Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 15. ágúst 2012 Miðvikudagur F ramboðsreglur ríkisstjórnar­ flokkanna Samfylkingar og VG verða til umræðu á flokks­ ráðsfundum flokkanna sem haldnir verða síðustu helgina í ágúst. Langur aðdragandi er að endurskoðun framboðsreglna inn­ an Samfylkingarinnar en prófkjörs­ reglur voru harkalega gagnrýndar í umbótaskýrslu flokksins. Þar kemur fram að innan flokksins hafi gagnrýni á fyrirkomulag opins prófkjörs ítrekað komið fram og að efasemdir um fyrir­ komulagið séu víða. Drög að sam­ ræmdum framboðsreglum VG verða kynnt á flokksráðsfundi á Hólum. Innan Samfylkingarinnar er ákvörðunar Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns flokksins, um hvort hún hyggist áfram bjóða fram krafta sína sem formanns beðið. Lög flokksins gera ráð fyrir að 150 flokksfélagar geti farið fram á allsherjarkosningu um formannsembættið. Ákveði fleiri en einn að gefa kost á sér er ekki ólíklegt að kallað verði eftir kosningu meðal almennra flokksfélaga. VG ræðir samræmdar tillögur Vinstri græn hyggjast ræða fram­ boðsreglur flokksins á flokksráðs­ fundi sem haldinn verður á Hólum sömu helgi og samstarfsflokkurinn fundar. Samkvæmt núverandi lög­ um flokksins eru það svæðisfélög og kjördæmaráð sem sjá um val á framboðslista en félögin skulu styðj­ ast við uppstillingu eða forval. Innan flokksins er rætt hvort æskilegt sé að samræma reglur flokksins um val á framboðslista. Samkvæmt ákvörðun landsfundar VG verður flokksráðs­ fundurinn nýttur að langmestu leyti í málefnavinnu en ekki almennar um­ ræður eða ályktanir. Opin prófkjör „hættuleg einingu flokksins“ Umbótaskýrsla Samfylkingarinnar fjallaði nokkuð um ókosti „opinna prófkjara“ við val á framboðslista stjórnmálaflokks. „Það er óeðlilegt, og að mörgu leyti hættulegt, fyr­ ir einingu flokksins, að þátttakend­ ur í prófkjöri þurfi ekki að vera fél­ agar í Samfylkingunni. Einstaklinga sem hljóta kosningu í opnu próf­ kjöri getur skort stuðning og tiltrú flokksmanna, sem skiptir miklu máli um árangur í starfi fyrir flokkinn og innan hans,“ segir í umbótaskýrslu flokksins um afleiðingar opins próf­ kjörs. Í skýrslunni segir að einstaklingur sem sæki stuðning sinn til starfa fyr­ ir hönd flokksins utan hans geti átt erfitt með að vera trúverðugur full­ trúi flokksmanna sem sjá hann þá miklu frekar sem fulltrúa stuðnings­ manna sinna. „Opnu prófkjörin eru því viðsjár­ vert sundrungarafl í flokknum. Eins má benda á að þeir sem ná frama innan flokksins vegna stuðnings hópa utan hans geta sjálfir haft til­ hneigingu til að líta svo á að ábyrgð og trúnaður sé frekar við þessa hópa heldur en við flokkinn sjálfan. Van­ traust flokksmanna á þessum for­ ystumönnum getur því verið á rök­ um reist.“ Aðeins samfylkingarfólk í framboði Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar­ innar sem haldinn var í maí 2010 var samþykkt að setja á fót sérstaka nefnd sem fjalla átti um framboðs­ reglur flokksins sem og semja drög að nýjum reglum. Lögum Samfylk­ ingarinnar var í kjölfar skýrslunnar og starfsins sem henni fylgdi breytt svo reglur um val á framboðslista yrðu ekki aðeins leiðbeinandi heldur skuldbindandi í öllu þeim kjördæm­ um sem flokkurinn býður fram í. Tæpu ári síðar voru tillögur nefndar­ innar kynntar á flokksstjórnarfundi. Þá lagði nefndin til að aðeins skráð­ ir flokksfélagar sem uppfylltu skilyrði laga um kosningarétt og kjörgengi og hefðu safnað meðmælum 30 til 