Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 17
Spurningin
Fáránlegur spuniSumir jafnari
en aðrir
Margrét Tryggvadóttir um ásakanir Vigdísar Hauksdóttur um að þingmenn Hreyfingarinnar séu dýrir þjóðinni - DVJón Lárusson fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem dró framboð sitt til baka í vikunni – DV.is
Tökum upp ríkisdal
„Vel, ég bý hérna. Mér finnst
Reykjavík ágæt en landið sjálft
frábært.“
Kevin Renskres
30 ára frá Hollandi
„Mér líkar mjög vel við landið.“
Joop Renskres
58 ára frá Hollandi
„Fyrir mér er Ísland land
andstæðna, mér finnst það
æðislegt.“
Enaka Renskres
55 ára frá Hollandi
„Mér finnst það fínt. Við bjugg-
umst við að það yrði kalt og ef
maður býr sig vel kemur kuldinn
ekki að sök.“
Audrey Owens
46 frá Virginíu í Bandaríkjunum
„Ég kann vel við það. Við fórum
að skoða Gullfoss og Geysi og á
hestbak og það hefur verið tekið
vel á móti okkur.“
Michael Owens
41 árs frá Virginíu í Bandaríkjunum
How do you like
Iceland?
Við elskum forsetann
Ó
lafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, er með það á hreini að
hann sé nú fórnarlamb fjölmiðla á
borð við DV og Ríkisútvarpið sem
umfram allt vilji að Þóra Arnórsdóttir
verði þjóðhöfðingi. Þetta er auðvitað
nöturlegt ef satt er. Ólafur hefur þjónað
þjóð sinni lengur en allir aðrir, að með-
talinni Jóhönnu Sigurðardóttur og Öss-
uri Skarphéðinssyni. Þjóðin og fjölmiðl-
arnir skulda Ólafi Ragnari það auðvitað
að hann fái að sitja á Bessastöðum eins
lengi og hann sjálfur kýs. Og það er
auðvitað fáránlegt að ung kona, sem
ætti að vera heima hjá sér að skipta á
börnum, ýti sjálfum forsetanum út af
velli hinnar pólitísku baráttu. Það er
mikill sannleikur fólginn í þeim vís-
dómsorðum Guðna Ágústssonar, helsta
stuðningsmanns forsetans, að staður
konunnar sé á bak við eldavélina.
Þóra gerði best í því að draga sig í
hlé og sinna börnum sínum og búi. Það
er óboðlegt að kona skuli standi uppi
í lokkaprúðu hári forsetans og ætla
sér að fylla hans skarð. Þá er æpandi
spurnin um það hvað Ari Trausti Guð-
mundsson þykist vilja í embættið. Hann
kemur af fjöllum.
Svarthöfði hefur alltaf stutt Ólaf
Ragnar í því sem hann hefur tekið sér
fyrir hendur. Þar skiptir engu máli hvort
um er að ræða Frmasóknarflokkinn,
Möðruvallahreyfinguna, Alþýðubanda-
lagið eða sjálft forsetaembættið. Í ár-
anna rás hefur Svarthöfði oftlega tárast
af gleði yfir framsýni forstenas. Seint
gleymist sú fallega stund á Bessastöð-
um þegar Ólafur festi fálkaorðuna á
Sigurð Einarsson, sannan og göfugan
útrásarvíking, sem ásamt félögum
sínum tryggði að íslenska banka-
kerfið varð tífalt stærra en þjóðarbúi.
Það var yndisleg stund og heiðrunin
bar vott um framsýni Ólafs.
Og muniði þegar
hann hafnaði fjöl-
miðlalögunum. Þá
hreifst þjóðin með.
Að vísu var Davíð
Oddsson ekki kát-
ur með forsetann
þá en þar kom við
sögu skítlegt eðli.
Svo hafnaði hann
Icesave með
stæl. Við bók-
staflega elskum
forsetann okkar
sem nú boðar að hann ætli
ekki að láta traðka á út-
gerðarmönnum sem um
allt land óttast um líf of
afkomu barna sinna vegna
ofsókna ríkisstjórnarinnar.
Svarthöfði tekur
undir með Ást-
þóri Magnús-
syni: Virkjum
Bessastaði
enn frekar.
Konurnar
inn á
heimilin
en karl-
mennin
á dekk.
Svarthöfði
L
ausnir Seðlabankans við afnám
gjaldeyrishafta hafa mistek-
ist vegna vantrausts fjárfesta á
bankanum og áætluninni um
afnám haftanna. Með núverandi
fyrirkomulagi tekur áratugi að losa
um höftin og finna verður aðra leið.
Vandamálið er það stórt að ef gjald-
eyrishöft yrðu tekin af, án lausnar á
1.000 milljarða aflandskrónuvanda-
málinu, þá mundi allur gjaldeyris-
sjóður Seðlabankans tæmast á svip-
stundu með tilheyrandi hörmungum
þ.e. aukinni verðbólgu, falli krón-
unnar og gjaldþroti ríkissjóðs. Ef
landsmenn vilja losna við gjaldeyr-
ishöftin fljótt og koma á efnahags-
legum stöðugleika er aðferðin sú að
gera ríkisdal að lögeyri, samhliða
gömlu krónunni með fastgengi við
Bandaríkjadollar. Með nýjum ríkis-
dal og fastgengisstefnu fylgja að-
haldssöm ríkisfjármál og efnahags-
legur stöðugleiki.
