Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 2
Útgerðarmenn borga gervigrasrótarherferð 2 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur n Útgerðarmannafélögin borga brúsann n „Tímaeyðsla“ að fara til siðanefndar auglýsingastofa K ynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða,“ segir á vefsíðunni Landið og miðin en vefurinn er hluti af herferð útgerðarmanna gegn kvótafrumvörp- um ríkisstjórnarflokkanna. Herferðin er hönnuð til að hafa yfirbragð gras- rótarhreyfingar fólks sem umhugað er um lífsviðurværi sitt. Sé hins vegar rýnt í þátttakendur kemur fljótt í ljós að herferðin uppfyllir flest viðmið þess að teljast gervigrasrótarhreyfing (e. astroturfing). Herferð, hönnuð með yfirbragð grasrótarhreyfingar, sem í raun er greidd og stjórnað af sérhags- munum. Útvegsmannafélag Austfjarða er til að mynda hvergi sjáanlegt sem einn af aðstandendum herferðarinnar. Það er þrátt fyrir að greiðandi og eigandi léns- ins sé félagið. „Við erum náttúrulega bara í þessu saman, útvegsmanna- félögin, og þetta er sameiginlegt verk- efni. Það kom nú bara til að reikning- urinn fyrir þessu er sendur til okkar og fer inn í uppgjör hjá okkur. Það er bara eins og gengur,“ segir Gunnþór Ingva- son, formaður Útvegsmannafélagsins. Engin fastmótuð upphæð Það kom fram í samtölum DV við þá sem standa að herferðinni að ekk- ert hámark eða fastmótuð fjárupp- hæð er til fyrir herferðina. „Menn eyða nú mun fleiri milljónum í að auglýsa happadrætti og morgunkorn,“ segir Jens Garðar Helgason, talsmaður hópsins sem stendur að herferðinni. Jens segir auglýsingaherferðina svo stutt á veg komna að kostnaður liggi ekki fyrir. Þá segir hann þá aðila sem taldir eru upp á vefnum leggja til fjár- magn. Það á þó ekki við um þá alla. Stuðningur sveitarfélaga er móralskur en ekki fjárhagslegur. Jens segir það á misskilningi byggt að fólk telji Fjarða- byggð hafa lagt fé til herferðarinnar. „Það eru líka bara frjáls framlög inn í þetta og annað slíkt,“ segir Jens spurður nánar út í hvernig herferðin sé fjármögnuð. „Við höfum bara tal- að okkur saman hérna fyrir austan,“ svarar hann spurningu blaðamanns um hvert áhugasamir eigi að snúa sér, vilji þeir leggja til frjáls framlög í herferðina. Grasrótarhönnun Það er auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks sem sér um vinnslu á herferðinni fyrir hönd útgerðar- manna. „Við erum að sjálfsögðu alltaf með siðareglur SÍA í huga þegar við vinnum auglýsingar,“ svarar Agnar Tr. Le‘macks, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar, spurningu DV um hvort framsetning landsins og mið- anna standist siðareglur og þá sér- staklega þær greinar er varða velsæmi, heiðarleika og félagslega ábyrgð. „Ég sé ekki hvernig þessar auglýsingar snerta þessar greinar sem þú nefnir. Ef einhverjum finnst gegn þessum grein- um brotið er honum að sjálfsögðu frjálst að senda þetta til siðanefndar. En ég held að það væri augljós tíma- eyðsla fyrir alla,“ segir Agnar. Önnur grein siðareglna auglýs- ingastofa fjallar um velsæmi í auglýs- ingum. Þar segir að auglýsingar eigi ekki að innihalda fullyrðingar og það „sem brýtur gegn almennu velsæmi“. „Auglýsingar ber að vinna þannig að traust neytandans, takmarkaður reynsluheimur eða þekking sé ekki misnotuð,“ segir í þriðju grein siða- reglna. Um félagslega ábyrgð segja siðareglur meðal annars: „Auglýsing- ar eiga ekki að ástæðulausu að höfða til ótta fólks eða nýta sér ógæfu eða þjáningar þess.