Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Qupperneq 2
Ítrekaðar tilraunir til
sátta um kvótakerfið
2 Fréttir 16. maí 2012 Miðvikudagur
S
átt um framtíðarskipan fisk-
veiðistjórnunar á Íslandi
hefur ekki náðst þrátt fyrir
að að minnsta kosti fjórar
auðlinda-, sátta- eða endur-
skoðunarnefndir hafi starfað frá því
á tíunda áratugnum. Oftar en ekki
er niðurstöðu hópanna fagnað sem
sátt um grundvallaratriði en án sátt-
ar um tækniatriði. Deilur hagsmuna-
aðila eiga því til að enda með sams
konar deilum og við síðustu sátta-
tilraun, það er að snúast um deil-
ur um árafjölda nýtingarréttinda og
hversu langt má ganga í gjaldtöku.
Síðast starfaði starfshópur yfirvalda
og hagsmunaaðila á árunum 2009 og
2010. Hópurinn er gjarnan kallaður
sáttanefndin en markmið hópsins
var að skila tillögum sem leitt gætu
til sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið,
eitt helsta bitbein íslenskrar stjórn-
málaumræðu.
Útgerðarmenn mættu ekki
Fulltrúar LÍÚ hunsuðu um tíma starf
sáttanefndarinnar og sendu ekki full-
trúa á fundi hennar. Þeir sögðu sig þó
ekki formlega frá starfi nefndarinnar
og höfðu því aðgengi að fundargerð-
um og gögnum, þrátt fyrir að taka
ekki þátt í starfinu. Þáverandi sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jón Bjarnason, lagði í nóvember árið
2009 fram frumvarp til breytinga á
lögum um fiskveiðistjórnun. Sam-
kvæmt frumvarpinu öðlaðist ráð-
herra heimild til að ákveða aflamark
í kvótabundinni tegund utan afla-
marks og heimild til gjaldtöku fyrir
þær heimildir.
„Viðbrögð LÍÚ og Samtaka fisk-
vinnslustöðva við fyrrnefndu frum-
varpi setti því starf hópsins í nokk-
urt uppnám um skeið og létu sumir
þeirra sem sátu í starfshópnum í ljós
það álit að það samræmdist illa að
hópnum væri falið að fjalla um efnis-
atriði fiskveiðistjórnunarlaga á sama
tíma og ráðherra lagði fram stjórnar-
frumvarp til breytinga á fiskveiðilög-
gjöfinni,“ segir í lokaskýrslu nefnd-
arinnar. Þar er einnig fjallað um
opinbera umræðu um málið. „Hót-
uðu meðal annars Samtök atvinnu-
lífs og samtök launþega að segja upp
þeim stöðugleikasáttmála sem gerð-
ur var milli ríkisvaldsins, atvinnulífs-
ins og samtaka launþega fyrr á árinu
2009,“ segir í lokaskýrslu sáttanefnd-
ar. Samtök fiskvinnslustöðva ákváðu
í mars árið 2010 að hætta að sækja
fundi nefndarinnar. Samtökin sögðu
sig þó ekki endanlega frá starfinu
enda hefði slíkt takmarkað aðgengi
samtakanna að fundargerðum og
gögnum sáttarnefndarinnar.
Þá gafst samtökunum færi á að
skila inn bókun sinna fulltrúa með
lokaniðurstöðu nefndarinnar sökum
þess að fulltrúarnir sögðu sig aldrei
formlega úr starfinu.
Þrátt fyrir takmarkaðan vilja til
þátttöku í starfi sáttanefndar gagn-
rýnir Landssamband íslenskra út-
gerðarmanna skort á samráði við
hagsmunaaðila í umsögn sinni við
frumvarp sjávarútvegsráðherra sem
unnið er með hliðsjón af niðurstöðu
nefndarinnar. „Frumvörpin sem hér
er fjallað um hafa verið unnin án
nokkurs samráðs við hagsmunaaðila
og þá sem þekkja til reksturs fyrir-
tækja sem stunda veiðar og vinnslu
sjávarafurða,“ segir í umsögninni.
