Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Side 13
„Er þEtta Ekki orðið ágætt?“ Fréttir 13Miðvikudagur 16. maí 2012 n Ólafur Ragnar Grímsson segir að forsetinn geti ráðið örlögum þjóðarinnar n Ætlar að standa vaktina n „Einhvers staðar verður að vera ákveðin kjölfesta“ höfðað til þess að það væri skylda mín að vera reiðubúinn til þess að standa vaktina áfram þar til mál fara að skýrast á farsælli hátt. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að verða við þeim óskum og standa þessa vakt, sem ég mun gera allt þetta kjörtíma- bil, í fjögur ár ef þess þarf. Þó það sé auðvitað ósk mín að þessari miklu óvissu um svona mörg stórmál þjóð- arinnar linni. En ég verð auðvitað að taka tillit til þess, eins og þessar tug- þúsundir sem skoruðu á mig, að ein- hvers staðar verður að vera ákveðin kjölfesta. IDK: Þannig að þú hyggst sitja út allt kjörtímabilið. Forsetinn: Já, ég hef ekki tek- ið neina ákvörðun um annað. Þessi áróður um að ég ætli bara að sitja í tvö ár og var meðal annars undir- strikaður í þessari frétt Svavars, ekki bara þessari einu frétt heldur fleiri fréttum, er bara tilbúningur sem ýmsir hafa talið þjóna sínum hags- munum. Aðrir frambjóðendur halda því svo á lofti.“ IDK: Þú varst nú svolítið óskýr hvað þetta varðar. Forsetinn: „Ég var einfaldlega að segja að þegar forsetinn gefur kost á sér til að verða við bón tugþúsunda manna í ljósi óvissu á fjölmörgum sviðum og vantrausts á Alþingi, rík- isstjórn og öðrum valdhöfum að þá þarf það ekki að vera óeðlilegt að þegar þessari óvissu linni og skapist traust á þingi og öðrum valdhöfum sé það ekki forsetanum kappsmál að sitja áfram. Það hefur aldrei ver- ið mér kappsmál. Ég hef alltaf litið á forsetaembættið, og sagði það strax þegar ég tók við árið 1996, sem þjón- ustustarf. Ég hef aldrei litið á það sem upphefð heldur sem lýðræðis- lega þjónustu við fólkið í landinu. Það var grundvöllurinn í þeirri ákvörðun um að fara fram á sín- um tíma, hvernig ég hef gegnt emb- ættinu og var grundvöllur þeirrar ákvörðunar að verða við þeim óskum að gefa kost á mér aftur. Forsetaembættið er fyrst og fremst þjónustustarf og trúnaðar- starf fyrir fólkið í landinu.“ Ætlar að standa vaktina IDK: Eftir sextán ár í embætti finnst þér þú enn hafa eitthvað fram að færa? Forsetinn: „Það finnst mér. Ég tel mig hafa nægilega mikið fram að færa og hef líka ákveðið að fara í þessa ferð um landið og efna til þess sem við köllum Samræða um allt land. Ég tel nauðsynlegt að þjóðin ræði þessa stöðu og ég tel mig hafa mikið fram að færa í þeirri umræðu vegna þess að það væri mikið hættu- spil ef þjóðin nálgaðist þessar for- setakosningar út frá þeim forsendum að þetta snerist um einhvern veislu- stjóra á Bessastöðum, myndbirting- ar eða framkomu á skjánum. For- setaembættið er grafalvarleg staða í lýðræðislegu stjórnskipulagi. Það hvernig henni er beitt getur ráðið úr- slitum fyrir örlög þjóðarinnar, eins og kom fram í tíð Sveins Björnsson- ar þegar hann myndaði utanþings- stjórn á sínum tíma og beitti sér fyrir samskiptum við Bandaríkin, í tíð Ás- geirs Ásgeirssonar þegar hann lagði grunninn að viðreisnarstjórninni, eins og kom fram í tíð Kristjáns Eldjárn þegar hann var tvívegis nærri búinn að mynda utanþingsstjórn með nokkurra daga fyrirvara af því að flokkarnir gátu ekki komið sér saman. Öll þessi saga sýnir hvernig það geta komið upp þeir örlagatímar hjá þjóðinni að það ráði úrslitum hvernig forsetinn beitir valdi sínu og hvort hann sé tilbúinn til að beita sér á slíkum stundum. Ég hef alltaf sagt að það sé æski- legra að það ríki slíkur trúnaður gagnvart þjóðþinginu, að sambúð flokkanna á Alþingi væri farsæl og slíkur samhljómur væri á milli flokk- anna og þjóðarinnar að það þyrfti ekki til þess að koma að forsetinn beitti þessu valdi. Það sagði ég strax árið 1996. En eins og sagan sýnir er það hins vegar ljóst að þótt það sé einlæg ósk forsetans að hann þurfi ekki að beita valdi sínu þá koma þeir tímar að það hvort hann sé tilbúinn til að beita því eða ekki getur ráðið algjörum úrslitum. Það viðurkenna allir sökum þess að Ásgeir Ásgeirs- son lagði upp viðreisnarstjórnina sem sat í tvo mánuði og er kannski eitt skýrasta dæmið um framgöngu forsetans í erfiðri tíð. Margir leggja áherslu á að forset- inn geti tekið á móti gestum, tali er- lend tungumál, komi vel fram, birtist vel á sjónvarpsskjá og á myndum. Allt getur þetta verið gott og blessað en þetta er ekki kjarninn í forsetaemb- ættinu. Kjarninn í forsetaembætt- inu er að standa þessa vakt og vera þessi öryggisventill, og hafa burði, getu, reynslu og þekkingu til að taka á málum sem eru komin í öngstræti. Þannig er íslensk stjórnskipun og þannig er saga forsetaembættisins allt frá tíð Sveins Björnssonar.