“ Meginstefið í herferð útgerðarmanna er á þá leið að verði breytingarnar samþykktar bíði fólks fátt annað en fjöldagjaldþrot, atvinnu- leysi og glundroði. Ekki með eigin vefsíðu Útvegsmannafélag Austfjarða er sjálft ekki með heimasíðu en upp- lýsingar um félagið má finna á und- irsíðu Landssambands íslenskra út- gerðarmanna. Formaður félagsins er Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðjunnar í Fjarða- byggð. Hann vakti athygli á fjölmenn- um borgarafundi vegna fyrirhugaðra breytinga. Þar sýndi hann mynd af börnunum sínum og ýjaði að því að framtíð þeirra væri stefnt í hættu. Fræðsluefni „Af hverju ertu að spá í það?“ svarar Gunnþór spurningunni um hópinn að baki herferðinni. „Þetta eru auðvitað bara útvegsmannafélögin sem eru á bak við þetta og í raun fyrirtækin í sjáv- arútvegi. Síðan er hugsuð sem upp- lýsandi síða um málefni sjávarútvegs.“ Hann segir síðuna stofnaða sérstak- lega fyrir auglýsingaherferðina. „Þetta er ofboðslega deilukennd og ekki mjög upplýsandi umræða í fjölmiðlum. Það er alveg sama hvaða fjölmiðlar það eru. Þeir skiptast í línur,“ segir Gunn- þór. „Núverandi kerfi hefur óteljandi galla en frumvarpið sem núna ligg- ur fyrir er ennþá vitlausara,“ er meðal fræðandi fullyrðinga á síðunni. Þegar Gunnþór er spurður hvort hann telji þetta fræðandi efni og til þess gert að draga úr deilukenndri umræðu svar- ar hann: „Það er auðvitað ákveðin herferð núna í gangi, eins og ég sagði við þig áðan. Ég held að fjölmiðlar hafi ekki lagt sig niður við það að fara út á landsbyggðina og tala við verka- lýðsfélög, starfsfólk í sjávarútvegi eða sveitarstjórnarmenn.“ Hann telur að herferðin sé viðbót við umræðuna og tækifæri til að heyra í fólkinu í landinu. Allt á annan endann „Ef þessi frumvörp fara í gegn þá mun það setja allt á annan endann hérna hjá okkur í Grindavík,“ segir Benóný Benediktsson, formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur, í auglýsingaher- ferðinni. Benóný segir þátttöku sína í herferðinni fyrir hönd verkalýðs- félagsins vera í umboði stjórnarinn- ar og koma í kjölfar símhringingar frá hópi á vegum útgerðarmanna þar sem hann var beðinn um að koma fram í auglýsingu. Benóný segir afleiðingar frumvarpa ríkisstjórnarinnar ófyrirsjáanlegar fyr- ir samfélagið í Grindavík. „Verði þetta gjald miðað við rekstur og afkomu síð- asta árs þá verður það á bilinu 1,7 til 2 milljarðar sem grindvísk útgerð þarf að borga,“ segir í ályktun stjórnar sem Benóný les fyrir blaðamann. Þar seg- ir að ámælisvert sé fyrir stjórnvöld að hafa ekki gert ítarlega rannsókn á hag- rænum og félagslegum afleiðingum frumvarpanna. Í ályktuninni segir að væntanlegar breytingar muni hafa neikvæð áhrif á launafólk í greininni. Matað verkalýðsfélag DV spyr Benóný hvaðan útreikning- arnir að baki fullyrðingum um veiði- gjald og hagræn áhrif breytinganna hafi borist verkalýðsfélaginu sem og hvaðan krónutala um væntanlegar greiðslur grindvískra útgerðarfélaga sé komin. „Þessar upplýsingar koma frá sjávarútvegsfyrirtæki hér í bæ en hef- ur víða komið fram,“ segir hann. Að- spurður hvort stjórn verkalýðsfélags Grindavíkur hafi sannreynt útreikn- ingana svarar hann: „Við höfum engin gögn til að gera það.“ Benóný telur það ekki sérstakt áhyggjuefni að verkalýðsfélagið byggi á tölum útgerðarfélaga. „Ekki í þessu tilviki,“ segir hann. Sjálfur segist hann hafa skoðað útreikningana. „Við höf- um ekki reiknað þetta út sjálf. Það er alveg rétt,“ segir hann. Fjarðabyggð og Fiskimið ehf. Jens Garðar Helgason, formaður bæj- arráðs Fjarðabyggðar fyrir hönd Sjálf- stæðisflokks og framkvæmdastjóri Fiskimiða, útflutnings og sölufyrirtæk- is tengdu útgerðarfélaginu Eskju ehf, er talsmaður hópsins. Á vefnum land- idogmidin.is er hann þó aðeins kynnt- ur sem fulltrúi Fjarðabyggðar. Að hans sögn er herferðin í höndum auglýs- ingastofunnar en þess utan er mynd- efni í eigu sjávarútvegsfyrirtækja mik- ið notað. „Jú, við höfum fengið hjálp við það enda ekki kannski okkar geiri,“ segir hann um aðkomu auglýsinga- stofunnar að herferðinni. Stuttu eftir að DV hafði