Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Síða 22
22 Menning 13. júní 2012 Miðvikudagur Fann ástina aftur hjá Íslendingi n Glen Hansard og Markéta týndu ástinni n Markéta og Míó Þórisson upptökustjóri nýtt par H in tékkneska Markéta Irglová fagnaði á sunnudaginn þegar söngleikurinn Once vann til átta Tony-verðlauna. Söngleikurinn er byggður á indí-myndinni Once, með henni og tónlistarmanninum Glen Hansard í aðalhlutverk- um. Myndin er frá árinu 2007 og er rómantísk. Fjallar um tvo tónlistarmenn í Dublin sem fella hugi saman. Markéta og Glen sömdu saman lög myndarinnar, þeirra á með- al, Falling Slowly, sem fékk Óskarsverðlaun það árið fyr- ir besta frumsamda lagið. Kvikmyndin vann einnig til verðlauna á Sundance-kvik- myndahátíðinni og féll víða í góðan jarðveg. Markéta og Glen Hansard urðu ástfangin meðan á tökum myndarinnar stóð en hættu saman árið 2009. Þau héldu áfram samstarfi og stofnuðu meðal annars sveitina Swell Season sem spilaði hér á landi í apríl á síðasta ári. Glen spilaði einnig á Bræðslunni á síðasta ári og á rómuðum tónleikum á Rósen- berg og vakti mikla lukku á tónleikum sínum. Þau Glen og Markéta hafa því bæði dvalið um stund á Ís- landi og þótt þau hefðu týnt ástinni til hvors annars þá fann að minnsta kosti annað þeirra hana aftur. Markéta fann nefnilega ástina aftur hjá Íslendingnum Sturlu Míó Þórissyni, upptöku- stjóra í hljóðverinu Gróður- húsinu. Þau hafa hist um skeið og eru stödd í Bandaríkjun- um um þessar mundir en snúa aftur hingað til lands seinna í mánuðinum. Eyða fordómum Halaleikhópurinn var stofn- aður 27. september 1992 og verður því tuttugu ára í haust. Það sem einkennir leikhópinn er að öllum er heimilt að taka þátt og hef- ur það bæði vakið eftirtekt og skapað honum sérstöðu í hópi áhugaleikfélaga. Þannig hefur Halaleik- hópurinn lagt sitt af mörk- um við að eyða fordómum í garð fatlaðra í samfélaginu. Það að vera fatlaður er eitt- hvað sem hreinlega gleym- ist í Halaleikhópnum. Í vet- ur sýndi hópurinn verkið Hassið hennar mömmu, eftir Dario Fo, við góðar undirtektir. Í tilefni af 20 ára afmæli Halaleikhópsins er stefnt að því að vera með ljós- myndasýningu í haust þar sem sýndar verða ljós- myndir frá starfseminni frá upphafi til dagsins í dag. Einnig munu félagar í hópnum standa fyrir upp- ákomum í Krika, sumar- húsi Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, sem stendur við Elliðavatn. Til stendur að Halaleikhópur- inn verði þar 2. júní, 7. júlí og mögulega oftar. Hljómsveitin Kiriyama Family heldur útgáfutón- leika í Þjóðleikhúskjallaran- um fimmtudaginn 14. júní. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en húsið verður opnað 21.00. Platan sem er sam- nefnd hljómsveitinni hefur fengið mjög góðar undirtekt- ir og má helst nefna fjögurra stjörnu umsagnir hjá tónlist- arrýnendum Fréttatímans og Fréttablaðsins. Á plötunni má finna lag- ið Weekends en það situr nú í öðru sæti á Vinsældarlista Rásar 2. Forsala á tónleikana er í fullum gangi og kostar miðinn 2.000 kr., en miðar við hurð eru seldir á 2.500 kr. Útgáfutónleikar Kiriyama Family Valtari í 1. sæti Nýjasta stúdíóplata Sigur Rósar, Valtari, sem kom út fyrir viku hefur hlotið ágætar viðtökur. Platan náði strax 1. sæti á ís- lenska listanum. Platan hefur einnig hlotið góðar viðtökur erlendis og hef- ur hljómsveitin náð