Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 14. maí 2012 Mánudagur L eið Bully á hvíta tjald- ið var þyrnum stráð. Krakkar sem leggja í einelti og hinir eldri sem láta það viðgangast eru ekki með neitt hagsmuna- bandalag, stórfyrirtækjastyrki eða PR-fulltrúa til að verja sinn málstað svo hvað veldur? Nei, styrinn hefur staðið um aldurstakmark heimilda- myndarinnar og þótt lend- ing hafi náðst í áhorfsbanni yngri en 13 eru margir ennþá gáttaðir á framferði kvik- myndaeftirlits Bandaríkjanna. Vestanhafs verður gríðarlegur púritanismi og forsjárhyggja þess valdandi að það sem á að vernda almenning hefur ítrek- að þveröfug áhrif. Klassískt er þegar banda- rískir rapparar tala gegn eitur- lyfjaneyslu í tónlist sinni en í útvarpsvænu útgáfunum kemst það ekki til skila því orðin sem ná yfir helstu eiturlyfin eru á bannlista. Hér birtist mynd um þjóðþrifamál sem allir ættu að geta sammælst um. En kvik- myndaeftirlitið bandaríska vildi banna myndina yngri en 17 ára vegna orðalags krakk- anna sem um ræðir. Myndin fjallar um einelti meðal krakka á aldrinum 12 til 16 sem væru þá ekki í stöðu til að sjá alvar- leika ofbeldis af þessu tagi. Ég veit ekki með Kanann en á Norðurlöndum eru alls kyns viðbragðsáætlanir sem þarf að halda áfram að endurbæta, virkja og deila með heiminum. Sterk herferð sem ég man eftir sem unglingur gekk út á nauð- syn þess að krakkar sæju rétt- lætið í því að standa upp fyrir samnemendur sína. Því eins og fram kemur í myndinni gengur ofbeldið ekki upp ef krakkar standa upp fyrir hver annan vitandi af afleiðingum af slíku. Barinn og stunginn með blýöntum Orðalagið sem krakkarnir nota er raunverulegur hluti af lífi þeirra og að sjá það í slíkri heimildamynd gerir það ekki sjarmerandi á neinn hátt. Þessi viðbrögð hinna eldri er vandamál rétt eins og sést í myndinni hvernig skólayfir- völd og foreldrar gera oft illt vera með röngum viðbrögð- um. Í upphafi sjáum við fjöl- skyldu Tylers nokkurs segja frá aðdraganda þess að hann tek- ur sitt eigið líf í kjölfar eineltis. Myndin rímar frá fyrstu mín- útu við íslenskan veruleika, samanber þann topp af ísjaka sem við sáum í Sandgerði ný- verið. Myndin fer síðan í sögu krakka um gervöll Bandaríkin sem ráðþrota upplifa ofbeldi upp á hvern dag. 12 ára Alex er steríótýpa stráks sem verður fyrir einelti, hann er fyrirburi, minni en aðrir, það er auðvelt að gera grín að útliti hans og hann ver sig ekki. Matnum hans er rænt, hann er tækl- aður, barinn og stunginn með blýöntum. Hann virðist vera búinn að gefast upp. Býður ógeðinu birginn Að búa í kolrugluðu Biblíu- beltinu og koma út með kyn- hneigð sína gerir enn eitt við- fangsefnið að fórnarlambi, en málið er að sú neitar að gerast fórnarlamb og býður ógeð- inu birginn. En síðan birt- ist Ja´Maya, ósköp venjuleg stelpa nema yfir burðagóð í skóla og íþróttum. Hún verður einnig fyrir einelti og sýnir hversu tilviljanakennt það er að verða skotspónn. Hún samþykkir ekki árásirnar og grípur til örþrifaráða sem hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hana. Viðbrögð krakkanna eru oftast ekki rétt enda eru þau meira ráðþrota en skólayfir- völd. Í hugum fórnarlamba eineltis sem hafa verið svikin á þennan hátt er oft ekkert eftir annað en að drepa sjálfan sig eða aðra eins og við höfum séð ítrekað í skólum Banda- ríkjanna. Fjöldamorðin í Columbia-skólanum fyrir þó- nokkru voru hrikalegt dæmi um afleiðingar af einelti. Við erum orðin vön sí- aukinni upptöku af lífi okkar, eftirlitskamerum, mynda- vélasímum og svo framvegis. Þetta skapar kjöraðstæður fyrir heimildamyndagerð og Lee Hirsch fylgist náið með ofbeld- inu. Hann segir að eftir ákveð- inn tíma hafi enginn kippt sér upp við nærveru myndavélar- innar. Rammi myndarinnar er ekki í neinum frumlegheitum en maður upplifir nógu mikinn hita umfjöllunarefnisins svo þess gerist ekki þörf. Því mynd- in lýsir vel upp vandamálið, við sjáum aðstandendur skipu- leggja sig og detta í gang með lausnir. Við fáum von og sjáum jákvæðu punktana í lífi krakk- anna. Alex