Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 16. maí 2012 Miðvikudagur Rjúpa gerir engum neitt n Söngkonan Íris Hólm segir fjölmiðla leggja husky-hunda í einelti É g er enginn hundasér- fræðingur og tala bara sem hundaeigandi en mér blöskrar svolítið hvernig fjölmiðlar geta lát- ið. Það er eins og ákveðnar hundategundir verði fyrir ein- elti með afar reglulegu milli- bili. Núna virðist vera í tísku að tala illa um husky-hunda,“ seg- ir söngkonan Íris Hólm sem á þriggja ára husky-tík, Rjúpu, með kærastanum sínum. „Rjúpa er ósköp rólegur hundur. Hún er mjög öguð, ljúf og hlýðin. Við höfum feng- ið mikið hrós fyrir það hversu hlýðin hún er. Mér finnst þessi neikvæða umræða í garð husky-hunda ósanngjörn því hún skemmir heiftarlega fyr- ir öðrum husky-hundaeig- endum,“ segir Íris sem segir ábyrgðina liggja hjá eigendum hundanna. „Ég trúi því ekki að það séu til slæmir hundar en það eru til eigendur sem eru einfaldlega ekki til þess fallnir að eiga hunda sem þurfa á aga að halda. Það er það sem hefur vantað að mínu mati í þessum tilfellum sem fjölmiðlar hafa varpað fram.“ Íris segist finna fyrir breyttu viðhorfi gagnvart Rjúpu síðan umræðan um husky-hundana hófst. „Viðbrögð fólks þegar hún hittir smærri hunda eru sérstaklega breytt. Þá kemur alltaf þetta grín; Ætli hún éti hann ekki bara? Eða; Er þetta ekki bara úlfur? Rjúpa hefur aldrei gert neinum mein. Hún er vön að leika sér bæði við labrador-hvolp og pínulítinn chihuahua-hund. Þetta snýst allt um ábyrgð eigandans. Hvorki ég né kærastinn mynd- um nokkurn tímann sleppa henni út þar sem væru kind- ur eða lömb. Það er á okkar ábyrgð að leyfa henni ekki að vera laus í aðstæðum þar sem við treystum henni ekki.“ Íris og kærastinn eru tiltölu- lega nýbyrjuð saman en það var hann sem átti Rjúpu fyrir. „Ég er bara tiltölulega nýfar- in að umgangast hana en hélt að ég myndi aldrei geta fundið svona mikla ást til hunds. Hún er barnið mitt. Hún er undir ströngum aga og fær ekkert að komast upp með neitt rugl.“ indiana@dv.is Stjörnuteymi fararstjóra Flugfélagið WOW air hefur fært út kvíarnar og opnað ferðaskrifstofuna WOW ferðir. Að því tilefni hef- ur félagið fengið í lið með sér landsþekkta skemmti- krafta og sjónvarpsstjörnur til að mynda teymi farar- stjóra. Söngvararnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, sem saman mynda dúettinn Stebba og Eyfa, munu sjá um að halda uppi fjörinu í skíðaferðum á vegum félagsins. Sjónvarps- kokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, mun þræða héruð Frakklands í matarferðum fyrir sælkera. Magnús Ragn- arsson leikari mun sjá um hjólaferðir þar sem hjólað verður frá Þýskalandi til Frakklands og síðast en ekki síst mun sjónvarpsmaður- inn góðkunni Logi Berg- mann Eiðsson sjá um golf- ferðir til Spánar. Fyrirsæta flytur Fyrirsætan Lilja Ingibjarg- ardóttir flytur til Noregs í vikunni, nánar tiltekið til Óslóar. Lilja er komin með módelsamning hjá EB mod- els og er að sögn þegar kom- in með nokkur spennandi verkefni. Lilja hefur unnið sem fyrirsæta frá 18 ára aldri og birtist til að mynda reglu- lega í Hagkaupsbæklingn- um. Hún vakti einnig athygli þegar hún skipulagði VIP- partí ásamt Hildi Líf vinkonu sinni en dróg sig svo baka frá skipulagningunni eftir að partíið hafið fengið harka- lega gagnrýni. Trúlofuðu sig á bráðamót- tökunni Bóhemparið Þórarinn Þór- arinsson