Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Side 2
2 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur Á kvörðun um með hvaða hætti almenningur komi að áframhaldandi úrvinnslu á tillögum stjórnlagaráðs að breyttri stjórnarskrá verður væntanlega tekin á fundi stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis á fimmtudag. Þegar hafa komið fram hugmyndir um almenna og ráðgef- andi atkvæðagreiðslu í september, líklegt er að sú hugmynd verði að tillögu meirihluta nefndarinnar að loknum fundi á fimmtudag. Stað- festa þarf ákvörðun stjórnskipunar- nefndar með atkvæðagreiðslu á Al- þingi fyrir þinglok. Atkvæðagreiðslan mun lík- lega byggja á þeim fimm spurning- um sem meirihluti stjórnskipunar- nefndar lagði í mars til að færu til atkvæðagreiðslu meðfram forseta- kosningum. Sú tillaga strandaði í síð- ari umræðu þingsins enda sjálfhætt þar sem fresturinn til að boða til at- kvæðagreiðslu með þeim hætti var útrunninn. Stjórnarmeirihlutinn og Hreyfingin vilja málið í gegn Innan þingsins liggja átakalínurnar í grófum dráttum á milli stjórnarflokk- anna auk Hreyfingarinnar sem styðja áframhaldandi úrvinnslu tillagna stjórnlagaráðs sem og þá nálgun sem hingað til hefur verið viðhaldið ann- ars vegar og svo hins vegar meiri- hluta þingmanna Framsóknarflokks- ins sem og Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið afar gagnrýnir á núver- andi nálgun við breytingar á stjórn- arskránni. Þingmenn Framsóknar- flokksins eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Hafa verður í huga að Fram- sóknarflokkurinn setti stjórnlaga- þing sem skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG í kjölfar þess að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum á sínum tíma. Þingmenn flokks- ins hafa allir lýst yfir stuðningi við endurskoðun stjórnarskrárinnar en lýst mikilli óánægju með núver- andi aðferðafræði við þær breyting- ar. Hún hefur reyndar óneitanlega tekið nokkrum breytingum frá upp- haflegum tillögum flokksins. Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknar- flokksins, hefur verið fremur jákvæð fyrir tillögum stjórnlagaráðs og lagt sig fram við að skrifa og fjalla um þær opinberlega. Eygló hefur gagnrýnt einstaka atriði í tillögum stjórnlaga- ráðs en ekki lýst sig andvíga þeim. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur hins vegar tekið annan pól í hæðina og gagnrýnt tillögur ráðsins harðlega. „Stjórnar- skrá á ekki að vera eins og kosninga- bæklingur stjórnmálaflokks. Stjórn- arskrá á að innihalda grunnreglur lýðræðis, ekki grunnstef orðræðis. Hún verður að vera byggð á megin- reglum, algildum og framfylgjanleg- um,“ sagði Sigmundur Davíð í Hóla- ræðu seint á síðasta ári um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þá sagði hann andrúmsloftið í samfélaginu sem myndast hefði að undanförnu ekki hafa skapað bestu aðstæðurnar til að skrifa nýja stjórnarskrá. Ræðan hefur raunar sett tóninn í allri umfjöllun formannsins síðan. Almennur stuðningur við þjóðaratkvæði Nýleg könnun MMR sýnir að með- al almennings virðist töluverður stuðningur við tillögur stjórnlaga- ráðs. Afstaða almennings til þeirra spurninga sem til stóð að leggja fyr- ir kjósendur meðfram forsetakosn- ingunum var könnuð. Í ljós kom að tveir þriðju hlutar þeirra sem tóku afstöðu, eða um 66 prósent, vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það vekur athygli hversu mikill stuðningur meðal kjósenda stjórn- arflokkanna og Hreyfingarinnar við ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu er. Níu af tíu kjósendum flokkanna styðja slíkar hugmyndir. Sjö af hverjum tíu þeirra sem ekki gefa upp afstöðu til flokka eru á sama máli. Um sex af hverjum tíu þeirra sem kjósa Fram- sóknarflokkinn eru mótfallnir því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en sjö af hverjum tíu í Sjálfstæðisflokknum. Átta af tíu vilja þjóðareign náttúruauðlinda Í könnun MMR frá því á föstudag kem- ur fram gríðarlegur stuðningur við að í stjórnarskrá verði að finna ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign sem og að ákveðinn hóp- ur kjósenda geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 80 prósent aðspurðra segjast styðja slík ákvæði. Langsamlega minnstur er stuðningurinn við þær hugmynd- ir meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks en um 70 prósent kjósenda flokksins styðja hugmyndir um slík ákvæði. Þegar kemur að hugmyndum um heimild til persónukjörs í kosning- um til Alþingis sést að andstaðan við slíkt er mest meðal kjósenda VG