Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 4
Látin gista í iLLa Lyktandi gámi Ella Dís komin til Íslands n Dvelur á Barnaspítala Hringsins N úna vona ég að þetta gangi bara allt upp og ég geti búið mér aftur heimili með dætr- um mínum,“ segir Ragna Er- lendsdóttir móðir Ellu Dísar. Ella Dís er um þessar mundir á Barnaspít- ala Hringsins en þangað kom hún frá Englandi á mánudag, en móðir hennar fór með hana og dætur sín- ar af landi brott í desember á síð- asta ári. Hún var þá komin á enda- stöð með úrræði á Íslandi og sagðist í raun ekki hafa átt annarra kosta völ en að fara til London með dóttur sína þar sem hún fengi þá læknishjálp sem hún þyrfti.  Ragna segist ekki sjá eftir því að hafa farið til Bretlands enda hafi læknarnir komist að því hvað hafi hrjáð Ellu Dís, en það reyndist vera B2-vítamín skortur. Ragna segir að framtíðin sé bjart- ari núna en áður hjá þeim mæðgum. „Ég vonast eftir því að þessi íbúðar- mál rætist,“ segir hún. Nú tekur við að koma þeim betur fyrir hér á Íslandi, bjarga íbúðarmálum og koma Ellu Dís í skóla, en hún er sex ára og ætti að byrja í fyrsta bekk í haust í Norðlingaskóla. „Núna tök- um við bara einn dag í einu og ég bíð eftir öðru kraftaverki. Ég er búin að koma Ellu Dís heim og það er fyrir mestu,“ segir hún. Enn eru takmarkanir á því hversu mikið foreldrar hennar fá að hitta hana, en Ragna seg- ist vera búin að samþykkja það og taki fullan þátt í samstarfi við yfirvöld. „Ég legg bara fram mitt mál og reyni að leysa þetta á skynsamlegan hátt,“ segir hún. „Vonandi verður þetta vinsam- leg samvinna. Við fáum að sam- einast og eignast heimili á ný,“ segir hún að lokum. astasigrun@dv.is 4 Fréttir 15. ágúst 2012 Miðvikudagur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? IÐNAÐARRYKSUGUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryk/blautsuga Drive ZD10- 50L 1000W, 50 lítrar 27.900,- Ryk/blautsuga Drive ZD98A- 2B 2000W, 70 lítrar 42.890,- Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar 6.990,- Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar 21.900,- Þ etta var bara viðbjóður, ég hef nú gist á ýmsum stöðum en aldrei lent í öðru eins,“ seg- ir Þóra Björk Kristjánsdótt- ir sem ásamt fjölskyldu sinni lenti í heldur óskemmtilegri reynslu á dögunum. Fjölskyldan var á ferðalagi um landið í sumarfríi sínu og hafði pantað sér gistingu á gistiheimilinu Klausturhofi þar sem ætlunin var að dvelja eina nótt. „Ég var búin að hr- ingja og bóka herbergið fyrirfram. Þá var tekið niður kortanúmerið og ég borgaði herbergið og lét vita að við yrðum seint á ferðinni. Ég vildi borga fyrirfram til að bæði við og hann hefð- um tryggingu,“ segir hún og á þar við eiganda gistiheimilisins. Komið fyrir í gámi Fjölskyldan lagði svo af stað í ferða- lagið og var komið að Klausturhofi um klukkan 11 að kvöldi. Þreytt eft- ir ferðalagið biðu þau spennt eftir að fá herbergið sem þau höfðu bókað og borgað fyrir. Af lýsingum á heima- síðu gistiheimilisins að dæma var líka um mjög góða gistingu að ræða. „Ég vil taka það fram að herbergin á gistiheimili sjálfu eru mjög fín. En þegar við komum hafði orðið ein- hver misskilningur þannig að það var tvíbókað í herbergið. Eigandinn setti okkur þá í gám sem er staðsettur bak við húsið þar sem ruslagámarnir frá honum voru. Inni í gámnum var ýldu- og myglulykt. Þarna var búið að sprauta einhvern gám og hann greini- lega notaður í einhverjar græðgis- reddingar. Þetta var viðbjóður, það var gat á skúrnum, olíuklessur þarna inni og engar gardínur,“ segir Þóra. Vildi ekki slá af verðinu Þau voru ekki par sátt við gáminn