Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Qupperneq 14
Hillary hrifin Utanríkisráðherra
Bandaríkjanna horfði á og hreifst
með styrk ungu kvennanna sem
dönsuðu í menningarmiðstöð
Kolkata á dögunum. Mynd ReuteRs
14 Erlent 16. maí 2012 Miðvikudagur
Þvag sundmanna drepur fiska
n Hundruð dauðra fiska í Þýskalandi valda deilum
S
undfólk sem pissar í hið sívin-
sæla Eichbaum-stöðuvatn í
norðurhluta Þýskalands er sakað
um að bera hugsanlega ábyrgð
á dauða 500 fiska sem fundist hafa
þar um slóðir undanfarnar tvær vikur.
Þörungarnir sem nýlega hafa tekið að
blómstra sem faraldur í vatninu eru
sagðir orsök þess að fiskarnir drápust
en þörungamyndunin er rakin til efna
sem komust í vatnið með hlandi ferða-
manna sem fjölmenna að stöðuvatn-
inu nánast allan ársins hring.
„Með pissandi ferðamönnum sem
synda þarna kemst fosfat í vatnið. Við
áætlum að hver og einn ferðamaður
sem stingur sér til sunds þarna mígi
um hálfum lítra á dag í vatnið,“ segir
Manfred Siedler, talsmaður stangveiði-
félags Hamborgar, í samtali við Bild í
Þýskalandi.
Þörungarnir valda slíkum usla að
að yfirvöld hafa í gegnum tíðina sturt-
að 148 tonnum af bentophos í vatn-
ið en það vinnur gegn fosfötunum.
Kostnaðurinn vegna þessara aðgerða
er þegar kominn yfir hálfa milljón evra.
Stangveiðifólk og sundgestir hafa
að sögn þýskra fjölmiðla barist hat-
rammlega um Eichbaum-vatnið und-
anfarin misseri. Og kenning Siedlers
og félaga er nú ekki galnari en svo að
nú er bað- og sundgestum bannað að
lauga sig í vatninu meðan þörunga-
plágan er jafn skæð og raun ber vitni.
Ekki eru þó allir sammála hland-
vísindunum því til eru þeir sem vilja
kenna skautafólki um dauða fiskanna.
„Fiskarnir vakna úr dvala við lætin í
skautafólki. Þeir ná ekki andanum og
frjósa. Þetta er alþekkt fyrirbæri,“ seg-
ir talskona BSU, Kerstin Graupner, í
samtali við þýska blaðið Local. Benti
hún á að fiskarnir væru margir hverj-
ir búnir að vera dauðir í langan tíma.
BSU, sem er eins konar umhverfis- og
skipulagsstofnun, hefur beðið háskól-
ann í Hamborg að kanna hlandkenn-
inguna. BSU segir að fyrir utan mikið
magn af þörungum sé vatnið afar
hreint. En Bild hefur heimildir fyrir
því að niðurstöður fyrstu prófana séu
ekki góðar, pH-gildi hafi mælst 8,7 og
er vatnið því afar basískt. Deilan er því
hvergi nærri leyst.
mikael@dv.is
Enginn kom
til bjargar
Adrian Vasquez og tveir félagar
hans frá Panama voru fegnir að sjá
skemmtiferðaskipið Princess sigla
fram hjá eftir að þá hafði rekið um
Kyrrahafið í 16 daga á vélarvana
fiskibát í mars. „Við vorum í skýj-
unum, við héldum að þeir væru að
koma að bjarga okkur,“ segir Vas-
quez í samtali við BBC. En þrátt
fyrir tilraunir þeirra til að veifa
skipinu með rauðum peysum og
þótt minnst tveir farþega skipsins
sæju þá og tilkynntu áhöfninni um
strandaglópana sigli Prinsessu-
skipið fram hjá án þess að bjarga
þeim. Það reyndist afdrifaríkt því
Vasquez komst einn lífs af og var
bjargað eftir 28 daga á reki. Sam-
kvæmt alþjóðalögum ber skipum
að koma öðrum vélarvana til
bjargar og hefur hinn 18 ára gamli
Vasquez því höfðað mál gegn
Princess Cruises.
Styðja hjónaband
samkynhneigðra
Það vakti verðskuldaða athygli
þegar Barack Obama Banda-
ríkjaforseti lýsti yfir stuðningi
við hjónabönd samkynhneigrða
á dögunum og þótti yfirlýsing-
in mikil tímamót. Nú hefur ný
könnun CBS-fréttastofunnar og
dagblaðsins The New York Times
leitt í ljóst að tæplega tveir þriðju
allra Bandaríkjamanna er sama
sinnis. 38 prósent aðspurðra vildu
að samkynhneigðum pörum
yrði leyft að giftast, 24 prósent
vildu heimila staðfesta sambúð
þeirra. Þetta gera 62 prósent sam-
tals. 33 prósent sögðust alfarið á
móti. Ungt fólk er mun líklegra
til að styðja hjónaband samkyn-
hneigðra en þeir sem eru 45 ára
og eldri og þá þarf ekki að koma
á óvart að stuðningurinn er meiri
hjá kjósendum Demókrataflokks-
ins en hjá repúblikönum.
