Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Mánudagur 14. maí 2012 „Ertu komin til að koma í dEilur?“ Telur DV hafa gengið of langt Blaðamaður: En það er rangt. Þið sem eruð í framboði hafið öll feng- ið boð um að koma á Beina línu. Þér hefur líka verið boðið að koma í helgarviðtal og sömuleiðis eiginkonu þinni. Og við höfum gert úttektir á fleiri frambjóðendum en þér. Forsetinn: „Ertu komin til að koma í deilur eða ætlar þú að taka viðtal við mig?“ Blaðamaður: Ég er ekki að deila við þig. Ég er að ræða þetta. Forsetinn: „Þú ert að verja DV.“ Blaðamaður: Ég er að fara yfir þetta með þér, þú gagnrýnir DV og þú gagnrýnir RÚV, Svavar og Þóru. Forsetinn: „Auðvitað hafið þið boðið mér að koma í viðtal og svara þessu. En það breytir því ekki að blaðið hefur sjálft unnið efni sem er annarrar vættar. Þessi meðferð á því sem ég sagði og gerði á sjávarútvegs- sýningunni er ágætt dæmi um þetta. Helgarúttekt sem DV vann sjálft á minni forsetatíð og mínum ummæl- um líka. Og það hvernig blaðið vann sjálft úttekt um Þóru. Auðvitað býður blaðið mér ekki í viðtöl eins og öllum öðrum fram- bjóðendum. Það breytir ekki því að DV er eini miðillinn þar sem blaða- mennirnir hafa unnið efni af þessu tagi sjálfir. Þið getið ekki breytt því. Það blasir við hjá Ríkisútvarpinu að Svavar Halldórsson fékk að misnota fréttatíma Sjónvarpsins til þess að búa til áróðursfrétt gegn mér á sama tíma og var verið að vinna könnun um fylgi Þóru, mín og annarra til að undirbúa framboð gegn mér. Rík- isútvarpið skammaðist sín svo fyr- ir þessi vinnubrögð að þessi frétt fannst ekki á forsetavefnum sem var settur upp en hljóp svo til eftir að ég nefndi þetta í samtali mínu í Sprengi- sandi og setti þetta inn allt í einu.“ Blaðamaður: En ég skoðaði þessa frétt sem þú nefndir og hún er tækni- legs eðlis. Fjallar um kjördag, fjölda meðmælenda og þess háttar. Forsetinn: „Þú mátt alveg halda uppi vörnum fyrir Ríkisútvarpið. Ég er búinn að vinna við fjölmiðla lengi. Ég byrjaði með sjónvarpsþætti og út- varpsþætti fyrir mörgum áratugum. Ég kenndi félagsvísindi við Háskóla Íslands. Ég hef fylgst með fjölmiðl- um úti um allan heim og tel mig al- veg hafa jafn góða aðstöðu og dóm- greind og þú, sem ert tvímælalaust hlutdræg í málinu þar sem þú ert á DV.“ Blaðamaður: Líkt og þú, sem ert þar til umfjöllunar. Forsetinn: „Nei. Ég tel mig hafa fulla aðstöðu sem fyrrum prófessor í félagsvísindum við Háskóla Íslands, þar sem fjölmiðlafræði var fyrst kennd, til að mynda mér alveg sjálf- stæða hugmynd um það hvort fjöl- miðill er hlutdrægur eða ekki. Enda var fréttastjóri Ríkisútvarpsins sam- mála mér um að DV hefði gengið of langt. Þegar hann skrifaði að sumir fjölmiðlar hefðu misst sig þá var al- veg ljóst að hann átti við DV. Gallinn var bara sá að hann gleymdi að nefna bjálkann í augum Ríkisútvarpsins. Þetta liggur bara fyrir.“ Sjálfhverfa fjölmiðlanna Blaðamaður: En ef þú hugsar um það, þarna kemur nýr frambjóðandi sem nýtur gríðarlegs fylgis. Finnst þér óeðlilegt að um það sé fjallað? Forsetinn: „Þú mátt alveg rök- ræða við mig um DV eins og þú vilt. Það getur bara hver og einn flett blaðinu og ég hvet alla til að gera það. Ég hvet alla til að fletta DV síð- ustu tvo mánuði og skoða það efni sem blaðamenn blaðsins hafa búið til sjálfir, ekki þau viðtöl sem þeir hafa borið út. Mér finnst það bara sýna það að ég hef komið við neikvæðan punkt hjá DV að þú ert mætt hingað út af forsetakosningum og það eina sem þú hefur áhuga á að ræða er rit- stjórnarstefna DV. Þarf skýrara dæmi um sjálfhverfu fjölmiðlanna? Það er einmitt það sem er að gerast í þess- um forsetakosningum að fjölmiðl- arnir eru, meðal annars í þessu við- tali, orðnir svo uppteknir