Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Á dögunum skipaði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stjórnarformann yfir Íbúða­ lánasjóð. Af öllum þeim Ís­ lendingum sem koma til greina vegna hæfni, menntunar og reynslu, valdi Guðbjartur fyrrverandi þingmann flokksins síns, sem í ofaná­ lag er vinur hans. Það hefur verið mein í stjórnkerfi og stofnunum ríkisins að helstu stöð­ ur eru mannaðar vegna tengsla við stjórnmálaflokka og ­menn, frekar en vegna verðleika. Helsti mælikvarðinn í ráðningum stjórnenda mikilvæg­ ustu stofnana okkar var ekki hæfni, heldur pólitísk tengsl. Íbúðalánasjóður er í erfiðri stöðu. Fyrrverandi forstjóri sjóðsins, Guð­ mundur Bjarnason, var ráðinn eftir að hafa verið ráðherra Framsóknar­ flokksins. Hann breytti stefnu sjóðs­ ins og skildi við hann í rúst. Sumt var óumflýjanlegt vegna aðstæðna, en við erum enn að dæla peningum í hann, 33 milljörðum í fyrra og væntanlega 8 milljörðum í ár. Fleira mun koma í ljós um starfsemi sjóðsins þegar rannsóknarskýrslan um hann kemur út. Seðlabankinn var undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Það þótti meira að segja nauðsynlegt að Hannes Hólmsteinn Gissurar­ son og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væru í bankaráðinu. Landsvirkjun var líka stýrt af fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Nánast allar mikilvægustu stofnanirnar áttu það sameiginlegt að vera stýrt af stjórn­ málamönnum, frekar en fagmönn­ um. Orkuveita Reykjavíkur var undir stjórn fólks sem hafði verið valið borgarfulltrúar, ekki stjórnendur orkufyrirtækis. Alfreð Þorsteinsson, Björn Ingi Hrafnsson og Guðlaugur G. Sverrisson voru stjórnarformenn fyrir Framsóknarflokk, allir meðlimir flokksins. Kjartan Magnússon var fyr­ ir sinn flokk og Bryndís Hlöðversdótt­ ir og Árni Þór Sigurðsson fyrir sína. Margt af þessu kann að reynast hæft fólk, en fylgnin sýnir að stjórnarfor­ menn orkufyrirtækis Reykvíkinga áttu það sameiginlegt að vera pólitískt tengdir eða pólitískir fulltrúar. Á tímabilinu eftir hrun gjörbreytt­ ist þetta vegna kröfu almennings. Hæft, óflokksbundið fólk, var skipað yfir Landsvirkjun, Orkuveituna og Seðlabankann. Meira að segja dóms­ málaráðherrann og viðskiptaráð­ herrann voru faglega skipaðir, í stað þess að stöðurnar væru notaðar sem verðlaun í hvatakerfi stjórnmálaflokk­ anna. En nú er það þannig að í stað konu, sem er doktor í hagfræði frá virtum háskóla í New York, er stjórn­ arformaður Íbúðalánasjóðsins okkar menntaður skipasmiður. Og það er lítið undan því kvartað. Kannski er ástæðan fyrir gagn­ rýnisleysinu að þarna fara hagsmunir allra alþingismanna saman. Allir vilja þeir geta haft aðgang að störfum og stöðum í gegnum flokkana sína eftir að þeir hætta á Alþingi. Mörgum finnst það líka skaðlaust að stjórnmálamenn stýri þessum stofnunum. Þeir skilja líka að það getur verið gott upp á straumlínu­ lögunina að ráðherrann og stjórnar­ formaðurinn séu í sama flokki og séu vinir. Kannski finnst samfylkingar­ fólki í lagi að ráða samfylkingarfólk í svona stöður, vegna þess að sam­ fylkingarfólk sé á einhvern hátt betra en sjálfstæðis­ eða framsóknarmenn, sem eru klíkuráðnir. En það skiptir almenning engu máli í hvaða flokki klíkan er. Þetta er ekki bara siðferðislegt vandamál, heldur fyrst og fremst praktískt. Ef hann er ráðinn upp á annað en fagmennsku og hæfni er hann háðari þeim sem réð hann en ella. Þess hæfari og ótengdari sem stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs er, þess frjálsari er hann til að veita að­ hald. Og þess hæfari sem hann er til verksins, þess líklegra er að hann sjái þegar eitthvað er að í starfsemi sjóðs­ ins, sem er með 944 milljarða króna ríkisábyrgð. Það á ekki að