Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 32
Tívolí Hálsa- skógur Þ að er löngu orðin föst hefð í Þjóðleikhúsinu að sýna þar leikrit Thorbjörns Egner, Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Það er góð hefð, því að þetta eru góð leik- rit. Og eitt er alveg sérlega gott við hana: það dettur sem sé engum í hug að láta endurþýða verkin, eins og nú er mikil lenska í íslensku leik- húsi, jafnvel þótt verk séu til í af- burðaþýðingum fyrir. Ljóðaþýð- ingar Kristjáns frá Djúpalæk eru löngu óumdeild klassík, og engan hef ég enn heyrt kvarta undan því að lausamálstexti Huldu Valtýs- dóttur sé orðinn „úreltur“. Dýrin í Hálsaskógi voru eitt af leikhúsævintýrum bernsku minn- ar. Ég er nógu gamall til að hafa séð og heyrt Bessa og Árna Tryggva og marga aðra góða leikara – í frum- sýningunni. Síðan hef ég auðvit- að oft heyrt hljóðritun leiksins með þeim, og mér er lífsins ómögulegt að hlusta á orðaskipti Mikka refs og Lilla Klifurmúsar án þess að heyra raddir þeirra hljóma, svo óborg- anlegur var leikur þeirra, ekki síst samleikurinn. Þarna leiddu tvær af skærustu gamanstjörnum, sem ís- lenskt leikhús hefur eignast fyrr og síðar, saman hesta sína með ógleymanlegum hætti. Vitaskuld er frábært að geta enn hlýtt á þann leik, þó að það geri þeim leikend- um, sem í fótspor snillinganna feta, ekki auðveldara fyrir. Eins og margar og sjálfsagt flestar barnasögur búa leikir Egners yfir alvarlegri undiröldu. Egner er heilmikill siðapredikari í sér; hann vill ekki aðeins að börn hirði vel tennurnar sínar (Karíus og Bakt- us), í Dýrunum í Hálsaskógi gengur hann enn lengra og ráðleggur þeim að gerast grænmetisætur. En það er bara allt í lagi og spillir í engu ánægju okkar af leikjunum, því að þeir eru svo spennandi og dramatískir, að ekki sé minnst á alla söngvana. Kardimommubærinn verður víst að teljast meiri spennuleikur en Hálsaskógur, sem er ívið sundur- lausari, en þar er engu að síður skýr þráður, sem höfundur missir aldrei sjónar á, auk þess sem leikrænar uppákomur eru þar hver annarri hnyttilegri (Lilli að plata Mikka ref, piparkökuveislan hjá Hérastubb bakara, Amma skógarmús á flótta undan Patta broddgelti og svo fram- vegis). Og hinn alvörugefni undir- tónn er ekki einungis siðferðislegur; í verkinu býr líka viss sorg og sú sorg er tilvistarleg eðlis og við þekkjum hana flest okkar: það er sú gamal- kunna staðreynd að öll dýrin í skóg- inum skuli ekki geta verið vinir. Að sum stóru dýrin skuli alltaf vilja vera að éta sum litlu dýrin. Sá strengur verður að fá að hljóma til að verkið nái fullum áhrifamætti – fyrir mér er það alltént þannig. Dýrin í Hálsaskógi voru frum- sýnd síðastliðinn laugardag á stóra sviði Þjóðleikhússins í nýrri upp- færslu sem Ágústa Skúladóttir hef- ur leikstýrt. Þetta er flott sýning á ytra borði, mikið fyrir augað, eins og þar stendur, geysilegt ljósa- og litaspil, og alls kyns uppáfyndingar í leikmynd og öðru. En í reynd vinn- ur allur þessi íburður gegn hinum einfalda dramatíska kjarna verksins sem ég var að reyna að koma orð- um að hér á undan. Hálsaskógur verður að einhvers konar tívolíi í út- gáfu Ágústu og annarra „listrænna aðstandenda“. Ágústa kann margt fyrir sér, fullt af kómískum leikhús- brellum, það er hún margbúin að sýna og sanna. En hún þarf ekkert að sanna það neitt frekar fyrir okk- ur. Á köflum bregður fyrir augljós- um skopstælingum á útjöskuðum klisjum úr ýmsum lággróðri leik- sviðs og kvikmynda. Það getur ver- ið gaman að slíkum skopstælingum, en hvaða erindi þær eiga inní heim Thorbjörns Egner, er mér ekki ljóst. Auðvitað verður aldrei leiðinlegt í þessu Tívolíi Ágústu (þar er meira að segja Parísarhjól svo öllu sé til skila haldið). Fjörið er gegndarlaust á sviðinu, aldrei dauður punktur, því að leikstjóranum er sífellt að detta eitthvað nýtt í hug og hún má til með að koma því öllu að. Leik- endum, ungum jafnt sem öldn- um, þykir bersýnilega mjög gaman og það skilar sér til okkar. Þeir eru sumir (ekki síst Jóhannes Hauk- ur í hlutverki Mikka) óhræddir við að „leika á salinn“, tala beint við áhorfendur, og gera það víða vel (ég nefni rétt sem dæmi þegar Mikki fer að pota banhungaður í krakkana á 32 14.