Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Mánudagur 14. maí 2012 Snéri á þjófinn É g vissi að ég þyrfti að gera þetta. Annars myndi ég aldrei sjá hjólið aftur,“ segir Bandaríkjamaðurinn Danny Lesh sem ákvað á dögun- um að taka lögin í sínar hendur. Lesh varð fyrir því óláni að hjólinu hans var stolið í New York um þarsíðustu helgi, en hann greiddi 75 þúsund krón- ur fyrir það þegar hann keypti það. Lesh ákvað að svipast um eftir hjól- inu á vinsælum uppboðsvefsíðum á borð við eBay og Craigslist. Og það var einmitt á vefsíðu Craigslist sem Lesh kom auga á hjólið sitt nokkrum dög- um eftir að því var stolið. Lesh þekkti hjólið strax enda hafði hann límt á það nokkra límmiða sem þjófurinn virðist ekki hafa haft fyrir að taka af. Lesh hafði samband við seljand- ann sem vildi einungis fá 100 dali, eða rúmar tólf þúsund krónur fyrir hjólið. Hann sagðist vilja skoða hjólið og þeir ákváðu að mæla sér mót svo Lesh gæti skoðað gripinn betur. Lesh spurði selj- andann hvort hann mætti prófa hjólið með því að hjóla stuttan hring. Lesh tók af stað og kom ekki aftur. „Þegar ég hafði ekki skilað mér hringdi hann í mig og hótaði að hringja í lögregluna,“ segir Lesh hlæjandi. Þegar hann kom heim setti hann inn skilaboð á Craigslist þar sem hann varaði við viðkomandi seljanda. Hann segir að fólk þurfi að hafa varann á gagnvart dýrum vörum sem seldar eru mjög ódýrt á netinu. Miklar líkur séu á að um þýfi sé að ræða. Náði hjólinu Lesh ætlaði svo sannarlega ekki að láta þjófinn komast upp með að stela hjólinu. n Danny Lesh stal hjólinu sínu af þjófnum D avid Simpson, 24 ára Breti sem situr nú fangelsi í Mið- Afríkulýðveldinu grunaður um átján morð, gæti ver- ið fórnarlamb samsæris heimamanna. Simpson var hand- tekinn fyrir sex vikum þegar hann gekk fram á átján sundurskorin lík í frumskógum Mið-Afríkulýðveld- isins. Simpson heldur því fram að hann hafi verið handtekinn þegar hann tilkynnti líkfundinn til yfir- valda. Simpson er eigandi fyrirtækis sem skipuleggur veiðiferðir í Afríku en meðeigandi fyrirtækisins, Svíinn Erik Mararv, var einnig handtekinn grunaður um verknaðinn. Breska blaðið The Daily Mail greindi frá því um helgina að mögulegt væri að hópur heimamanna hefði reynt að klína sök á þá félaga. Litlar sannanir „Heimamenn hafa líklega reynt að koma sökinni á þá. Annaðhvort af því að þeir (Simpson og Mararv) komu í veg fyrir að þeir stunduðu ólöglegar veiðar á svæðinu eða af því að þeir fengu ekki vinnu fyrir fyr- irtækið eða voru reknir frá því,“ seg- ir heimildarmaður The Daily Mail. Blaðið hefur einnig eftir heimildum sínum að þær sannanir sem lögregla búi yfir séu einungis byggðar á fram- burði heimamanna. Simpson og Mararv hefur nú ver- ið haldið í fangelsi í rúmar sex vikur við skelfilegar aðstæður. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir átt dauða- dóm yfir höfði sér. Algjör martröð Blaðamaður The Daily Mail náði tali af Simpson í síðustu viku og í sam- talinu hélt hann fram sakleysi sínu. Hann er í fangaklefa með hátt í 80 öðrum föngum og lýsti reynslu sinni sem algjörri „martröð“. „Þetta er fáránlegt. Það vita allir að ég kom ekki nálægt þessu. Þeir vita að þetta voru menn á vegum Konys,“ sagði Simpson í viðtalinu. Vitað er til þess að menn á vegum skæruliðaforingjans Josephs Kony, leiðtoga samtakanna Andspyrnu- hers drottins, hafi haldið til á svip- uðum slóðum og líkin fundust. „Af því að ég er hvítur þá hljóta þeir að telja að ég sé ríkur. Þegar þeir handtóku mig hefði ég getað borg- að milljón evrur til að fá að ganga laus gegn tryggingu – og það er al- gjörlega út í hött. Ég veit ekki hvað mun gerast. Þetta er algjör martröð. Ég sef á gólfinu og fæ ekki einu sinni teppi til að breiða yfir mig eða dýnu til að liggja á. Ég vil bara að þetta taki enda,“ sagði Simpson í viðtalinu. Peter Simpson, faðir Davids, segist hafa miklar áhyggjur af syni sínum. „Hann segist geta sofið en ég veit ekki hvaða áhrif þetta mun hafa á hann til lengri tíma litið,“ seg- ir Peter. Hafðir fyrir rangri sök n David Simpson og Erik Mararv hugsanlega fórnarlömb samsæris í Mið-Afríkulýðveldinu„Heimamenn hafa líklega reynt að koma sökinni á þá. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Veiðimaður Simpson starfrækir fyrirtæki í Afríku ásamt félaga sínum, Svíanum Erik Mararv sem einnig er í haldi lögreglu. Gæti fengið dauðadóm David Simpson gæti átt dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um morðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.