sem þeim var úthlutað og kvörtuðu við eigandann. „Klukkan var eitt- hvað um ellefu, hálf tólf og við vor- um seint á ferðinni með krakkana. Við sögðum við hann að þetta væri alveg hræðilegt en við gætum svo sem látið okkur hafa þetta ef það væri ekkert annað að hafa og spurð- um hvort hann væri þá ekki til í að slá af verðinu,“ segir Þóra en fékk að hennar sögn ekki þau viðbrögð sem hún bjóst við. „Það var ekki til umræðu að gefa okkur afslátt eða einhverjar miska- bætur, ekki morgunmat eða neitt. Hann sagðist aldrei hafa heyrt fólk kvarta áður og við sögðum að hann hlyti að vera að ljúga.“ Þóra segir fjölskylduna ekki hafa verið sátta og skýrt eigandan- um greinilega frá því. „Við höfum ferðast mikið og meðal annars gist í bændagistingu og sama hvert við höfum komið þá hefur alltaf allt ver- ið í lagi. Við höfum aldrei lent í neinu svona áður. Mér finnst ekki að menn eigi að komast upp með þetta og rukka svo fullt gjald,“ segir hún. Kannast ekki við þetta „Ég kannast ekki við þetta,“ sagði eig- andi Klausturhofs þegar DV hafði samband við hann. Hann kannaðist þó við gáminn bak við húsið en sagði að gestir borguðu ekki fullt verð fyrir að gista þar. „Já, við erum með svona fyrir þá sem hafa ekki rými. Það er lægra gjald af þessu ef það er not- að. Þetta fólk er eitthvað að „leiðvill- ast“. Ég hef ekki tíma í þetta, því mið- ur,“ sagði eigandinn svo og vildi sem minnst ræða um málið. Blaðamaður benti honum á að konan væri með kvittun sem sýndi fram á að hún hefði borgað fullt verð fyrir herbergið og segði hann ekki hafa boðið henni neinn afslátt þrátt fyrir að hún hefði ekki feng- ið það sem hún taldi sig vera borga fyrir. Spurður hvort hann kannaðist ekki við þetta mál svaraði eigandinn: „Nei, veistu ég hef ekki tíma í þetta. Ef það er verið að búa til einhverja öldu yfir einhverju sem maður man ekki eftir.“ En er ekki sjálfsagt að fólk fái þá þjónustu sem það borgar fyrir? „Jú, það er það í sjálfu sér og ég man ekki eftir neinu öðru en það hafi verið. En ég hef ekki tíma í þetta, það er fólk að bíða eftir mér,“ sagði eig- andinn að lokum. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Fengu gistingu í gámi vegna tvíbókunar n Engin afsláttur veittur Ekki það sem um var samið Þóra Björk segist hafa greitt fyrir huggulega gistingu en í staðinn fengið þetta. Gámurinn Hér sést gámurinn sem fjöl- skyldan gisti í. Komin heim Mynd af þeim mæðgum sem tekin var við heimkomuna í gær, Ragna, Ella Dís og Jasmin Hildur. Á myndina vantar Míu, dóttur Rögnu. Askar China lagt niður Ákveðið hefur verið að leggja nið- ur félagið Askar China ehf. sem átti að sjá um fasteignir Askar Capital í Hong Kong. Smugan greinir frá þessu en upplýsingarn- ar eru fengnar úr Lögbirtingar- blaðinu. Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi forstjóra Askar, lenti félagið ekki í verulegum fjárhagskröggum. Eigendur félagsins voru Askar Capital og SJ2 en greint er frá fé- laginu í umfjöllun Rannsóknar- skýrslunnar um Milestone. Samtökin 78 verjast gagnrýni „Eina pólitíkin sem stjórn og trún- aðarráð Samtakanna stunda er hinsegin pólitík, ekki flokkapóli- tík. Þannig skiptir engu máli hvar í flokki menn hugsanlega standa ef okkur finnst eitthvað vel gert.“ Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu Samtakanna 78 þar sem ákvörðun samtakanna um að veita mbl- Sjónvarpi mannréttindaverðlaun er réttlætt. Verðlaunaafhendingin var gagnrýnd nokkuð eftir athöfn- ina, meðal annars af Önnu Jonnu Heimisdóttur og Herði Torfasyni. Fjallað var um þetta á vef DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.