Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur Ó lafur Ragnar Grímsson, for- seti og forsetaframbjóðandi, hóf kosningabaráttu sína um helgina. Á sunnudags- morgun mætti hann í viðtal í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi fer- ilinn, framtíðina, baráttuna og mál- efnin. Gagnrýndi hann harkalega fjölmiðla og mótframbjóðanda sinn, Þóru Arnórsdóttur, sakaði DV um að vera viðbót við kosningabaráttu hennar og sagði eiginmann henn- ar, Svavar Halldórsson, hafa fengið að misnota aðstöðu sína sem frétta- maður á fréttastofu Ríkisútvarpsins í áróðursskyni fyrir Þóru á meðan framboð hennar var í undirbúningi. Þá ræddi hann einnig um mikilvægi þess að forsetinn væri ekki skraut- dúkka heldur öryggisventill, mál- skotsréttinn og möguleikann á því að setja frumvarp að lögum um sjávar- útvegsmál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hann jafnframt að til þess gæti komið að forsetinn lenti í þeirri stöðu næsta vor að skipa þyrfti utanþings- stjórn. Sagði hann einnig að Jóhanna Sigurðardóttir gæti ekki fyrirgefið honum vegna Icesave-málsins og því hefði hún talað gegn honum. Fleira kom þar til umræðu en forsetinn hélt baráttunni áfram um helgina. Opnaði hann heimasíðuna olafur- ogdorrit.is þar sem hægt er að fylgj- ast með framboðinu, fésbókarsíðu fyrir sig og aðra fyrir eiginkonuna, Dorrit Moussaieff. Hann tók síðan á móti gestum og gangandi á Lauga- veginum þar sem blaðamaður hitti hann fyrir og spurði nánar út í ýmis ummæli hans í viðtalinu á Bylgjunni, þar á meðal um fjölmiðla, en Ólaf- ur Ragnar brást reiður við spurning- um blaðamanns DV. Sá hluti viðtals- ins verður birtur núna en framhald verður í næsta blaði þar sem Ólafur Ragnar fjallar um sýn sína á forseta- embættið, málskotsréttinn, sjávarút- veginn og fleira. Stöðugur reytingur er af fólki í kosningamiðstöðinni og forsetinn sinnir öllum. Á meðan tekur dóttir hans, Svanhildur Dalla, á móti blaða- manni og ljósmyndara DV en hún er með litla stúlku í fanginu, hana Guð- rúnu Katrínu, átta mánaða hnátu. Ljóst er að Ólafur Ragnar á góða að en fleiri úr fjölskyldunni eru á staðn- um, þar á meðal Guðrún Tinna, dótt- ir hans, með tvíburana sem eru nú orðnir þriggja mánaða gamlir og eiginmaður hennar, Karl Pétur Jóns- son. Enn er langt í kosningarnar sem fara fram þann 30. júní og búið er að koma upp aðstöðu fyrir börnin. Ólaf- ur Ragnar kemur síðan að sófanum þar sem hans er beðið, biður blaða- mann um að skipta um sæti við sig og viðtalið hefst. Baráttan er hafin Blaðamaður: Þú ert byrjaður? Forsetinn: „Já, já, ég taldi nauð- synlegt að gera það. Vegna þess að kjörstjórnirnar eru byrjaðar að kalla inn framboðslistana. Það má segja að þetta lokaskeið sé formlega tekið við og tímabært að hefja baráttuna.“ Blaðamaður: Þú varst búinn að gefa það út að þú ætlaðir ekki að koma fram í fjölmiðlum fyrr en fram- boðsfrestur rynni út. Forsetinn: „Nú hafa kjörstjórn- irnar víða um land ákveðið að fá þessa lista fyrr inn. Þannig að fram- bjóðendur þurfa að ganga frá þess- um framboðum með formlegum hætti fyrr en reiknað var með í upp- hafi þessa máls fyrir nokkrum mán- uðum. Þá reiknaði ég með að þessi skil yrðu um það bil sem framboðs- fresturinn væri úti en nú vilja kjör- stjórnir fá listana til sín áður svo þær séu búnar að fara yfir þá áður en formlegum fresti er lokið. Það skipt- ir ekki höfuðmáli, það er svona viku, tíu daga munur á því. Það er ekkert stórmál í sjálfu sér.