og Alma Geirdal trúlofuðu sig á bráðamót- töku Landsspítalans um síðustu helgi. „Hef nú gert ýmislegt á skrautlegri ævi en að setja upp hringa á bráða- móttökunni með hóstandi reykingamann á endasprett- inum og hrjótandi hjarta- sjúkling á næstu básum verður aldrei toppað. Ákaf- lega rómó English Patient stemning. Styrkti líka stöðu mína verulega að stúlkan var með morfín í æð og sagði því strax já,“ var á meðal þess sem blaðamaðurinn Þórar- inn skrifaði á fésbókarvegg sinn í tilefni trúlofunarinnar. Ekkert hræddur við Jón stóra n Hvetur fólk til að sniðganga tónlistarhátíðina Reykjavík Live M ér finnst eitthvað siðferðislega rangt við það að nota mann sem er þekkt- ur fyrir að stunda líkamsárásir og handrukkanir í auglýsingum – óháð því hvort maðurinn hafi verið dæmdur eða ekki. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann hafi stund- að þessa iðju. Það er hallæris- legt að nota slíka fígúru til að auglýsinga einhvern viðburð og gott dæmi um þessa aum- ingjadýrkun sem ríkir hér á landi,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumað- ur á skammtímaheimili fyrir unglinga, en Sigurður hvatti vini sína á Facebook til að sniðganga tónlistarhátíðina Reykjavík Live vegna auglýs- ingar hátíðarinnar með Jóni Hilmari Hallgrímssyni í aðal- hlutverki, betur þekktum sem Jóni stóra.  Í auglýsingunni sést leik- arinn Damon Younger, sem hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á siðblinda glæpamann- inum Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik, keyra um með Jón í farangursrými Humm- er-bifreiðar undir setning- unni; Þessi var ekki búinn að tryggja sér miða á Reykjavík Live.  Sigurður Hólm segir mik- ið af ungu fólki horfa upp til manna eins og Jóns stóra. „Það er til mikið af ungu fólki sem er svolítið týnt og er að finna sér fyrirmyndir og horfir upp til þessa manns. Með þessari auglýsingu er verið að réttlæta þessa upp- hefð og ýta undir dýrkun á þekktum ofbeldishrott- um. Ég sé ekki tilganginn með þessu og langar að vita hverjum datt þetta í hug og hver hugmyndin sé að baki,“ segir Sigurður sem hvetur fólk til að sniðganga hátíð- ina. „Þarna verður eflaust fullt af fínu tónlistarfólki að spila sem hefur ekkert með þessa auglýsingu að gera en mér finnst við verða að taka afstöðu til þess hvernig hlut- irnir eru bornir á borð. Þar sem mér finnst rangt að aug- lýsa hátíð með þekktum of- beldishrottum er það eina sem ég get gert að sniðganga þessa hátíð.“  Sigurður segir óþolandi hvað menn eins og Jón stóri fái mikla athygli í fjölmiðlum. „Það er alltaf verið að birta viðhafnarviðtöl við þessa menn. Það virðist enginn gagnrýna þetta lið. Þeir fá að tjá sig án þess að fá gagnrýn- ar spurningar,“ segir hann en bætir aðspurður við að hann óttist ekki Jón stóra. „Það eru mörg ár síðan ég hætti að vera hræddur við svona hrotta. Það er löngu liðin tíð. En ef honum líður eitthvað betur með það að ógna fólki sem gagnrýnir hann þá gerir hann það bara. Ég lifi það af.“ indiana@dv.is Kominn með nóg af aumingjadýrkun Sigurður Hólm segir mikið af ungu týndu fólki sem vanti fyrirmyndir og horfi upp til manna eins og Jóns stóra. Með því að nota hann í auglýsingu sé verið að réttlæta þessa upphefð. Rjúpa Hundurinn er „litla barnið“ hennar Írisar. Einelti Íris segir það í tísku að tala illa um husky- hunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.