af hlut fjölmiðlanna í þessu öllu saman. Þeir einblína á þetta fjölmiðlaspilaverk í staðinn fyrir málefnalega umræðu, réttsýni, hlutlægni og túlkun. Fram- bjóðendur þurfa að standa í þess- um fjölmiðladansi, sjálfsagt í þeirri trú að fjölmiðlarnir séu aðalatriðið þegar þjóðin velur sér forseta. Það er nú einfaldlega ekki þannig. Hver og einn Íslendingur ákveður þetta fyrir sig. Ástæðan fyrir því að ég talaði um þetta í morgun er sú að mér finnst það hættulegt fyrir umræðu og lýð- ræði í landinu þegar fjölmiðlar eru farnir að vinna þannig og það er ekki fjallað um málefni frambjóð- enda. Það voru hrópandi yfirlýsing- ar í viðtali við Þóru í DV sem ég gerði að umfjöllunarefni í dag og allir fjöl- miðlar kveiktu á. Ekki kveiktu menn á DV á þessum merku ummælum þegar þau birtust í DV. Það sem ég er að segja og vara við er að þegar eiginmanni frambjóð- anda tekst að nota fréttastofu Ríkis- útvarpsins til að sá tortryggni í garð annars frambjóðanda …“ Blaðamaður: Hvernig gerði hann það? Ég kom með útprent af þessari frétt sem við getum farið yfir saman. Forsetinn: „Ef þú sérð það ekki sjálf þá get ég ekki læknað þig.“ Blaðamaður: Getur þú ekki lækn- að mig? Er ég ekki heil? Forsetinn: „Af þessari fjölmiðla- sjálfhverfu, ef þú sérð það ekki. Þar er til dæmis talað um að ég ætli að sitja í þessu embætti í tvö ár. Ég sagði aldrei að ég ætlaði bara að sitja í tvö ár, ég hef hvergi sagt það. En þetta viðtal er ekki til þess að ég fari í einhverja yfirheyrslu hjá þér. Ef það eina sem DV hefur áhuga á eftir alla þá málefnalegu umræðu sem ég hef staðið fyrir hér í dag um forsetaembættið, stöðu þess, stjórn- skipan lýðveldisins, Icesave-málið og alla þessa þætti er annars vegar um DV sjálf …“ Blaðamaður: Við munum von- andi ræða fleiri þætti líka. Þetta er einn þáttur viðtalsins. Forsetinn: „Bíddu nú aðeins við. Ert þú að koma hérna og leyfa mér að svara eða eru þetta bara kappræð- ur um DV? Ég er nú búinn að tala við marga blaðamenn en ég hef aldrei lent í því áður að fá ekki að klára svörin.“ Blaðamaður: Fyrirgefðu, haltu áfram. Forsetinn: „Það eina sem þú hef- ur áhuga á að spyrja um er umfjöll- un DV og umfjöllun fréttastofu Rík- isútvarpsins. Ef þú hefur ekki áhuga á öðrum málefnalegum þáttum þá er það þitt bara þitt val.“ Blaðamaður: Ég skil ekki af hverju þú tekur þessa afstöðu. Við erum bara að ræða þetta núna og svo ræð- um við annað á eftir. Forsetinn: „Þá get ég ekki hjálpað þér. Ég er búinn að segja allt sem ég þarf að segja um þetta og ef það dugir þér ekki eða þú skilur það ekki þá get ég ekkert hjálpað þér.“ Nýr tónn í baráttunni Ljósmyndari: Ef við stígum aðeins til baka frá þessum litla punkti sem við erum á. Með þessum málflutningi þín- um um fjölmiðla þá er ákveðinn sam- hljómur með þér og Ástþóri Magnús- syni sem hefur talað árum saman um þessa sjálfhverfu fjölmiðlanna. Forsetinn: „Ég hef ekki talað um það árum saman. Ég ætla ekki að tala um það.“ 2. apríl „Uppreisnarkona í sparifötum“ DV fjallaði um könnun Capacent Gallup sem unnin var fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði. Þar var borið saman hvaða hópar þjóð- félagsins styðja Ólaf annars vegar og Þóru hins vegar. 4. apríl Hvern vilt þú sem forseta? Könnun á vef DV.is um afstöðu fólks til þess hvern það vildi fá sem forseta Íslands. 4. apríl Flestir lesendur DV.is vilja Þóru sem forseta DV.is gerði könnun meðal lesenda um hvern þeir vildu fá á Bessa- staði. 57,3% vildu Þóru en 27,5% Ólaf. 8. apríl „Hin mikla uppreisn Ís- lands“ Frétt á vef DV.is um þau orð Egils Helgasonar að Ís- lendingar hefðu ekki orðið sér til minnkunar þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir Icesave-lögin. Þvert á móti hefði það skapað Íslend- ingum virðingu á alþjóðavettvangi. 