Gamlar fréttir og nýjar
Meirihluti sáttanefndarinnar komst
að þeirri niðurstöðu að festa skyldi
aflamarkskerfið í sessi og að ekki væri
ástæða til að færa fiskveiðistjórnun
út úr kerfi fiskveiðistjórnunar sem
byggi á heildarfiskveiðikvóta með
hlutfallsúthlutun í stað úthlutunar á
fastri tonnatölu. Þannig má segja að
nefndin hafi hafnað hugmyndum um
róttæka uppstokkun eða gagngerar
breytingar á þeirri fiskveiðistjórn sem
ríkt hefur hér á landi allt frá því að
kvótakerfið var lögbundið á níunda
áratugnum. Þótt slíkt sé ekki sagt með
berum orðum er ljóst að hugmyndin
um afladaga eða róttækar breytingar
á kerfinu til að mynda í átt að stjórnun
byggða á „færeysku leiðinni“ er slegin
út af borðinu sem raunhæfur mögu-
leiki til sátta. Niðurstaðan frá 2010
getur þó varla talist ný sannindi eða
sértök eftirgjöf af hálfu núverandi
kvótahafa enda niðurstöður nefndar-
innar nánast sömu og fyrri nefnda.
Tvíhöfðanefndin
Árið 1993 skipaði Þorsteinn Pálsson,
þá sjávarútvegsráðherra tvíhöfða-
nefndina, svokölluðu. Meginniður-
stöður nefndarinnar voru að afla-
markskerfið ætti að festa í sessi og
raunar að nauðsyn væri á að útvíkka
kerfið og setja kvóta á fleiri tegundir
en þegar var. Þá lagði nefndin til að
smábátar yrðu teknir inn í aflamarks-
kerfið og að „línutvöföldun“ yrði
hætt. Línutvöföldun er það sem í dag
er kallað „línuívilnun“ en hún geng-
ur út á að verðlauna línuveiðar með
uppbót á hvert veitt tonn. Rökin eru
á þá leið að veiðarnar séu allt í senn
atvinnuskapandi og umhverfisvænar.
Einu sinn var auðlindanefnd
Alþingi kaus árið 1998 auðlinda-
nefndina svokölluðu sem falið var
að fjalla um auðlindir sem voru eða
kynnu að verða í þjóðareign. Starf
nefndarinnar var þó ekki aðeins að
skoða fiskveiðiauðlindir en sérkafli er
í skýrslu nefndarinnar um þær. Nið-
urstaða nefndarinnar var sú að rétt
væri að stefna að greiðslu fyrir afnota-
og nýtingarrétt af öllum auðlindum í
eigu ríkis eða þjóðar. „Annars vegar
til að greiða kostnað ríkisins af stjórn
og eftirliti með viðkomandi auðlind,
hins vegar til að tryggja þjóðinni í
heild sýnilega hlutdeild í þeim um-
framarði (auðlindarentu) sem nýting
hennar skapar.“
Auðlindanefndin leit til einstakra
þátta fiskveiðistjórnunar og taldi til
að mynda að ef óeðlileg mismunun
væri talin felast í því að aflaheimildir
væru einvörðungu bundnar við skip,
þá væri rökréttast að heimila öllum að
eiga aflahlutdeildir jafnvel þótt þær
yrðu einungis nýttar á skipum.
Auðlindanefnd skoðaði tvær leiðir
til gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni.
Fyrrr leiðin, fyrningarleiðin, byggð-
ist á því að allar aflahlutdeildir yrðu
skertar árlega um fast hlutfall sem síð-
an yrði endurselt á markaði eða upp-
boði. Hin leiðin er veiðigjaldsleiðin
sem felst í gjaldtöku. Í skýrslu nefnd-
arinnar eru leiðirnar tvær bornar
saman, sem og líkleg áhrif á aflahlut-
deildir og tekjur ríkissjóðs af hvorri
leið fyrir sig. Nefndin skiptist í afstöðu
til þess hvora leiðina ætti að velja en
hluti nefndarinnar lýsti sig algjörlega
andvígan fyrningarleið.
Endurskoðunarnefndin
1999 tók endurskoðunarnefndin svo-
kallaða til starfa en hún var skipuð af
sjávarútvegsráðherra og var falið að
vinna tillögur að breytingum á lög-
um um stjórn fiskveiða. Sérstakt til-
lit átti þá að taka til hagsmuna sjáv-
arútvegs, byggða og almennings.
Niðurstöðum skilaði nefndin fjórklof-
in, meirihlutaáliti og þremur minni-
hlutaálitum. Meðal þess sem nefndin
skoðaði var sú leið að gerðir yrðu nýt-
ingarsamningar við handhafa kvóta-
úthlutana. Þá skoðaði nefndin einnig
veiðigjald og fyrningarleiðina svoköll-
uðu. Meirihluti nefndarinnar vildi
að mörkuð yrði stefna um greiðslu
fyrir afnotarétt af fiskveiðiauðlind-
um. Nefndin lagði til að innheimt yrði
veiðigjald en að jafnframt yrðu önnur
gjöld á útgerðina lögð niður. Endur-
skoðunarnefndin lagði til að veiði-
gjald yrði tvískipt. Annars vegar fastur
hluti sem tæki mið af kostnaði ríkis-
ins vegna stjórnunar fiskveiða og hins
vegar breytilegur hluti sem réðist af
afkomu greinarinnar.
