Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Miðvikudagur 15. ágúst 2012 Ódýr Heilsársdekk Á Tilboði Dekkverk Lyngási 20 Garðabæ Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á :D Opið alla daga 10-19 Laugardaga og Sunnudaga líka Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar ;) Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður 175/65R14 44.000 kr. 39.000 kr. 59.000 kr. 165/70R14 44.000 kr. 41.000 kr. 62.000 kr. 175/70R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr. 185/60R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr. 185/65R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr. 185/70R14 49.000 kr. 44.000 kr. 66.000 kr. Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður 175/65R15 53.000 kr. 48.000 kr. 71.000 kr. 185/60R15 54.000 kr. 49.000 kr. 72.000 kr. 185/65R15 52.000 kr. 47.000 kr. 70.000 kr. 195/50R15 54.000 kr. 49.000 kr. 72.000 kr. 195/60R15 55.000 kr. 50.000 kr. 74.000 kr. 195/65R15 56.000 kr. 51.000 kr. 75.000 kr. 215/65R15 68.000 kr. 63.000 kr. 91.000 kr. 235/75R15 95.000 kr. 89.000 kr. 127.000 kr. Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður 205/50R16 69.000 kr. 64.000 kr. 92.000 kr. 205/55R16 66.000 kr. 61.000 kr. 88.000 kr. 205/60R16 71.000 kr. 66.000 kr. 95.000 kr. 215/55R16 69.000 kr. 64.000 kr. 92.000 kr. 215/65R16 79.000 kr. 73.000 kr. 106.000 kr. 215/60R16 79.000 kr. 74.000 kr. 106.000 kr. 225/55R16 77.000 kr. 72.000 kr. 103.000 kr. 225/60R16 75.000 kr. 69.000 kr. 100.000 kr. Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður 205/50R17 76.000 kr. 71.000 kr. 102.000 kr. 225/45R17 74.000 kr. 69.000 kr. 99.000 kr. 215/55R17 85.000 kr. 80.000 kr. 114.000 kr. Ódýr Heilsársdekk Á Tilboði Dekkverk Lyngási 20 Garðabæ Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á :D Opið alla daga 10-19 Laugardaga og Sunnudaga líka Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar ;) e kverk Lyngási 20 Garða æ Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á. Opið all d ga frá 10-19, laugardaga o s nnudaga líka. Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar. Sjá nánar á www.dekkverk.is Lækningamáttur ávaxta og grænmetis Stilltu töskuna rétt Á doktor.is má finna leiðbeiningar Lilju Birgisdóttur iðjuþjálfa um hvað skal hafa í huga þegar stilla skal skólatösku fyrir barnið. Þar segir að taskan megi ekki vera breiðari en svo að barnið geti sveiflað höndum frjálslega. Taskan eigi að ná frá axlarlínu og ekki meira en 10 sentímetra niður fyrir mitti. Stillanlegar og vel fóðraðar axlarólar og mittisól séu þættir sem skipta máli og gott sé ef taskan er með fleiri en einu hólfi þannig að auðvelt sé að raða vel í töskuna. Eins sé mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig best sé að nota og bera skólatöskurnar og hvernig best sé að raða í þær. Með þessu auki foreldrar meðvitund barna um eigið vinnuumhverfi og vitund þeirra um mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér og líkama sínum. Þar eru einnig tíu góð ráð til að létta byrðina: 1. Látið barnið aldrei bera meira en sem nemur 15 prósentum af eigin líkams- þyngd. Þetta þýðir að barn sem er 50 kíló ætti ekki að bera þyngri tösku en 7,5 kíló. 2. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið vel í töskuna þannig að bækurnar séu síður á ferðinni. 3. Notið alltaf báðar axlarólarnar. Ef aðeins önnur axlarólin er notuð getur barnið hallað til hliðar og þannig skekkt hrygginn og valdið þannig verkjum eða óþægindum. 4. Veljið bakpoka með vel fóðruðum axlarólum. Of mikill þrýstingur á axlir og háls getur valdið óþægindum og dofa. 5. Veljið rétta stærð af tösku fyrir barnið jafnhliða hversu mikið pláss skóladótið þarf. 6. Stillið axlarólarnar þannig að taskan passi vel að baki barnsins. Taskan ætti aldrei að ná lengra en 10 sentímetra niður fyrir mitti. 7. Munið að nota mittisólina, ef hún er á skólatöskunni, en hún hjálpar við að dreifa þyngd töskunnar. 8. Skoðið hvað barnið er að bera í tösk- unni á milli skóla og heimilis. Verið viss um að það sé einungis það sem það þarf að nota þann daginn. 9. Ef skólataskan er of þung, íhugið að nota tösku á hjólum ef barnið samþykkir. 