Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Page 26
26 Fólk 13. júní 2012 Miðvikudagur Fötin seld fyrir heimsreisu n Diljá og Kamilla opna litla verslun á laugardaginn Þ etta er heima hjá mér í litlu risíbúðinni minni sem ég er að fara að flytja út úr,“ segir Diljá Ámundadóttir, varaborgar- fulltrúi Besta flokksins, en hún ætlar ásamt Kamillu Ingi- bergsdóttur að opna litla versl- un heima hjá sér á Njálsgötu 16 næstkomandi laugardag. Diljá tók nýlega mjög afdrifríka ákvörðun um að selja íbúðina sína, segja upp vinnunni og halda í heimsreisu. Verslun- arreksturinn á Njálsgötunni er einn þáttur í því að hreinsa út úr íbúðinni og safna fé upp í ferðina, en Diljá heldur af landi brott út í óvissuna í byrj- un ágúst. „Maður verður að taka þetta alla leið og opna litla búð heima hjá sér. Það verður farið í geymsluna, þannig þetta verða einhverjir húsmunir og dúllerí og svo föt, og Kamilla á sko ótrúlega mikið af flott- um fötum. Kamilla þarf líka að safna sér pening því hún ætl- ar að koma og heimsækja mig í nóvember, þar sem ég verð, mjög líklega í Taílandi.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem heimili Diljár er not- að sem verslunarhúsnæði en Kamilla opnaði litla verslun þar árið 2007. „Það gekk rosa- lega vel og við ætlum að endur- taka leikinn núna. Svo ætlum við bara að hafa góða tónlist í gangi og bjóða upp á gott te og lakkrís. Það var þannig síðast, þá vorum við með fullt af lakk- rís og tei og okkur finnst fyndið að hafa það aftur.“ Diljá gerir ráð fyrir að kveðjustemning muni svífa yfir vötnum á Njálsgötunni á laugardaginn enda eigi margir góðar minningar úr íbúðinni sem hún er búin að eiga í 10 ár. Hún viðurkennir að það hafi verið pínu erfitt að selja íbúð- ina. „Þetta er ljúfsárt, en það er ótrúlega gaman að eiga svona góðar minningar þaðan.“ Hún mun afhenda hana nýjum eigendum 1. júlí næskomandi. „Ég fann einmitt minnis- bók um daginn frá árinu 2002 þegar ég keypti íbúðina og var að flytja inn í hana. Í bókinni voru fjölmargir „to do“-listar sem fylgja þegar maður er að kaupa íbúð, fara með þetta skjal til sýslumanns og svona, og nú er ég með troðfulla tölvu af „to do“-listum um hvernig á selja og flytja út úr íbúð,“ segir hún hlæjandi. Viðburðurinn á laugar- daginn nefnist Búðaland dill&mill og er verslunin opin frá 12.00 á hádegi til 18.00. solrun@dv.is Gott út- hald hjá starfsfólki UNICEF Nú er hægt að heita á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Ís- landsbanka og nú þegar eru nokkrir búnir að skrá sig fyr- ir áheitum. Eva Hrönn Steindórs- dóttir, verkefnisstjóri hjá UNICEF og formaður Um- sjónarfélags einhverfra, hleypur fyrir félagið. Sjálf á hún einhverfan dreng og ætlar að hlaupa 10 kíló- metra. Það gerir Sigrún Birgisdóttir líka. Inga Dóra Pétursdóttir, samstarfskona Evu Hrannar, hleypur svo fyrir UNIFEM á Íslandi og það gerir líka Olga Eleonora M. Egonsdóttir. Það er því ljóst að það eru úthaldsgóð- ir einstaklingar í baráttunni hjá þessum öflugu góð- gerðasamtökum. Sólar sig með stjörnum Förðunarfræðingurinn Mar- grét R. Jónasardóttir, eða Magga í Make-Up Store eins og hún er gjarnan kölluð, er þessa dagana stödd í sól- inni á Frönsku rívíerunni. Samkvæmt Facebook-síðu Margrétar eru engar aðr- ar en Hollywood-stjörnu- rnar Emma Thompson og Pierce Brosnan í nágrenninu að taka upp kvikmyndina Love Punch en Joel Hopkins skrifaði handrit og leikstýr- ir myndinni. Margrét hefur lengi haldið úti vinsælli vef- síðu þar sem hún fjallar um tísku, förðun, mat og fram allt um fræga fólkið svo nú hljóp heldur betur á snærið hjá henni. Afi fékk nafna Sjónvarpskonan María Sigrún Hilmarsdóttir og eiginmað- ur hennar, Árni Pétur Jóns- son, útgáfustjóri Viðskipta- blaðsins, skírðu frumburðinn sinn um síðustu helgi. Sá stutti fékk nafnið Hilmar Árni. Afinn fékk því nafna en faðir fréttakonunnar er arkitektinn Hilmar Þór Björnsson. Hilmar Árni kom í heiminn