Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 20
H eiðrún Villa, hundaatferlis­ fræðingur, fór nýlega á viku­ námskeið í Los Angeles hjá hinum heimsfræga Cesar Millan, en hann er þekkt­ ur fyrir þættina sína Dog Whisperer. „Þetta var alveg stórkostleg upplifun fyrir svona hundasjúka manneskju eins og mig. Námskeiðið var haldið í Dog Psychology Center, sem er í eigu Cesars Millan,“ segir hún frá. Engin gagnrýni – heldur samstaða „Námskeiðinu var stjórnað af fjór­ um hundaþjálfurum og atferlisfræð­ ingum sem komu saman til að kynna fyrir okkur mismunandi aðferðir sem notaðar eru í dag. Við fengum bæði hunda frá utanaðkomandi aðilum og kennararnir komu líka með hunda til að nota á námskeiðinu. Mér finnst stundum eins og hundaþjálfarar séu mikið að gagnrýna hver annan en þarna snérist þetta bara um að standa saman og kenna það sem er í boði og treysta síðan eiganda hundsins til að velja samviskusamlega það sem hent­ ar honum og hans hundi best, þannig á það auðvitað að vera.“ Orðlaus yfir fegurð landsins Heiðrún Villa segir að Cesar Millan hafi verið mjög jarðbundinn einstak­ lingur og laus við alla tilgerð. „Ég gaf honum bók með myndum af Íslandi á lokakvöldinu og hann var alveg orð­ laus yfir fegurð landsins. Hann er mik­ ið náttúrubarn og er staðráðinn í að reyna að koma til landsins og halda vinnusmiðju ásamt veiðihundaþjálf­ aranum Martin Deeley sem einnig var á námskeiðinu.“ Ekki reyna sjálf heima Heiðrún segist hafa heyrt neikvæða umræðu um Cesar Millan á Íslandi. „Mér finnst svo leiðinlegt að lesa nei­ kvæða gagnrýni um hann hér heima því fólk þekkir hann ekki neitt og skilur ekki það sem liggur að baki. Í þáttun­ um hans kemur fram að hann mælir ekki með því að fólk reyni sjálft aðferð­ irnar sem hann notar því þær aðferð­ ir þurfi ekki endilega að eiga við um þeirra hunda. Cesar er einstaklega hjartahlýr maður og þrátt fyrir frægð­ ina snýst allt enn um að hjálpa hund­ um sem farnir eru að sýna rosalega erfiða og jafnvel hættulega hegðun,“ segir Heiðrún að lokum. 20 Lífstíll 14. maí 2012 Mánudagur Óþolandi að mati einhleypra n Ekki segja vini í makaleit að hann sé að gera allt vitlaust Stefán Guðjónsson Vísdómur um vín Lífræn vín Canale Black River Merlot 2005 Argentína Verð: 1.190 kr. n Þurrt og kryddað vín með opið tannín, grænum pipar og rifsberjum. Best með kjúklingi eða grís. La Corte del Pozzo Valpolicella 2003 Veneto Ítalía Verð: 1.790 kr. n Ávaxtaríkt vín með mikið af rifsberjum og svo tannín í lokin. Þægilegt og tilbúið núna. Pujol Fut de Chene 2003 Roussillon, Frakkland Verð: 1.490 kr. n Fínlegt vín, þurrt og tannínríkt með grænum pipar, frábært með lambi. Riversaltes Grenat 2002 Roussillon, Frakkland Verð: 2.090 kr. n Sólberjasultu- og kryddbragð, sætt en ekki dísætt. Tilvalið með súkkul- aðiréttum. (ath. desertvín) Vín mánaðarins Chapoutier les Meysonniers Crozes Hermitage 2005 Rhone, Frakkland Verð: 2.190 kr. n Vínið er kröftugt með svörtum kirsuberjum og pipar, ekta steikarvín. Öðruvísi sápu- skammtari Fyrir hrekkjalóma og þá sem vilja vera aðeins öðruvísi er neflag­ aði sápuskammtarinn tilvalinn á baðherbergið. Þeir sem vilja taka þetta alla leið í gríninu verða að sjálfsögðu að fylla nefið með gulri eða grænni sápu. Svo er um að gera að kanna viðbrögð gesta sem þurfa að kreista sápu út úr nösum til að þvo sér um hendurnar. Klósett- kaffibolli Sumum gæti þótt ógeðfellt að tengja saman salerni og mat eða drykk, en öðrum gæti hins veg­ ar þótt það áhugavert. Klósett­ kaffibolli er án nokkurs vafa einn skrýtnasti bolli sem hægt er að drekka kaffið sitt úr. Það má einnig nota hann sem skál undir sælgæti eða jafnvel morg­ unkorn, fyrir þá sem eru matgrannir. Þú munt allavega vekja athygli á skrifstofunni með því að dreypa á kaffi úr klósettskál. n Heiðrún Villa miðlar þekkingu frá hinum heimsfræga Cesar Millan Áður en þú færð þér hund Til umhugsunar Hvaða tegund hentar þér og þínum? Tillit verður að taka til þess hversu stór hundurinn er og í hvernig húsnæði þið búið. Þolirðu að