sín- um besta árangri hingað til á sölulistum í eftirtöld- um löndum: 1. sæti á listanum í Írlandi 7. sæti í Bandaríkjunum 4. sæti í Japan 5. sæti í Belgíu 18. sæti í Hollandi Glen og Markéta í Once Markéta fagnaði 8 Tony-verðlaunum söngleiks byggðum á myndinni. H ljómsveitin White Signal hefur vak- ið mikla og verð- skuldaða athygli fyrir vandaða, frumsamda tónlist og flutning. Hljóm- sveitin var skipuð fimm ung- um tónlistarmönnum á aldr- inum 15–17 ára – Guðrúnu Ólafsdóttur, Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur, Brynjari Guð- laugssyni, Snorra Erni Arnar og Katrínu Helgu Ólafsdóttur. Nú hafa þrír meðlima gengið úr sveitinni og segja ástæðuna þá að þeir vilji meira sjálfstæði og minni afskipti umboðs- manns sveitarinnar. Sá er faðir annarrar söngkonunnar, Guð- rúnar. Vilja vera einlæg Þau Katrín, Sólrún Mjöll og Brynjar mættu á ritstjórnar- skrifstofu DV í stutt spjall um breytingarnar. „Við viljum vera sjálfstæð. Ekki fá allt upp í hendurnar og við viljum spila eftir hjart- anu,“ segir Katrín Ólafsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar. „Við leggjum mikinn metn- að í að semja okkar eigið efni og viljum vera sem einlægust í því ferli. Þetta er auðvitað sorglegt, við vorum svo mikið saman en okkur fannst við þurfa að gera þetta,“ segir Katrín. „Við viljum upplifa þetta sem okkar verkefni,“ útskýrir Sólrún Mjöll, trymbill sveitar- innar. Sveitin tók þátt í Músík- tilraunum og heillaði gesti keppninnar. Svo fór að White Signal var kosin hljómsveit fólksins og trommari Músík- tilrauna var valinn Sólrún Mjöll. Hún hefur lært á trommur í ein sjö ár. „Ég ákvað að prófa að læra á trommur og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Sólrún Mjöll stundar að auki nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þurfa að finna sér annað nafn Sveitin leggur hart að sér við æfingar um þessar mundir og þau leita að bassaleikara. „Guðrún og Snorri halda áfram sem White Signal. Okkur þykir það svolítið skrýtið, við eigum þetta jafnt og þau. En kannski er ekkert við því að gera,“ segir Katrín. „Við finnum okkar bara annað nafn og höldum ótrauð áfram að semja tónlist. Þetta er það sem okkur þykir gaman að gera,“ segir Brynjar. „Báðar sveitirnar ættu að finna nýtt nafn,“ segir Sólrún Mjöll. Herbert kíkir í heimsókn Meðan sveitin situr inni á skrif- stofu DV opnast hurðin og inn gengur tónlistarmaðurinn Her- bert Guðmundsson. Hann er kominn á skrifstofuna til að næla sér í nokkur eintök af blaðinu en hann prýddi bak- síðu mánudagsblaðsins. „Þessa krakka kannast ég við, segir Herbert og lítur yfir hópinn. „Við vorum að spila með syni þínum á tónleikum um daginn,“ segir Brynjar og Herbert jánkar. Hann fær fregnir um klofning sveitarinnar. „Það er gott að þið hafið trú á ykkur krakkar,“ segir hann í hughreystandi tón. „Það er það sem máli skiptir. Þannig byrjaði ég. Með trú í hjarta. Það er ekki hægt að semja tónlist ef maður fær ekki að vera einlæg- ur,“ segir hann og krakkarnir kinka kolli og brosa. „Þetta var nú ágætt veganesti,“ segir Brynjar og þau hin skella upp úr. 3 liðsmenn White Signal gengu út n Vildu minni afskipti föður eins liðsmanns sveitarinnar n Stofna nýja sveit Vantar bassaleikara Þau Katrínu, Sólrúnu Mjöll og Brynjar vantar liðsauka. Mynd PressPHOtOs.biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.