“ Blaðamaður: Mér fannst hart að heyra hvernig þú talaðir um DV í út- varpinu í morgun og mig langar að biðja þig til að færa rök fyrir því að DV sé í kosningaherferð fyrir Þóru. Forsetinn: „Það er augljóst. Þú þarft ekki annað en að fletta blaðinu undanfarnar vikur og mánuði til að sýna það. Við getum tekið nokk- ur dæmi til að sýna það. Hver mað- ur með sæmilega dómgreind sér það auðvitað þegar þau efnistök eru skoðuð. Auðvitað er DV frjálst að gera það. Það er fullt af blöðum úti í heimi sem taka afstöðu með mönn- um og málefnum. Það er í sjálfu sér ekkert gagnrýnivert að blöð taki af- stöðu með einum á móti öðrum. Það er alveg sjálfsagt að menn geri það en menn þurfa þá að kannast við það en ekki reyna að fela það eða láta sér koma á óvart ef um það er fjallað. Það var til dæmis helgarblaðsút- tekt á mér, með frægri fyrirsögn á forsíðu; Forsetinn sem vill ekki fara, sem var túlkun blaðsins á mínum orðum og gjörðum og full af nei- kvæðum hliðum sem á engan hátt var réttsýn túlkun. Síðan hafa verið skrifaðir leiðarar. Síðan þessi maka- lausa rangtúlkun á ferð minni á sjáv- arútvegssýninguna í Brussel þar sem mér var uppálagt að lofsyngja kvóta- kerfið sem var algjörlega út í hött. Ég var að tala á málþingi sem íslenskir aðilar í samstarfi við ameríska efndu til um gæðavottun í sjávarútvegi og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Öll ræðan fjallaði að meginhluta um að vernda fiskistofnana og ég rakti það hvernig Íslendingar hafa á grundvelli hafrannsóknastofnana og upplýs- ingatækni getað tryggt það að fiski- stofnunum sé viðhaldið og ræddi mikilvægi þess að vera með alþjóð- lega umhverfisvottun á sjávarafurð- um. Síðan var einhver ein málsgrein þar sem ég lýsti með skýrum hætti þeim megindeilum sem standa um kvótakerfið á Íslandi, annars vegar um byggðalögin og hins vegar um það hvort almenningur fái sann- gjarnt mat á veiðunum. DV notaði þetta síðan til að slá því upp að ég hefði verið að lofsyngja kvótakerfið. Þessi dæmi og fjölmörg önnur á sama tíma og öll umfjöllun um til dæmis Þóru hefur verið með jákvæð- um brag, manneskjulegum brag og svo framvegis. En það er ekki ég einn sem sé þetta. Þessi ummæli sem ég nefndi í Sprengisandi og heyrði á förnum vegi um að DV stæði við dag- lega viðbót við kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur er bara staða blaðs- ins og sá veruleiki sem það stend- ur frammi fyrir. Blaðinu er frjálst að hafa þá afstöðu en það verður líka að hafa burði til að kannast við þá.“ „Ertu komin til að koma í dEilur?“ n Ólafur Ragnar Grímsson segir DV vinna að framboði Þóru n „Tímabært að hefja baráttuna“„Þá get ég ekki hjálpað þér. Ég er búinn að segja allt sem ég þarf að segja um þetta og ef það dugir þér ekki eða þú skilur það ekki þá get ég ekkert hjálpað þér. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Hefur baráttuna Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar um helgina og sagði vinnubrögð fjölmiðla alvarleg fyrir lýðræðið í landinu. Mynd sigtryggur ari Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari sigtryggur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.