Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 17
Spurningin Og þær eru í okkur Ég var afar stoltur Íslenskur karlmaður segist vera með pöddur undir húðinni. – DVGunnlaugur Júlíusson hljóp þrjá kílómetra þegar hann var 42 ára. – DV Af Norðfirðingum og Dalvíkingum „Ég mun aðallega vinna í sumar en ferðast eitthvað innanlands.“ Snorri Sigtryggsson Vélstjóri „Ég mun vera í skóla allt sumarið svo ég mun ferðast eitthvað smá innanlands.“ Ingunn Hlín Jónasdóttir nemi „Ég mun ferðast innanlands, ekkert langt, bara í kringum Þingvallavatn og svoleiðis.“ Katrín Eyjólfsson fyrrverandi frönskukennari og þýðandi „Ég ætla að ferðast innanlands og svo fer ég til Belgíu líka.“ Bjarni Þór Árnason starfsmaður Listasafns Reykjavíkur „Mun bara ferðast innanlands í sumar.“ Elías Kristjánsson nemi í lögfræði Muntu ferðast innan lands eða utan í sumar? E ftirlitsaðilar fjarlægðu nýverið bókhaldsgögn úr höfuðstöðvum Samherja á Akureyri. Ástæðan var grunur um gjaldeyrissvik. Þetta olli talsverðu fjaðrafoki og vegna þessa hefur dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi hætt viðskiptum við Ísland. Þetta veldur nú hráefnisskorti á Dalvík og situr fiskvinnslufólk þar í bæ auðum höndum. Talsmenn Dalvíkinga álasa hins vegar eftirlitinu en ekki meintum brotsaðila, þ.e. Samherja. Með þessu er verið að segja að tillegg Samherja til samfélagsins sé svo þýðingarmikið að réttlætanlegt sé að hefja fyrirtækið yfir lög. Á Norðfirði hélt atvinnumála- ráðherra fund með heimamönnum og kynnti frumvarp sitt um veiðileyfa- gjald. Samkvæmt fréttum af fundin- um voru heimamenn á einu máli um ónýti frumvarpsins og tóku undir með forstjóranum að þessar auknu álögur myndu rústa greininni. Meira að segja myndir af börnum forstjórans opnuðu ekki augu manna. Auglýsingaherferð útvegsmanna í fjölmiðlum hefur vart farið fram hjá neinum. Á hverju kvöldi dynur boð- skapur þeirra á landsmönnum og hækkun veiðileyfagjalds fordæmd. Hefur kveðið svo rammt að þessu að líkja má við heilaþvott. Undir þetta taka starfsmannafélög, fyrirtæki í við- skiptum við útgerðarmenn og sveitar- stjórnarmenn og hafa sumir gengið svo langt að halda eintölu í anda stór- útgerðarinnar í sjónvarpi. Skiljanlega eru starfsmenn út- gerða og fiskvinnslu uggandi. Yfirlýs- ingar vinnuveitenda um auðn og at- vinnumissi standa þessu fólki næst. Það kýs fremur að halda vinnunni en óvissu. Þennan naflastreng notfæra útgerðarmenn sér óspart enda hefur mannkynssagan margsannað virkn- ina. Þannig er fortíðin okkar besti leiðarvísir um framtíðina. Við höfum séð hvernig sakleysisleg kvótasetn- ing þorsks fyrir 30 árum hefur und- ið upp á sig. Viðspyrna byggðanna er horfin, peningaflæðinu miðstýrt og afraksturinn í fárra höndum. Samfé- lag margs smás einkaframtaks hefur breyst í samfélag fárra og stórra einka- framkvæmda, svo stórra að þau stýra stjórnkerfinu, hagkerfinu, fjölmiðl- unum og fólkinu. Þessi sakleysislega kvótasetning þorsks fyrir 30 árum er orðin að óskapnaði. Það eina sem hef- ur ekki breyst er auðlindin sjálf. Hún spriklar alls staðar úti fyrir ströndum og lætur hræringar í landi ekki á sig fá. Hún er áfram tiltæk. Boðskapur útgerðarmanna gengur út á að enginn geti sótt fisk nema þeir. Boðskapur útgerðarmanna gengur út á að hagkvæmni fiskveiða fylgi eng- um nema þeim. Boðskapur útgerð- armanna er þannig vantrú á einka- framtak og atvinnufrelsi og miðast eingöngu að því að halda arði fiski- miðanna áfram í eigin vösum. Belging- ur þeirra á öllum sviðum þjóðlífsins er í hrópandi ósamræmi við boðskap þeirra um að atvinnugreinin sé ekki aflögufær. Því eiga Dalvíkingar ekki að átelja lögboðið eftirlit heldur berj- ast fyrir eigin aðgangi að auðlindinni. Sömuleiðis eiga Norðfirðingar ekki að berjast fyrir erfðarétti barna forstjór- ans heldur jafnræði allra barna í firð- inum. Dæturnar og barnabörnin Systurnar Dalla og Tinna Ólafsdætur ásamt börnum. Þær voru viðstaddar þegar faðir þeirra, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði kosningamiðstöð á sunnudag. MynD Sigtryggur AriMyndin Umræða 17Mánudagur 14. maí 2012 1 Sorglegt en samt yndislegt Þórunn Erna Clausen minnist Euro­ vision­keppninnar í fyrra og líst vel á Gretu Salóme. 