Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað Samdi um skiln- aðinn við Siv 3 „Okkar skiptum er lokið,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrr- verandi eiginmaður Sivjar Friðleifs- dóttur þingkonu, í DV á miðvikudag. Þau hafa nú náð sátt um eignaskipti. Siv höfðaði mál á hend- ur Þorsteini síðasta vetur vegna eigna- skiptanna í kjölfar skilnaðar þeirra en málið snerist að hluta til um hlutdeild Þorsteins í líf- eyrisréttindum Sivjar, sem eru um- talsverð eftir þingsetu frá árinu 1995 og ráðherraembætti. Siv vildi ekki fallast á kröfu Þorsteins um hlut- deild í þessum réttindum og stefndi honum því til opinberra skipta. Sleppur við 20 milljarða 2 Kröfuhafar eignarhaldsfélagsins 101 Capital, sem var í eigu Ingi- bjargar Pálmadóttur, þurftu að afskrifa rúmlega 20 millj- arða króna lán sem veitt voru til félags- ins. Gjaldþrotaskipt- um á félaginu lauk í síðustu viku og sagði Áslaug Árna- dóttir, skiptastjóri félagsins, í DV á miðvikudag að ekkert hefði fengist upp í kröfurn- ar sem lýst í búið var þar sem félagið var eignalaust. 101 Capital var stofnað árið 2007 og keypti 19 prósenta hlut í fasteignafélaginu Landic Property af Baugi í ágúst 2007. Viðskiptin gengu undir nafninu Project Para. Myrtur í Tulsa 1 Kristján Hinrik Þórsson, 18 ára, var myrtur aðfaranótt laugar- dags um síðustu helgi í borginni Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum. Í DV á mánudag var meðal annars rætt við föður hans, Þór Karlsson. „Hin- rik var mjög góð- ur drengur. Hann vildi öllum vel,“ sagði Þór um son sinn. Kristján Hin- rik var farþegi í bif- reið sem skotið var á. Ökumaður bifreiðarinnar, 37 ára karlmaður, lést einnig af sárum sínum tveimur dögum eftir árásina. „Mér finnst þetta bara rosalega óraun- verulegt. Þetta er eitthvað svo langt frá þeim veruleika sem við búum við hérna,“ sagði Þór. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Hagnaður BuBBa minnkar milli ára n Hagnaðist um 3,7 milljónir en greiðir arð upp á 3,9„Eftir hrunið hefur félagið hins vegar nýst til að halda utan um tónleika.T ónlistarmaðurinn Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi Morthens, hagnað- ist um 3,7 milljónir króna í gegnum einkahlutafélag sitt Morthens ehf. á síðasta ári. Hagnað- urinn er minni en árið áður en tekj- ur félagsins á síðasta ári námu sam- tals 4,5 milljónum króna. Arðurinn sem Bubbi greiðir sér nú úr félaginu er talsvert minni en hann var á síðasta ári. Þá voru sautján milljónir króna greiddar í arð. Engin laun voru greidd úr félaginu og var í raun eini kostnað- urinn fyrir utan skatta 17.900 króna rekstrarkostnaður sem líklega er út- varpsgjald sem greiða þarf árlega. Hærri arður en hagnaður Stjórn félagsins, sem er eingöngu skipuð Bubba sjálfum, hefur ákveðið að greiða 3,9 milljóna króna arð til hluthafa en Bubbi á allt hlutafé í fé- laginu. Hann hefur því samþykkt að greiða sálfum sér arð sem nemur tvö hundruð þúsund krónum meira en hagnaður félagsins var á síðasta ári. Staða félagsins er þó nokkuð góð. Eigið fé þess í árslok síðasta árs nam 4,6 milljónum króna og eru því 700 þúsund krónur eftir í félaginu eftir arðgreiðsluna. Bubbi á annað einkahlutafé- lag sem ber nafnið B Morthens ehf. Af því félagi varð átta þúsund króna tap á síðasta ári samkvæmt árs- reikningi. Á árinu 2010 skilaði félag- ið hins vegar tæplega