þann 10. apríl en athygli vakti á sínum tíma þegar María Sigrún gerði sér lítið fyrir og las kvöldfrétt- irnar í Sjónvarpinu tveimur dögum áður en hún fæddi. María Sigrún og Árni Pétur giftu sig í fyrrasumar en Hilm- ar Árni er fyrsta barn þeirra hjóna. Gersemar Diljá segir Kamillu eiga ótrúlega mikið af flottum fötum sem hún ætlar að selja á laugardaginn. Tom Cruise á leið til landsins H ollywood-leikarinn Tom Cruise er vænt- anlegur hingað til lands á næstu dög- um í tengslum við tökur á kvikmynd eftir skáld- sögunni Oblivion í leikstjórn Joseph Kosinski, samkvæmt heimildum DV. Tökur á kvik- myndinni eiga að hefjast í Hrossaborgum í Mývatnssveit þann 18. júní næstkomandi. Sömu heimildir herma að Cruise hafi tekið á leigu glæsi- hýsið Hrafnabjörg í Eyjafirði meðan á dvöl hans stendur hér á landi. Hrafnabjörg voru í eigu Jóhannesar Jónsson- ar, kenndum við Bónus, áður en skilanefnd Landsbankans leysti húsið til sín í desember árið 2010. Það var svo svissneski auð- kýfingurinn Thomas Martin Seiz sem keypti húsið síð- asta vor á litlar 200 milljónir króna. Hann staðfesti í sam- tali við DV að erlendur leikari hefði tekið húsið á leigu næstu vikurnar, en sagðist þó ekki vita hver það væri. Hann sagð- ist sjálfur ekki vera í neinum í samskiptum við leigjendur hússins enda sæi leigumiðlun alfarið um þau mál fyrir hans hönd. Ferðast á milli með þyrlu Húsið, sem er 427 fermetrar og á tveimur hæðum, er teikn- að af arkitektinum Fanneyju Hauksdóttur. Á efri hæðinni eru stofa, borðstofa og eldhús í stóru og opnu rými. Miklir út- sýnisgluggar í stofunni ná al- veg niður í gólf, en í rýminu er einnig arinn. Á neðri hæðinni er tæknirými, líkamsræktar- aðstaða og tvö baðherbergi. Á lóðinni við húsið er svo 40 fermetra útisundlaug og stór heitur pottur. Ekki er vitað hvort Cru- ise verður einn í húsinu, eða hvort fjölskylda hans verður með í för. En Cruise er giftur leikkonunni Katie Holmes og eiga þau eina dóttur, Suri Cru- ise. Hvað sem því líður ætti ekki að væsa um Cruise að Hrafnabjörgum. Hann mun svo ferðast á milli glæsihýsis- ins og tökustaðarins í Hrossa- borgum með þyrlu. Cruise er ekki fyrsta stór- stjarnan sem dvelur í húsinu í tengslum við tökur á kvikmynd hér á landi, en heimildir DV herma að leikstjórinn Ridley Scott hafi einnig leigt húsið þegar hann var hér við tökur á stórmyndinni Prometheus síð- astliðið sumar. Aðrir leikar á Hótel Reynihlíð Heimildir DV herma að tvö hundruð manna tökulið komi hingað til lands vegna kvik- myndarinnar og þá mun einnig vera von á fleiri stórleikur- um úr Hollywood í Mývatns- sveitina. Morgan Free man er til að mynda í leikaraliði kvik- myndarinnar Oblivion. Heim- ildirnar herma að starfsfólk kvikmyndarinnar sé þessa dagana að koma sér fyrir á hót- elum í sveitinni og sé byrjað að undirbúa tökur. Samkvæmt sömu heimildum munu aðr- ir leikarar en Tom Cruise gista á Hótel Reynihlíð sem Erna Þórarinsdóttir, söngkona og móðir Anítu Briem leikkonu, rekur ásamt eiginmanni sín- um. Hótelið er fjögurra stjörnu og staðsett á einkar glæsileg- um stað í Mývatnssveit. Joseph Kosinski, leikstjóri Oblivion, mun hafa komið hingað til lands árið 2010 í leit að heppilegum tökustað fyrir kvikmyndina sem gerist í fram- tíðinni. Hann virðist hafa heill- ast af svæðinu í kringum Mý- vatn, en stórbrotið og eyðilegt landslagið á svæðinu hentar vel sem leikmynd fyrir kvik- myndina. Til stendur að frumsýna Oblivion á næsta ári, en áætl- aður kostnaður við gerð myndarinnar er um 12 millj- arðar íslenskra króna. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir n Tom Cruise hefur tekið Hrafnabjörg í Eyjafirði á leigu, samkvæmt heimildum Glæsihýsi Það ætti ekki að væsa um Tom Cruise að Hrafnabjörgum í Eyjafirði. Á leið til landsins Tom Cruise mun vera væntanlegur hingað til lands á næstu dögum í tengslum við tökur á kvikmyndinni Oblivion.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.