Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 8
Árásin á Hlemmi eðlileg
n Formaður Bjartsýnisflokksins til varnar öryggisverði
Þ
egar einhver hótar manni
þá hefur maður rétt til þess
að gera eitthvað,“ segir Einar
Gunnar Birgisson, formaður
Bjartsýnisflokksins, í samtali við DV.
Hann sér sig knúinn til að stíga fram
til varnar öryggisverðinum Andr-
ési Björgvinssyni sem í síðustu viku
var vikið úr starfi fyrir að hafa ráð-
ist á vegfaranda á Hlemmi. Á mynd-
bandi af atvikinu sem blaðamaður
Grapevine tók má sjá þegar öryggis-
vörðurinn slær vegfaranda í höf-
uðið, sparkar í hann og kastar hon-
um utan í vegg. „Eðlileg viðbrögð,“
segir Einar Gunnar.
Honum finnst árás öryggis-
varðarins ekki vera af því tagi að
hægt sé að kalla það ofbeldisverkn-
að: „Það sá ekki nokkurn skapað-
an hlut á þessum manni. Þetta var
svona venjulegt útkast eins og fer
fram hundrað sinnum hverja ein-
ustu helgi á börum í Reykjavík.“
Hann gagnrýnir kjallaragrein
Thelmu Ásdísardóttur, starfsmanns
hjá Drekaslóð, sem birtist í DV á
mánudag. Þar segist Thelma ekki
fordæma manneskjuna sem beit-
ir ofbeldi, heldur ofbeldið sjálft, en
í greininni vísar hún til árásar ör-
yggisvarðarins.
Einar Gunnar segir að öryggis-
vörðurinn hafi verið að verjast
„andlegu ofbeldi“ af hálfu vegfar-
andans sem hafi öskrað og haft í
hótunum. „Ef öryggisvörður vísar
manni út þá ber manni að hlýða.“
Hann segir ekkert óeðlilegt við
árás öryggisvarðarins, sem margir
hafa þó fordæmt. „Getur ekki verið
að venjulegt fólk missi stjórn á sér
í þessari stöðu og taki manninn
hreinlega og hendi honum út?“
Í svoleiðis aðstæðum sé skiljan-
legt og eðlilegt að bregðast við
með líkamlegu ofbeldi. „Já, það er
allavega mjög eðlilegt að bregðast
þannig við þegar verið er að hóta
manni.“
8 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur
Íslenskur sálfræðingur mat
Breivik:
Reyndi að
sannfæra
teymið
Anders Behring Breivik reyndi
að sannfæra sálfræðiteymi sem
sá um greiningu á honum um að
ganga til liðs við sig og hugmynda-
fræði sína. Þetta kom fram í máli
Maríu Sigurjónsdóttur geðlæknis
sem var yfirlæknir teymisins sem
kannaði geðheilbrigði Breivik á
þriggja vikna tímabili og mat það
hvort hann væri sakhæfur. Hún
segist ekki hafa metið það sem
svo að um geðrof væri að ræða hjá
Breivik.
Fylgst var með Breivik nánast
allan sólarhringinn í þrjár vikur
og taldi sálfræðiteymið að hann
væri að reyna að sannfæra sig
um ágæti hugmyndafræði sinnar.
Hann gat þó skilið að það deildu
ekki allir hugsjónum hans. María
segir að teymið hafi ekki lesið fyrri
rannsókn sem geðlæknar gerðu á
Breivik til að tryggja að það hefði
ekki áhrif á greiningu þeirra. Þeir
Torgeir Husby og Synne Sørheim
höfðu áður komist að því að Brei-
vik þjáðist af ofsóknargeðklofa.
Sextán af átján sérfræðingum
teymisins mátu það sem svo að
Breivik væri sakhæfur, einn þeirra
var ekki viðstaddur fundinn og
einn kvaðst ekki vera viss. Seg-
ir María að teymið hafi ákveðið í
upphafi að leita ekki eftir sérstök-
um geðsjúkdómum eða geðrofi
heldur meta stöðuna eftir þessar
þrjár vikur af eftirliti. Fylgst var
með Breivik í hversdagslegum
aðstæðum svo sem þegar hann
borðaði eða vann á tölvu.
Trúfélög
bönnuð í
skólum
Á mánudag samþykkti fræðslu-
ráð Hafnarfjarðar viðmiðunarregl-
ur um samskipti leik- og grunn-
skóla Hafnarfjarðar við trú- og
lífsskoðunarfélög. Tekið er fram í
fyrsta lið að hlutverk skóla sé að
fræða nemendur um ólík trúar-
brögð og lífsskoðanir samkvæmt
gildandi aðalnámskrá og náms-
efni. Trú- og lífsskoðunarfélög-
um er því ekki lengur heimilt að
stunda starfsemi innan veggja
leikskóla og grunnskóla Hafnar-
fjarðar á skólatíma, sama á hvaða
formi um ræðir. Fram kemur að
skólastjórnendur geti þó boðið
fulltrúum trúar- eða lífsskoðunar-
félaga að heimsækja kennslu-
stundir í trúarbragðafræði eða
lífsleikni undir handleiðslu
kennara.
n Íslenskir fangar geta fengið að afplána undir rafrænu eftirliti
N
okkur fjöldi fanga er farinn
að afplána dóma sína í raf-
rænu eftirliti. Slík afplánun
hófst í fyrsta skipti í apríl.
