Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 26
26 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað M ín skoðun er sú að fram- boð af söfnuðum sé nægi- legt í landinu,“ segir Gunn- ar Þorsteinsson, áður kennd ur við Krossinn. Gunnar ætlar að predika á gospel- hátíðinni Hosanna sem haldin verð- ur í Austurbæ á sunnudaginn en neitar því að með hátíðinni sé lagður fyrsti vísir að nýju trúfélagi. Höfum verið þröngsýn Gospelhátíðin á sunnudaginn mun verða sú fyrsta í röðinni af þremur. Gunnar segir hóp fólks víðs vegar úr samfélaginu og úr öllum trúfé- lögum hafa nálgast hann og beðið að predika en eiginkona Gunnars, athafnakonan Jónína Benedikts- dóttir, er framkvæmdastjóri verk- efnisins. „Yfirskrift þessarar hátíðar mætti vera; upp upp mín sál og allt mitt geð. Við viljum draga lands- menn úr drómanum sem ríkt hefur í samfélaginu og þakka Guði gjaf- ir hans, lyfta höndum og leita frið- ar. Þarna ætla menn að koma saman og eiga skemmtilega og gleðilega stund. Þetta eiga að vera fagnað- arfundir,“ segir Gunnar sem ætlar að stíga í pontu eftir talsvert hlé og viðurkennir að finna fyrir fiðringi. „Ég finn mig auðmjúkan frammi fyr- ir því stóra verkefni að bera fram orð Guðs. Það er ok sem á mér liggur. Á sunnudaginn verða allir velkom- ir, án skuldbindinga. Fyrst og fremst ætlum við að fagna og gleðjast og líta burt frá þeim bölmóði sem legið hef- ur yfir samfélaginu um langt skeið.“ Gunnar segir Krossinn, sem og aðrar frjálsar kirkjur, hafa verið á rangri braut um langt skeið. „Þessi staðalímynd sem við höfum reynt að búa til er ekki Guði þóknanleg. Við höfum verið þröngsýn. Við sem kirkja í landinu höfum misst marks. Sjálfur passaði ég ekki inn í staðal- ímyndina þegar ég frelsaðist 19 ára og þurfti að ganga í gegnum ýmis- legt, sem var í ljósi sögunnar fár- ánlegt, bara til að fylla einhverja staðalímynd sem hefur ekkert með Guðsorð að gera. Í dag vil ég meiri víðsýni. Að flytja fagnaðarerindið þýðir ekki að vera með bindi um hálsinn. Við vilj- um ekki setja menn í ákveðið form. Margbreytileikinn er styrkur okkar. Einsleitnin veikleiki.“ Dauðir menn rísa Gunnar segir Hosanna mikla tón- listarveislu en það verður gospel- hljómsveitin GIG sem mun halda uppi fjörinu. „Fyrst og fremst verður þetta tónlistarveisla. Dauðir menn munu upp rísa, upplifunin verður slík. Allir sem þarna verða munu fá uppbyggingu og stuðning til að tak- ast á við eigið líf. Ég sem og aðrir. Allt í kringum okkur er verið að tala um æðri mátt en á þessari hátíð viljum við skilgreina hver hann er og hvern- ig við getum hagnýtt þennan mátt með því að einfalda lífið og auð- mýkja okkur aðeins. Þarna mun ungt, efnilegt og stór- kostlegt fólk fá að njóta sín sem öfl- ugt og frjálst; óháð þessum viðjum sem menn hafa búið til. Nú hafa for- dómagirðingarnar verið brotnar. Menn fá að vera kristnir, frelsaðir og öðruvísi,“ segir hann og viðurkenn- ir að Jónína eigi eflaust sinn þátt í auknu umburðarlyndi hans. „Jónína hefur kennt mér ýmislegt og við eig- um mikið af vinum og fjölskoðunar- fólki. Við förum ekki í manngreinar- álit. Það hefur hún aldrei gert. Hún er hlý og með opinn faðm og það er makalaust hvað margir leita til okkar með viðkvæm og erfið mál. Ekki síð- ur til hennar en mín. Jónína ætlar einnig að segja nokk- ur orð á gospel-hátíðinni. Hún verður með lífsreynslusögu. Við sem tölum kristnesku köllum það að vitna,“ segir Gunnar sem líst vel á pólitískar fyrir- ætlanir eiginkonunnar. „Það er alveg sama á hvaða vettvangi hún starfar. Hún ber af öðrum eins og gull af eir. Sem pólitískur fulltrúi er hún mjög réttsýn og ákveðin sem persóna.“ Er brotinn maður Gunnar, sem stofnaði Krossinn og gegndi starfi forstöðumanns um ára- tuga skeið, er nú ekki virkur í trúfé- laginu og hefur áhyggjur af fram- tíð þess. „Krossinn er eins og barnið mitt. Á þeim vígvelli hef ég barist í rúm 30 ár. Þar hef ég marga fjöruna sopið, marga brekkuna séð og marga sigrana sigrað. Sannarlega þykir mér vænt um Krossinn en ég óttast að nú verði rangar ákvarðanir teknar. Söfn- uðurinn er ekki að sinna sínu verk- efni sem skyldi. Þar er verið að gera eitthvað vitlaust. Vissulega á safn- aðarformið framtíð fyrir sér enda biblíulegt, en mannlegar viðbætur hafa verið til skaða .Farsæld safnað- arstarfsins er einnig háð því hverjir leiða hverju sinni.