Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 14.–16. september 2012 Í sland er með undarlegri stöð- um sem ég hef ferðast til. Undar- legur – en góður. Ég eyddi 10 dögum þar og missti jarð- tenginguna alger- lega. Þegar ég ferð- ast um þá sanka ég að mér staðreynd- um um þjóðarein- kenni, siði, venjur og þess háttar. En þegar ég heimsótti Ísland fyrir viku, þá rigndi þessum stað- reyndum yfir mig úr öllum áttum,“ segir Sarah Wilson á bloggi sínu. Sarah er þekkt fjölmiðlakona frá Ástralíu sem bloggar um ýmis ævin- týri sín og ferðalaginu til Íslands gerir hún góð skil með ljósmyndum af Ís- lendingum og lifandi frásögn. Blogg- ið er á sarahwilson.com.au og þar má einnig líta gott safn mynda. n n „Kooky,“ segir Sarah Wilson Íslendingar eru furðulegir Fallegur Sarah hreifst mjög af fegurð íslenskra ungmenna tók margar myndir því til sönnunar. Fyrirmynd Þessa hefði Sarah viljað hafa fyrir kennara í listum. Saga Garðarsdóttir „Við féllum fyrir þessari gellu – djörf og langar að læra á brimbretti í Ástralíu,“ sagði Sarah um leikkon- una Sögu Garðarsdóttur og smellti af henni þessari mynd. Sarah Bloggar- inn og fjölmiðla- konan Sarah Wilson á Íslandi. Hornafjarðarmeyjar fengu boð frá Ben Stiller L eikarinn Ben Stiller er enn á Íslandi og hefur ekki farið varhluta af fárviðrinu sem geis- að hefur upp á síðkastið. Hann heldur nú til á Höfn í Hornafirði þar sem tökur fara fram á Vatnajökli og svæðinu þar í kring. Leikarinn knái birti mynd af sér á samskiptasíðunni Twitter þar sem hann tekst á loft í vindhviðu og virðist hafa gaman af. Fréttir af leikaranum berast frá Aust- urlandi þar sem hann hefur gefið sér tíma til að ferðast um, skoða nátt- úruna og blanda geði við bæjarbúa, enda er brjálað að gera á kaffihúsum bæjarins um þessar mundir. Heimildir DV herma að heppn- ar Hornafjarðarmeyjar hafi fengið boð á Humarhöfnina um helgina þar sem til stóð að snæða með leikaran- um geðþekka. Þeim til mikillar undr- unar mætti leikarinn ekki í boðið en meyjarnar létu það ekki á sig fá held- ur skemmtu sér konunglega með kvikmyndargerðarfólki á svæðinu. Á mánudagskvöld mætti Still- er hins vegar á Humarhöfnina með fylgdarliði sínu og virtist alsæll með veitingarnar, brosti og var glaður. Það var því ekki annað að sjá en að leikaranum liði vel og væri sáttur við lífið og tilveruna. n n Ben Stiller mætti ekki til málsverðarins Alsæll á Höfn Hornafjarðarmeyjar mættu á Humarhöfnina og stóð til að þær snæddu með Ben. É g fékk rós, og litla bollaköku frá Olíver Loga ömmustrák,“ segir Andrea Gylfadóttir sem varð fimmtug 13. september. Ömmustrákurinn umræddi er fimm ára snáði sem gladdi Andreu að morgni afmælisdagsins. „Ég er svo- lítið afmælisbarn og finnst gaman að gera mér dagamun. Ég er með gesti frá Noregi, ættingja mína, og við ætlum að elda okkur eitthvað og hafa það gott saman,“ sagði Andrea sem segist sátt og sæl með áfang- ann. „Ég ætla að fagna afmæli mínu með pompi og prakt á laugardaginn og gera það sem gefur mér mesta gleði, sem er að syngja,“ segir Andr- ea en á tónleikunum í Eldborg mun hún færa áheyrendum sýnishorn af öllum ferlinum því auk Andreu munu koma fram hljómsveitirnar Todmobile, Grafík, Tweety, Borg- ardætur, Blúsmenn Andreu og Bíó- bandið. Kynnir og gestgjafi verður Pálmi Sigurhjartarson.  Fékk rós frá barnabarninu Fagnar stórafmæli Sterkur vinskapur Andrea Gylfa, fimmtug 13. september Sigurður Örn, sextugur 14. september Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, 38 ára H vað væri ég án vinkvenna minna? Elsku fallega, yndislega vinkona mín til 25 ára Björk Eiðsdóttir á afmæli í dag. Get ekki ímyndað mér lífið án hennar og get ekki talið þær stundir sem hún hef- ur gert betri, fallegri, fyndnari, raunverulegri, bærilegri og stórkostlegri,“ sagði Selma Björnsdóttir ein besta vinkona fjölmiðlakonunnar Bjarkar Eiðs- dóttur sem fagnaði 38 ára af- mæli sínu fimmtudaginn 13. september. m y n d ir S A r A H w il S o n .c o m .A u S igurður Örn Magnússon, bif- vélavirki og þúsundþjala- smiður, fagnar sannkölluðu stórafmæli . Sigurður er fædd- ur í Reykjavík þann 14. september 1952 og er því 60 ára í dag, föstu- dag. Hann er eigandi verkstæðisins Hjólastillingar á Hamarshöfða þar sem hann sinnir viðgerðum á bílum borgarbúa af lífs og sálarkröftum. Þá var Sigurður einnig knattspyrnu- dómari á árum áður fyrir Íþróttafé- lag Reykjavíkur, ÍR. Sigurður er kvæntur Kristínu Guðbjörgu Haraldsdóttur sjúkraliða sem verður einmitt sextug á næsta ári og eru þau saman á myndinni hér að ofan. Sigurður og Kristín eiga þrjú börn; Harald Ágúst (f. 1974) lyf- jafræðing búsettan í Noregi, Magnús (f. 1981) verkstjóra hjá Ölgerðinni og Einar Þór (f. 1984) blaðamann. Sigurður og Kristín eiga þrjú barnabörn en eiga von á tveimur í viðbót á nýju ári. DV óskar Sigurði til hamingju með stórafmælið. Flott hjón Kristín verður sextug á næsta ári en Sigurður er sextugur í dag. Fékk rós og bollaköku Andrea Gylfa- dóttir er sátt og sæl á fimmtugsaldri. Góð vinkona Björk Eiðsdóttir hefur reynst vinur í raun og fékk fallega afmæliskveðju frá Selmu Björnsdóttur. H ildur Knútsdóttir rithöf- undur og kærasti hennar Egill Þórarinsson eignuðist dóttur þann 13. september. „Við Egill eignuðumst dóttur í dag. Hún er 3.185 kg og heitir Rán,“ sagði Hildur frá á Facebook- síðu sinni. Eignaðist dóttur Hildur Knútsdóttir rithöfundur er nýbökuð móðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.