Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 44
A ðdáendur enska boltans geta tekið gleði sína á ný um helgina en þá fer fram heil umferð. Þó svo að aðeins þrjár um- ferðir séu búnar eru línur ör- lítið farnar á skýrast á toppi og botni. Chelsea, Manchester City og Manchester United – sem var af flestum spáð þremur efstu sæt- unum – eru öll í ágætum málum í deildinni; Chelsea á toppnum með níu stig, Manchester City með sjö stig og Manchester United með sex stig. Swansea, undir stjórn Dan- ans Michaels Laudrup, er í öðru sæti deildarinnar og West Brom í þriðja sæti, sem verður þó að telj- ast nokkuð óvænt. Arsenal með sjálfstraust Chelsea getur haldið sigurgöngu sinni í deildinni áfram þegar liðið mætir QPR á útivelli á laugardag. Chelsea er eina liðið sem enn hefur ekki tapað stigum en QPR, sem sank- aði að sér nýjum leikmönnum í sum- ar, hefur byrjað tímabilið afleitlega. Það situr í næstneðsta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki og markatöluna 2–9. Fari allt samkvæmt bókinni ætti Chelsea-liðið að landa þægilegum sigri á Loftus Road. Þó ber að hafa í huga að Chelsea tapaði fyrir QPR á þessum velli í fyrra. Arsenal leitar enn að sínum fyrsta sigri á heimavelli á tímabilinu og raunar hefur liðið ekki unnið í síð- ustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni. Arsenal tekur á móti ný- liðum Southampton sem sitja á botni deildarinnar – án stiga. South- ampton-liðið hefur þó leikið vel og var óheppið að ná ekki að minnsta kosti einu stigi gegn Manchester United í síðustu umferð. Arsenal-liðið er þó fullt sjálfstrausts eftir góðan 2–0 sigur á Liverpool í síðustu umferð. Manchester-liðin í eldlínunni Manchester United byrjaði tímabil- ið illa þegar liðið tapaði fyrir Ever- ton í fyrsta leiknum. Síðan þá hafa United-menn unnið tvo leiki, gegn Fulham á heimavelli, 3–2, og svo gegn Southampton á útivelli, einnig 3–2. Robin van Persie hefur verið sjóðandi heitur en hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í landsleik Hollendinga og Ungverja í vikunni. Með Wayne Rooney á meiðslalistan- um má United illa við að missa van Persie í meiðsli en hann er marka- hæstur í deildinni með fjögur mörk. United mætir Wigan á heimavelli sem hefur byrjað tímabilið ágætlega og er með fjögur stig. Englandsmeistarar Manchester City mæta Stoke á útivelli á laugar- dag. City fékk góðar fréttir í vikunni þegar Sergio Aguero mætti aftur til æfinga. Óvíst er þó hvort hann verði með í leiknum gegn Stoke en City ætti þó ekki að vera í neinum vand- ræðum með að fylla skarð hans. Stoke hefur byrjað tímabilið illa og gert þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. Liverpool leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina en ætti að eiga ágæta möguleika á að komast á sigurbraut um helgina þegar það mætir Sunderland á úti- velli. Sunderland hefur aðeins leikið tvo leiki á tímabilinu, báða á útivelli, og gert jafntefli í þeim báðum. n Laugardagur Norwich-West Ham 1 „Mér sýnist á öllu að þetta verði fallslagur en ég myndi halda að Norwich vinni sinn fyrsta sigur í vetur.“ Arsenal-Southampton 1 „Southampton hafa komið á óvart í upphafi tímabils en Arsenal verður of stór biti. Arsenal vinnur.“ QPR-Chelsea X „Þetta verður dramatískur baráttuleikur. Ég held að það sé komið að Chelsea að tapa stigum. Ég segi jafntefli.“ Stoke-Man. City 2 „Annar hörkuleikur og erfiður útivöllur fyrir meistarana. Ég held að þeir taki þetta samt og vinni.“ Sunderland-Liverpool 2 „Ég tippa á Liverpool-sigur. Þeir hafa byrjað illa en ég hef trú á að þeir rétti úr kútnum núna. Suarez og Gerrard skora – enda engir aðrir sem skora mörkin.“ Fulham-West Brom 1 „Tvö lið sem hafa komið á óvart. Ég held að Fulham taki þetta á heimavelli.“ Man. United-Wigan 1 „Sennilegast ójafnasta viðureign tímabilsins. Ég verð hissa ef United skorar ekki fimm mörk.“ Aston Villa-Swansea 2 „Swansea hefur byrjað vel og ég held að það haldi áfram. Þeir vinna á Villa Park.