11. apríl Allir forsetans menn Svarthöfði sem birtist í DV um Ólaf Ragnar Grímsson. 11. apríl Þóra er allt of pólitísk Skopmynd Gulu pressunnar á DV um Ólaf Ragnar og Þóru Arnórsdóttur. 13. apríl Trefjar fá verðlaun Frétt um útflutningsverðlaun forseta Íslands sem Ólafur Ragnar afhenti í apríl. 13. apríl Forsetafarsinn Svarthöfði sem birtist í DV um baráttu Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. 13. apríl Forsetinn sem vill ekki fara Fjögurra síðna úttekt sem birtist í DV um embættistíð Ólafs Ragnars. 13. apríl Þóra og Ólafur hnífjöfn að fylgi Frétt DV.is um skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem leiddi í ljós að fylgi þeirra var hnífjafnt. 13. apríl „Það minnsta sem Gordon Brown gæti gert er að biðja okkur afsökunar“ Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við The Business Insider Inter- national um hryðjuverkalögin sem Gordon Brown setti á Ísland. 13. apríl Sagnfræðingur: Ólafur Ragnar er maður sundr- ungar Frétt á vef DV.is um orð dr. Sigurðar Gylfa Magnússonar sem birtust í úttekt DV sama dag. 20. apríl Ísland og Kína undirrit- uðu samstarfssamninga um norðurslóðir Frétt á DV.is um að Ólafur Ragnar hefði skrifað undir samninga við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. 24. apríl Flestir treysta Ólafi Ragnari Frétt DV.is um könnun MMR sem leiddi í ljós að Ólafur Ragnar nyti mests trausts af stjórnmálamönn- um landsins meðal þjóðarinnar. 25. apríl Forsetinn nýtur trausts Frétt í DV um könnun MMR á trausti til stjórnmála- manna. 26. apríl Þóra mælist með 49 prósenta fylgi Frétt um könnun Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands á fylgi forsetaframbjóðenda. Samkvæmt henni naut Þóra mests trausts en Ólafur kom þar á eftir. 2. maí Ólafur mærði kvótakerfið Frétt DV um að Ólafur Ragnar hefði mært kvótakerfið á sjávarútvegssýningu í Brussel. 3. maí Segir Ólaf Ragnar varla geta hætt við framboð Frétt DV.is upp úr bloggfærslu Egils Helgasonar. Þar sagðist Egill hafa heyrt vangaveltur um að Ólafur myndi hætta við framboð sitt ef skoðana- kannanir yrðu honum óhagstæðar. 4. maí Nýju fötin keisarans Leiðari í DV um Ólaf Ragnar og umdeildan en þó glæstan feril Ólafs Ragnars. 4. maí Ný könnun: Ólafur sækir að Þóru Greint frá könnun Capacent Gallup. Ólafur mælist með 37,2% fylgi en Þóra með 46,4% fylgi. 7. maí Ólafur Ragnar hefur sent Hollande heillaóskir frá ís- lensku þjóðinni Frétt þess efnis að Ólafur Ragnar hefði sent heillaóskir til nýs forseta Frakklands. 13. maí Forsetinn fordæmir Svavar og RÚV Frétt DV.is þess efnis að Ólafurhefði veist að fréttastofu RÚV og Svavari Hall- dórssyni, eiginmanni Þóru Arnórsdóttur, í viðtali á Bylgjunni. Umfjöllun frá 1. apríl síðastliðnum. Heimild: Fjölmiðlavaktin Umfjöllun DV um Ólaf Ragnar Umfjöllun DV um Þóru 2. apríl „Uppreisnarkona í sparifötum“ DV fjallaði um könnun Capacent Gallup sem unnin var fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði. Þar var borið saman hvaða hópar þjóðfélagsins styðja Ólaf annars vegar og Þóru hins vegar. 4. apríl Þóra í forsetaframboð DV greindi frá forsetaframboði Þóru þegar hún tilkynnti um það þann 4. apríl. 4. apríl Barnshafandi í baráttu Í páskablaði DV sem kom út 4. apríl var ítarlegt viðtal við Þóru en þennan sama dag tilkynnti hún um fram- boð sitt til forseta Íslands. 4. apríl Flestir lesendur DV.is vilja Þóru sem forseta DV.is gerði könnun meðal lesenda um hvern þeir vildu fá á Bessa- staði. 57,3% vildu Þóru en 27,5% Ólaf. 7. apríl Undirskriftasöfnun fyrir Þóru víða um land Frétt DV.is um að Þóra væri að safna undirskriftum. 