Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2012, Blaðsíða 6
Hreinsuðu upp Lödu-brak n Ljósmyndara bauð við bílhræi É g vildi nú bara vekja athygli á því að menn gætu lagt sitt af mörk­ um í svona málum,“ segir ljós­ myndarinn Óskar Andri Víðis­ son, sem fór ásamt tveimur öðrum og hreinsaði upp bílhræ við Löngu­ hlíðar á sunnudaginn. Á vefsíðunni sinni birtir hann frá­ sögn og myndir frá því þegar hann fór ásamt systur sinni og mági til þess að hreinsa upp bílhræ af gerðinni Lada Sport. Bíllinn hafði fyrst orðið á vegi þeirra í desemberbyrjun árið 2008. „Einhverjir vanvitar höfðu ekið númers lausri Lödunni utan vegar þvers og kruss yfir mosabreiður,“ seg­ ir hann um málið en þá virtist bíllinn vera í lagi fyrir utan laskað framhjól. Töldu þau því að bíllinn yrði sóttur. En það var ekki gert heldur varð ástand hans einungis verra. Þegar þau óku aftur framhjá svæðinu var bíllinn orðinn sundurskotinn, hon­ um hafði verið velt, allar rúður brotnar sem og allt gler og öll ljós. Þá höfðu plastlistar og innréttingar verið rifnar og pústkerfi bílsins og gírkassi lágu eins og hráviði í kring. Við þetta hafði meira rusli verið bætt en sundurskotnir tölvuskjáir voru einnig á svæðinu. Óskar Andri segir þau hafa ákveðið að hreinsa þetta upp strax í fyrrasumar en ekki komist í verk­ ið fyrr en nú. „Við sáum hvernig þetta þróaðist. Þetta var svo sem lítil mengun fyrst, en svo með tíman­ um þegar fólk fer að rústa bílnum þá fer ruslið að breiða úr sér. Þetta varð svolítið mikið sóðalegt.“ En hið versta í málinu segir Óskar er að spilliefnin úr vélinni og raf­ geyminum eru farin niður í jörð. Hann stundar sjálfur skotfimi og seg­ ir framferði þeirra sem skotið hafi á bílinn og rústað ekki vera til sóma. „Það er bara þannig, það eru svart­ ir sauðir í þessu. Sumir sem þurfa að taka sig svolítið til í andlitinu.“ simon@dv.is 6 Fréttir 15. ágúst 2012 Miðvikudagur L andsbankinn mun greiða fyr­ ir laxveiðiferð Árna Þórs Þor­ björnssonar, fram kvæmda­ stjóra fyrirtækja sviðs bankans, en Árni Þór var í byrjun vik­ unnar við veiðar í Laxá í Kjós ásamt einstaklingum á vegum fyrirtækisins Promens og erlendum bankamönn­ um. Í eigu Landsbankans Samkvæmt upplýsingum af heima­ síðu Landsbankans var Árni yfir­ lögfræðingur fyrirtækjasviðs til ársins 2008 og hefur verið fram­ kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs frá stofnun NBI hf. Þar kemur einnig fram að framkvæmdasvið hafi bor­ ið hitann og þungann af endur­ skipulagningarvinnu og tillögugerð vegna aðgerða fyrir skuldsett fyrir­ tæki. Árni situr einnig í stjórnum Hamla ehf. og Mótus ehf. og á sæti í framkvæmdastjórn og lánanefnd. Samkvæmt heimildum DV var ferðin upphaflega hugsuð sem boðsferð á vegum Promens. Promens Dalvík hét áður Sæplast en frá 1. febrúar 2007 hef­ ur verksmiðjan á Dalvík borið nafn móðurfélags síns og heitir frá þeim tíma Promens Dalvík ehf. Promens er alþjóðlegt íslenskt fyrirtæki á sviði plastframleiðslu og starfræk­ ir 47 starfsstöðvar í Evrópu, Norð­ ur­Ameríku, Afríku og Asíu. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 4.000 manns. Landsbankinn á rúmlega helming hlutafjár í Promens í gegn­ um Framtakssjóð Íslands og fjár­ festingarfélagið Horn, en Fram­ takssjóðurinn er samlagshlutafélag í eigu Landsbankans og allmargra lífeyrissjóða. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. „Hún verður borguð af okkur“ Verð á stöng á dag í Laxá í Kjós á þessum tíma árs er á bilinu 30 til 60 þúsund krónur og verð fyrir fæði og gistingu í glæsilegu veiðihúsi við ána er 16.900 krónur fyrir manninn á dag, miðað við að tveir séu um stöng. DV hafði samband við Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúa Lands zbankans, á mánudag. Að­ spurður hvernig siðareglum væri háttað um boðsferðir starfsmanna bankans og hvort búið væri að taka fyrir þær, svaraði hann því játandi: „Ég held að mér sé óhætt að segja það.“ Kristjáni var þá ekki kunnugt um að Árni Þór væri í Laxá í Kjós en eft­ ir að hafa athugað málið staðfesti hann daginn eftir að Árni væri í lax­ veiði ásamt erlendum bankamönn­ um og stórum viðskiptavini. „En við borgum nú ferðina sjálf,“ sagði Kristján. Spurður hvort hann stað­ festi að ferðin hefði verið greidd af Landsbankanum sagði Kristján að Promens byði í ferðina en „hún verður borguð af okkur“. Hvort upp­ haflega hugmyndin hafi verið sú að Promens myndi borga ferðina eða Landbankinn sagði Kristján ekki vita það: „Ég veit ekkert um það af þeirra hálfu, sko. Þeir bjóða í hana og ætlast sjálfsagt ekki til þess en við vildum hafa það þannig.