“ Sunnudagur Reading-Tottenham 1 „Hörkuleikur. Ég spái því að vandræði Villas- Boas haldi áfram. Gylfi Sigurðsson skorar en Reading vinnur.“ Mánudagur Everton-Newcastle X „Everton hefur komið mér á óvart en Newcastle eru líka sterkir. Ég spái jafn- tefli en Everton-sigur kæmi ekki á óvart.“ 44 Sport 14.–16. september 2012 Helgarblað Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Þægileg helgi fyrir toppliðin n Fjórða umferð ensku deildarinnar n Liverpool leitar að fyrsta sigrinum Stórleikur á Laugardalsvelli: Sæti í umspili tryggt með sigri Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Norður- Írlandi í undankeppni EM á laugar- dag. Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða því með sigri mun Ísland tryggja sér sæti í umspili fyrir Evrópumótið á næsta ári sem fram fer í Svíþjóð. Eftir leikinn gegn Norður-Írlandi fer liðið til Noregs þar sem það mætir heimastúlkum á miðvikudag. Ísland trónir á toppi riðilsins með 19 stig en norsku stúlkurnar eru aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Með sigri gegn Norður- Írum – sem er í fjórða sæti riðilsins með 11 stig – og jafntefli gegn Nor- egi mun Ísland tryggja sig beint inn á Evrópumótið. Miðasala á leikinn er í fullum gangi og kostar miðinn þúsund krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Vissir þú að... n Luis Suarez, leikmaður Liverpool, er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur oftast skotið framhjá markinu – inni í teig. Það hefur gerst 8 sinnum. n Manchester United hefur unnið níu af síðustu tíu heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. n Arsenal hefur gert jafntefli í síðustu þremur heimaleikj- um sínum í ensku deildinni og Stoke í síðustu fjórum heimaleikjum. n Liverpool og Stoke eru grófustu liðin í ensku deildinni það sem af er. Bæði lið hafa fengið sjö gul spjöld og eitt rautt. n Robin van Persie hefur skorað 67 prósent marka Manchester United á tímabilinu, eða fjögur af sex. n Arsenal heldur boltanum best af öllum liðum í deildinni. Þeir hafa verið með boltann 61 prósent að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum. n Sunderland heldur boltanum verst og hafa verið með hann að meðaltali 32,5 prósent í leikjum sínum. Hörkuleikir fram undan DV leitaði til Kristjáns Atla Ragnarssonar, ritstjóra Kop.is sem er stuðningsmannasíða Liverpool-manna á Íslandi, og fékk hann til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Það þarf varla að koma á óvart að hann spáir sínum mönnum sigri og býst við hörkuleik þegar QPR tekur á móti Chelsea. Sjóðheitur Carlos Tevez hefur farið vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City í vetur. Hann verður að öllum líkindum í fremstu víglínu þegar City mætir Stoke um helgina. Mynd ReUteRS Moutinho hrærður Joao Moutinho, miðjumaður Porto, virðist ekkert hafa á móti því að ganga í raðir Tottenham, en hann var orðaður við félagið undir lok félagaskiptagluggans í ágúst. Í viðtali á dögunum sagði hann að stjóri Tottenham, landi hans Andre Villas-Boas, sé einn sá besti í Evrópu. „Ég var mjög stoltur af áhuganum sem þeir sýndu – sérstaklega vegna þjálfarans sem er einn sá besti í Evrópu. Félaga- skiptaglugginn er lokaður núna og ég einbeiti mér að fullu að Porto. Ég vil helst ekki tjá mig um eitt- hvað sem gerist kannski eða gerist ekki. Ég get sýnt mínar bestu hlið- ar hjá Porto og mun einbeita mér 100 prósent að því verkefni.“ Tvö ár er langur tími Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur kveðið niður sögusagnir þess efnis að hann sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningur Wengers rennur út árið 2014 og hafa fjölmiðlar í Bretlandi greint frá því að aðeins formsatriði sé fyrir Wenger að endurnýja samn- inginn. „Ég á tvö ár eftir. Það eina sem skiptir mig máli í augna- blikinu er leikurinn gegn South- ampton um helgina. Tvö ár er langur tími í starfi sem þessu og það eina sem ég hugsa um er að standa mig vel,“ segir Wenger sem er orðinn 62 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.