Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 12
12 Nærmynd 23. apríl 2012 Mánudagur Á sgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfin- ger, varð bráðkvaddur á heim- ili sínu aðfaranótt föstudags. Geiri hefur verið mikið til um- fjöllunar í fjölmiðlum vegna umsvifa sinna og þátttöku í skemmtanalífinu, og þá einna helst fyrir rekstur sinn á nektardansstaðnum Goldfinger sem var stofnaður árið 1999. Áður hafði hann rekið Maxims, auk þess sem hann var umsvifamikill í ýmiss kon- ar viðskiptum og kom hann meðal annars að margvíslegum verslana- og veitingarekstri. Mikill Kópavogsbúi Ásgeir fæddist í Reykjavík árið 1950 og var yngstur fimm barna hjónanna Davíðs Guðmundssonar og fyrri konu hans Önnu Pálsdóttur. Foreldr- ar hans skildu þegar hann var á öðru ári og faðir hans kvæntist Guðmundu Helgadóttur frá Haukadal í Dýrafirði og átti með henni fimm börn. Móðir hans giftist Helga Ólafssyni og eignuð- ust þau son saman og átti Ásgeir því stóran systkinahóp. Hann ólst upp í Kópavogi hjá móður sinni og Helga og var alla tíð mikill Kópavogsbúi. Bergljót Davíðsdóttir, hálfsystir Ás- geirs, segir að hún hafi fyrst kynnst Ás- geiri vel þegar hann útvegaði henni vinnu á Hótel Borg þegar hún var þrett- án ára. Þá var Ásgeiri í matreiðslu námi og var í læri á hótelinu. „Hann var of- boðslega góður við mig og við vorum mikið saman á þessum árum. Svo fór hann á sjóinn þar sem hann var lengst af bryti hjá Landhelgisgæslunni þar sem hann var vel liðinn.“ Á sjónum kynntist Ásgeir Kristínu Helgadóttur sem hann síðar kvænt- ist og átti með henni fjögur börn. Þau skildu síðar. „Á þessum árum rak hann verslunina Kjöt og fisk sem síðar varð Seljakjör. Þegar þau skildu flutti hann til Spánar og rak þar bar í þrjú ár. Þar kynntist hann breskri konu og eignaðist með henni dóttur sem hann hefur alltaf verið í góðu sambandi við,“ segir Bergljót. Eftir að hann flutti aftur heim stofnaði hann krána Skipperinn en færði sig svo yfir í Hafnarstræti og rak Hafnarkrána sem varð síðar nekt- arstaðurinn Maxims. „Á Hafnarkrána kom mikið af undirmálsfólki og Geiri var alltaf ótrúlega góður við það. Það var alveg með eindæmum hvað hann var alltaf góður,“ segir hún. Seinna kvæntist Ásgeir Jaroslava Davíðsson og eignuðust þau dóttur en þau skildu fyrir stuttu. Auk þess átti Ásgeir dóttur með Evu Lind Björns- dóttur. Hann skilur því eftir sig sjö börn. Stoltur af upprunanum Bergljót segir hann hafa verið mikinn fjölskyldumann og afar ættrækinn. Ásgeir var af Álftmýringaætt og Gils Guðmundsson sagnfræðingur hefur ritað talsvert um Álftmýringa og seg- ir þrennt sem einkenni karlmenn af þeim ættboga; hraustir og miklir að burðum, sérstaklega vel gefnir og með fallega rithönd og ákaflega drykkfelld- ir. „Geiri var stoltur af því að vera af þessari ætt,“ segir Bergljót. Hún segir einnig að hann hafi verið vinmargur og átt vini í efstu stigum þjóðfélagsins, jafnt sem vini í lægstu stigum. Undir- málsmenn hafi leitað til hans og hann hafi gefið þeim peninga. Það séu því ófáir sem Ásgeir hafi hjálpað til við að koma undir sig fótunum. Aðspurð hvað fjölskyldunni hafi fundist um starfsemina sem Ásgeir rak segir hún að til að byrja með hafi hún verið efins um það en hún hafi síðan áttað sig á því að þetta voru bara viðskipti. Hún fullyrðir að Ásgeir hafi ekki stundað neitt ólöglegt. „Kannski hann hafi í lífinu dansað á grárri línu, en ég fullyrði að hann fór aldrei yfir hana. Hann hélt sig alltaf réttu megin við hana og var afskaplega góður við stelpurnar sem unnu hjá honum.“ Glaður en lokaður Hún lýsir Ásgeiri sem hjartastórum manni með breiðan faðm sem var sannur vinur vina sinna. „Hann lét aldrei á sig fá hvað aðrir sögðu um hann og var alltaf glaður með smit- andi hlátur. Hann var þó lokaður og vildi ekki tala um sorglega hluti. Ég veit að hann fann til heilsuleysis fyr- ir tæpu ári, en það þýddi ekkert að spyrja hann nánar, sagðist vera við hestaheilsu.“ Hún segir að eftir skiln- aðinn hafi vinir hans fundið breytingu á Ásgeiri. „Eins og oft vill verða við slíkar aðstæður gefa menn í og líklega hefur hann drukkið meira en áður.“ Hún hafi fundið að hann var ekki eins lífsglaður og áður. Fráfall Ásgeirs kom henni vissu- lega ekki á óvart þar sem margir í ætt- inni hafi farið á sama hátt. Faðir þeirra dó með sama hætti sem og systkini hans. „Þetta er ættgengt. Þetta fólk lifði hratt og naut þess að lifa en lést fyrir aldur fram.