Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur Ósáttir við framsetningu n Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við ársreikning Reykjavíkurborgar V ið umræðu um ársreikn- ing Reykjavíkurborgar 2011 gerðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins athuga- semdir við framsetningu reiknings- ins, sem að þessu sinni er settur upp án skýrs samanburðar við upp- haflega fjárhagsáætlun borgarinn- ar. Í tilkynningu sem borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér kemur fram að borgarfulltrú- ar telji að vafi leiki á því hvort slík framsetning standist sveitarstjórn- arlög, sem skýrt kveða á um það að ársreikningur skuli settur fram með þeim hætti að endanleg niðurstaða fjárhagsáætlunar sé borin saman við upphaflega áætlun. Í tilkynn- ingunni segir að þar sem meiri- hlutinn gat ekki staðfest að þessi villandi framsetning stæðist um- rædd lög tilkynntu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu reikningsins að þeir myndu leita álits innanríkisráðuneytisins á mál- inu. „Það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort framsetning árs- reikningsins standist lög eða ekki. Við höfum margítrekað gert at- hugasemdir við það að reikningur- inn sé settur upp með þeim hætti að næstum ómögulegt sé að bera hann saman við þær áætlanir sem hann á að byggja á. Ársreikningar borgarinnar hafa ekki verið sett- ir fram með þessum hætti í langan tíma og með ólíkindum að meiri- hlutinn skuli standa að slíkri aftur- för í upplýsingagjöf, þrátt fyrir ný og skýrari lög um ársreikninga frá síðasta hausti. Slík framsetning er ekki aðeins villandi og vond þeg- ar kemur að því að skoða stöðu og þróun fjármála sveitafélaga, held- ur brýtur hún beinlínis gegn því markmiði laganna að ársreikning- ar séu aðgengilegir og auðvelt sé að bera saman upphaflegar áætlan- ir og endanlega niðurstöðu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, í tilkynningu. É g svara ekkert upp á það,“ seg- ir Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, þegar hann spurð- ur um eignarhaldið á félaginu Moon Capital S.á.r.l. í Lúxem- borg sem er stærsti einstaki hlut- hafi fjölmiðlafyrirtækisins 365. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu 365 er félagið í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, tengdadóttur Jóhann- esar, og er hún sögð eiga 90 prósent af hlutafé félagsins í gegnum ýmis eignarhaldsfélög. Ingibjörg er eig- inkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem verið hefur aðaleigandi 365 síð- astliðin ár. Fjölmiðlamaðurinn Ingimar Karl Helgason vakti athygli á leyndinni yfir eignarhaldinu á Moon Capital á bloggsíðu sinni fyrir skömmu. Misræmið Svar Jóhannesar er þeim mun sér- stakara þar sem fram hefur kom- ið í fjölmiðlum að hann hafi verið eigandi að 50 prósenta hlut í fær- eysku verslanakeðjunni SMS í gegn- um eignarhaldsfélagið Apogee sem aftur var í 100 prósenta eigu Moon Capital í Lúxemborg. Hann seldi hlut sinn í SMS í mars síðastliðnum. Jóhannes getur því ekki hafa átt hlut í SMS í gegnum Apogee, dótturfélag Moon Capital, án þess að hafa einn- ig verið í hluthafi í 365 á sama tíma. Jóhannes hefur hins vegar aldrei verið sagður vera hluthafi í 365 op- inberlega. „Það er ekki rétt“ Þegar Jóhannes er spurður að því hvort hann eigi hlutabréf í 365 neit- ar hann því hins vegar, þrátt fyrir að það geti ekki staðist á sama tíma að hann hafi átt SMS í gegnum Apogee og Moon Capital án þess að eiga líka hlut í 365. „Það er ekki rétt. Ég ætla ekki að segja þér það. Þetta er prívat- mál.“ Þegar Jóhannes er spurður að því hvort hann hafi ekki átt eignirn- ir í Færeyjum í gegnum Apogee og Moon Capital sem seldar voru fyrir skömmu segist hann hafa átt þær „að hluta til“. Aðrir aðilar en Jóhannes áttu þá eignirnir í Færeyjum á móti honum. Spurður hvernig á þessu misræmi standi segist Jóhannes ekki ætla að ræða það. „Ég mun ekki svara þér neinu með þetta.“ Upplýsingarnar til fjölmiðlanefndar Jóhannes lýsir þeirri skoðun sinni að almenningi á Íslandi komi það ekki við hverjir eigi Moon Capi- tal. Blaðamaður segir Jóhannesi þá að starfandi sé sérstök fjölmiðla- nefnd sem eigi að óska eftir upplýs- ingum um eignarhald fjölmiðla frá fyrirsvarsmönnum þeirra. Á heima- síðu fjölmiðlanefndar kemur fram að Ingibjörg Pálmadóttir ráði yfir 90 prósentum af hlutafé 365, þar af eru 43,5 prósent A-hlutabréf í gegnum Moon Capital S.