–16. september 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ „Falleg lesning og rík af húmor“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur Reglur Hússins Jodie Picoult Úthugsað, lágstemmt eldhús E itt af sérstakari einkenn- um veitingahúsamenningar Reykjavíkur er að það kostar jafnmikið að borða virkilega góðan mat og skyndibitarusl í hádeg- inu. Mörg góð veitingahús borginni - Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Grill- markaðurinn, Geysir, Ostabúðin á Skólavörðustíg, Fylgifiskar – bjóða upp á gómsæta fiskrétti í hádeginu sem eru nánast á hamborgaraverði. Á þetta benda margir útlendingar sem hingað koma og finnst þetta skrítið en á sama tíma ánægjulegt. Í maí bættist nýtt mathús við þennan hóp veitingastaða sem gera vel við svanga borgarbúa með hóf- stilltum verðum á ljúffengum mat úr gæða hráefnum. Veitingastaður- inn Friðrik V. á Laugavegi 60, sem um árabil var á Akureyri við góðan orðstír – sumir borgarbúar gerðu sér meira að segja sérstakar ferðir norð- ur til að borða á honum, býður upp á tvíréttað í hádeginu fyrir einungis 1.590 krónur. Tekið skal fram að þessi dómur fjallar eingöngu um hádegis- seðil Friðriks V. – á kvöldin er boð- ið upp á þriggja og fimm rétta seðla með eða án vína. Súpa dagsins er borin fram á und- an fiski dagsins eða grænmetisrétti. Brauðið sem kemur á undan súpunni er bakað á staðnum á hverjum degi og smakkast alltaf afar vel. Brauðið er breytilegt dag frá degi, tvær tegundir, með viðbiti sem nostrað hefur verið við – til dæmis skyrsmjör með krydd- jurtum. Súpan sem boðið er upp á er ekki þessi hefðbundna íslenska, salt- aða hveitisúpa sem stundum er boð- ið upp á; hveitisúpa sem bragðast eins, sama hvort hún er blómkáls-, aspas- eða sveppa-. Fyrir nokkrum vikum fékk ég blómkálssúpu á staðn- um sem sérstaklega var tekið fram að væri gerð úr cannellini-baunum og að í henni væri ekkert hveiti. Fisk- ur dagsins, sem undirritaður hefur fengið sér fimm sinnum á síðastliðn- um fjórum mánuðum, hefur alltaf verið afar bragðgóður og vel eldaður. Tvívegis hef ég fengið grillaðan lax með mildri chili-sósu sem bragðast dásamlega. Meðlætið sem fylgir er auk þess alltaf úthugsað, smá atriðin á hreinu með fínlegri notkun á kryddum og sósum. Með kaffinu eru svo bornar fram dvergkleinur í boði hússins – skemmtilegt smá atriði sem gaman er að. Einkenni Friðriks V. er að allur maturinn þar er úthugsaður, engu er hent í gestinn bara einhvern veginn. Hugsað hefur verið fyr- ir smáatriðunum í matargerðinni. Á sama tíma er maturinn ekkert prjál heldur þvert á móti heimil- islegur án þess þó nokkurn tím- ann að vera lummó; þetta er stæla- laust, lágstemmt eldhús. Mikið er lagt upp úr góðu, fersku hráefni og er gjarnan tilkynnt úr hvaða sveit fiskurinn, grænmetið, byggið og kryddjurtirnar koma af landinu; af hvaða bæ og hvað bóndinn heitir sem færði björgin í búið. Þjónust- an er sömuleiðis alúð leg og vinaleg þó stundum virðist sem annríkið á staðnum kalli eftir fleira starfsfólki en aðallega fjölskyldu eigandans, Friðrik Vals Karlssonar. Vertu vel- kominn Friðrik V. og takk kærlega fyrir mig. n Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Veitingahús Friðrik V. Staðsetning: Laugavegur 60, 101 Reykjavík Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademi.is Leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner Þýðing: Hulda Valtýsdóttir Ljóðaþýðingar: Kristján frá Djúpalæk Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Christian Hartmann & Thorbjörn Egner Tónlistarstjórn: Kristinn Gauti Einarsson & Halldór S. Bjarnason Sýnt í Þjóðleikhúsið Siðapredikari Egner er heilmikill siðapredikari í sér; hann vill ekki aðeins að börn hirði vel tennurnar sínar (Karíus og Baktus), í Dýrunum í Hálsaskógi gengur hann enn lengra og ráðleggur þeim að gerast grænmetisætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.