“ Hann bætti við að Landsbankinn þægi „eiginlega“ aldrei slíkar boðsferð­ ir: „Þeir bjóða í ferðina og við þiggj­ um eiginlega aldrei svona ferðir, það er afar sjaldgæft. Við ákváðum að fara í þessa ferð því við töldum það varða viðskiptahagsmuni en við munum borga fyrir hana sjálf.“ Gömul hefð að gera alls konar hluti Kristján sagði að í Landsbankanum giltu ákveðnar reglur: „Alveg skýrar reglur um svona hluti og almennt er okkur ekki heimilt að þiggja boðsferðir, eða fara í svona ferðir nema það séu viðskiptahagsmunir í húfi og þá þarf að bera það und­ ir yfirmennina fyrst. Þannig að það er svona ákveðið ferli sem farið er í gegnum.“ Aðspurður hvort nauðsynlegt sé að styrkja viðskiptasambönd í lax­ veiðiá fremur en í fundarsal sagðist Kristján ekki geta svarað þeirri spurningu. „Það er eiginlega ekk­ ert hægt að svara svona spurningu af eða á, það er bara misjafnt hvað mönnum finnst um það. Þetta er náttúrulega bara eins og þú þekkir, aldagömul hefð í viðskiptalífinu að gera alls konar svona hluti.“ „Við ákváðum að fara í þessa ferð því við töldum það varða viðskiptahagsmuni en við munum borga fyrir hana sjálf. Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans Landsbankinn býður stjórnanda í laxveiði n Gert vel við erlenda bankamenn og stóran viðskiptavin hjá ríkisbankanum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Laxá í Kjós Áin nýtur vinsælda á meðal lax- veiðimanna. Í veiði Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmda stjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. - engin venjuleg bílaþvottastöð G ullsm ári Smáralind S m ár ah va m m sv eg ur Hagasmári Fífuhvamm svegur Opnunartíminn: mánudaga til föstudaga 9-19 laugardaga 10-18 • sunudaga 13-18 fylgstu með okkur á Facebook Fyrir ofan Smáralind Við erum á Sími 567 1213 • www.spass.is Kynningartilboð Handþvoum bílinn að utan á 10 mínútum. 1.500 kr* *gildir dagana 1.-7. júní Þvottur: Tjöruhreinsun • Háþrýstiþvottur • Handþvottur með svömpum • Bón og þurkun Þrif að innan: Ryksugun • Mottuhreinsun • Rúður • Innrétting Opnunartími: Mán-föst 9-18 Laugardaga 10-18 Sími 567 1213 • www.splass.is Erum fyrir ofan Smáralind - engin venjuleg bílaþvottastöð G ullsm ári Smáralind S m ár ah va m m sv eg ur Hagasmári Fífuhvamm svegur Opnunartíminn: mánudaga til föstudaga 9-19 laugardaga 10-18 • sunudaga 13-18 fylgstu með okkur á Facebook Fyrir ofan Smáralind Við erum á Sími 567 1213 • www.spass.is Kynningartilboð Handþvoum bílinn að utan á 10 mínútum. 1.500 kr* *gildir dagana 1.-7. júní Til fyrirmyndar Óskar fór ásamt systur sinni og mági og þrifu þau upp bílhræið. Mynd ÓsKar andri VÍðisson „Hernaður gegn landinu“ Formaður Landverndar, Guð­ mundur Hörður Guðmundsson, fer mikinn í pistli á DV.is þar sem hann gagnrýnir áform Lands­ virkjunar og íslenskra orkufyrir­ tækja. „Hernaðaráætlun orkufyrir­ tækjanna gengur út á að hafa svo mörg járn í eldinum að náttúru­ verndarfólk nái ekki að verjast á skipulagðan hátt,“ segir formað­ urinn sem einnig situr í stjórn Fél­ ags umhverfisfræðinga á Íslandi og í nefnd Neytendasamtakanna um matvæli, umhverfismál og sið­ ræna neyslu. Landsvirkjun, Hita­ veita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur stefna að snarauk­ inni orkuframleiðslu næstu árin og þykir formanni Landverndar þetta miður. „Hernaðurinn gegn landinu er nú orðinn að einni alls­ herjarárás,“ segir hann. Sinfóníuhljóm- sveit í kröggum Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun ekki taka þátt í 150 ára afmæli Akureyrarbæjar vegna fjárskorts. Rekstur sveitarinnar var neikvæð­ ur á síðasta ári en að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar, hafa ýmsir kostnaðarliðir hækkað eftir að sveitin flutti í Menningarhús­ ið Hof á Akureyri. Ríkisútvarpið greindi frá því síðastliðinn þriðju­ dag að hljómsveitin hefði afþakkað boð um þátttöku í Akureyrarvöku sem hljómsveitin hefur hingað til tekið þátt í. Tugir tuskudýra án eigenda Og það eru hlutir í óskilum víð­ ar en bara í Eyjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fremur óhefðbundna tilkynn­ ingu á mánudag. Lögreglan leitar nú eigenda tuga tuskudýra sem öll fundust á sama staðnum í um­ dæminu og eru nú í óskilum. Eig­ andi tuskudýranna getur vitjað þeirra til lögreglunnar en krafist verður staðfestingar á eignarhaldi. Í samtali við DV vildi lögreglan ekki gefa upp frekari upplýsingar varðandi hvar eða við hvaða að­ stæður tuskudýrin fundust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.