2 Forsetinn fordæmir Svavar og RÚV Ólafur Ragnar var harð­ orður í garð Svavars Halldórssonar og Ríkisútvarpsins. 3 Viðbúnaður við Esjuna Björg­unarsveitir sóttu göngumann á Esjuna á sunnudag sem hafði veikst. 4 Segir að Travolta hafi verið útilokaður frá lúxushóteli Fyrrverandi nuddari segir að John Travolta hafi áreitt fjölda nuddara á Peninsula­hótelinu í New York. 5 Þrálátur hósti gæti verið lungnakrabbi Vitundarvakning í Bretlandi vegna lungnakrabbameins. Sjúkdómurinn dregur fleiri til dauða þar en nokkurt annað krabbamein. 6 Hnífaárásir í miðbænum Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags. 7 Náttúruspjöll unnin á Úlfars-felli Beltagrafa hefur unnið mikil umhverfisspjöll á Úlfarsfelli undan­ farna daga. Mest lesið á DV.is Ég er með athyglisbrest Bjartmar Guðlaugsson blæs til sextugsafmælistónleika en neitar að njörva niður dagskrána. – DV Þ að eru öll teikn á lofti um að kreppunni sé lokið. Eftir tæp- lega fjögur mögur ár hefur loks- ins rofað til og Íslendingar með bergmálið af trumbuslætti búsáhalda- byltingarinnar eru komnir í sama gamla góða gírinn. Kaupóðir bruna þeir um borg og bí og leita að lífsfyll- ingunni. Fyrstu batamerkin voru þeg- ar tuskubúðin Lindex var opnuð í Smáralind fyrir nokkrum misser- um. Þúsundum saman flykktist fólk í verslunina. Á örskotsstundu tæmdist nánast allt og það varð að loka meðan beðið var eftir nýjum vörum að utan. Eftir Lindex-æðið varð smáhlé. Örfáar hræður þvældust á milli alltof margra búða. Eigendurnir löptu dauð- ann úr skel. Eina lífsmarkið á mark- aðnum var hjá auglýsingastofum og fjölmiðlum sem þóknanlegir voru út- gerðinni. Þangað streymdu peningar sem umbreyttust í sannleikann um það hversu mikil bágindi sægreifanna væru þar sem þjóðin reyndi að fá þá til að skila kvótanum eða greiða leigu. Annars staðar var allt svart. Bygg- ingaverktakar og iðnaðarmenn fóru á hausinn eða flúðu til Noregs. Fáir komu í BYKO eða Húsasmiðjuna. Allt var stopp. Eftir nokkurra mánaða lognmollu dró síðan ský frá sólu. Minnismerki kreppunnar, eyðibýli Bauhaus við Vest- urlandsveg, fylltist skyndilega af starfs- fólki og vörum. Og opnunardagurinn sló allt annað út. Þúsundum saman fóru Íslendingar í byggingarvöruversl- unina. Nú vantaði sko allt. Menn slóg- ust um pakka af tveggja tommu nögl- um. Alla vantaði skyndilega grill eða garðstóla. Enginn kannaðist við að hafa mætt en þar voru þó allir. Meira að segja einn þekktasti framkvæmdamað- ur landsins, Árni Johnsen þingmaður, snéri baki við vinum sínum í BYKO til að versla í Bauhaus. Svarthöfði er sannfærður um að kreppan er loksins búin. Þjóðin gleypir við auglýsingum auðmanna útgerðarinnar og er meðvirk eins og með útrásarvíkingunum forðum. Og byggingarvörur mokast út í vöru- bílsförmum. Það er örstutt í bullandi góðæri. Þau tímamót verða þegar Jó- hannes úr Bónus mætir með Iceland- keðjuna til Íslands. Þá verður sko gaman að lifa. Og sjáiði nýja nafnið kaupmannsins: Jóhannes í Iceland. Kreppan er búin Svarthöfði „Á örskots-stundu tæmd- ist nánast allt og það varð að loka meðan beðið var eftir nýjum vörum að utan Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.