samband við Jens var nafn hans fjarlægt af vefnum og er hann ekki lengur nefndur sem tengiliður herferðarinnar. Starfsfólk í óvissu Eskja á og rekur togarann Jón Kjart- ansson SU-111 en skipstjóri skipsins birtist í einni auglýsingu herferðarinn- ar. „Það er náttúrulega mjög erfitt fyrir okkur sjómenn að vera í svona óvissu,“ segir Grétar Rögnvaldsson skipstjóri Jóns Kjartanssonar í einu auglýsinga- brotinu. „Allir útreikningar og allar spár segja það að þetta eigi eftir að ríða mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum að fullu,“ segir Grétar enn fremur og bætir við að ekki sé gott fyrir starfsfólk í sjáv- arútvegi að búa við að missa ef til vill atvinnuna vegna breytinganna. AFL í sæng með útgerðinni „Þetta kemur til með að bitna á allri þjóðinni,“ segir Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreina- félags á Austurlandi, í einni af auglýs- ingum herferðarinnar. Þátttaka Sverr- is er í samræmi við ályktun stjórnar AFLs um breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. „Margir halda að maður sé bara einhvers konar handbendi og geri bara svona hluti þegar manni er sagt að gera það. Það voru hins vegar pælingar í þessu og niðurstöðuna veit fólk. Ég verð að lifa með því hvernig sú niðurstaða leggst í fólk,“ segir Sverrir. Þátttöku fulltrúa AFLs í herferðinni má rekja til vinnustaðafundar í Síldar- vinnslunni ehf. „Ég fékk boð um að mæta á mjög fjölmennan vinnustaðafund hjá Síld- arverksmiðjunni. Þar sem Gunn- þór kallaði starfsmenn, sjómenn og landverkamenn saman. Hann fór þar yfir sína sýn á málið, sem er ekki al- veg sú sama og ég hef.“ Sverrir segist hafa fundið sig knúinn til að koma sýn AFLs á framfæri á þeim fundi. Hann hafi í kjölfarið verið beðinn um að endurtaka orð sín fyrir auglýsingu. AFL ekki alfarið á móti „AFL hefur ekki gert athugasemd við veiðigjaldið,“ segir Sverrir og bætir við að AFL telji aðferðina sem lögð er til við innheimtu gjaldsins fína. „Við höf- Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Bitnar á þjóðinni „Með [frumvarpinu] er vegið mjög alvarlega að afkomu hefð- bundinna útgerðarfyrirtækja í hefðbundnum smáþorpum. Þar sem þorpin eða bæirnir byggja meira og minna á þessum út- gerðarfyrirtækjum – tekjum sjó- manna og vinnslan í landi. Þetta kemur til með að bitna á allri þjóðinni. Þetta kemur til með að bitna á skrifstofufólki, á hársker- um og hverjum sem er. Því að afkoma þjóðarinnar mun ein- faldlega versna sem því nemur.“ Sverrir Albertsson Framkvæmda- stjóri AFLs starfsgreinafélags. Sjómenn í óvissu „Það er náttúrlega mjög erfitt fyrir okkur sjómenn að vera í svona óvissu og vita ekki alveg hvað bíður okkar. Því að allir útreikningar og allar spár segja að þetta eigi eftir að ríða mörg- um sjávarútvegsfyrirtækjum að fullu þetta frumvarp. Það er ekki gott fyrir okkur sem vinnum við þetta að búa við það að kannski missum við vinnuna einn góðan veðurdag.“ Grétar Rögnvarsson Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111. Allir sjómenn alfarið á móti „Þetta er ekki í þeirra [sjó- manna] þágu að það er verið að breyta þessu. Það er alveg á hreinu. Það eru nokkur mjög öflug fyrirtæki sem eru hérna og það er bara þúsund manns sem eru hérna beint í vinnu hjá þessum fyrirtækjum. Ef þessi frumvörp fara í gegn þá mun það setja allt á annan endann hérna í Grindavík.“ Benóný Benediktsson Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Byggð í boði útgerðarmanna „Menn eyða nú mun fleiri milljón- um í að auglýsa happa- drætti og morgunkorn. Allt á hliðina Útgerðarmenn eyða milljónum í auglýsingaherferð þar sem skilaboðin eru á þá leið að fyrirliggjandi breytingar á fiskveiðistjórnun muni leggja landsbyggðina og sjávarútveg á hliðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.