Afnám gjaldeyrishafta þarf að
setja með sérstökum neyðarlögum.
n Tekin væri upp fastgengisstefna í
stað verðbólguviðmiða. Gengi gjald-
miðils yrði strax fest við gengi Banda-
ríkjadollars. Stoðmynt skal vera
Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans
gagnvart ríkisdal vera einn ríkisdalur
á móti einum Bandaríkjadollar.
n Með nýjum ríkisdal (ISD) sem
lögeyri og fastgengisstefnu fylgja að-
haldssöm ríkisfjármál og efnahags-
legur stöðugleiki og engin gjaldeyris-
höft yrðu á nýja ríkisdalnum.
n Innan árs skal vera búið að skipta
öllum íslenskum krónum lands-
manna, launum, lausu fé, innistæð-
um, skuldum, verðbréfum, samning-
um o.s.frv. yfir í ríkisdal.
n Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af
ca. 1.000 milljörðum af aflandskrón-
um, þær frystar og sérstaklega samið
um losun hafta á þeim. Innlánsvext-
ir á aflandskrónunum yrðu keyrðir
niður í 0,0% . Þessir 1.000 milljarðar
aflandskróna halda íslenska hagkerf-
inu í gíslingu.
n Eigendum aflandskróna yrðu t.d.
boðnar tvær leiðir að losna úr viðjum
gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir
í ríkisdal með 75% afföllum, eða b)
skipti á aflandskrónugengi í 30 ára
skuldabréf, gefnu út í Bandaríkjadoll-
ar með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun
á tíunda ári.
n Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári
í vaxtakostnað sem skattgreiðendur
eru að borga í vexti af aflandskrón-
um.
n Þær upphæðir af aflandskrónum
sem ekki yrði skipt fyrir ríkisdalinn
yrðu notaðar til uppbyggingar í ís-
lensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verð-
ur á 1.000 milljarðana af gömlu krón-
unum sem hafa íslenskt efnahagslíf í
gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu
við og leyfa erlendum vogunarsjóðum
að njóta fjárfestingartækifæra í land-
inu með þátttöku sinni.
n Þessari leið tæki ca. 6 til 9 mánuði
að koma í verk.
n Rúsínan í pylsuendanum væri sú,
að auðveldlega er hægt að leggja verð-
tryggingu niður með þessum aðgerð-
um.
Stund milli stríða Ríkisstjórnarfundur var haldinn á Egilsstöðum í síðustu viku og eftir hádegisverð tíndust ráðherrarnir svo út, hver á eftir öðrum nema Össur Skarphéðinsson.
„Er ég einn eftir?“ spurði hann þegar hann áttaði sig á því að aðrir voru farnir. Hann gekk þá út þar sem hann átti stund með sjálfum sér áður en félagar hans, þeir Kristján Möller og
Sigmundur Ernir Rúnarsson, komu til þess að sækja hann. MYND INgIbjörg Dögg KjartaNSDóttIr
Myndin
Umræða 17Miðvikudagur 16. maí 2012
1 Pabbi kvæntur tveimur Faðir leikkonunnar Reese Witherspoon er
kvæntur tveimur konum.
2 Hells Angels safna upp-lýsingum um lögreglumenn
Einar Ingi Marteinsson, fyrrverandi for-
seti Hells Angels á Íslandi, lét meðlimi
njósna um lögreglumenn.
3 Ólafur Ragnar: „Þið treystið þinginu betur en 101
Reykjavík?“ Forsetinn spurði
fundargesti á framboðsfundi í Grindavík
hvort þeir vildu fá að kjósa um frumvörp
um stjórn fiskveiða.
4 Fyrrverandi lögreglumaður segir Zodiac-morðingjann enn
á lífi Myrti fjölda manns í San Francisco
á sjöunda áratugnum.
5 „Ætíð verið skrítin stelpa“ Lára Kristín Brynjólfsdóttir er einhverf en var
talin með geðklofa.
6 Móðir Egils: „Gott fólk að hugsa um hann“ Ester Ásbjörns-
dóttir segir vel hugsað um son sinn á
Landspítalanum.
7 Ólafur Ragnar ætlaði að mynda utanþingsstjórn
Forsetinn leit á það sem möguleika í
búsáhaldabyltingunni.
Mest lesið á DV.is
Hann er kominn
úr lífshættu
Móðir Egils Einarssonar sem fékk heilahimnubólgu – DV.is.
Kjallari
Guðmundur
Franklín Jónsson
„Með nýjum ríkisdal
og fastgengisstefnu
fylgja aðhaldssöm ríkis-
fjármál og efnahagslegur
stöðugleiki.