“ Hefur vakið umtal síðustu árin Ásgeir hefur vakið umtal síðustu árin og sem dæmi má nefna þegar hann mætti í Hörpu með hóp kvenna á James Bond-tónleika. Það fór mik- ið fyrir þeim og þau sögð hafa truflað tónleikana. Eins þegar hann tók upp hanskann fyrir Egil Einarsson þegar hann var kærður fyrir nauðgun. Þá var hann meðal gesta í umtöluðu VIP- partíi sem haldið var á síðasta ári. Í fyrra birtist frétt um að Ásgeir ynni að því að opna spilavíti hér á landi. Hann var sagður í leit að heppilegum meðfjárfestum og sterkir fjárfestar frá Austur-Evrópu hafi sýnt verkefninu áhuga. Þar sem spilavíti eru ólögleg á Íslandi var markmið Ásgeirs að opna svokallaðan einkaklúbb en lögin ná ekki yfir slíka starfsemi. Stefndi blaðamönnum Ásgeir fór nokkrum sinnum í mál við blaðmenn en árið 2008 sýknaði hér- aðsdómur blaðamann og ritstjóra Vikunnar af skaðabótakröfu Ásgeirs vegna umfjöllunar blaðsins um nekt- ardans. Jafnvel þó hann hafi verið ósáttur við skrif þeirra þá sagði hann í viðtali við DV að þetta risti ekki djúpt. Því til sönnunar bauð hann ritstjóra Vikunnar og öðrum blaðamönn- um blaðsins í níu ára afmælisveislu Goldfinger. Ári seinna voru þó blaðamenn- irnir Jón Trausti Reynisson og Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir dæmd til að greiða honum 800 þúsund krón- ur í skaðabætur með dráttarvöxtum. Ásgeir stefndi þeim vegna ummæla sem skrifuð voru í tímaritið Ísafold um veitingastaðinn Goldfinger. Fylgjandi nektardansi og löglegu vændi Ásgeir var óhræddur við að segja skoðun sína á nektardansi og var ósáttur við þá ákvörðun að banna slíkan dans hér á landi árið 2010. „Mér finnst þetta bölvaðar kvígur sem láta kjósa sig á þing til að mótmæla forræðishyggjunni og standa svo ekki upp til að verja málstaðinn. Það er helvíti hart að þurfa að skoða hverj- um menn eru giftir áður en maður kýs þá. Þetta virðist allt vera ákveðið bara við eldhúsborðið heima,“ sagði hann í samtali við Pressuna. Fyrr á þessu ári tjáði Ásgeir skoð- un sína á vændi eftir útsendingu á þætti Sölva Tryggvasonar og sagð- ist vilja hafa allt uppi á borðinu, að vændi yrði gert leyfisskylt og að eftir- lit ætti að vera með því. „Það er kom- inn tími til að íslenskir karlmenn berji í borðið og neiti að sætta sig við þessa meðferð. Hér á stríðsárunum var illa farið með íslenska karlmenn sem sátu afskiptir úti á Austurvelli meðan konurnar voru á Borginni að dansa við bandaríska dáta. Á hurð- unum voru stórir miðar þar sem sagði að aðgangur væri bannaður fyrir íslenska karlmenn,“ sagði Geiri í samtali við Pressuna. Fjörkálfur umkringdur fögrum fljóðum Þrátt fyrir að hafa verið umdeildur mátti sjá hve breiðan vinahóp hann hefur átt á myndbandi sem var gert í tilefni afmælis hans. Þar komu fram nokkrir landskunnir menn og óskuðu Ásgeiri til hamingju með daginn. „Þvílíkur stórhöfðingi og fjörkálf- ur,“ sagði Hermann Gunnarsson um frænda sinn og bætti við að Ásgeir væri kvennaljómi og Hugh Hefner og fleiri slíkir væru smástrákar mið- að við Geira. „Njóttu dagsins umvaf- inn fallegum fljóðum.“ Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ósk- aði einnig Ásgeiri til hamingju með daginn. „Kæri vinur, þú stendur þig vel í þessu og berð aldurinn vel. Vegni þér vel og farðu vel með árin sem framundan eru og Guð blessi þig vinur.“ Gunnar í Krossinum og Guðni Ágústsson sendu honum einnig kveðju til tilefni afmælisins. Ásgeir átti vini í öllum lögum þjóðfélagsins en það má glöggt sjá á Facebook-síðu hans þar sem fjölmargir minnast hans. Þar á meðal eru Jón stóri, Inga á Nasa, Kristmundur Axel, Björgvin Páll Gústavsson, Ásdís Rán, Sigga Lund, Sveinn Andri Sveinsson og Jógvan Hansen. Illugi Jökulsson minnist Ásgeirs á Facebook-síðu sinni en þar segir: „Ég var messagutti á varðskipinu Baldri fyrir margt löngu og þá var Geiri kokkurinn um borð. Hann var bráðhress og fjörugur og mikill vin- ur vina sinna. Hvað sem karríer hans síðan líður, þá hef ég alltaf minnst þessa káta yfirmanns míns fyrir 35 árum með hlýhug.“ „Hann dansaði á grárri línu“ n Geiri á Goldfinger bráðkvaddur nSjómaðurinn sem varð súlustaðakóngur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Á Hafnarkrána kom mikið af und- irmálsfólki og Geiri var alltaf ótrúlega góður við það. Það var alveg með eindæmum hvað hann var alltaf góður. Ásgeir Þór Hann var umdeildur maður en vinir og fjölskylda segja hann hafa haft stórt hjarta. f. 25. janúar 1950 d. 19. apríl 2012 Ásgeir Þór Davíðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.