Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Síða 12
„Er þEtta Ekki orðið ágætt?“
12 Fréttir 16. maí 2012 Miðvikudagur
Ó
lafur Ragnar Grímsson, for-
seti og forsetaframbjóðandi,
hóf kosningabaráttu sína um
helgina. Í gær heimsótti hann
CCP, á afmælisdag sinn á
mánudag fór hann til Grindavíkur og
um helgina var hann í viðtali við DV
og fleiri miðla, þar á meðal Bylgjuna
en í klukkutímalöngu viðtali við Sig-
urjón Magnús Egilsson ræddi hann
framboð sitt og helstu áherslur.
Þar gagnrýndi hann harkalega
fjölmiðla og mótframbjóðanda sinn,
Þóru Arnórsdóttur, sakaði DV um
að vera viðbót við kosningabaráttu
hennar og sagði eiginmann henn-
ar, Svavar Halldórsson, hafa fengið
að misnota aðstöðu sína sem frétta-
maður á fréttastofu Ríkisútvarpsins
í áróðursskyni fyrir Þóru á meðan
framboð hennar var í undirbúningi.
Í kjölfarið reyndi blaðamaður DV
að fá Ólaf Ragnar til þess að rökstyðja
mál sitt en lenti í þrasi við forsetann
sem var tíðrætt um sjálfhverfu fjöl-
miðla: „Ég get ekki læknað þig,“ sagði
hann við blaðamann auk þess sem
hann sagði blaðamann og ljósmynd-
ara ævintýraleg. Fyrri hluti viðtalsins
var birtur í DV á mánudag en seinni
hluti viðtalsins verður birtur hér á
eftir.
Sjónvarpið skapar stjörnur
SAJ: Hefði fjölmiðlafrumvarpið getað
komið í veg fyrir þessa ægilegu sjálf-
hverfu fjölmiðla sem þér er tíðrætt
um, eða er þetta eitthvað sem er í tíð-
arandanum og óhjákvæmilegt?
Forsetinn: Ég held að þessi sjálf-
hverfa fjölmiðla sé ekkert séríslenskt
fyrirbæri. Ég held að þetta sé ein af
afleiðingum sjónvarpsvæðingarinn-
ar. Áður fyrr skrifuðu menn í blöð og
voru andlitslausir. Magnús Kjartans-
son var einn þekktasti penni á Íslandi
og ritstjóri Þjóðviljans en það var ekki
fyrr en hann varð ráðherra og fór að
birtast í sjónvarpi að fólk áttaði sig allt
í einu á því hvernig hann leit út.
Þessi sjónvarpsvæðing sem hefur
átt sér stað á síðustu tuttugu, þrjá-
tíu árum hefur gert það að verkum
að við búum í annars konar veröld.
Það hefur meðal annars haft þau
áhrif að dagblöð sem áður birtu lítið
af myndefni af samkvæmisvettvangi
og félagsvettvangi hafa á síðustu tíu
til fimmtán árum farið að birta fjölda
mynda af þeim vettvangi, jafnvel í
blöðum eins og Morgunblaðinu.
Þessi myndvæðing fjölmiðlanna
og sjónvarpið hafa gert stjörnur úr
fólki sem gerir ekki annað en að lesa
texta af skjá, oftast nær texta sem aðr-
ir hafa samið. Það er að skapa þessa
sjálfhverfu sem er viðvarandi. Sjón-
varpið er auðvitað svo sterkur mið-
ill að allt í einu verða menn heims-
þekktir ef þeir eru á CNN, BBC eða
landsþekktir ef þeir eru í Kastljósinu.“
SAJ: Þetta var líka kanallinn þinn
inn í stjórnmálin.
Forsetinn: „Já, og þó. Áður þurftu
menn að starfa lengi innan flokk-
anna og byggja sig upp á lýðræðisleg-
um vettvangi, í samtökum atvinnu-
lífs eða launafólks. Nú fer fólk beint
af fréttastofum og inn á Alþingi. Þetta
er að nokkru leyti alþjóðleg þróun.