Watson
handtekinn
Paul Watson, forsprakki dýra-
verndarsamtakanna Sea Shep-
herd, var handtekinn í Frankfurt
í Þýskalandi um helgina og bíður
þess að vera framseldur til Kosta
Ríka að því er samtökin greindu
frá á mánudag. Watson bíða
ákærur í Kostaríka vegna aðgerða
frá árinu 2002 undan ströndum
Gvatemala. Sea Shepherd lentu þá
í átökum við kostarískt skip sem
samtökin sökuðu um að vera við
ólöglegar hákarlaveiðar. Áhöfn
kostaríska skipsins Varadero sak-
aði Sea Shepherd um tilraun til
manndráps en samtökin segja
myndbandsupptökur sanna sak-
leysi þeirra. Það bendir allt til að
Watson þurfi að svara til saka.
Þ
ær brostu út að eyrum,
indversku stúlkurnar sem í
síðustu viku fengu að hitta
og taka í höndina á Hillary
Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Kolkata. Á bak
við brosin og litríkan klæðaburð-
inn áttu ungu stúlkurnar það all-
ar sameiginlegt að eiga hræðilegar
minningar og lífreynslusögur úr
undirheimum ofbeldis og kynlífs-
þrælkunar í borginni.
Hillary djúpt snortin
Fimm stúlkur úr hópnum Kolkata
Sanved fengu tækifæri til að hitta
og dansa fyrir Hillary Clinton sem
var í opinberri heimsókn á Indlandi
í upphafi mánaðarins. Þær eru hluti
af byltingarkenndri hreyfingu sem
stofnuð var árið 2004 til að aðstoða
stúlkur sem bjargað hefur verið úr
viðjum vændis og kynlífsþrælk-
unar. Clinton var djúpt snortin af
kynnum sínum við stúlkurnar.
Áætlað er að minnst þrjár millj-
ónir kvenna séu neyddar í kyn-
lífsþrælkun eða vændi á Ind-
landi. Margar þeirra eru hnepptar í
þrælkun á meðan aðrar eru seldar í
vændi af fjölskyldum sínum af ein-
skærri neyð.
dans sem lækning
Árið 2004 stofnaði dansfélagsfræð-
ingurinn og dansaðgerðasinninn
Sohini Chakraborty hreyfinguna
Kolkata Sanved en hún teygir anga
sína víðs vegar um veröldina. Hlut-
verk Kolkata Sanved er að bjóða upp
á annars konar lausnir en þær hefð-
bundnu fyrir fórnarlömb ofbeldis
og kynlífsþrælkunar, geðsjúkra og
kvenna og barna sem smituð eru af
HIV og alnæmi, til að vinna úr sín-
um málum í gegnum dans.
Stúlkurnar dönsuðu fyrir Clin-
ton og fjölda gesta í menning-
armiðstöð Kolkata og lét sýn-
ing stúlknanna engan ósnortin.
„Dásamlegt,“ sagði Clinton þegar
hún tjáði sig að athöfninni lokinni.
Fékk armband og bol
Clinton fékk einnig við sama til-
efni að kynnast ýmiss konar
hefðbundnum og óhefðbundn-
um verkefnum í baráttunni gegn
vændi, mansali, ofbeldi og kynlífs-
þrælkun. 19 ára gömul stúlka gaf
sig á tal við Hillary Clinton og bað
hana af einlægni að gera allt sem í
hennar valdi stæði til að tryggja að
svokölluðum „rauðum hverfum“
um alla veröld yrði útrýmt. „Ég
bað hana einnig að berjast fyrir því
að refsa þeim sem taka þátt í man-
sali og að börn séu gefin í hjóna-
band,“ sagði hin 19 ára gamla Uma
Das sem einnig færði Hillary og
föruneyti hennar armbönd að gjöf
með áletruðum skilaboðum: „Töff
karlmenn kaupa ekki kynlíf.“ Utan-
ríkisráðherrann setti sitt armband
umsvifalaust upp og sagði föru-
neyti sínu að gera slíkt hið sama.
Í skýrslu um þessi mál sem kom
út í fyrra voru stjórnvöld á Ind-
landi gagnrýnd fyrir að gera ekki
nóg í baráttunni gegn mansali og
kynlífsþrælkun. Þó var sérstaklega
tekið fram að þau hefðu bætt sig
mikið undanfarin ár.
Sækja styrk í dansinn
n Fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar á Indlandi græða sár sín með dansi
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Töff karl-
menn kaupa
ekki kynlíf
Á betri stað Stúlkurnar sem dönsuðu fyrir Hillary hafa ýmislegt fengið að reyna. Þær eru á
betri stað í dag. Mynd skjÁskot aF veF Cnn
Piss eða skautar Sundmenn í spreng eða hávært skautafólk er ýmist sakað um að bera
ábyrgð á dauða hundraða fiska í Eichbaum-vatninu í Þýskalandi. Mynd ReuteRs/tengist eFni FRéttaR ekki beint