jafnræðisreglur. Sama meginreglan hlýtur þá að gilda um alla sem fengu gengistryggð lán af- skrifuð. Það er löglegt að sá sem tók stöðuna gegn krónunni með þessum hætti þurfi ekki að standa við gerðan samning en varla getur það talist siðlegt. Olís og Oddi þurfa ekki að standa skil á lánum sínum eða gjörð- um, fá lán sín afskrifuð – hreint borð – og geta haldið áfram eins og lítið hafi í skorist. Stöðutaka þeirra fyrir hrun er afskrifuð. Út frá þessum forsendum finnst mörgum óbreyttum borgurum það óréttlátt að eigendur fyrirtækja eins og Olís og Odda fái að halda fyrir- tækjum sínum eftir fjárhagslega end- urskipulagningu þeirra og afskriftir á skuldum þeirra. Sérstaklega þegar fyrir liggur að þessi fyrirtæki voru bjartsýn, þau fóru í stórfellda útrás til annarra landa og keyptu íslensk rekstrarfélög á uppsprengdu verði. „Af hverju taka bankarnir ekki þessi fyrirtæki af þeim og selja þau hæst- bjóðanda á markaði? Af hverju fá þeir sem skuldsettu félögin að halda þeim áfram eftir milljarða afskriftir? Eru stjórnendur og eigendur slíkra skuld- settra fyrirtækja endilega þeir heppi- legustu til að stýra þeim áfram?“ Slíkar spurningar eiga fyllilega rétt á sér þegar slíkar sögur um fjárhags- lega endurskipulagningu og afskrift- ir hjá einstökum fyrirtækjum koma upp. Hvað verður um sterk stórfyrir- tæki með trausta markaðsstöðu, eins og Odda og Olís, skiptir miklu máli því þau eiga miklar eignir og eru með mikla veltu. Vandamálið er hins vegar að við vitum ekki svarið við þessum spurningum þar sem uppgjör fyrir- tækjanna á sér stað innan fjármála- fyrirtækja sem upplýsa ekki um hvernig vinnu þeirra við endurskipu- lagningu fyrirtækja var háttað í ein- stökum tilfellum. Við getum því ekki fengið svör við þessum spurningum og getum ekki fengið að vita hvort eðlilega hafi verið staðið að endur- skipulagningu þessara fyrirtækja og hvort allir séu í reynd jafnir í augum bankanna. Ekki einu sinni ríkisbank- inn, Landsbankinn, greinir frá þessu opinberlega. Afleiðingar hrunsins – landslag hluta samfélagsins í samtíð og framtíð – eru því að hluta til huldar í myrkri bankaleyndar. Hægfara Ari n Framboð Ara Trausta Guð- mundssonar til forsetaemb- ættisins hleypir enn meiri og skemmti- legri óvissu í forsetakosn- ingarnar. Ara Trausta svip- ar í mörgu til Kristjáns Eld- járns forseta. Hann er virtur fræðimaður með flekklausan feril. Það sem álitsgjafar hafa helst á móti honum er að hann hafi boðað til blaðamannafund- ar með hátt í tveggja vikna fyrirvara til að lýsa yfir fram- boði. Gárungar segja það eðlilegt þar sem hann hugsi í milljónum ára sem jarð- fræðingur. Herdís afþakkaði n Nokkur umræða hefur verið um það hvort allir forsetaframbjóðendur eigi þess kost að vera á Beinni línu DV eins og Þóra Arnórs- dóttir. DV hafði þegar boðið Herdísi Þorgeirsdóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni en hvorugt þekktist boðið. Ólafur Ragn- ar svaraði því til að hann vildi bíða með sína baráttu þar til allir frambjóðendur væru komnir fram. Það væri af virðingu við þá. Herdís afþakkaði og kvartar undan því að aðrir frambjóðendur fái mikla athygli. Aðrir fram- bjóðendur hafa þegar fengið boð um Beina línu eða fá á næstu dögum. Egill og Eva n Það er vandlifað fyrir Egil Helgason sjónvarpsmann sem gjarnan situr undir skömmum öfgahæ- grimanna og femínista. Yfirleitt hefur söngurinn verið sá að þáttastjórn- andinn hleypi umræddu fólki ekki að. Á dögunum var Eva Hauksdóttir, bloggari og samfélagsrýnir, gestur Egils. Þar var í löngu máli fjallað um femínisma. Gagnrýndi Eva þar öfgar sem einkenni baráttu sumra þeirra sem halda á lofti kvenréttindum. Nú liggur Egill undir ámæli fyrir að hleypa Evu í loftið. Bið að heilsa Dorrit n Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir fer ekki troðnar slóðir í málflutn- ingi sínum. Heilsu- drottningin skrifaði Wen Jiabao, for- sætisráð- herra Kína, opið bréf í Morgunblaðinu. Þar lýsti Jónína þeim ofsóknum sem hún hafi orðið fyrir á Íslandi. Óhætt er að segja að hún hafi dregið upp dökka mynd af landi og þjóð. Greinin endar síðan á því að hún og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi verið vinkonur en nú sé búið að eyðileggja það. „Að lokum, bið að heilsa Dorrit forsetafrú. Við vorum vinkonur áður en henni var bannað það,“ skrifar Jónína. Eins og að bjóða Saddam Hussein í mat Mun alltaf elska Ásdísi Rán Birgitta Jónsdóttir er vinur Tíbet. – DV.is Garðar Gunnlaugsson um sína fyrrverandi. – DV Afskrifuð stöðutaka Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Í kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er grein númer 11 ónýtust. Greinin er svohljóðandi, reyndar nokkuð stytt. 11. gr. Leyfi til að nýta aflahlutdeild. Til og með 1. ágúst 2012 býðst eigend- um þeirra skipa sem þá ráða yfir afla- hlutdeild að staðfesta hjá Fiskistofu, með undirritun eða öðrum fullgildum hætti, að gangast undir leyfi til að nýta aflahlutdeild til 20 ára frá upphafi fisk- veiðiársins 2012/2013 að telja. Þessi málsgrein afhendir núver- andi kvótahöfum áframhaldandi for- gjöf á fiskimiðin næstu 20 ár. Þetta er verra en það sem fyrir liggur því í dag er veiðiréttindum úthlutað á árs- grundvelli en samkvæmt þessu til 20 ára að lágmarki. Höldum áfram: Grínviðurkenning á þjóðareign Leyfishafi viðurkennir að honum er veittur aðgangur að sameiginlegri og ævarandi eign þjóðarinnar. Til að halda kvótanum verða nú- verandi handhafar kvótans að viður- kenna ævarandi eign þjóðarinnar á auðlindinni. Þeim er sem sagt veittur forgangur að fiskimiðunum gegn því einu að viðurkenna að þeir eigi þau ekki, heldur þjóðin. Ég mundi segja þessa yfirlýsingu harla lítilvæga gegn einokunaraðgengi að slíkri gullnámu sem fiskimiðin eru. Held flesta Íslend- inga til í að labba inn í einbýlishús og njóta þar friðhelgi í 20 ár gegn því einu að lýsa yfir að húsið sé eign þjóðar- innar. Og enn er bætt í. Landráðaklausan Tilkynni ráðherra ekki að annað sé fyrirhugað framlengist nýtingarleyfi um eitt ár í senn, og ár frá ári, þannig að 15 ár verði jafnan eftir af gildistíma þess. Tilkynningu um fyrirhugaðar grundvallarbreytingar eða brottfall nýtingarleyfis er fyrst heimilt að gefa út þegar fimm ár eru liðin af tíma- lengd leyfis skv. 1. mgr. Þetta þýðir að ekki er hægt að hreyfa við aflaúthlutun næstu fimm ár og ríkisstjórn sem vill breyta stjórn fiskveiða þarf í raun að vera kosin að minnsta kosti þrjú kjörtímabil í röð til að koma fram sínum mál- um. Þetta geirneglir áframhaldandi ójöfnuð, viðheldur mannréttindabrot- um á atvinnufrelsi manna og sviptir sjávarbyggðir landsins sjálfsögðum strandveiðirétti um ókomin ár. Allt gersamlega í trássi við loforð stjórnar- flokkanna. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða er að minni hyggju landráðafrumvarp. Það inniber ekki þá sátt sem gerð var við þjóðina heldur aðra sátt gerða við hagsmuna- aðila. Í ofanálag er sú kerfisbreyting sem þjóðin vill sjá á þessari auðlind sinni hugsanlega skaðabótaskyld samkvæmt þessu frumvarpsafstyrmi og því kenni ég það við landráð. Hvet hvern einasta þingmann að hafna þessu frumvarpi sjálfs sín vegna og þjóðarinnar. Landráðafrumvarp Kjallari Lýður Árnason „Ekki er hægt að hreyfa við aflaút- hlutun næstu fimm ár. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 23. apríl 2012 Mánudagur „Af hverju taka bankarnir ekki þessi fyrirtæki af þeim og selja þau hæstbjóðanda á markaði?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.