hafa hundahár heima hjá þér, á fötum þínum og í bílnum? Flestir hundar fara mikið úr hárum en það eru til tegundir sem fara minna úr hárum en aðrar. Viltu orkumikinn hund eða rólegan? Hundar eru misorkumiklir, border collie er til að mynda orkumikill hundur en bulldog er mjög rólegur. Er einhver í fjölskyldunni með ofnæmi fyrir hundum? Það er best fyrir alla að komast að því ÁÐUR en hundurinn kemur inn á heimilið. Verður hundurinn mikið einn heima? Það eru til hundar sem eiga það til að þjást af aðskilnaðarkvíða og vilja ekki vera skildir eftir heima, t.d. á þetta við um Golden Retriever og Chihuahua. Besti vinur hundsins Hundurinn þinn er framlenging af þér. Þú tekur hann með í vinnuna og í frí og allir í fjölskyldunni vita hvað þið eruð miklir vinir. Þér líður oft eins og hundurinn sé sá eini í heiminum sem skilur þig og sá eini sem kunni raunverulega að þegja yfir leyndarmálum. Þessi venjulegi Þú fékkst þér hund bara af því að það gera það svo margir. Þú býrð í einbýli, með börn og maka, svo að sjálfsögðu passar hundur vel inn í þá mynd. Þú sýnir honum umhyggju en hundurinn er jú bara hundur, skemmtilegur fyrir krakkana. Tvífarinn Hundurinn hefur verið partur af lífi þínu í mörg ár. Ykkur líka og mislíka sömu hlutir, þið sofið og borðið á sama tíma. Þú veist ekki hvernig þetta gerðist en dag einn sástu mynd af þér og hund- inum og sást að þið lítið nánast alveg eins út. Hann er meira en besti vinur þinn, hann er sálufélagi þinn. Tískueigandinn Hundurinn er barnið þitt, þar af leiðandi kem- urðu fram við hann sem barnið þitt. Þú kaupir handa honum föt, leikföng og húsgögn frá þekktum hönnuðum. Þú ferð með hann í mánaðarlegar snyrtingar til að halda honum ómótstæðilegum. Vinir þínir og fjölskylda gera jafnvel grín að öllu umstanginu í kringum hann en þér er alveg sama. Hundurinn er sérstakur og á allt það besta skilið, sérstaklega í tískunni. Vinnufélaginn Þú og hundurinn eruð í sama liði. Þið getið jafnvel verið á fullu í hundasýningum og leggið mikinn metnað í það. Þú passar vel upp á mataræði hundsins og hreyfingu. Hann hittir ekki mikið aðra hunda og hann fær bara að búa til hvolpa með sömu tegund og hann sjálfur og er með ættbók. Lærði af frægum hundahvíslara Hvernig hundaeigandi ert þú? Mikil upplifun Heiðrún Villa fór á námskeið í Los Angeles. Heimsfrægur hundahvíslari Það fór vel á með Heiðrúnu og Cesar Millan. S amkvæmt sálfræðingnum Karin Anderson við Con­ cordia­háskólann í Chicago er ekki nóg með að margar ráðleggingar velmeinandi vina einhleypra virki ekki, heldur hljóma þær alveg óþolandi í eyrum þeirra sem eru í makaleit. „Þessi skilaboð gefa vanalega í skyn að þeir einhleypu séu að gera eitthvað rangt. Skilaboðin ættu frekar að ýta undir sjálfstraustið.“ 1 Þú gefur samböndum ekki séns! „Í eyrum einhleypra hljómar þetta eins og þeir séu ekki að reyna nógu mikið. Hvettu frekar til þess að sá einhleypi gefi nýju sambandi möguleika þar til nýjabrumið er farið af,“ segir Anderson. 2 Hafðu þig betur til! „Með þessu gefurðu í skyn að leitin að „herra réttum“ sé jafn einföld og að varalita sig. Sumir eru alltaf uppstrílaðir, aðrir eru náttúrulegri. Allir eiga að fá að vera eins og þeir vilja.“ 3 Komdu þér út á markaðinn! „Fyrir einhleypa hljómar þetta eins og gagnrýni á líf þeirra. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera á lausu og hanga inni í fataskáp í fósturstellingu,“ segir Anderson sem segir flesta einhleypa vinna úti, sinna áhugamálum og fara út á kvöldin líkt og þeir sem séu í samböndum. 4 Þú gerir of miklar kröfur! „Með þessu ertu að segja að einhleypi vinurinn sé kominn á þann stað í lífinu að hann hafi ekki lengur efni á að gera kröfur. Þessi setning sendir þau skilaboð að vinurinn skuli nú sætta sig við það sem bjóðist.“ 5 Tónaðu þig aðeins niður! Samkvæmt Anderson er þetta virkilega grimm gagnrýni. „Ekki segja einhleypu vinkonunni að hún sé of yfirþyrmandi og að hún þurfi að breyta sér til að gera öðrum til hæfis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.