Hún hefur hins vegar sínar hættur.
Við sjáum til dæmis í umræðunni í
Bandaríkjum hvaða áhrif Fox-sjón-
varpsstöðin hefur. Skilin á milli frétta
annars vegar og umfjöllunar eða
skoðana hins vegar verða sífellt óljós-
ari. Við sjáum þetta hér á landi þeg-
ar Ríkisútvarpið lætur fréttastofuna
og Kastljós renna saman í eina heild.
Eins og ég sagði við ykkur áðan er ég
búinn að fylgjast lengi með fjölmiðl-
um og var bannaður í bæði útvarpi og
sjónvarpi á sínum tíma.“
IDK: Nú, hvað gerðir þú?
Forsetinn: „Þú þekkir söguna
greinilega mjög lítið. Farðu bara og
lestu þér til um það,“ segir hann og
hlær. „Hlustaðu bara á Bankaþátt-
inn sem er á Youtube, þá getur þú séð
hvernig það var. Þú verður að fletta
því upp.
En nú stöndum við kannski
frammi fyrir fjölmiðlum sem áður
þjónuðu fyrst og fremst rituðu máli
og umræðu þar sem menn gerðu
grein fyrir sínum rökum. Nú er þetta
allt runnið saman í svona „show“. En
eins og ég sagði, þá er þetta ekkert
séríslenskt fyriræri. Við sjáum þetta
í Bandaríkjunum, Bretlandi og víð-
ar. Það er auðvitað hættulegt þegar
menn halda að það eitt að hafa ver-
ið í hringiðu þessarar fjölmiðlunar
sé nægilegt til að geta boðið sig fram
til Alþingis eða annarra ábyrgðar-
starfa. Ég held að það sé séríslenskt
fyrirbæri hvað menn hafa farið með
greiðum hætti beint af fréttastofum
inn á Alþingi.“
Kosningabarátta en ekki
markaðssetning
SAJ: Þó er þetta hluti af þinni leið.
Forsetinn: „Nei, vegna þess að ég
starfaði fyrst hjá ungum framsókn-
armönnum í langan tíma áður en ég
var kosinn inn á Alþingi árið 1978. Þá
hafði ég bæði starfað í þessari hreyf-
ingu stjórnmálanna og kennt við Há-
skóla Íslands. Ef ég hefði farið í fram-
boð strax árið 1967 eða 1971 þá væri
kannski hægt að segja að það sé rétt.
En það er rétt að ég hafði verið í út-
varpi og sjónvarpi og hef haft áhuga
á þessari miðlun mjög lengi. Þess
vegna sagði ég að ég tel mig alveg jafn
færan um það og ykkur á DV að meta
hvers lags fjölmiðlun er stunduð.
IDK: Það var einmitt athyglis-
vert þegar þú talaðir um það hvern-
ig framkoma fólks í fjölmiðlum hefði
meira vægi í dag en áður og jafnvel
meira en málefnin ...
Forsetinn: „Nei, ég sagði það ekki.
Það var bara eitt af því sem ég ræddi
í þessari löngu klukkustundarum-
ræðu. Ég fjallaði ítarlega um stöðu
Íslands og tækifæri. Ætli ég hafi ekki
talað um þetta í svona fimm mínút-
ur.“
IDK: Þú komst nú nokkrum sinn-
um að þessu.
Forsetinn: „Í aukasetningum. Það
var lítið brot af þessum tíma.“
IDK: Einmitt, en þegar þú fórst í
framboð árið 1996 þá fórst þú í heljar-
innar markaðssetningu á þér og kost-
aðir heilmiklu til.
