Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Síða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 13. júní 2012 K röfuhafar eignarhaldsfélags- ins Bergsins ehf. hafa af- skrifað tæplega 3,8 milljarða króna vegna lánveitinga til félagsins. Eigendur félags- ins voru Steinþór Jónsson, athafna- maður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jónmundur Guðmarsson, núver- andi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Heildarkröfurn- ar í bú Bergsins námu 3.775.983.824 krónum og var félagið eignalaust við gjaldþrotaskiptin. Ingi Poulsen, skiptastjóri Bergs- ins, gat ekki veitt DV upplýsingar um uppgjörið á þrotabúi Bergsins þegar eftir því var leitað á þriðjudaginn. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um skuldastöðu Bergsins og lánveit- endur þess liggur hins vegar nokkurn veginn fyrir hvaða fjármálafyrirtæki það eru sem þurfa að afskrifa kröfur sínar á hendur Berginu – Sparisjóða- bankinn, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, nú Drómi. Keyptu fyrir fjóra milljarða Bergið keypti hlutabréf í Sparisjóða- banka Íslands síðla árs 2007 fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Um var að ræða 9,5 prósenta hlut í bank- anum og varð Bergið í kjölfarið einn stærsti hluthafi bankans. Spari- sjóðurinn í Keflavík var sömuleið- is stór hluthafi með um 12 prósenta eignarhlut. Formaður bankaráðs Sparisjóðabankans var Geirmund- ur Kristinsson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Lánin til að kaupa hlutabréfin í Sparisjóðabankanum komu frá bankanum sjálfum og frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Spari- sjóðnum í Keflavík. Lánveitingin frá Sparisjóðabankanum nam rúmlega 1,1 milljarði króna en Steinþór, einn af eigendum Bergsins, var varafor- maður bankaráðs hans á þessum tíma. Stærstur hluti lánsins, um tveir milljarðar króna, kom hins vegar frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is. Lánin til Bergsins voru að mestu í erlendum myntum, svissneskum frönkum og japönskum jenum. Breyttu lánareglum bankans Lánveitingin til Bergsins var hluti af rúmlega 8,7 milljarða króna lán- veitingum frá Sparisjóðabankanum til starfsmanna sinna á seinni hluta árs 2007 en fjármunirnir voru not- aðir til að kaupa bréf í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er rakið hvernig bankaráð Spari- sjóðabankans breytti lánareglum sínum til að geta veitt starfsmönn- um lánin. Veðin fyrir lánunum voru í hlutabréfunum sjálfum. Í fundargerð stjórnar Ice- bank þann 7. október 2007 kom eftir farandi fram: „Í minnisblaði bankastjóra [Finns Sveinbjörnsson- ar, innskot blaðamanns] er lagt til að formanni bankaráðsins og varafor- manni verði veitt fullt umboð til þess að ganga til samninga við lántaka úr hópi kaupenda um lánsfjárhæðir og lánskjör með fulltingi sérfræðinga bankans auk ytri endurskoðenda verði það talið heppilegt. Var það samþykkt samhljóða.“ Í kjölfar þessa, samkvæmt því sem segir í rannsóknarskýrslunni, samþykkti bankaráð Sparisjóða- bankans að breyta reglum um eig- in verðbréfaviðskipti stjórnenda bankans „…til að gera þeim kleift að kaupa hluti í bankanum í gegn- um félög í þeirra eigu.“ Bankaráðið samþykkti einnig að bankinn lán- aði fyrir kaupunum á hlutabréfun- um og að bréfin sjálf yrðu tekin sem veð og að ekki yrði farið fram á nein- ar viðbótartryggingar. Í skýrslunni kemur einnig fram að eftir að þetta var samþykkt hafi verið ákveðið á fundi í lánanefnd bankans að veita Berginu lán til hlutabréfakaupa í bankanum. Stjórnendur Sparisjóðabankans ákváðu því að breyta reglum hans um viðskipti með bréf í bankanum svo þeir gætu lánað sér sjálfum og starfsmönnum fyrir hlutabréfum í bankanum. Þessir stjórnendur og starfsmenn bankans skuldsettu svo eignarhaldsfélög sín um milljarða króna í kjölfarið vegna umræddra hlutabréfakaupa. Þessi lán til félag- anna hafa verið eða verða að lang- mestu leyti afskrifuð, líkt og í tilfelli Bergsins. Lánaði 370 milljónir án veða Í viðtali við DV í fyrrasumar viður- kenndi Steinþór að hafa verið milli- liður fyrir Sparisjóðinn í Keflavík í viðskiptum Bergsins en til stóð að sparisjóðurinn yrði hluthafi í fé- laginu. Af þessum sökum lagði Sparisjóðurinn í Keflavík Berginu til 370 milljóna króna lán sem notað var sem hluti af eiginfjárframlagi fé- lagsins í viðskiptunum. Steinþór sagði við DV að hlut- hafar Bergsins hefðu lagt fram eig- infjárframlag sem var einn þriðji hluti af kaupverði hlutabréfanna í Sparisjóðabankanum – hluti af eig- infjárframlaginu var hins vegar lánsfé.  „Það voru margir hluthaf- ar í Berginu og einn af þeim stóð til að yrði Sparisjóðurinn í Keflavík […] Það sem var skráð á mig var 8 pró- sent af þessu eigin fé sem Bergið lagði fram, sem sparisjóðurinn átti að leggja fram, til þess að eignast hlut í Berginu. Það var gerður samn- ingur um það sérstaklega. Þetta var bara sett á heimild til að byrja með til þess að klárast. Sparisjóðurinn ætl- aði að eignast í Berginu, það var hug- myndin. Það var sett á mitt nafn til að klára þetta,“ sagði Steinþór. Spari- sjóðurinn í Keflavík virðist því hafa átt að eignast hlutabréfin í Berginu sem Steinþór var skráður fyrir. Í  skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu um starfsemi Sparisjóðsins á árun- um fyrir hrunið 2008, þar sem sett er fram margvísleg gagnrýni á starf- semi sjóðsins, kemur meðal annars fram að 370 milljóna króna lánið til Bergsins hafi verið veitt án nokkurra veða. DV greindi frá skýrslu Fjár- málaeftirlitsins í fyrrasumar en hún var unnin um haustið 2008. Berg- ið var því fjármagnað af að minnsta kosti þremur sparisjóðum. Jónmundur sagði viðskiptin eðlileg Í viðtali við DV í byrjun apríl 2009 sagði Jónmundur að hann hefði keypt hlutabréf í Berginu fyrir sparifé sitt. Jónmundur sagði jafnframt að ekk- ert hefði verið athugavert við við- skiptin. „Já, ég keypti hlut í félaginu. Mér bauðst að kaupa hlutabréf í því og ég gerði það og hætti þar með mínu sparifé […] Það getur nú ekki talist undarlegt að menn hafi tek- ið ákvörðun um að verja sparifé sínu með tilteknum hætti […] Ég sé bara ekkert athugavert við það að bæj- arstjórnarmenn eins og hverjir aðr- ir geti tekið ákvörðun um það hvort þeir kaupa hlutabréf í félögum eða ekki. Þarna er ekkert annað á ferðinni en bara eðlileg viðskipti,“ sagði Jón- mundur. Þá sagði Steinþór, í yfirlýsingu sem hann sendi DV í apríl 2009, að eigend- ur Bergsins hefðu verið stoltir hluthaf- ar í Sparisjóðabankanum fram að því. „Hluthafar Bergsins hafa verið stolt- ir eigendur í mikilvægum banka í ís- lensku þjóðlífi og þykir miður að fram- tíð hans sé í óvissu um þessar mundir, en vona um leið að stjórnvöld sjái hag sinn í að tryggja framtíð hans.“ Nú liggur hins vegar fyrir að við- skipti Bergsins með hlutabréfin í Sparisjóðabankanum fóru fram eft- ir að stjórn Sparisjóðabankans hafði breytt lánareglum bankans til að hægt yrði að fjármagna hlutabréfakaup starfsmanna í honum. Þá liggur jafn- framt fyrir að hluti lánanna var veittur án veða eða eingöngu með veðum í hlutabréfunum sjálfum sem keypt voru. Að lokum liggur fyrir að lánveit- endur þurfa að afskrifa tæplega fjóra milljarða af kröfum sínum á hendur Berginu. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þarna er ekkert annað á ferðinni en bara eðlileg viðskipti. n Sparisjóðirnir veittu Berginu lán til hlutabréfakaupa n Félagið reyndist eignalaust AfskrifA milljArðA hjá steinþóri og jónmundi Var milliður Steinþór Jónsson var milliliður í viðskiptum Spari- sjóðsins í Keflavík og Sparisjóða- bankans í gegnum Bergið. Kröfuhafar félagsins hafa nú afskrifað tæpa fjóra milljarða vegna félagsins. Eðlileg viðskipti Jónmundur Guðmarsson segir að viðskipti Bergsins hafi verið eðlileg en í þeim fékk félagið meðal annars veðlaust lán upp á 370 milljónir frá Sparisjóðnum í Keflavík. Geirmundur Kristinsson var sparisjóðsstjóri í Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.