Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Mánudagur 30. apríl 2012
BERJUMST!
1. MAÍ 2012 Í REYKJAVÍK
VINNA ER VELFERÐ ASÍ BSRB BHM KÍ
Safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs kl. 13.00.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög.
Gangan leggur af stað kl. 13.30.
Gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.
Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir.
Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10.
Útifundi lýkur kl. 15.00.
Barnið ekki nógu fatlað
n Líf 12 ára stúlku breyttist til hins betra eftir að hún greindist með ódæmigerða einhverfu
H
ún fékk ekki þá þjónustu
sem hún þurfti á að halda
því hún var ekki nógu fötl-
uð. Ég var búin að berjast í
kerfinu eins og geðsjúkling-
ur og ég upplifði mig þannig að kerf-
ið væri að refsa mér fyrir að eiga ekki
nógu fatlað barn,“ segir móðir tólf ára
stúlku sem var greind með ódæmi-
gerða einhverfu í nóvember.
DV greindi frá máli stúlkunnar í
síðustu viku, en þar til fyrir um einu
og hálfu ári mátti hún þola mikið ein-
elti af hálfu skólafélaga sinna. Tekið
var á eineltisvandanum með fræðslu
og árangurinn fór fram úr björtustu
vonum, að sögn móður hennar.
Eftir stóð hins vegar að stúlkan,
sem greind hafði verið með ADHD,
þroskafrávik og er með lága greind-
arvísitölu, var ekki talin nógu fötluð
til að eiga rétt á úrræðum til að efla
hana félagslega.
Falla á milli í kerfinu
Móðir stúlkunnar bendir á að kerfið
á Íslandi sé mjög ófullkomið. Mörg
börn sem hvorki séu heilbrigð né
mikið fötluð falli á milli í kerfinu og
verði út undan. Þannig var það í til-
felli stúlkunnar. Það var ekki fyrr en
eftir að hún fékk greiningu í nóvem-
ber að hjólin fóru að snúast og hún
fór að geta nýtt sér ýmis úrræði sem
efla hana félagslega. Móðir stúlk-
unnar segir líf dóttur sinnar hafa
gjörbreyst í kjölfarið og henni líði nú
miklu betur.
„Eineltið hvarf fyrir rúmu ári og
svo bara löguðust hlutirnir ennþá
meira eftir einhverfugreininguna.
Þetta er búinn að vera erfiður tími,
skólagangan hjá greyinu, en núna er
ekkert mál að fara í skólann.“
Ekki næg þekking meðal kenn-
ara
Móðurinni finnst kennarar oft ekki
hafa næga þekkingu á fötlun og
finnst það sérkennilegt þar sem það
geti komið fyrir að mörg börn með
ýmsar gerðir fötlunar lendi í sama
bekk. „Það er einn skóli fyrir alla og
þú getur lent í því að helmingurinn í
bekknum sé með einhverfu því ein-
hverfa er að aukast svo rosalega mik-
ið.“
Þetta geri það að verkum að kenn-
arar hafi almennt enga þekkingu á
því hvernig eigi að kenna börnum
með einhverfu, fyrir utan kennara í
sérdeildum. „Mér finnst það fárán-
legt því það eru ekkert öll börn með
einhverfu sem komast inn í þessar
deildir. Stelpan mín er með ódæmi-
gerða einhverfu en til að komast inn í
þessar sérdeildir þarf barnið helst að
vera með dæmigerða einhverfu.“
Hún bendir á að dóttir hennar
geti alveg átt jafn erfitt og börn með
dæmigerða einhverfu en hafi hins
vegar ekki fengið nógu góða þjón-
ustu því hún teljist ekki nógu fötluð.
„Eineltið hvarf fyrir
rúmu ári síðan og
svo bara lögðust hlutirnir
ennþá meira eftir ein-
hverfugreininguna“
Fékk greiningu Hjólin fóru ekki að snúast fyrr en stúlkan fékk greiningu í nóvember. Þá gat hún farið að nýta sér úrræði til að efla hana félagslega.