Forsetinn: „Ég myndi ekki tala
um markaðssetningu, ég fór í kosn-
ingabaráttu. Mín kosningabarátta var
ekkert mikið frábrugðin kosninga-
baráttu Péturs Hafsteins eða Guð-
rúnar Agnarsdóttur. Hún var mjög
svipuð hjá okkur öllum. Þú varst bara
svo ung að þú manst ekki eftir því.“
Kvótamál til þjóðarinnar
SAJ: Þú hefur talað um að fiskveiði-
stjórnunarfrumvarpið væri vel til þess
fallið að setja það í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Er það eitthvað sem hefur
verið að brjótast um innra með þér?
Forsetinn: „Nei, ég tel bara að það
liggi fyrir. Það er alveg ljóst að þetta
er mikilvægasta auðlind þjóðarinnar
og það hvernig henni er ráðstafað og
hvaða arð þjóðin fær af henni sé þess
eðlis að fá mál eru jafn vel til þess fall-
in að þjóðin kveði upp sinn dóm um
það hvernig sú skipan eigi að vera.
Eins og forystumenn núverandi rík-
isstjórnar hafa sagt er ekkert eitt mál
mikilvægara en þetta mál, þetta sé
stærsta mál þjóðarinnar um þessar
mundir og það er alveg rétt. Þetta er
okkar mikilvægasta auðlind.
Ég hef oft sagt að ef okkur hefði
ekki tekist að byggja upp sjávarútveg
á grundvelli útfærslu landhelginnar í
50 mílur og 200 mílur þá efast ég um
að efnahagsstoðir lýðveldisins hefðu
dugað til að halda því gangandi á
fyrstu áratugum þess. Á síðustu ára-
tugum hafa komið aðrar stoðir undir
þetta. Þess vegna tel ég að þetta mál
sé þess eðlis að fá mál séu í eðli sínu
jafn vel til þess fallin að þjóðin sjálf
ákveði hvernig hennar þetta fer.
Ég hins vegar hef ekki tekið af-
stöðu til þess hvort þessum tilteknu
frumvörpum sem nú liggja fyrir verði
vísað í þjóðaratkvæði, enda veit ég
ekkert í hvaða mynd þau verða end-
anlega. Út frá eðli málsins, almennt
séð, tel ég fá mál jafn vel til þess fallin
að þjóðin fái að ákveða það sjálf.“
Óeining óhjákvæmileg
SAJ: Það verður ekki hjá því kom-
ist stundum að þú beitir þínu pers-
ónulega mati en málskotsrétturinn
sem kallaður hefur verið, þessi grein
stjórnarskrárinnar sem gefur forset-
anum færi á að undirrita lög eða ekki,
er þetta eitthvað sem ætti að koma
einhverju formi á? Ég spyr vegna þess
að þú ert eini forsetinn sem þú hefur
beitt þessu og það er auðvitað allt-
af umdeilt mál. Það verður eiginlega
ekki hjá því komist að þegar þessu er
beitt þá sé fólk komið í skotgrafirnar.
Forsetinn: „Ég skil alveg spurn-
inguna. Það er þrennt um þetta að
segja. Í fyrsta lagi er það með skýr-
um vilja sem lýðveldisstjórnarskrá-
in var mótuð þannig að þjóðin hefði
síðasta orðið um hvaða lög giltu í
landinu. Það væri ekki Alþingi held-
ur þjóðin sem ætti að hafa síðasta
orðið um það. Þessi hugsun var að
hluta til arfleifð frá sjálfstæðisbarátt-
unni, þar sem þjóðin og vilji hennar
voru drifkrafturinn og Svanur Krist-
jánsson hefur skrifað ágætar ritgerð-
ir um þetta. Forsetinn er einfaldlega
sá aðili sem þjóðin getur snúið sér til
ef hún vill nýta sér þann rétt sem hún
hefur samkvæmt stjórnarskrárfrum-
varpinu.
Í öðru lagi þá liggur það í eðli
málsins að málskotsrétturinn verður
alltaf deilumál því annars væri þjóðin
ekki að kalla til sín mál sem Alþingi
er að afgreiða. Því er málskotsrétt-
ur í stjórnarskránni orðaður þannig
að stjórnarskráin sjálf geri ráð fyrir
ágreiningi á milli forseta og Alþing-
is, því ella væri engin þörf fyrir mál-
skotsréttinn.
