Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 2
Á svipuðum tíma og kröfuhaf- ar eignarhaldsfélags í eigu Péturs Guðmundssonar þurftu að afskrifa 3,5 millj- arða króna vegna skuldar sem ekkert fékkst upp í hjá fyrir- tækinu lauk byggingu 80 milljóna króna sumarbústaðar Péturs. Óvíst er hvert markaðsvirði bústaðarins er en brunabóta- matið hljóðar upp á áðurgreinda upphæð. Sumarbústaðurinn er í Grímsnes- og Grafningshreppi og er samkvæmt Fasteignaskrá 260 fermetrar. Bústaðurinn í nokkur ár á teikniborðinu Sumarbústaðurinn er með stærri sumarbústöðum landsins þó hann sé án efa ekki sá stærsti. Hann er á landinu Kiðjabergi og eru nokkrir aðr- ir sumarbústaðir í grenndinni. Bú- staðurinn var kominn á teikniborðið um miðjan síðasta áratug en sam- kvæmt fasteignaskráningu varð Pétur eigandi að honum fyrripart ársins 2011. „Er ekki í lagi heima hjá þér?“ spurði Pétur þegar blaðamaður leitaði eftir upplýsingum um sumarhúsið. Bústaðurinn er sannkallað glæsi- hýsi og gnæfir hann yfir aðra bústaði á svæðinu. Hann er með óhindrað útsýni yfir Hvítá og er hann byggð- ur þannig að útsýni er úr mörg- um herbergjum yfir ána. Glervegg- ur er á einni hlið hússins, þeirri er snýr að Hvítá. Stór verönd, þar sem meðal annars er setlaug og myndar- legt grill, snýr einnig þannig að út- sýni er yfir ána. Steinsnar frá sum- arbústaðnum er svo Golfklúbburinn Kiðjaberg þar sem hægt er að leika átján holur. Vaktað með myndavélum Umhverfið í kringum bústaðinn er heldur látlaust og hefur Pétur leyft lyngi og öðrum gróðri að vaxa í kring- um bústaðinn óhindrað. Þá er ekki búið að girða sumarbústaðarlóðina af en aðrir bústaðir standa nokkuð nærri sumarhöll Péturs. Það þýðir þó ekki að Pétur fylgist ekki með þeim sem koma að bústaðnum og sá blaða- maður að minnsta kosti eina eftirlits- myndavél fyrir utan bústaðinn og var viðvörunarskilti fyrir utan sumarbú- staðabyggðina þar sem varað var við eftirlitsmyndavélum og vaktmanni. Samkvæmt teikningum af hús- inu er í því að finna fjögur herbergi, rúmgóða stofu, eldhús, stóra ver- önd beggja vegna hússins, gufubað, útisturtu og áðurnefnda setlaug. Þar að auki eru tvö klósett, þvottahús og 70 fermetra bílskýli. Með puttana í milljarðaskuldum Pétur var umsvifamikill í bygginga- geiranum fyrir hrun og áttu fyrir- tæki í hans eigu líka hluta í íslensku bönkunum. Hrunið fór ekki vel með fyrirtæki Péturs og töpuðust millj- arðar við bankahrunið og þegar húsnæðisbólan sprakk. Höfðaborg ehf., eignarhaldsfélag í eigu Péturs, skildi til að mynda eftir sig 3,5 millj- arða króna skuldir sem ekkert fékkst upp í þegar félagið fór í þrot á síð- asta ári. 80 milljóna sumarhöll 2 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur App sem eykur öryggi 112 Iceland er nýtt snjallsímaforrit eða „app“ fyrir ferðafólk. Með for- ritinu geta ferðamenn kallað eft- ir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð, „brauð- mola“, en slíkar upplýsingar geta skipt sköpum ef óttast er um afdrif viðkomandi ferðalanga og leit þarf að fara fram. Ekki er þörf á gagna- sambandi til þess að nýta forritið, hefðbundið GSM-samband nægir, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að Valitor þróaði for- ritið í samvinnu við hugbúnað- arfyrirtækið Stokk en því er ætlað að auka öryggi ferðamanna hér á landi og þéttir það öryggisnet sem fyrir er í landinu. Að verkefninu hafa einnig komið Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra. Snjallsímaforritið 112 Iceland má einnig nota erlendis en sam- skiptin fara þó alltaf fram í gegn- um númerið 112 á Íslandi. Í slík- um tilvikum hefur Neyðarlínan samband við viðbragðsaðila í við- komandi landi sem aðstoðar síðan þann einstakling er í hlut á. Unnt er að sækja snjallsímafor- ritið 112 Iceland á safetravel.is, í gegnum iPhone App Store eða á Play Store hjá Google fyrir þá sem eru með Android-síma. Illa farið hross Myndband af hrossi frá Þormóðs- holti í Akrahreppi hefur ver- ið í umferð á netinu undan- farna daga. Hrossið er með ljótt sár vinstra megin í náranum og annað smærra sár hægra megin. Þegar DV hafði samband við bóndann á bænum til að óska eft- ir nánari upplýsingum um mynd- bandið og sárin á hrossinu kvaðst bóndinn ekki vilja tjá sig um það. „Þarf ég eitthvað að fræða fólk um það?“ sagði hann. Athygli hér- aðsdýralæknis var vakin á málinu og hefur hann farið og kannað aðstæður og ástand hrossins. Í samtali við DV segir Halldór Run- ólfsson, yfirdýralæknir hjá Mat- vælastofnun, að Matvælastofnun hafi borist nokkrar tilkynningar vegna málsins. „Það voru strax gerðar kröfur á eiganda bæjarins um að kalla til dýralækni og mun bóndinn hafa kallað til sjálfstætt starfandi dýra- lækni til að líta á dýrið. Einnig var farið í fleiri aðgerðir til að koma í veg fyrir að þetta gerðist aftur. Það er búið að bregðast við þessu eins og hægt er.“ Aðspurður segir Halldór að héraðsdýralæknir hafi áður þurft að hafa afskipti af meðferð hesta á þessum sama bæ. „Er ekki í lagi heima hjá þér? n Félag Péturs Guðmundssonar fékk 3,5 milljarða afskrifaða Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Glæsilegt Ekki er hægt að segja annað en að sumarhúsið sé glæsileg bygging. Gott útsýni Úr flestum herbergjum bústaðarins er óskert útsýni yfir Hvítá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.