og Sjálfstæðisflokks. Jafnvel þar eru þeir sem gagnrýnir eru á persónukjör í miklum minnihluta en sjö af hverj- um tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks- ins styðja persónukjör á meðan hlut- fallið í VG er tæplega átta af tíu. Þing og þjóð Eigi frasinn „gjá milli þings og þjóðar“ nokkurn tímann við má líklega heim- færa hann á umræðu um breytingar á stjórnarskrá. Harkalega hefur verið deilt um málið á þingi og hafa ásak- anir um slæleg vinnubrögð, málþóf og óeðlilegar tafir gengið á víxl. Breyt- ingar á stjórnarskrá hafa þó ekki vald- ið sams konar deilum í almennri um- ræðu. Kannanir á afstöðu almennings hafa sýnt nokkuð stöðugan stuðn- ing við stjórnlagaráð og hugmynd- ir þess. Almennt hafa kannanir sýnt að stuðningur er við þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og að almenningur telur endurskoð- un stjórnarskrárinnar mikilvæga. Til að mynda kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent frá því í nóvember árið 2010 að tæplega 70 prósent kjósenda telja að þörf á endurskoðun stjórnarskrár íslenska lýðveldisins sé mikil eða að það sé algerlega nauðsynlegt að end- urskoða hana. Sé niðurstaða nýbirtr- ar könnunar MMR skoðuð í því sam- hengi sést að almenningsálit virðist ekki hafa tekið viðamiklum breyting- um á þeim tíma sem liðinn er þrátt fyrir langvarandi og harðar deilur á þinginu. Mikill munur er á afstöðu kjós- enda Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks til þarfarinnar á endurskoð- un á stjórnarskránni í samanburði við aðra kjósendur. Þannig telur 61 prósent kjósenda Framsóknar nauðsynlegt að endurskoða stjórn- arskrána. Aðeins 43 prósent kjós- Mikill stuðningur við þjóðaratkvæði n Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna tillagna stjórnlagaráðs brátt afgreidd Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Stjórnlagaráð að störfum Stjórnlagaþing varð stjórnlagaráð eftir ógildingu Hæsta- réttar á kosningum til þingsins. Almenningur vill kjósa Þótt brösulega gangi að afgreiða tillögu um allsherjarat- kvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs út úr þinginu er stuðningur við slíkt mikill meðal almennings. Endurheimti eigið málverk Ítalska lögreglan hefur afhent málaranum Erró málverk sem hún hafði verið með í sinni vörslu í meira en hálfa öld. Listaverkið var gert upptækt á listasýningu í Mílanó í júní árið 1961 þar sem það þótti klámfengið. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkissjón- varpsins á sunnudag. Erró sótti málverkið sjálfur til lögreglunnar um miðjan mánuðinn. „Ég var hjá vini mínum þarna í Mílanó sem fór með mér og lög- fræðingi að ná í myndina,“ sagði Erró um málið í samtali við RÚV. Málverkið var sýnt á málverkasýn- ingu nokkurra listamanna og var tilgangurinn að setja listina í sam- hengi samtímaatburða og raun- verulegs lífs. Verkið sjálft heitir Flæði hinnar kynlausu Sharpe- ville. Á myndinni notar hann kyn- lífsstellingu sem kölluð er 69 til að tákna þá sem drepnir voru í tiltekinni árás franska hersins í Sharpeville. „Myndin var tekin út af, sögðu þeir, út af klámstellingu konu og manns,“ sagði Erró en umrætt málverk var ekki það eina sem lögreglan gerði upptækt. „Ég var mjög ánægður að sjá myndina. Ég er með málverkið á vinnustof- unni fyrir framan mig og ég bíð eftir að fara með það í hreinsun og að láta gera við það.“ Alvarlegur árekstur Harður árekstur varð á gatna- mótum Miklubrautar og Grensás- vegar um klukkan átta á laugar- dagskvöld. Jeppabifreið endaði á hliðinni eftir að hún lenti í árekstri við fólksbíl og var í fyrstu talið að ökumaður jeppans væri fastur í bílnum. Dælubíll frá slökkviliðinu var kallaður á vettvang auk sjúkra- bíla en ekki þurfti að klippa öku- manninn úr bílnum. Ökumaðurinn var í kjölfarið fluttur á spítala en slysið reynd- ist ekki jafn alvarlegt og í fyrstu var talið. Á meðan lögregla og slökkviliðsmenn voru að athafna sig á svæðinu var lokað fyrir alla umferð um svæðið. Henni var þá beint um hjáleiðir. Minnihlutinn óánægður Sjálfstæðismenn og fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði gagnrýna breytingar sem fyrirhugaðar eru á nokkrum fagsviðum borgarinnar og í Ráðhúsinu á næstunni. Gagn- rýnin snýr helst að því að ekki hafi verið haft samráð við fulltrúa minnihlutans í ráðinu við undir- búning breytinganna. Í bókun sem fulltrúarnir gerði á fundinum kom fram að ekki væri hægt að taka efnislega afstöðu til tillagn- anna þar sem fulltrúarnir væru að sjá þær í fyrsta skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.