Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 14. maí 2012 Slepptu Skaðlegu efnunum E ld sn ey ti Algengt verð 257,3 kr. 256,9 kr. Algengt verð 257,1 kr. 256,7 kr. Höfuðborgarsv. 257.0 kr. 256.6 kr. Algengt verð 257,3 kr. 256,9 kr. Algengt verð 259,4 kr. 256,9 kr. Melabraut 257,1 kr. 256,7 kr. Frábær þjón- usta og ódýr n Lofið að þessu sinni fær bíla- verkstæðið Max 1 í Jafnaseli en DV fékk eftirfarandi sent frá ánægðum viðskiptavini: „Þar á bæ greindu menn bilun og hringdu svo til að lýsa upp á krónu kostnaði við fyrirhugaða viðgerð. Mætti með bílinn daginn áður en skoðun og viðgerð höfðu verið bókuð. Þeir tóku bílinn strax og luku viðgerðinni samdægurs. Frábær þjónusta og ódýr.“ Evran dýrari um borð n Lastið að þessu sinni fær Ice- land Express en flugfarþegi sendi eftirfarandi; „Ég var í flugi með Iceland Express og keypti mat og drykk í vélinni. Ég var aðeins með evruseðla á mér og það sem ég vil fá að lasta er að félagið tekur um 10 prósenta þóknun fyrir að taka á móti evruseðlum, það er að segja gengið á íslensku krónunni um borð er 150 krónur á evruna, í stað 165 króna. Það sem ætti að kosta 10 evrur kostar því 11 evrur. Ástæðan fyrir þessu er að sögn flugfreyju að það kostar svo mikið að fara með evruseðla í bankann.“ Heimir Már Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Iceland Express, út- skýrir að bankarnir taki þóknun fyrir að skipta erlendri mynt. „Þannig er kaupgengið á evru hjá Lands- bankanum í Leifs- stöð í dag 157 krónur en sölugengið 167 krónur. Ég efast um að þetta sé eitthvað öðruvísi hjá öðrum flug- félögum,“ segir hann. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last n Þvotta- og hreinsiefni innihalda mörg efni sem eru skaðleg heilsu og náttúru B örn eru viðkvæmari fyr- ir þvotta- og hreinsiefnum en fullorðnir. Slík efni skilja alltaf eftir sig leifar í um- hverfinu. Smábörnum er hættara við að fá leifarnar á og í sig þar sem þau skríða um á gólfum og því mikilvægt að takmarka hreinsi- efnin á heimilinu. Það er því mik- ilvægt að nota slík efni hóflega og takmarka þau í umhverfi barnanna. DV hefur áður fjallað um skaðleg efni í snyrtivörum en það eru fleiri vörur sem við kaupum og eru á heimilum okkar sem eru varasöm, sér í lagi fyrir börnin. Þar á meðal eru þvotta- og hreinsiefnin og fyrst og fremst skal árétta að geyma slík efni ávallt á stað þar sem börn ná ekki til. Umhverfisstofnun heldur úti vefnum graenn.is þar sem finna má mikinn fróðleik um skaðleg efni í umhverfi okkar og hvernig við get- um komist hjá því að nota þau. Bakteríudrepandi efnin óþörf Á graenn.is segir að þvottaefni inni- haldi sum hver efni sem safnast fyrir í náttúrunni og séu afar slæm þar sem flest hreinsiefni enda í nið- urföllunum og þar með úti í um- hverfinu. Þá er nefnt sem dæmi að gólfsápur innihaldi mismunandi bón- og vaxefni og aðrar vörur efni til að fjarlægja bón- og vax. Þessar vörur séu framleiddar til að vernda gólf fyrir sliti og gera þrifin auðveld- ari en þau innihaldi efni sem geti haft afar slæm áhrif á umhverfið. Ýmsar aðrar hreinsivörur inni- haldi bakteríudrepandi efni sem geti valdið lyfjaóþoli hjá bakteríum. Slík efni ætti því að nota í algjöru lágmarki enda óþarfi að nota slík efni á heimilinu. Ilmefni í þvottaefnum eru óþörf samkvæmt upplýsingum á síðunni. Í þvottaefnum eru efni sem losa óhreinindi en oftast eru sett ilmefni sem geta valdið ofnæmi. Það sama á við um mýkingarefni sem eru alls ekki nausynleg við þvotta og ætti helst ekki að nota. Gott er að velja þvotta- og hreinsivörur sem merktar eru Svaninum en það er opinbert nor- rænt umhverfismerki. Yfir 6.000 vörur og þjónustumerki bera nú Svansmerkið og því ættu neytend- ur að finna þá vöru sem þeir þurfa sem ber merkið. Notið minna! Góð leið til að minnka áhrif hreinsi- efna á heimilum er einfaldlega að nota minni skammta. Hægt er að prófa sig áfram með því að minnka skammtinn hægt og rólega og halda sig við þann minnsta skammt sem gefur góðan árangur. Á Íslandi er vatnið steinefnasnautt („mjúkt“) en minna þvottaefni þarf í slíkt vatn en í steinefnaríkt („hart“) vatn. 1 Sparaðu pening Skiptu dýra hreinsiefninu út fyrir edik. Það má nota sem mýkingarefni, gluggahreinsi og margt fleira. 