50 flokksfélaga gætu boðið sig fram fyrir hönd flokksins. Nefndin leggur einnig til að að­ eins flokksfélagar hafi atkvæðarétt í prófkjörum flokksins. Í drögum nefndarinnar kemur fram að tvær leiðir séu færar; flokksval, prófkjör sem flokksmenn einir mega kjósa í, annars vegar og Kópavogsleiðin svokallaða, þar sem kosið er á kjör­ fundi um hvert sæti fyrir sig. „Kjör­ fundur getur verið kjördæmisþing þar sem sitja meðlimir kjördæma­ ráðs kosnir af aðildarfélögum, aukið kjördæmisþing þar sem sitja með­ limir kjördæmaráðs kosnir af að­ ildarfélögum og varamenn þeirra eða félagsfundur,“ segir í tillögum nefndarinnar. n n Ræða reglur um val á framboðslista n Endurskoðun hluti af umbótaferli Stjórnarflokkar í kosningaham Samræma reglur Á flokksráðsfundi VG verða ræddar tillögur að samræmdum framboðsreglum fyrir flokkinn í heild á flokksstjórnarfundi í lok ágúst. Frá lands- fundi VG árið 2011. Allsherjaratkvæðagreiðsla Lög Samfylkingarinnar heimila að boðað verði til kosn- ingar meðal flokksfélaga ef velja á formann, í stað þess að aðeins landsfundarfulltrúar kjósi formann á landsfundi. Mynd SiGtryGGur Ari undirbúa kosningar Á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar síðar í mánuðinum verður farið yfir tillögur að reglum um uppröðun á lista. Myndin er frá landsfundi Sam- fylkingarinnar í fyrra. Mynd eyþór árnASOn Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Stal hjartastuð- tæki í Bláa lóninu Lögreglan á Suðurnesjum hand­ tók á sunnudagskvöld gest í Bláa lóninu, karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um að vera með fíkniefni á sér. Forsaga málsins var að sígarettupakki hafði fall­ ið úr vasa á baðsloppi manns­ ins á bakka lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokan­ um var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. Í skáp manns­ ins í baðklefanum fannst síðan hjartastuðtæki, sem horfið hafði úr sjúkraherbergi Bláa lónsins. Var það vafið inn í blátt handklæði. Þá hafði hann tekið út veitingar fyrir rúmlega tíu þúsund krónur, sem hann kvaðst síðan ekki vera borg­ unarmaður fyrir. Loks reyndist maðurinn vera með fjóra farsíma þegar hann var handtekinn. Grun­ ur leikur á að um þýfi sé að ræða. Tveir keyrðu á og stungu af Ekið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bif­ reiðastæðum í Reykjanesbæ um helgina. Önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin við Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2. Í báð­ um tilvikum létu þeir sem valdir voru að ákeyrslunum sig hverfa af vettvangi án þess að gera vart við sig. Talsvert tjón varð á báðum bílunum. Lögreglan á Suðurnesj­ um biðlar til þeirra sem upplýs­ ingar gætu haft um málið að hafa samband við embættið. Lög­ reglan hafði einnig í nógu að snú­ ast í umferðareftirliti um helgina. Athygli vekur að lögreglan þurfti að klippa á númeraplötur fjögurra bifreiða af þeim sex sem stöðvað­ ar voru þar sem eigendur höfðu ýmist vanrækt að fara með þá í skoðun eða að greiða tryggingar af þeim. Veggjakrot á héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveim­ ur mönnum aðfaranótt mánu­ dags sem höfðu valið sér frekar einkennilega iðju til að hafa ofan af fyrir sér. Um klukkan þrjú um nótt stöðvaði lögreglan menn­ ina þar sem þeir voru að krota á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjargötu. Voru þeir handteknir í kjölfarið, vafalaust skömmustu­ legir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.