þriggja milljón króna hagnaði. Stjórn félagsins, sem skipuð er Bubba og eiginkonu hans Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, ákvað að greiða ekki arð út úr félaginu en á síðasta ári voru 7,4 milljónir króna greiddar úr félaginu sem úthlutaður arður. Ekki lengur í hlutabréfa­ viðskiptum Bubbi, sem er einn af þekktari og vinsælli laga- og textasmiðum þjóðarinnar, virðist hafa það ágætt þrátt fyrir að hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum í gegnum einkahluta- félag sitt í hruninu en fyrir hrunið notaði Bubbi félagið Morthens ehf. til að versla með hlutabréf í ýms- um félögum. Eftir hrunið hefur fé- lagið hins vegar nýst til að halda utan um tónleika og aðrar tekjur sem tengjast starfi hans í tónlist- arbransanum. Bæði Morthens ehf. og B Morthens ehf. eru rekin í þeim tilgangi. Ekki kemur fram í ársreikn- ingunum hvaðan tekjurnar komu en Bubbi heldur árlega nokkra vin- sæla tónleika. Ljóst er að tekjur fé- laganna tveggja eru ekki allar tekjur Bubba, sem hefur gert ágæta hluti sem bæði útvarpsmaður og sjón- varpsmaður. Í lok síðasta mánaðar greindi Stöð 2 frá því að Bubbi hefði keypt til baka höfundarrétt á lögum sínum sem hann seldi fyrir hrun til Sjóvár-Almennra sem síðar seldi hann til Hugverkasjóðs Íslands, sem þá var í eigu Baugs Group. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Minni arður Bubbi greiðir sér í ár talsvert minni arð út úr félögum sínum en síðustu ár. Sívinsæll poppari Einkahlutafélag hans heldur utan um tónleikahaldið. Makríldeilan harðnar: Beygja ekki Íslendinga „Hótanir hafa aldrei beygt Ís- lendinga í fiskveiðideilum. Það sama gildir um makríl. Þar eigum við réttmæta hagsmuni að verja og þeir verða varðir eftir þeim leið- um sem við höfum,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um ákvörðun Evrópuþingsins um að leyfa löndunarbann á íslensk skip vegna makríldeilunnar. Hann segir að staða Íslendinga betri eftir að í ljós kom að makríllinn sæk- ir hingað í meira mæli en áður. „Yfirlýsingar írskra þingmanna á Evrópuþinginu, og þar áður norska sjávarútvegsráðherrans, gera bara illt verra og setja deiluna í fastari hnút.” Hann segir stöðu Íslands sterka, ekki síst vegna bókunar sem Íslendingar hafi náð fram við EES-samninginn á sínum tíma sem kveði á um að ekki sé með löglegum hætti hægt að grípa til annarra ráða gegn Íslendingum en þeir hafi sjálfir beitt gegn skip- um frá ESB og Noregi. Allt umfram það sé ólögmætt„ Ég hef ekki trú á að ESB ráðist í slíka vitleysu. Enn síður að frændur okkar Norðmenn grípi til slíkra aðgerða.“ „Eins og í hryll- ingsmynd“ Nemandi slasaðist í Borgarholts- skóla á fimmtudag þegar höfuð hans rakst í viftu í lofti skólastofu. Atvikið tengdist busavígslu sem fram fór í skólanum en það varð með þeim hætti að drengurinn stóð uppi á borði þar sem hann átti að syngja. Hann skarst við eyra svo nokkuð blæddi. Kallað var á sjúkrabíl sem kom á staðinn skömmu síðar og flutti drenginn á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Einhverjir nemendur voru slegnir miklum óhug vegna atviksins. „Það þeyttist blóð út um allt. Þetta var eins og í hryllings- mynd,“ segir heimildarmaður sem ekki vill láta nafns síns getið. Ingi Bogi Bogason, aðstoðar- skólameistari Borgarholtsskóla, segir drenginn á góðum batavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.