Í þriðja lagi þá er það auðvitað
vandasamt mat hjá forseta hverju
sinni. Það er ekki bara í minni tíð sem
þjóðin hefur óskað eftir því að fá mál
til sín. Ég tel þó að ég hafi farið var-
lega hvað þetta varðar sem sést best
á því að í öllum þessum þremur til-
vikum hefur niðurstaðan stutt það að
þetta hafi verið rétt ákvörðun. Þegar
ég beitti þessu gagnvart fjölmiðla-
frumvarpinu ákvað Alþingi að draga
frumvarpið til baka og hætta við laga-
setningu og þar með játa að þetta var
rétt ákvörðun. Nú, við fyrsta Icesave-
samninginn voru rúmlega 90 prósent
kjósenda á sömu skoðun og það er
sterkari þjóðarvilji en við höfum séð í
nokkru vestrænu landi á undanförn-
um áratugum. Að því leyti má segja
að ákvörðun forseta hafi sameinað
þjóðina með þessum hætti. Varðandi
seinni Icesave-samninginn þá felldi
yfirgnæfandi meirihluti hann einnig.
Þannig að í þessum þremur tilvikum
hefur ákvörðun mín ætíð verið í sam-
ræmi við meirihluta þjóðarinnar.
Hins vegar, svo ég ljúki þessu hef
ég lengi verið þeirrar skoðunar, með-
al annars áður en ég varð forseti, að
ákveðinn hluti þjóðarinnar ætti að
hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að
geta með ákveðnum hætti óskað eft-
ir þjóðaratkvæði. Það væri ekki far-
sælt til lengdar að þetta vald væri hjá
einum manni. Hins vegar er stjórn-
arskráin bara enn þannig og verður
þannig allavega á næstu misserum og
árum. Og enginn veit hvort því verður
breytt eða ekki.“
SAJ: Það getur nú orðið óeining
um manninn sem tekur þessa ákvörð-
un.
Forsetinn: „Það verður alltaf. Al-
veg eins og þegar Vigdís hafnaði því
að setja EES-samninginn í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þegar hún neitaði því
að beita málskotsréttinum skapaði
það líka óeiningu eins og hún lýsti
ágætlega í sjálfsævisögu sinni. Slíkur
var fjandskapurinn gagnvart henni
frá mörgum þeim sem vildu þjóð-
aratkvæði að þeir hættu að heilsa
henni. Vinir hennar og aðrir gengu
fram hjá henni úti á götu án þess að
heilsa henni. Það getur líka skapað
fjandskap að beita honum ekki.“
Kjölfesta þjóðarinnar
IDK: Af hverju langar þig að vera í
þessu hlutverki?
Forsetinn: „Ég myndi ekki orða
það þannig að mig langi til að gera
það.
Það sem varð til þess að ég bauð
mig aftur fram var að rúmlega 30
þúsund Íslendingar óskuðu eftir því
að ég stæði þessa vakt áfram á þess-
um óvissutímum þegar málum er
þannig háttað að stórmál þjóðar-
innar eru enn í óvissu, þar á meðal
stjórnarskrármálið, samskiptin við
Evrópusambandið, Icesave-málið
og mikið vantraust er á Alþingi og
stjórnmálaflokkum. Enginn veit
hvað kemur út úr næstu þingkosn-
ingum og á slíkum óvissutímum var
n Ólafur Ragnar Grímsson segir að forsetinn geti ráðið örlögum þjóðarinnar n Ætlar að standa vaktina n „Einhvers staðar verður að vera ákveðin kjölfesta“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Sigtryggur Ari Jóhannsson
ljósmyndari sigtryggur@dv.is
„Þú varst
bara svo
ung að þú manst
ekki eftir því