Enginn fangi getur afplán-
að meira en 240 daga með rafrænu
eftirliti og enginn fangi sem dæmd-
ur hefur til skemmri refsingar en 12
mánuði óskilorðsbundið. Páll Win-
kel fangelsismálastjóri segir rafræna
eftirlitið hafi reynst vel en að það sé
ennþá í prófun. Öryggismiðstöð-
in sér um rafræna eftirlitsbúnaðinn
og er því í raun búið að einkavæða
hluta af eftirlitskerfi fangelsismála á
Íslandi.
Nýtt þrep í afplánun
Rafrænt eftirlit er ný lausn innan
fangelsismálakerfisins hér á landi
og bætist við þau úrræði sem þegar
eru í boði fyrir fangelsismálayfirvöld
að beita í málefnum fanga. Ekki er
um að ræða einhvers konar viðbót
við þær lausnir sem þegar eru í boði,
eins og varðandi opin fangelsi, vernd
og reynslulausn fanga. Það kemur
þó vel til greina að skoða hvort nýta
eigi rafrænt eftirlit á öðrum stigum
afplánunar. „Já, ef við teljum ástæðu
til þess þá kemur það alveg til álita,“
segir Páll.
Rafræna eftirlitið virkar þannig að
ef GPS-ökklabandið sem fangar sem
lúta slíku eftirliti bera nemur að þeir
séu farnir út af fyrirframskilgreindu
svæði, eða inn á skilgreint bann-
svæði, eða séu ekki á réttum stað á
réttum tíma fær Öryggismiðstöðin
boð um það og grípur til viðeigandi
ráðstafana, samkvæmt því sem fram
kemur í frétt um málið á vef Fangels-
ismálastofnunar.“
Einkavæðing í fangelsismálum
Fá dæmi eru til um jafn mikla
einkavæðingu í fangelsismálum á Ís-
landi og rafræna eftirlitið er. Fangels-
ismálastofnun treystir á Öryggismið-
stöðina, sem er í meirihlutaeigu VÍS
og að hluta í eigu forstjóra fyrirtæk-
isins, Ragnars Þórs Jónssonar, þegar
kemur að rafræna eftirlitinu. Samn-
ingur var gerður á milli Öryggismið-
stöðvarinnar og Fangelsismálastofn-
unar um eftirlitið í mars síðastliðinn.
Öryggismiðstöðin hefur um-
sjón með búnaðinum sem not-
aður er til eftirlitsins. Hann er af
gerðinni BluTag og á honum er með-
al annars fiktvörn á bæði skel og ól.
Í gegnum búnaðinn er hægt að skil-
greina bannsvæði og þau svæði sem
fanginn má ferðast um á. Búnað-
urinn er vatnsheldur fyrir allt að 15
metra dýpi og er ljóst að erfitt er að
reyna að fá búnaðinn til að hætta
að virka. Rafhlaðan á ökklabandinu
dugar í allt að 60 klukkustundir á
hverri hleðslu.
Þurfa að vera heima á nóttunni
Þegar einstaklingi er dæmd refsing
til 12 mánaða fangelsisvistar óskil-
orðsbundið getur viðkomandi feng-
ið að afplána 30 daga undir rafrænu
eftirliti. Afplánun undir rafrænu
eftirliti lengist um tvo og hálfan dag
fyrir hvern dæmdan mánuð en get-
ur hið mesta orðið 240 dagar, eða
um átta mánuðir.
Fangar sem afplána með raf-
rænu eftirliti þurfa að hafa fastan
dvalarstað sem samþykktur er sér-
staklega af fangelsismálastofn-
un. Fangarnir þurfa einnig að vera
undantekningarlaust á dvalarstað
sínum á milli 18 og 19 á kvöldin og
aftur frá klukkan 23 á kvöldin til 7
á morgnana á virkum dögum. Um
helgar þurfa fangar að vera heima
við frá klukkan 21 á kvöldin til 7 á
morgnana. Auk þess eru almennari
skilyrði eins og að fangi neyti ekki
áfengis eða ávana- og fíkniefna
og að hann fremji ekki refsiverð-
an verknað. Fangelsismálastofnun
er einnig heimilt að krefjast þess
að fangi undirgangist rannsókn á
öndunarsýni eða blóð- og þvag-
rannsókn.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Hafa visst frelsi Þeir sem
sæta rafrænu eftirliti hafa allir
fengið 12 mánaða óskilorðsbund-
inn dóm eða þyngri dóm. Myndin
er sviðsett. MyNd RóBERt REyNissoN
Ökklaband Búnaðurinn sem notaður er
í rafrænu eftirliti er af gerðinni BluTag og
er það Öryggismiðstöðin sem sér um að
útvega hann.
Búið að einkavæða
eftirlit með föngum
„Venjulegt
útkast“ Einar
Gunnar Birgisson,
formaður Bjart-
sýnisflokksins.