2 Hreinn ofn Settu bökunarplötu með álpappír í botninn á ofninum. Þá þarftu ekki að þrífa hann eins oft. 3 Óhreinn örbylgjuofn Settu nokkrar sítrónusneiðar í vatnsskál og settu hana í örbylgjuofninn. Láttu hann ganga í um það bil 10 mínútur. Þegar tíminn er liðinn þarftu rétt að strjúka yfir ofninn með rakri tusku. Óhreinindin nánast leka af og lyktin verður fersk. 4 Kók í klósettið Til að hreinsa klósettið að innan og ná föstum óhreinindum úr skálinni má hella gömlu Coka-Cola í skálina og láta standa í nokkra tíma. Skálin verður glansandi fín á eftir. 5 Haltu sturtuhengi hreinu Settu hengið á nokkurra mánaða fresti í bleyti í blöndu af fimm dl af vatni og 1/4 dl af ediki. 6 Skínandi kopar Tómatsósa gerir koparinn hreinan. Smyrðu tómatsósu á koparhlutinn og láttu liggja á í 10 mínútur. Skolaðu sósuna svo af með vatni og nuddaðu hlutinn með bómull. 7 Vond lykt í ísskápnum Ef það er vond lykt í ísskápnum, jafnvel eftir að hann hefur verið þrifinn, er gott ráð að setja skál með kaffikorgi í ísskápinn í sólarhring. Súra lykt má fjarlægja með því að smyrja skápinn að innan með súrmjólk eða jógúrt. Þurrkið af með vatni eftir sólarhring. Athugið að þrífa einnig affallið þar sem lyktin gæti stafað frá því. 8 Matt parket Blandið smáræði af ediki saman við kalt vatn og skúrið. Parketið verður glansandi fínt á eftir. 9 Rykfallin hljóðfæri Ná má ryki úr gítar með því að setja hnefafylli af þurrum hrísgrjónum inn í kassann gegnum opið. Hristið varlega. Snúið gítarnum við og hellið grjónunum á dagblað. 10 Óhreinar innstungur Svartar rákir á innstungum, sem fara ekki af með vatni og sápu, er hægt að hreinsa með strokleðri. 11 Ryk á raftækjum Tölvur og sjónvörp draga til sín ryk en það þarf ekki sérstök efni til að koma í veg fyrir það. Strjúktu heldur af tækj- unum með blöndu af volgu vatni og ediki. 12 Hreinsið gólf-teppi Hægt er að gefa teppi ferskt útlit á ódýran og vistvænan hátt með því að strá á það vænum skammti af matarsóda. Látið liggja í korter og ryksugið svo vel. Teppið verður hreint, öll meindýr eru á bak og burt og lyktin af teppinu verður betri. 13 Heimatilbúinn rúðuvökvi Blandið saman glæru ediki við vatn og setjið í úðabrúsa. Edik klýfur fitu og nær fram góðum gljáa. Strjúkið yfir með krumpuðu dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáann. 14 Hreinsun ljósa Slökkvið ljós áður en perurnar eru þvegnar. Notið klút til að taka utan um peruna ef þið getið ekki beðið lengi. Sniðugt er að setja nokkra vanilludropa í klútinn þegar þið strjúkið yfir hana. Þegar kveikt er á perunni eftir þrifin leggur ljúfan ilm um herbergið. 15 Dökkir pottar Ef álpottar eru orðnir dökkir að innan má lýsa þá með því að sjóða í þeim sterka ediksblöndu eða sykuríkan mat á borð við lauk, sítrónusafa, rabarbara eða eplahýði. Látið álpotta ekki liggja í vatni og geymið ekki í þeim matarleifar. 