“ Óráðið hvað tekur við IDK: Í áramótaávarpinu kom fram að þú værir jafnvel að skoða aðra möguleika. Forsetinn: „Ég sagði ekkert jafn- vel.“ IDK: Jæja, það kom fram að þú værir að íhuga að beita þér á öðrum vettvangi. Forsetinn: „Ég sagðist ekkert vera að skoða aðra möguleika. Ég sagðist hlakka til að beita mér í málum sem hafa lengi verið mér hjartfólgin, eins og loftlagsbreytingar, nýting hreinn- ar orku, umhverfismál og þess háttar. IDK: Varstu þá að íhuga að koma á fót nýrri stofnun? Forsetinn: „Það veit ég ekkert um, ég hef ekki tekið afstöðu til þess. Eins og allir vita þá beindu 30 þús- und manns þeim tilmælum að mér að endurskoða þá afstöðu og standa þessa vakt áfram á þessum óvissu- tímum. Eftir mikla umhugsun og viðræður við Dorrit þá samþykkti ég að verða við þeirri ósk. Það er ekkert annað í mínum huga en að standa þá vakt ef þjóðin telur þörf á því.“ IDK: Þannig að þú hefur ekki ákveðið hvað tekur við þegar þú hættir sem forseti? Forsetinn: „Sem betur fer hef ég alltaf haft fjölmörg áhugamál. Í minni forsetatíð hef ég beitt mér mjög fyrir baráttunni gegn loftlags- breytingum, fyrir nýtingu hreinnar orku, fyrir umhverfismálum og auð- vitað líka í baráttunni gegn fíkniefn- um og fyrir forvarnarstarfi, líkt og ég var heiðraður fyrir í síðustu viku af samtökum 800 evrópskra borga. Boðið í Brussel IDK: Á meðal þess sem þú ræddir í út- varpinu var þessi sjávarútvegshátíð í Brussel. Forsetinn: „Hátíð, þetta var engin hátíð.“ IDK: Rétt, sýning, sjávarútvegs- sýning. Þar var haldin veisla sem hef- ur verið umtöluð og því hefur verið haldið fram að þú hafir haldið … Forstinn: „Heyrðu, þetta er alveg dæmigert.“ IDK: Má ég klára spurninguna? Forsetinn hlær. IDK: Ég er að spyrja þig út í þetta. Árni Snævarr hefur haldið því fram að þú hafir staðið fyrir boði þarna úti. Er það rétt? Forsetinn: „Árni hvaða?“ IDK: „Árni Snævarr sem býr í Brussel.“ Forsetinn: „Það var Íslandsstofa sem stóð fyrir þessu sem og sendiráð Íslands. Ég kom ekki nálægt því. Það eina sem ég gerði var að ég mætti á þetta málþing þar sem ég flutti ítar- lega ræðu og tók þátt í umræðum. Þetta er rangt, algjörlega rangt. Það var annars vegar haldið boð á vegum sendiherra Íslands, sem hann hafði frumkvæði að og hélt heima hjá sér, fyrir Íslendinga sem starfa hjá sendi- ráðinu, EFTA og þessum alþjóða- stofnunum. Hins vegar hélt sendi- ráðið boð á sjávarútvegssýningunni fyrir þá sem tóku þar þátt og sam- starfsaðila þeirra. Ég hélt þar stutt ávarp. Það er dæmi um annað að þú ert ekki fyrsti blaðamaðurinn frá DV sem spyrð um þetta.“ IDK: Er ekki eðlilegt að við spyrj- um að því ef því er haldið fram? Forsetinn: „Nei, það er ekkert eðlilegt við það. Það er eðlilegt að afla sér fyrst heimilda áður en þú spyrð. Ekki að pikka upp einhverja kjaftasögu frá einhverjum Árna Snævarr eða einhverjum öðrum og gera það að grundvelli spurninga í DV. Alvöru blaðamenn afla sér heim- ilda um það hvað er rétt og rangt áður en þeir fara fram á vígvöllinn. Aðra er ekki hægt að taka alvarlega. Er þetta ekki orðið ágætt bara?“ spyr Ólafur Ragnar og stendur upp. Hann kveður ljósmyndarann og gengur í burtu, heilsar gestum í kosningamið- stöðinni, stillir sér upp með þeim og við kveðjum. n *Rétt er að taka fram að missagt var í spurningu til Ólafs, þar sem vitnað var í ummæli Árna Snævarr um veislu í tengslum við sjávarút- vegssýningu í Brussel, að Árni hefði sagt forsetann hafa staðið fyrir veisl- unni. Hið rétta er að Íslandsstofa og sendiráð Íslands fjármögnuðu boðið. Forsetinn á Beinni línu n Hefur þú spurningar fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Fylgstu þá með á dv.is næst- komandi mánudag en þá situr forsetinn, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fyrir svörum. Þetta er þitt tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. Ólafur Ragnar verður á Beinni línu þann 21. maí frá kl. 14 til kl. 16. Ekki missa af því. „Þessi myndvæð- ing fjölmiðlanna og sjónvarpið hafa gert stjörn- ur úr fólki sem gerir ekki annað en að lesa texta af skjá, oftast nær texta sem aðrir hafa samið. M y n d ir s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.