10. Þá daga sem skólataskan er yfirhlað- in getur barnið borið bækur eða hluti í fanginu – það minnkar álagið á bakið. Jeva ódýrastar í Hagkaupum S kólatöskur eru að jafnaði stærsti útgjaldaliðurinn þegar kemur að því að undirbúa barnið fyrir skólann. Jeva- skóla töskurnar hafa verið þær vinsælustu í nokkur ár en einnig með þeim dýrustu. Í því samhengi má benda á að fleiri tegundir eru til af töskum í verslunum og því mikilvægt að skoða hvað er í boði og á hvaða verði. Þó þarf að hafa í huga að taskan þarf að styðja vel við bak barnsins og gott er að hafa þær leiðbeiningar sem iðjuþjálfar gefa til hliðsjónar þegar ný taska er valin handa barninu. Ódýrasta taskan á 3.890 krónur DV kannaði verð á á töskum í nokkrum verslunum og kem- ur þar í ljós að Jeva-töskurnar eu þær dýrustu og fást á bilinu frá 16.999 til 18.990 en oft fylgir þessum töskum sundpoki og nestisbox. Jeva er á lægsta verðinu í Hagkaup- um en ódýrasta taskan í könnuninni kostar 3.799 krónur og því gífurleg- ur verðmunur á töskum. Auk þess má benda á að það er til fjöldi af skólatösk- um á mismunandi verði og hægt er að fá góðar töskur á viðráðanlegu verði. Hér er ekki tekið tillit til gæða og eins og fyrr segir er mikilvægt að velja tösku sem hentar barninu og veitir bakinu stuðning. Benda má á að bæði Krónan og Bónus munu selja skólatöskur en ekki fékkst verð á þeim. Hjá Bónus feng- ust þær upplýsingar að töskurnar yrðu settar fram þegar nær dregur skóla- byrjun. A4 Í A4 eru Explorer töskurnar vin- sælastar og fengust þær upplýsingar að verslunin hafi lagt að- aláherslu á það merki. Töskurnar séu af svipuðum gæðum og Jeva-töskurnar sem eru þær dýr- ustu og auk þess séu þær vottaðar af iðjuþjálfa. Þá er hægt er að renna annarri töskunni af svo hægt er að nota hana sem íþrótta- eða sundtösku. Ex- plorer-töskur henta fyrir börn á aldrin- um 6 til 12 ára en bent var á Nike-bak- poka fyrir eldri börn sem fást á 6.890 krónur. Ódýrustu bakpokarnir í A4 eru á 990 krónur. Ódýrast: Disney-töskur á 3.990 kr. Dýrast: Jeva-taska á 17.890 kr. Vinsælast: Explorer-taska á 11.990 kr. Penninn og Eymundsson Í Pennanum eru vinsælu- stu töskurnar jafnframt þær dýrustu. Um ræðir Jeva-töskurnar sem kosta tæpar 19.000 krónur en mikið hefur selst af þeim síðustu árin. Ódýrasta task- an er hins vegar frá Southwest. Penn- inn hefur boðið upp á þjónustu iðjuþjálfa og fengust þær upp- lýsingar að það hefði mælst vel fyrir og að fólk hefði nýtt sér þá þjónustu töluvert. Auk þess selja verslanirnar Beck- mann-töskur á 5.990 krónur. Dýrast og vinsælast: Jeva-töskur á 18.990 kr. Ódýrast: Southwest-töskur á 3.999 kr. Griffill Vinsælustu töskurn- ar í Griffli eru frá Jeva en ódýrasta taskan er frá Southwest á 3.799 krónur. Þar eru einnig seldar Beckmann- töskur sem eru í milli- verðflokki eða á 5.499 krónur en líkt og Jeva eru þær sérstaklega gerðar með bak barnanna í huga, styðja vel við bakið, eru sterkbyggðar og með breiðum axlarólum. Dýrast og vinsælast: Jeva-töskur á 17.999 kr. Ódýrast: Southwest-taska á 3.799 kr. Hagkaup Hjá Hagkaupum fengust þær upplýs- ingar að Jeva-töskurnar hefðu verið einna vinsælastar á Íslandi undanfarin ár. Þær eru dýrustu töskurnar í versl- uninni og Southwest Bound-töskurn- ar þær ódýrustu. Dýrast og vinsælast: Jeva-töskur 16.999 kr. Ódýrast: Southwest Bound-töskur 3.899 kr. n Gífurlegur verðmunur á skólatöskum í verslunum Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Veljið réttu töskuna Mikið úrval er af skólatöskum í verslunum og mikilvægt að velja góða tösku fyrir börnin. Mynd: SiGtryGGur Ari JÓHAnnESSon Lægst hjá Múla Í mánudagsblaði DV var sagt að hæstu ársvexti á smálán- um mætti oftast finna hjá Múla. Eftir ábendingu þess efnis að seðilgjöld eru inni í uppgefnum kostnaði hjá Múla en ekki hinum smálánafyrirtækj- unum breytist sú niðurstaða. Hjá Hraðpeningum, Smálánum, Kredia og 1909 er seðilgjaldi bætt við á greiðsluseðli en þau eru á milli 163 krónur og 264 krónur. Við endurreikninga á kostnaði við lántökuna kemur þá í ljós að Múla bíður oftast upp á ódýrustu lánin. Hæstu vextina má finna að jafnaði á lánum sem tekin eru hjá Kredia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.