Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Blaðsíða 25
Sport 25Mánudagur 14. maí 2012 2 ára 17. maí af litlum og miðlungs pizzum í sal 12.–20. maí 50% afslátt Í tilefni af tveggja ára afmæli Italiano Pizzeria viljum við þakka frábærar viðtökur með því að veita Gos á 200 kr. og rautt, hvítt og öl á 400 kr. með mat Þú ert velkomin(n)! Hlíðasmára 15 beint fyrir ofan Smáralind! 55 12345 www.italiano.is G olfstjarnan Tiger Woods er langríkasti íþróttamaður heims en fullyrt er að auður hans í heildina nemi um 107 milljörðum króna þrátt fyrir kostnaðarsaman skilnað fyrir tveim- ur árum. Þá hafa nafnarnir Michael Schumacher og Michael Jordan báð- ir ávaxtað sitt pund rækilega en þeir koma í næstu tveimur sætum. Sá síðastnefndi hefur þó ekki stundað annað en golf sér til dægrastyttingar um áraraðir. Birti breska blaðið Sunday Times birti sinn árlega Rich list um liðna helgi þar sem þetta kemur fram en listinn sá þykir einna áreiðanlegast- ur af fjölmörgum slíkum listum sem gerðir eru árlega. Samkvæmt honum virðist bágt efnahagsástand á heims- vísu lítið snerta íþróttastjörnur al- mennt því undantekningarlítið jókst auður velflestra ríkra íþróttamanna verulega milli ára. Þannig reiknast blaðamönnum Times til sem dæmi að hundrað ríkustu íþróttamennirn- ir í Bretlandi hafi ávaxtað sitt pund um níu prósent á síðustu tólf mán- uðum. Rétt tæpur helmingur þeirra tengist knattspyrnu. Beckham ríkastur Breta Þannig hefur knattspyrnumaður- inn David Beckham, sem er ríkasti breski íþróttamaðurinn samkvæmt listanum, hagnast duglega á liðnu ári og eru heildareignir hans metnar á alls 32 milljarða króna. Hann er þó hreinn aukvisi miðað við Tiger Wo- ods og nær ekki nema tíunda sæt- inu yfir ríkustu íþróttamenn heims. Hann er þó margfalt auðugri en Wayne Rooney sem næst kemur eins og sést á meðfylgjandi töflu. Þar eru leikmenn Manchester United ansi fyrirferðarmiklir en nöfn Sol Camp- bell eða Robbie Fowler koma þó ef- laust einhverjum spánskt fyrir sjónir. Ferguson ekki á flæðiskeri Sé litið til framkvæmdastjóra í ensku knattspyrnunni er ljóst að þeir eru ekki síður að maka krókinn fjárhags- lega. Alex Ferguson, stjóri Manches- ter United, er talinn eiga eignir fyrir rúma sex milljarða króna og er rík- astur stjóranna á Englandi. Á hæla honum kemur fyrrverandi leikmað- ur sama liðs, Roy Keane, sem geymir 5,8 milljarða undir sínum kodda. Þá virðist Arsene Wenger, stjóri Arse- nal, kunna með peninga að fara en auður hans telst vera kringum 5,2 milljarðar króna. Landsliðsþjálfari Írlands, Giovanni Trapattoni, vermir fjórða sætið á lista Times. Messi ríkari en Ronaldo Fyrir utan Woods, Schumacher og Jordan á heimslistanum yfir þá allra ríkustu má þar finna nöfn gamal- kunnra kappa á borð við Arnold Pal- mer, Jack Nicklaus og Greg Norm- an úr golfinu, Shaquille O´ Neal, Kobe Bryant og Kevin Garnett úr bandaríska körfuboltanum, Oscar de la Hoya úr hnefaleikum og tenni- skappann Roger Federer. Þá vekur athygli að Leo Messi er talinn ríkari en Cristiano Ronaldo. Heildareign- ir Messi hingað til eru taldar nema 21,2 milljörðum króna meðan Ro- naldo á eignir að upphæð 20,6 millj- arðar. Þeir ríkustu verða ríkari n Kreppa kemur ekkert við pyngju íþróttastjarna heimsins 10 ríkustu knattspyrnu- menn Bretlandseyja 1. David Beckham 32 milljarðar króna 2. Wayne Rooney 9,1 milljarður króna 3. Rio Ferdinand 8,1 milljarður króna 4. Michael Owen 7,9 milljarðar króna 5. Sol Campbell 6,8 milljarðar króna 6. Ryan Giggs 6,6 milljarðar króna 7. Robbie Fowler 6,4 milljarðar króna 8. Steven Gerrard 6,3 milljarðar króna 9. Frank Lampard 6,3 milljarðar króna 10. John Terry 5,2 milljarðar króna„Þá vekur athygli að Leo Messi er talinn ríkari en Cristiano Ronaldo. Ríkur Messi Eignir Messi eru taldar nema rúmum 21 milljarði króna. Moldríkur Misjafnt gengi Tiger Woods á golfvöllum síðustu árin og afar kostnaðarsamur skilnaður hefur ekki snert pyngju hans verulega. Hann er langríkasti íþróttamaður heims. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar n Tvö mörk Manchester City í uppbótartíma tryggðu liðinu titilinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.