15 gömul og góð húsráð Hérna koma hreinsiefnin ekki við sögu Skaðleg efni í þvotta- og mýkingarefnum PFOA og PFOS Gerviefni sem einnig eru notuð til að gefa ýmsum vörum þá eiginleika að hrinda frá sér bæði vatni og fitu. Þau brotna mjög hægt niður í nátt- úrunni og geta safnast fyrir í lífkeðjunni. Xylene Ilmefni sem er ofnæmis- valdandi og brotnar mjög hægt niður í náttúrunni. Siloksan Brotnar hægt niður og safnast því fyrir í lífríkinu. Ekki er mikið vitað um langtímaverkun efnisins. Muskxylen Gerviilmefni sem brotnar hægt niður og safnast fyrir í náttúrunni. Þannig getur það náð háum styrk í dýrum og mönnum. Það er talið geta valdið krabbameini og er mjög eitrað lífverum í vatni. Börn og skaðleg efni Þegar kaupa skal sjampó handa börnunum er mikilvægt að skoða innihald vörunnar og athuga hvaða efni eru í henni. Best er að velja vöru sem inniheldur ekki ilmefni. Sápa og sjampó eru ekki nauðsynleg þegar ungbörn eru böðuð heldur er hreint vatn nóg. Það á í raun ekki að nota sjampó fyrr en barnið fær almennilegt hár og þá einungis þegar það er nausynlegt. Þvoðu hár barnsins í mesta lagi tvisvar í viku og notaðu lítið af sápu. Mikilvægt er að skola vel af barninu. Næring er í langflestum tilfellum ekki nauðsynleg og er varasöm þar sem flestar slíkar innihalda meira af skaðlegum efnum en sjampó. Margar húðvörur sem ætlaðar eru börnum og ungbörnum innihalda efni sem eru bæði skaðleg umhverfinu og heilsunni. Húð barna er viðkvæm og þarf ekki á mikið af kremum að halda. Mikilvægt er að skoða innihaldslýsingu vörunnar. Vörur sem bera Svansmerkið geta innihaldið ilmefni en þó ekki þær sem ætlaðar eru börnum. Athugið að ilmefni geta verið ofnæmisvaldandi. (forbrugerkemi.dk) Reynslan hefur sýnt að fólki hættir til að  nota allt of stóra þvottaefna- skammta. Með minni skömmtum fer minna af efnum út í umhverfið og á sama tíma sparast peningar sem er gott fyrir heimilisbókhaldið. Veljið Svans- eða umhverfis- merktar vörur! Við framleiðslu á Svansmerktum vörum er tekið tillit til bæði heilsu og umhverfis. Vörurnar innihalda eins lítið af hættulegum efnum og unnt er að komast af með og við framleiðslu þeirra er losun á hættu- legum efnum og gróðurhúsaloft- tegundum í lágmarki. Geymið þar sem börn ná ekki til! Hættulegustu efnin eiga að vera merkt með hættumerki á appel- sínurauðum grunni. Allar vörur merktar á þann hátt á að geyma þar sem börn ná ekki til. Jafnvel þótt umbúðirnar séu með loki sem börn eiga ekki að getað opnað, þá er ekki alveg hægt að treysta á að þeim tak- ist það ekki. Notið trefjaklúta! Á síðustu árum hafa komið fram nýjar vörur sem draga úr þörfinni á hreinsiefnum. Klútar, moppur og aðrar vörur úr örþráðum nýta yfir- borðsspennu til að draga í sig ryk og óhreinindi og eru algjörlega án hreinsiefna. Til eru margar tegund- ir af klútum fyrir mismunandi teg- undir af óhreinindum. Engin hættu- leg efni eru í þeim, en hins vegar eru notuð efni við framleiðsluna, til dæmis litarefni, sem geta verið skaðleg heilsu og umhverfi. Stund- um innihalda svona klútar silfur en það hefur bakteríudrepandi áhrif. Silfur getur verið skaðlegt fyrir um- hverfið og getur valdið því að bakt- eríur verða ónæmar fyrir sýklalyfj- um. Það er gott ráð að forðast alveg að kaupa klúta sem innihalda silfur sem ætti að vera auðvelt vegna þess að þeir eru sérstaklega merktir. Heimild: graenn.is Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hreinisvörur Við notum mikið af hreinsivörum á heimilinu en það er hægt að þrífa án þeirra. MYND PHOTOS.cOM Varhugaverð hjörtu Neytendastofa vekur athygli á blárri hjartalaga lyklakippu með ljósi sem forvarnarverkefnið Blátt áfram seldi í herferð sinni og söluátaki dagana 4. til 6. maí síðastliðinn. Neytendastofu hafa borist ábendingar frá neyt- endum þar sem þeir benda á að varan geti verið hættuleg. Við nánari skoðun stofnunarinnar á vörunni kom í ljós að lykla- kippan sem er úr mjúku plasti fer auðveldlega í sundur og falla þá út fjórir smáhlutir: tvær raf- hlöður, ljósapera og vír, sem geta skapað hættu, einkum fyrir ung börn. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.