Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað
Leitað
áfram
næstu
daga
É
g held ég hafi sjaldan fengið
jafn sterk viðbrögð við neinu
sem ég hef sett á internetið
eins og þessu,“ sagði Hallgrím
ur Óli Guðmundsson, formaður
Hjálparsveita skáta í Aðaldal, í sam
tali við DV í gær, fimmtudag. Hall
grímur tók myndir af aðgerðum sveit
ar sinnar á miðvikudag og voru þær í
kjölfarið birtar á ýmsum vefmiðlum
þar sem þær vöktu mikla athygli. Þar
mátti meðal annars sjá sauðfé sem
hafði fennt í kaf og björgunarsveitar
menn fundu á bólakafi í snjóskafli.
Allir með nesti
Leit að fé heldur áfram á Norðaustur
landi en þar hefur ríkt neyðarástand
síðustu daga. Búið er að gera hrað
leit á Þeistareykjasvæðinu. Þar hef
ur töluverður fjöldi kinda fundist og
verið grafinn upp. Það er nokkrum
vandkvæðum bundið að koma fénu
af staðnum þar sem svæðið er tor
fært. Meirihluti fjárins sem hefur
fundist er á lífi, en ekki finnst mik
ið dautt fé. Búið er að flytja mikið af
björgunartækjum, snjósleðum, snjó
bílum, jeppum, fjórhjólum og kerr
um, á Norðausturland.
Bændur og björgunarsveitir er
ekki eina fólkið sem stendur vaktina
í aðgerðum fyrir norðan. Slysavarna
deild kvenna á Húsavík hefur séð um
að gefa mannskapnum að borða.
Hafa konurnar í deildinni reitt fram
morgunverð í húsi Björgunarsveitar
innar Garðars á Húsavík, heita súpu
í hádeginu og heitan kvöldverð. Að
auki eru allir sendir með nesti út í
daginn, að því er fram kemur á vef
síðu Landsbjargar.
Erfitt yfirferðar
Þegar þetta var skrifað á fimmtudag
var þegar áætlað að tekist hefði að
bjarga á þriðja þúsund fjár á Þeista
reykjum. Tvær fjöldahjálparstöðvar
höfðu þá þegar verið virkjaðar í
Þingeyjarsýslu en umfangsmestu
aðgerðirnar voru enn við björg
un fjár á Þeistareykjum en þar hef
ur mestur mannafli og tækjakostur
verið. Áhersla er lögð á að safna fénu
saman en ekki er búist við að farið
verði að reka það til byggða að neinu
marki fyrr en um helgina.
Svavar Pálsson, sýslumaður á
Húsavík, sem haldið hefur utan
um aðgerðir á svæðinu segir um
tvöhundruð manns hafa tekið
þátt í aðgerðum í gær, fimmtudag.
„Þetta er heiðarland þar sem mikið
fé er að jafnaði, og mjög erfitt yfir
ferðar sums staðar en á svæðinu
er meðal annars Gjástykki sem er
mjög hættulegt svæði.“ Hann seg
ir að leitinni verði haldið áfram
næstu daga en talið er að á bil
inu fjögur til sex þúsund fjár séu á
svæðinu.
Svavar segir að fólki í sveitinni
sé brugðið eins og gefur að skilja.
„Fólk hefur einfaldlega aldrei upp
lifað svona veður á þessu tíma,
svona vetrarveðurhamfarir í byrjun
september, þetta er eitthvað sem er
óþekkt af þessari stærðargráðu.“
Aðstoð úr öllum áttum
Hallgrímur Óli, útskýrir að sveitin
hans hafi að mestu verið að störf
um á Þeistareykjasvæðinu síðustu
daga en sjálfur var hann kominn
aftur til byggða þegar DV náði tali af
honum sökum bilunar í snjósleða.
„Ég var með fimmtán sleðamenn á
mínum snærum í gær,“ segir Hall
grímur og tekur fram að hann hefði
tekið eftir mikilli fjölgun í liði björg
unarsveitamanna síðustu daga,
mjög margir hafi verið við leit í gær,
fimmtudag.
„Hér hafa virkilega margir kom
ið að leitinni, þetta er fólk héðan af
svæðinu eins og ég en líka fólk sem er
komið alla leiðina frá Reykjavík til að
aðstoða við leit. Maður sér líka meira
og meira af snjóbílum sem er ágætt
því þetta vinnst þannig að við búum
til slóða á jeppum eða snjóbílum og
reynum síðan að reka kindurnar inn
á slóðana en þær fylgja þeim yfirleitt
og það hefur gefist vel.“
Snjókögglar merki um fé
Hallgrímur Óli segir aðstæður við
leit mismunandi. „Við beitum ýms
um ráðum til þess að finna féð en eitt
af því sem við fylgjumst vel með er
hvort við sjáum snjóköggla í sköflum,
en það getur verið merki um að þar
undir sé fé á kafi,“ segir Hallgrímur.
Hann segir að oftar en ekki megi finna
„heilu fjölskyldurnar“ undir háum
sköflum með því að moka í kringum
snjóköggla á stærð við handbolta sem
hafa myndast í kringum féð.
Hallgrímur segir enga leið að
vita hversu mörgum kindum hann
og hans sveit hafa bjargað, „mað
ur verður bara að spyrja að leikslok
um.“ Hann tekur undir með Svavari
þegar talið berst að því hversu erfitt
yfirferðar þetta svæði getur verið.
„Gjástykki er auðvitað rosalega erfitt
svæði og það er eiginlega ekki fyr
ir nokkurn mann að fara út á það,
þar er svo mikið af gjám. Við vorum
þarna úti á brúnum í gær, miðviku
dag, og ég vildi ekki að neinn færi
þangað og ég held að það vilji það í
rauninni enginn.“ n
n Leitin á Norðurlandi heldur áfram n „Heilu fjölskyldurnar“ undir snjósköflum
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Fólk hefur einfald-
lega aldrei upplif-
að svona veður á þessum
tíma, svona vetrarveð-
urhamfarir í byrjun sept-
ember, þetta er eitthvað
sem er óþekkt af þessari
stærðargráðu.
Á bólakafi í skafli
Björgunarsveitar-
maður segir að oftar
en ekki megi finna
„heilu fjölskyldurn-
ar“ undir háum
sköflum með því
að moka í kringum
snjóköggla á stærð
við handbolta.
Mynd HAllgríMur Óli