vinna gegn starfs­ möguleikum fyrrverandi þingmanna að þeir hafi setið á Alþingi. En það er alveg ljóst að Jóhann Ársælsson hefði aldrei verið skipaður stjórnarformað­ ur Íbúðalánasjóðs ef hann hefði ekki verið í Samfylkingunni og vinur ráð­ herrans. Flokksræðið og klíkuræðið er að ná sér aftur á strik. Ástþór og Ólafur n Nokkur samhljómur er nú á milli gömlu fjendanna Ástþórs Magnússonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar sem báðir vilja verða for­ setar. Ólafur Ragnar steig fram í drottn­ ingarviðtali hjá Sigurjóni Magnúsi Egils- syni í Sprengisandi á Bylgj­ unni. Þar hraunaði hann yfir Ríkisútvarpið og DV fyrir að upphefja mótframbjóð­ andann, Þóru Arnórsdóttur. Með dramatískum undirtóni benti hann á þá staðreynd að hvorki hann né Ástþór væru svo heppnir að eiga maka sem störfuðu á RÚV. Nýtt þjóðaratkvæði n Viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson á Bylgjunni bar þess einkenni að hann er logandi hræddur við kosningarnar. Það sem þó gæti tryggt honum end­ urkjör er ein feit þjóðar­ atkvæða­ greiðsla. Þar er líklegt að forsetinn horfi til kvótafrum­ varpanna. Talið er að Stein- grímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir muni þó ekki láta hann komast upp með þetta. Nú heyrist að trixið verði að fresta kvótafrum­ vörpunum fram til hausts­ ins þegar nýr forseti verður kominn. Innmúrað n Styrmir Gunnarsson, fyrrver­ andi ritstjóri Moggans, vill að yfirvöld rannsaki framgöngu fjölmiðla fyrir hrun. Sjálfur var hann í innsta hring valda­ kjarnans sem stjórn­ aði Íslandi. Fáar ákvarðanir voru teknar í stjórnmálum án þess að Styrmir væri með í ráðum. Fræg tölvupóstsamskipti hans og Jónínu Benediktsdótt- ur athafnakonu vörpuðu ein­ mitt ljósi á það. Þar kom upp nýyrðið „innmúraður“ í því samhengi að tiltekinn maður væri sauðtryggur Davíð Odds- syni þáverandi leiðtoga. Ekki málóður n Sá snjalli útrásarvíking­ ur Heiðar Már Guðjónsson er kæruglaður. Hann höfðaði dómsmál á hendur rit­ stjórum og fréttastjóra DV vegna fregna um stöðutöku gegn krón­ unni. Því máli tapaði hann í undirrétti. Til viðbótar er hann í máli við ritstjóra DV vegna leiðara þar sem við sögu kemur orðið dindil­ menni. Nú boðar hann dóms­ mál á hendur Seðlabankan­ um sem hafði kært víkinginn til lögreglu vegna gjaldeyris­ mála. Rétt er að taka fram að hann er ekki málóður. Það var erfið ákvörðun Ég er trúuð Greta Salóme Stefánsdóttir segir trúna ávallt hafa spilað stórt hlutverk í lífi sínu. – DV Klíkan snýr aftur„ Í stað konu, sem er doktor í hagfræði frá virtum háskóla í New York, er stjórnarformaður Íbúðalánasjóðsins okkar menntaður skipasmiður. Í febrúar 2012 samþykkti Alþingi ályktun um ráðgefandi þjóðar­ atkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs, og skyldi hún fara fram samhliða forsetakjöri 30. júní. Ráðgert var að leggja fyrir kjósendur sex spurningar. (1) Vilt þú, að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grund­ vallar frumvarpi að nýrri stjórnar­ skrá? (2) Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, lýstar þjóðareign? (3) Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? (4) Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði persónu­ kjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? (5) Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um, að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? (6) Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um, að til­ tekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess, að mál fari í þjóðarat­ kvæðagreiðslu? Sjálfstæðisflokkurinn sýnir gómana Vegna málþófs sjálfstæðismanna á Alþingi náðist ekki að halda hina fyrir­ huguðu atkvæðagreiðslu samhliða for­ setakjöri, sem Alþingi hafði þó ákveðið. Rétturinn til að svara spurningunum að framan á þeim tíma, sem Alþingi hafði samþykkt, var hafður af kjósend­ um. Nú liggur fyrir Alþingi ný tillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæði eigi síðar en 20. október nk. Meiri hluti þings mun styðja tillöguna, en samt eru afdrif hennar í þinginu óviss. Hvers vegna nær þingviljinn ekki fram að ganga? Hverjir bregða fæti fyrir framgang lýðræðisins? Það eru þeir, sem rann­ sóknarnefnd Alþingis taldi bera mesta ábyrgð á hruninu 2008. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá. Kommúnistar sýndu ábyrgð Þjóðirnar í Mið­ og Austur­Evrópu settu sér um 25 nýjar stjórnarskrár eftir hrun kommúnismans 1989–1991. Flestar stjórnarskrár eru settar eftir hrun eða við sambærilegar aðstæður. Kommúnistar báru augljósa ábyrgð á kerfishruninu þar austur frá. Margir þeirra gengust við ábyrgð sinni, en þó ekki allir, t.d. ekki fyrrum valdhafar í Austur­Þýskalandi og Rússlandi. Ný, lýðræðislega kjörin stjórnvöld vildu hafa kommúnista með í endurreisn­ inni eftir hrun eða útilokuðu þá a.m.k. ekki. Víðast hvar tóku kommúnistar í útrétta sáttahönd. Þeir tóku þátt í að semja nýjar stjórnarskrár. Þeir reyndu ekki að grafa undan ferlinu við hvert fótmál. Sjálfstæðisflokkurinn, sem einka­ væddi bankana á rússneska vísu og lagði þannig grunninn að falli þeirra fáeinum árum síðar, kýs að hafa annan hátt á. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa frá upphafi staðið gegn nýrri stjórnar­ skrá þvert á margítrekuð fyrirheit for­ ustumanna flokksins frá fyrri tíð. Sjálf­ stæðismenn hafa jafnframt kvartað undan, að ekki hafi verið leitað eftir samstöðu með þeim í málinu. Þeir segja, að ríkja verði víðtæk sátt um allar breytingar á stjórnarskrá. Það er þó ekki rétt. Bandaríska stjórnarskráin var t.d. samþykkt gegn harðri andstöðu 1787–1788. Fleiri dæmi mætti nefna um stjórnarskrár, sem voru umdeildar og hlutu samþykki gegn harðri and­ stöðu, en reyndust þó vel. Nýjar stjórnarskrár mæla fyrir um réttindi manna og skyldur og mæta því ævinlega andstöðu. Réttur eins leggur skyldur á herðar annarra. Frumvarp stjórnlagaráðs mælir fyrir um jafnt vægi atkvæða og felur í sér minna hlut­ fallslegt atkvæðavægi þeirra, sem hafa meiri atkvæðisrétt en íbúar höfuð­ borgarsvæðisins í alþingiskosningum. Ákvæðinu um auðlindir í þjóðareigu er ætlað að rýra forréttindi þeirra, sem ganga um fiskinn í sjónum sem einka­ eign og hirða nær allan arðinn af auð­ lindinni. Ákvæðið um greiðan aðgang að upplýsingum felur í sér skertan hag þeirra, sem skammta sjálfum sér forréttindi – t.d. margföld eftirlaun – undir spilltum leyndarhjúp. Umhverf­ isverndarákvæði frumvarpsins mæla fyrir um skertan rétt þeirra, sem vilja halda áfram að spilla náttúrunni. Lýðræðisflokkarnir þurfa að standa saman Þetta vita sjálfstæðismenn á Alþingi. Þeir vita einnig, að nýleg skoðana­ könnun MMR sýnir, að tveir þriðju hlutar kjósenda styðja frumvarp stjórn­ lagaráðs. Sjálfstæðismenn reyna því að drepa frumvarpinu á dreif frekar en að hætta á sigur frumvarpsins í þjóðar­ atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn ögrar og ógnar lýðræðinu með þessu fram­ ferði, þótt fjórðungur stuðningsmanna flokksins styðji frumvarpið skv. könnun MMR. Lýðræðisflokkarnir þurfa að standa sameinaðir gegn Sjálfstæðis­ flokknum. Samstaða lýðræðisflokkanna„Vegna málþófs sjálfstæðismanna á Alþingi náðist ekki að halda hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu samhliða forsetakjöri, sem Alþingi hafði þó ákveðið. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 14. maí 2012 Mánudagur Kjallari Þorvaldur Gylfason Ásdís Hjálmsdóttir hætti í badminton og fór í frjálsar íþróttir – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.