“ Eins og fram hefur komið í DV hefur valdabarátta skekið Krossinn upp á síðkastið. Gunnar vill ekki taka svo djúpt í árina og segja að sér hafi verið bolað út úr trúfélaginu sem hann stofnaði ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guðna- dóttur. „En ég verð að játa það að ég er brotinn maður. Ég er vissulega að reyna að fóta mig á ný en brotinn er ég svo sannarlega. Ástandið er ekki eins og ég hefði viljað hafa það.“ Eins og margir muna steig Gunn- ar til hliðar sem forstöðumaður eftir að hópur kvenna steig fram og sakaði hann um kynferðisbrot gagnvart sér. Sigurbjörg dóttir Gunnars, sem nú gegnir starfi forstöðumanns, stóð þá sem klettur við hlið föður síns en Sig- urbjörg hvatti nýlega stjórn Krossins til að kjósa hann ekki þegar hann seildist eftir völdum á ný. Gunnar getur ekki útskýrt u-beygju Sigur- bjargar en heimildir DV herma að koma móður hennar heim til Íslands útskýri að einhverju leyti breytta af- stöðu hennar. Gunnar vill lítið tjá sig um samband sitt og Sigurbjargar. „Ég elska öll börnin mín og Sigurbjörg er dóttir mín. Börnin mín verða öll með okkur á þessari hátíð, fyrir utan Sigur björgu.“ Hann segir samband hans og Ingibjargar í algjöru lág- marki. „Ingibjörg er ráðandi í söfn- uðinum. Hún hefur sterk ítök. Ég hef ekki mikla trú á framtíð Krossins ef hún verður ráðandi afl.“ Ganga í takt Gunnar segir að vissulega hafi verið reynt að ná sáttum innan Krossins. „En það er aldrei búið að tæma sátta leiðirnar. Sem kristinn mað- ur veit ég að krafan er ekki sjö sinn- um sjö heldur sjötíu sinnum sjö, ekki annan hvern dag heldur dag- lega. Það er erfitt að tæma fyrirgefn- ingu og sáttargjörð,“ segir Gunn- ar sem óttast ekki að deilurnar eigi eftir að smitast yfir í gospel-hátíð- ina. „Ég er ekki maður deilna. Ég er maður sáttar gjörðar og friðar. En það er sífelld tilhneiging til að kross- festa sannleikann. Það er sannleik- urinn sem veldur deilum. Ég trúi því að með þessari hátíð sé drott- inn að opna tækifæri til að gera eitt- hvað stórkostlegt í landi okkar. Þarna munum við leysa úr læðningi kraft til að losna undan þeim dróma sem þjóðin er föst í. Það er sama hvert þú kemur, alls staðar er beygt og bugað fólk. Það versta er að það er búið að taka vonina frá unga fólkinu okkar. Menn sitja eftir í köldu vonleysi. En ég veit að við eigum tilboð um stór- kostlega lausn. Lausn sem þarf að viðra með þeim einfalda hætti sem sett er fram í fagnaðarerindinu. Við erum búin að gera þetta allt of flókið og setja þetta í allskyns umbúðir sem við höfum engan rétt til. Á þessari hátíð verður það kærleikurinn sem ræður ferðinni.“ Gunnar og Jónína gengu í það heilaga í mars 2010. Fréttir af sam- bandi þeirra komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og sitt sýndist hverj- um. Ýmislegt hefur gengið á, á þeim rúmu tveimur árum sem þau hafa verið gift. Gunnar viðurkennir að vissulega hafi reynt á hjónabandið til hins ýtrasta. „En allir þessir stormar sem hafa gengið yfir hvað eftir ann- að, hafa gert okkur sterkari. Vissu- lega hefur mikið gengið á og mikið á okkur reynt en við komum sterk út úr þessu. Við göngum í takt og elsk- um hvort annað.“ n Hefur áhyggjur af framtíð Krossins Gunnar Þorsteinsson er ekki lengur virkur í Krossinum, trúfélaginu sem hann og fyrrverandi eig- inkona hans stofnuðu. Gunnar segist brotinn maður en vonast til þess að geta byggt sig upp á gospelhá- tíðinni Hosanna. Gunnar óttast um framtíð Krossins sem hann segir á villigötum. „ Ingibjörg er ráð- andi í söfnuðnum. Hún hefur sterk ítök. Ég hef ekki mikla trú á fram- tíð Krossins ef hún verður ráðandi afl. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Brotinn maður Gunnar er ekki lengur virkur þátttakandi í Krossinum en hann lítur á trúfélagið sitt sem barnið sitt. mynD jG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.