Landsbyggðaskattur
„Við erum þeirrar skoðunar að ekki
beri að innheimta auðlindagjald
vegna nýtingar náttúruauðlinda,“
segir í umsögn Landssambands ís-
lenskra útgerðarmanna um frumvarp
um veiðigjöld sem lagt var fyrir þing-
ið árið 2002. LÍÚ lýsti þó yfir að sam-
tökin væru tilbúin að greiða „… hóf-
legt auðlindagjald, enda verði það til
þess að skapa stöðugleika í greininni.“
Með löggjöfinni var 9,5 prósenta
magn- og afkomutengt veiðigjald á
íslenska útgerð. „Er gjaldið fundið út
með því að draga helstu kostnaðar-
liði útgerðarinnar, olíu, laun og ann-
an rekstrarkostnað ákveðins tíma-
bils, frá aflaverðmæti sama tímabils,“
segir í framsögu Árna M. Mathiesen,
þáverandi sjávarútvegsráðherra, um
gjaldheimtuna. Með breytingunni
var sérstök gjaldtaka á útgerð stór-
aukin en í umsögn LÍÚ kemur fram
að íslenskar útgerðir hafi á árinu
2001 greitt um 230 milljónir í veiði-
eftirlitsgjalds auk 600 milljóna króna
sérstaks og tímabundins gjalds til
Þróunarsjóðs sjávarútvegs vegna
kostnaðar við smíði hafrannsóknar-
skips. Samkvæmt greinargerð með
frumvarpinu er gert ráð fyrir að um
tveir milljarðar verði innheimtir af
útgerðinni.
„Það er alkunna að yfirgnæf-
andi hluti sjávarútvegsfyrirtæka er á
landsbyggðinni. Því mun auðlinda-
gjald á sjávarútveginn fyrst og fremst
leggjast á fyrirtæki á landsbyggð-
inni,“ segir í umsögn LÍÚ sem bæt-
ir þó um betur og bendir á að eignir
landsmanna muni líklega rýrna við
innheimtu gjaldsins. „Meginniður-
staða Hagfræðistofnunar er sú að
neikvæð áhrif auðlindagjalds á eign-
ir landsmanna og þá einkum lands-
framleiðslu geta leitt til þess að tekju-
aukning hins opinbera af álagningu
auðlindagjalds verði engin eða jafn-
vel neikvæð.“
Sami tónn og áður
Óneitanlegt er að hér slær við kunn-
uglegan tón í umsögnum Lands-
sambands útgerðarmanna við aukn-
um álögum á rekstur umbjóðenda
sambandsins. „Frumvörpin ógna
tilveru fyrirtækja sem tengjast og
byggja á rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja, setja hag og framtíð starfs-
manna fyrirtækja í uppnám og skapa
mikla óvissu um hagsmuni margra
byggðarlaga. Augljóst er að stóraukin
skattlagning á sjávarútvegsfyrirtæk-
in mun hafa alvarleg áhrif á lands-
byggðina enda eru sjávarútvegs-
fyrirtækin burðarásar í fjölmörgum
samfélögum á landsbyggðinni,“ segir
LÍÚ í umsögn um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu sem Alþingi
hefur nú til umfjöllunar. n
n LÍÚ mætti illa í sáttanefndir n Útgerðarmenn kvarta yfir samráðsleysi
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
„Því mun auðlinda-
gjald á sjávarút-
veginn fyrst og fremst
leggjast á fyrirtæki á
landsbyggðinni.
LÍÚ um veiðigjald árið 2002„Augljóst er að stór-
aukin skattlagning
á sjávarútvegsfyrirtækin
mun hafa alvarleg áhrif á
landsbyggðina.
LÍÚ um veiðigjald árið 2012
Upphrópanir ógna sátt Sátta- og endur-
skoðunarnefndir um sjávarútveg hafa ítrekað
skilað sömu niðurstöðu um meginlínur. Þrátt
fyrir það virðast upphrópanir og dómsdags-
spár ávallt vera fylgifiskur hugmynda um
breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.