á.r.l. Þessar upplýs- ingar virðast ekki vera réttar ef marka má eignarhald Jóhannesar yfir Apo- gee og færeysku eignunum í gegnum Moon Capital. Fjölmiðlanefnd hefur hins vegar engar heimildir til að leita réttra upplýsinga um eignarhald fjöl- miðla láti einstaka fjölmiðlar þeim í té misvísandi eða rangar upplýsing- ar. DV sendi spurningu um eignar- haldið á Moon Capital til Ingibjarg- ar Pálmadóttur, meints aðaleiganda 365, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns hennar. Ingibjörg svar- aði ekki spurningu blaðsins um hver ætti Moon Capital. Það gerði Jón Ás- geir Jóhannesson hins vegar með eft- irfarandi hætti: „Konan mín er fjár- hagslega sjálfstæð og var það löngu áður en ég kynntist henni eins og al- þjóð veit. Upplýsingar um eigend- ur 365 liggja fyrir á netinu sjá hér að neðan um eignarhald.“ Jón Ásgeir neitar því að upplýsa um hver eigi Moon Capital. Fjár- festirinn svaraði ekki spurningu DV um málið þegar nánari skýringa á eignarhaldi Moon Capital var leit- að. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Ingibjörg sögð eiga 90 prósent í 365 n Jóhannes á í stærsta hluthafa 365„Konan mín er fjárhagslega sjálfstæð og var það löngu áður en ég kynntist henni eins og alþjóð veit. eignarhald á 365 leyndarhjúpur um Neita að upplýsa Jóhannes átti eignir í Færeyjum í gegnum hlut- hafa sem hann seldi nýverið. Hann neitar því þó að hann eigi í 365. Villandi „Það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort framsetning árs- reikningsins standist lög eða ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Leturprent fékk afslátt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt prentsmiðjuna Leturprent til að greiða Skjánum rúmlega hálfa milljón króna fyrir kostun á þættinum The Office sem sýndur var á Skjá einum. Samningur um að Leturprent kostaði þáttinn var undirritaður í september 2009 þegar Skjár einn var enn í opinni dagskrá fyrir alla. Samningur- inn kvað meðal annars á um að auglýsingar frá Leturprenti væru sýndar fyrir og eftir hvern þátt. Eft- ir að samningurinn var undirrit- aður barst forsvarsmönnum Let- urprents bréf þar sem fram kom að til stæði að breyta Skjá einum þannig að stöðin yrði áskriftar- stöð. Dagskráin yrði því lokuð þeim sem ekki væru með áskrift. Þetta voru forsvarsmenn Letur- prents ekki sáttir við og töldu að gildi auglýsinga fyrirtækisins yrði lítið sem ekkert eftir breytinguna. Skjárinn fór fram á að Leturprent myndi greiða eina milljón króna. Héraðsdómur dæmdi fyrirtækið hins vegar til að greiða rúmlega hálfa milljón króna, eða 530 þús- und krónur. Því má segja að Letur- prent hafi í raun fengið afslátt eftir að Skjár einn varð að áskriftarstöð. Gaf upp kenni- tölu bróður síns Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir umferðar- og skjalabrot og rangar sakargiftir. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi frá höfuðborgarsvæð- inu að verslun Olís á Selfossi. Í umrætt skipti bar bifreiðin skráningarnúmer annarrar bif- reiðar. Þegar lögregla stöðvaði akstur bifreiðarinnar gaf maður- inn upp nafn og kennitölu bróður síns og kom því þannig til leiðar að hann var sakaður um ofangreinda háttsemi. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa í annað skipti ekið bifreið án þess að vera með ökuréttindi. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur áður gerst sek- ur um refsiverða háttsemi. Dóm- urinn yfir manninum er skilorðs- bundinn til tveggja ára. Stunginn með hníf á Laugavegi Tilkynnt var um líkamsárás á Lauga- vegi í Reykjavík um áttaleytið á laugardagskvöld, en þar var maður stunginn með hníf. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Árásar- maðurinn var enn ófundinn síðdegis á sunnudag. Á ellefta tímanum á laugardags- kvöld var maður handtekinn eftir að hafa ógnað fólki á veitingahúsi við Laugaveg með hnífi. Starfsmaður á staðnum fékk skurð í lófann þegar hann afvopnaði manninn. Árás- armaður flúði af vettvangi en var handtekinn stuttu seinna. Þá var stúlka skorin í andliti við veitingastað í Bankastræti um fimm- leytið að morgni sunnudags. Hún var flutt á slysadeild. Síðan var maður handtekinn í Grófinni á sunnudagsmorgun eftir að hann sló tvær stúlkur í andlitið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.