er sérstakur og verð- ur fyrir grófasta eineltinu en hann er heill og góður strákur. Hann refsar ekki yngri systur sinni, yngri krökkum, dýrum eða lætur líðan sína bitna á öðrum sem er svo algengt í þessari stöðu. Skólayfirvöld horfa í gegnum vandamálið, pabbi hans er skilningslítill, kennir honum hálfpartinn um og setur hann í ábyrgð fyrir litlu systur sína. Fái Alex að þroskast og dafna getur hann áttað sig á því að það er gott að vera sérstakur og geta valið sér vini sem eru ekkert endilega í laginu eins og rugby-leikmenn, geta farið í skikkjur, Star Wars- búninga, hlutverkaspil og notið velgengninnar sem ófá fórnar- lömb eineltis hafa náð seinna meir í lífinu. Mörg stærstu nöfn okkar tíma eru þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi en náð að stækka af því, nýtt sér reynsluna og það að geta sett sig í spor annarra sem verða fyrir ofsóknum. Marg- verðlaunaður leikstjóri þess- arar myndar varð sjálfur fyrir einelti. En það eru aðrir sem yf- irgáfu okkar heim áður en þeir náðu að skila slíku af sér. Sama hvernig á það er litið, þá er það tap allra. n Einelti hefði jafnvel drepið þessa mynd „ Í hugum fórnarlamba eineltis sem hafa verið svikin á þennan hátt er oft ekkert eftir annað en að drepa sjálfan sig. Erpur Eyvindarson Bíómynd Bully IMDb 7,0 RottenTomatoes 87% Metacritic 74 Leikstjóri: Lee Hirsch. Handrit: Lee Hirsch, Cynthia Lowen. 99 mínútur Alex Alex er sérstakur og verður fyrir grófasta eineltinu en hann er heill og góður strákur. Tilviljanakennt og gróft Já Maya, ósköp venjuleg stelpa nema yfirburðagóð í skóla og íþróttum. Hún verður einnig fyrir einelti og sýnir hversu tilviljanakennt það er að verða skotspónn. Hún samþykkir ekki árásirnar og grípur til örþrifaráða sem hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hana. Lee og Alex Margverðlaunaður leikstjóri þessarar myndar varð sjálfur fyrir einelti. Hér er hann með Alex, einni hetju myndarinnar. „Matnum hans er rænt, hann er tæklaður, barinn og stunginn með blýönt- um. Hann virðist vera búinn að gefast upp Lægra verð fyrir 13–16 ára Sigur Rós ætlar að koma fram á Iceland Airwaves á þessu ári en það eru heil 11 ár síðan hún kom síðast fram á tónlistarhátíðinni. Strák- arnir eru með nýja plötu í bígerð sem kemur út þann 28. maí. Þeir munu spila þann 4. nóvember sem er á sunnudegi og á seinasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós vill gera vel við unglinga á aldr- inum 13–16 ára því þeir fá miðann á tónleikana á ein- ungis 1.000 krónur á meðan venjulegt miðaverð er 5.900 krónur. Þessir ódýru miðar fyrir unglingana verða ein- ungis seldir í Brimi á Lauga- vegi gegn framvísun skilríkja og er takmarkað magn miða í boði. Miðasala hefst 16. maí klukkan 12 á hádegi. Síðasta ballið á Nasa Páll Óskar hefur gert mörg Eurovision-kvöldin ógleym- anleg á Nasa við Austurvöll og ætlar hann að gera það núna á laugardaginn í hinsta sinn. Hann ætlar að halda Euro vision-ball í allri sinni dýrð með blöðrum, glingri og bombum og spila bestu Eurovision-lög sögunnar, bæði gömul og ný. Margir gestir koma fram með honum, Selma Björns, Hera Björk, Ein- ar Ágúst, Stefán Hilmarsson, Helga Möller og fleiri. Þetta verður í síðasta skipti sem hægt er að gleyma sér á dans- gólfinu á Nasa áður en staðn- um verður lokað og hótel sett á þennan reit í borginni. Valgeir og gestir í Hofi Það verður eflaust æðisleg stemning í Hofi á miðviku- dagskvöldið þegar Valgeir Guðjónsson ásamt hljóm- sveit og gestum mun halda tónleika. Valgeir er einn af virkustu laga- og textahöf- undum dægur- lagatón- listar sem Ísland hefur alið af sér. Á tónleikun- um munu vinsælustu perlur Valgeirs hljóma og gestirnir verða ekki af verri endan- um. Má þar nefna Diddú, Ragnhildi Gísladóttur og Jakob Frímann Magnússon. Hljómsveitina skipa svo Ás- geir Óskarsson á trommur, Tómas Tómasson á bassa, Jón Ólafsson, hljómborð og söngur, Stefán Már Magn- ússon, gítarar og raddir, og Eyjólfur Kristjánsson, gítar og söngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.