Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 13
Fréttir 13Miðvikudagur 13. júní 2012 „Óttinn er alltaf til staðar“ n Stundaði áður afbrot fyrir Börk n Var hótað og unnustan tekin í gíslingu n Flúði út á land hagnaðinn. Ég gerði allt fyrir hann sem hann bað mig um, hvort sem það var þjófnaður eða barsmíðar.“ Maðurinn ungi taldi Börk áður til vina sinna og leit upp til hans. Hann segir strákana sem eru í kringum Börk öðlast virðingu í undirheimunum og um leið njóti þeir verndar. „Börkur á þessa stráka og lætur þá gera allt sem honum dettur í hug, það sem honum þókn- ast hverju sinni. Þjófnaðir, árásir, rukkanir, og margt fleira ólöglegt sem honum finnst vera fullkom- lega eðlilegt. Ég var einn af þessum strákum.“ Hann segir Börk vera þekktan fyrir að búa til skuldir á fólk og svíf- ast einskis til að fá skuldirnar borg- aðar. „Menn sem kannski segja honum ósatt eða koma ekki hreint til dyranna. Slíku fólki er refsað með sektum eða barsmíðum. Í til- vikum sem Börkur hefur innheimt skuldir og viðkomandi svarar ekki símtali hefur hann lagt 50 þúsund krónur ofan á viðkomandi skuld fyrir að ekki var svarað í símann. Ef viðkomandi borgar ekki á tilsettum tíma eru settir vextir á skuldirnar og svo háar að viðkomandi „skuldari“ á eftir að skulda honum fjárhæðir út lífið.“ Enginn þorði að kæra Þrátt fyrir að Börkur eigi að hafa stundað meinta handrukkun og beitt fjölda fólks ofbeldi um árabil var hann aðeins nýlega hnepptur í varðhald. Maðurinn segir að enginn hafi þorað að kæra Börk af ótta við hefndaraðgerðir. „Mönnum er oft sleppt að loknum yfirheyrslum og maður tók ekki áhættuna. Ég held að það sé það sem þessi fjölmenni <hópur sem vill kæra hann hafi ótt- ast mest. Að þurfa að mæta honum.“ Hann hvetur aðra til að stíga fram og leggja fram kæru. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég aldrei farið upp á lögreglustöð í góðu. Ég hef dúsað mörgum sinnum upp á Hverfisgötu fyrir alls konar bull sem ég sé nú eftir. En við fengum mjög góðar viðtökur frá yfirvöldum. Okkur var boðin vernd og þeir [lögreglan] veita okkur allan þann styrk sem við þurfum. Mér finnst ótrúlega frábært hvað lögreglan sér hvað fólk er að ganga í gegnum og styður fórnarlömbin al- gjörlega. Ég bjóst ekki við þessum móttökum og ég hvet aðra sem hafa lent í Berki að stíga fram og leggja fram kæru því það á enginn að geta komist upp með svona. Ég vil líka segja þessa sögu öðrum til varnaðar. Fólki sem umgengst hann og þarf að umgangast hann. Það geta allir lent í því sama og ég.“ Vill ekki vera hundur í bandi brjálæðings Í dag segist hann vera laus úr heimi afbrota og glæpa og þangað ætli hann aldrei að fara aftur. „Í dag get ég farið út í daginn með vinum sem eru alvöru vinir mínir og við getum farið og gert eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir að fara út í þeim til- gangi að brjóta lög. Stela þessu, gera þetta og gera hitt. Vera í rauninni bara hundur í bandi hjá einhverj- um einstaklingi sem er snarbilað- ur og maður veit ekkert hvort mað- ur verði lifandi á morgun eða ekki. Þannig að ég tel mig vera kominn út úr þessum heimi og hef ekki sam- skipti við marga sem tengjast undir- heimum. Sem er bæði gott fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil reyna að byggja upp traust aftur við fjölskylduna sem hef- ur glatast. Ég ætla að reyna að taka saman við konuna mína aftur og stefni á að nýta hæfileika mína í eitt- hvað annað en að stunda glæpi. Ég tel mig vera lausan úr þessum heimi og mig langar aldrei að fara í hann aftur,“ segir hann að lokum. Stígur fram Ungi maðurinn var í felum í ár eftir að Börkur hótaði honum og tók unnustu hans í gíslingu. Mynd: Eyþór ÁrnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.