7. apríl „Maður er eiginlega hálforðlaus“ Frétt DV.is þess efnis að Þóra hefði náð að safna lágmarksfjölda undirskrifta sama dag og söfnunin hófst. 10. apríl Þóra búin að stofna kosningasjóð Frétt DV.is um stofnun kosningasjóðs Þóru Arnórsdóttur. 11. apríl Vinsæl Þóra Sandkorn sem birtist í DV um stuðning Önfirðinga við framboð Þóru. Hún og Svavar ráku gistiheimili í Önundarfirði. 13. apríl Forsetafarsinn Svarthöfði sem birtist í DV um baráttu Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórs- dóttur. 13. apríl Þóra og Ólafur hnífjöfn að fylgi Frétt DV.is um skoðanakönnun Fréttablaðs- ins sem leiddi í ljós að fylgi þeirra var hnífjafnt. 16. apríl Þóra svarar lesendum DV Frétt DV.is um að Þóra Arnórsdættir væri væntanleg á Beina línu DV.is þann 17. apríl. 17. apríl Þóra á Beinni línu: Felur í sér dónaskap að spyrða framboðið við flokk. – DV.is 17. apríl Þóra á Beinni línu: Ekki farin að velta fyrir sér frekari barneignum. – DV.is 18. apríl Eðlilegt að settar séu siða- reglur Bein lína DV.is um Þóru Arnórsdóttur birt í heild sinni í DV. 26. apríl Þóra mælist með 49 prósenta fylgi DV.is greindi frá könnun Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands um fylgi við forsetaframbjóðendur. Ólafur Ragnar mældist með 35% fylgi. 30. apríl Upprisa kvenna Úttekt DV á uppgangi kvenna en þá hafði Agnes M. Sigurðar- dóttir nýlega verið kjörin biskup. Meðal annars greint frá góðum árangri Þóru í skoðanakönnunum. 4. maí Ný könnun: Ólafur sækir að Þóru Greint frá könnun Capacent Gallup. Ólafur mælist með 37,2% fylgi en Þóra með 46,4% fylgi. 7. maí „Erum búin að gera allt klárt“ Frétt DV um að Þóra væri búin að gera allt klárt fyrir fæðingu barns. Umfjöllun frá 1. apríl síðastliðnum. Heimild: Fjölmiðlavaktin Ljósmyndari: En það sem ég er spyrja þig að er hvort þessi líkindi á milli þín og Ástþórs, er það eitthvað sem þú ert að gera viljandi eða … Forsetinn: „Ég er ekki að gera neitt viljandi. Ég er bara að benda á staðreyndir. Það hefur ekkert með Ástþór Magnússon að gera. Og ég get ekkert tjáð mig um það, það er þín ályktun. Þetta viðtal er ekki um Ástþór Magnússon. Það væri nú eftir öðru ef það eina sem DV hefði áhuga á að tala um núna væri Ástþór Magnús- son,“ segir Ólafur og hlær. „Krakkar mínir, þið eruð alveg ævintýraleg.“ Blaðamaður: Já, við erum svona. En það kveður alveg við nýjan tón í þessari baráttu. Þú hefur aldrei farið áður gegn fjölmiðlum eða frambjóð- endum með þessum hætti. Forsetinn: „Já, það kveður við nýjan tón. Ef það er ekkert fjallað um það að fjölmiðlar hagi sér með þess- um hætti er það alvarlegt fyrir lýð- ræðið í landinu. Það er alvarlegt að það megi ekki að minnast á þetta. Þú ert bara í sjokki í þessu.“ Blaðamaður: Ég er mjög hissa á þessu, já. Forsetinn: „Ef það má ekki fjalla um það hvernig fréttastofa Ríkis- útvarpsins hefur verið misnotuð er það alvarlegt. Alveg eins og ég taldi nauðsynlegt að benda á það að kosningastjóri eins frambjóðandans er kvikmyndaleikstjóri sem var hér virkur í borgarstjórnarkosningunum og bjó til bíó um það og er greinilega með svipaða nálgun á forsetakosn- ingarnar. Mér finnst nauðsynlegt að benda á það.“ Blaðamaður: En þú veist að Gaukur Úlfarsson er ekki kosninga- stjóri Þóru? Það er Sigrún Þorgeirs- dóttir. Forsetinn: „Hún er hinn opinberi kosningastjóri. Það er alveg ljóst að hann er mjög mikill áhrifamaður í áróðrinum, túlkun, fyrirsögnum og öðru,“ segir forsetinn að lokum. Við beinum talinu að öðru og birtum næsta hluta viðtalsins í DV á mið- vikudag. Rétt er að taka fram að DV leitaði eftir viðbrögðum Þóru og Svavars við ummælum Ólafs um þau en þau vildu ekki tjá sig. n „Svavar Halldórs- son fékk að mis- nota fréttatíma Sjónvarpsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.